Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 27
MORCiUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDACIUR 22. DESEMBER 1976 27 Bandarfkjamaðurinn Phil Mahre hefur komið mjög á óvart f heimsbikarkeppninni, og unnið nokkur stórmót. Mahre sem aðeins er 19 ára hefur ekki verið í fremstu röð skfðamanna fyrr en f vetur. Mynd þessi var tekin af honum í keppni í Val de Isere í Frakklandi þar sem hann sigraði f stórsvigi Vonir standa til þess að Pétur Guðmundsson leiki með unglingalands- liðinu ( Norðurlandamótinu. Hann er hávaxnastur allra (slenzkra körfuknattleiksmanna — ber höfuð og herðar svo ekki sé meira sagt yfir suma félaga sfna. Geysihörð barátta í heims- bikarkeppni karla í skíðum HEIMSBIKARKEPPNIN á skfð- um er nú nýlega hafin og er búizt við þvf að hún verði mjög hörð og tvfsýn ( vetur, bæði f karla- og kvennagreinum. Eins og oftast áður beinist athygli manna eink- um að „stóru“ stjörnunum, en gengi þeirra hefur verið mjög mismunandi á þeim mótum sem þegar er lokið. Þannig hefur sænska meistaranum Ingemar Stenmark gengið fremur illa til þessa. Segir hann sjálfur að hann sé ekki ( eins góðri æfingu nú eins og t.d. f fyrra og kennir þvf um að sumarið hafi farið fyrir l(tið hjá sér, þar sem hann hafi orðið að gegna herþjónustu ( Sv(- þjóð. — Það var reynt að liðka til fyrir mér ( hernum, eftir þvf sem hægt var, en baráttan er orðin það hörð að það má ekkert eftir gefa ef maður ætlar sér að vera ( fremstu röð, segir Stenmark. Um síðustu helgi fór fram keppni i stórsvigi í Madonna di Campigl á Italfu og þar varð ung- ur Itali, sem hingað til hefur - fremur lítið látið að sér kveða, sigurvegari. Sá heitir Fausto Radici og var tími hans í keppn- inni 108,11 sek. Baráttan var geysihörð svo sem bezt má sjá af því að Piero Gros frá Italíu sem varð annar hlaut tímann 108,15 sek. og Gustavo Thoeni frá Italíu sem varð þriðji fékk tímann 108,53 sek. ' A föstudaginn var keppt í bruni í Val Gardena á Italíu og þar sýndi Austurríkismaðurinn Franz Klammer sitt gamla góða öryggi. Fór hann brautina ótrúlega vel og hlekktist hvergi á, gagnstætt því sem gerðist með marga keppi- nauta hans. Tími Klammers í keppni þessari var 2:05,71 mín., en Josef Walcher frá Austurríki sem varð annar fékk tímann 2:06,66 mín og Bernhard Russi frá Sviss sem varð þriðji fór á 2:07,30 mín. Staðan í stigakeppni heims- bikarkeppni karla, eftir mót helgarinnar er þessi: 1. Piero Gros, Italíu 51 2. Franz Klammer, Austurr. 50 3. Phil Mahre, Bandar. 40 4. Klaus Heidgger, Austurr. 34 5. Heini Hemmi, Sviss 28 6. Ingemar Stenmark, Svíþ. 26 7. Bernhard Russi, Sviss 26 8. Fausto Radici, Italíu 25 9. Herbert Plank, Italíu 24 10. Franco Bieler, Italíu 23 11. Josef Walcher, Austurr. 20 12. Gustavo Thoeni, Italíu 18 13. Erik Haaker, Noregi 15 14. Werner Grissman, Austurr. 14 Walter Tresch, Sviss 14 I stigakeppni þjóðanna hafa Austurríkismenn tekið mjög örugga forystu og hafa þeir hlotið 318 stig, Svisslendingar eru ( öðru sæti með 154 stig, en siðan koma ítalir með 104 stig, Bandaríkja- menn með 90 stig, Liechtenstein með 61 stig og Frakkland 27 stig. UNGUNGALANDSLIÐK) BYR SIG UNDIR NM í ÓSLÓ í JANÚAR UNDANFARIÐ hefur landsliðsnefnd unnið að uppbyggingu unglingaliðs í körfuknattleik og hafa þeir Kristinn Stefánsson og Gunnar Gunnarsson séð um þjálfun 1 6 manna hóps, sem mun meðal annars taka þátt í Norðurlandamóti unglinga sem fram fer í Osló dagana 8. — 9. janúar og einnig hefur verið áætlað að leika nokkra leiki á Bretlandseyjum í vor. Æfingar hjá unglingunum hafa verið þrjár I viku og auk þess hefur verið leikinn einn æfingarleikur I viku nú undanfarið. Lið þetta telja þeir Kristinn og Gunnar nokkuð gott, en þó stendur það og fellur með þvi að Pétur Guðmundsson geti tekið þátt í leikjum liðsins á Norðurlanda- mótinu, en hann stundar nú nám í Bandaríkjunum og æfir þar körfu- knattleik tvo og hálfan tima á hverjum degi og hefur tekið gifurleg- um framförum að sögn hins banda- riska þjálfara hans. Og verður ábyggilega gaman að fylgjast með honum þegar hann kemur, en hann hefur nú nýlega fengið leyfi til að taka þátt i leikjum liðsins með þvi skilyrði að hann komi strax til tslendingar fá Portúgali, Englendinga og Austurríkismenn sem mótherja í undankeppni landsliðakeppni Evrópu í Körfu- knattleik, en keppni þessi á aó fara fram á tímabilinu 7. — 11. apríl *n.k. í öðrum riðli leika svo Danmörk, Skotland, Luxemburg Bandarikjanna að NM loknu svo að greinilegt er að hann er orðinn mikif- vægur leikmaður i liði skólans, en Pétur er eins og mörgum er kunnugt hvorki meira né minna en 2,17 metrar á hæð og hlýtur þvi að verða liðinu geysimikill styrkur H.G. og írland og komast tvö efstu lió- in úr hvorum riðli áfram f keppn- inni. Telja verður að íslendingar eigi þarna nokkra möguleika, en landslið okkar hefur verið nokk- uð áþekkt aó styrkleika og lið Portúgala og Englendinga. Island á möguleika IÞROTTIR STADDAR A TÍMAMOTUM NÝLEGA minntist félagsskapur i Sviþjóð er nefnist „sænskir iþróttavinir" 60 ára afmælis síns með veglegu afmælishófi. í félags skap þessum eru einkum fyrrver- andi iþróttamenn og íþróttaleið- togar, og hefur félagið veitt sænska íþróttasambandinu öflug- an stuðning á undanförnum árum. Heiðursgestur i nefndu afmælis- boði var Uhro Kekkonen Finn- landsforseti, sem er eins og flest- um mun kunnugt mikill iþrótta- áhugamaður, enda fyrrum ágætur íþróttamaður sjálfur. Undir borð- um flutti Kekkonen ræðu, sem vakið hefur mikla athygli víða um lönd. Morgunblaðið fékk góðfús- lega leyfi til birtingar ræðunnar, og naut við það milligöngu Gfsla Halldórssonar, forseta ÍSÍ, sem var einn af gestum félagsins i afmælishófinu. Fer ræða Kekkonens hér á eftir: Það hefur fallið í minn hlut hér að þakka fyrir matinn, og það er mér sönn ánægja En ég ætla ekki að láta mér það nægja Ég vil einnig ræða um iþrótt- ir — einmitt hér og einmitt nú Ástæðan til þess er blaðafrétt, sem ég las fyrir nokkrum vikum. Sam- kvæmt henni hefur Alþjóða frjáls- iþróttasambandið sett sigurvegar- ann í 110 metra hindrunarhlaupi i Montreal, Guy Drut, i ævilangt keppnisbann, þar sem hann hafi þegið greiðslur af aðilum, sem hafa séð um íþróttamót og sjálfur viður kennt að hafa gert það Ég vissi ekki, hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Hin algera ein- angrun stjórnar IAAF í heimi nútím- ans, hvernig hún heldur dauðahaldi i tíma, sem horfnir eru fyrir mörgum áratugum. kom mér næstum til að gráta En hin barnslega löngum ** stjórnar IAAF til að sýna, hver það sé, sem stjórni iþróttunum og beri umhyggju fyrir árangri þeirra, kom mér til að brosa En i alvöru talað iþróttirnar i heild eru staddar á mikilvægum timamótum í öllum löndum, þar sem frjálsar íþróttir eru í hávegum hafðar, er veitt fé til stjörnuíþrótt- anna í ríkari mæli en menn gat áður órað fyrir Læknavísindi og iþrótta- rannsóknir. sálfræði og allt, sem hugsazt getur, er notað i þágu stjörnuiþróttanna. Sá hópur fólks, sem tekinn er til markvissrar þjálfun- ar, getur orðið harla lítill. En þó hafa stjórnvöld talið, að hið þjóðlega gildi þess að ná góðum árangri á alþjóð- legum vettvangi sé svo mikið. að einskis skuli látið ófreistað til að Athyglisverð ræða Uro Kekkonens Uro Kekkonen treysta þann frama ocj þá frægð, sem landið hafi náð á sviði iþrótta eða er á næsta leiti Þetta er lifsskoð- un þeirra, sem hafa tekið á sig þá ^byrgð að efla stjörnuiþróttir En samt sem áður þóknast fram- kvæmdastjórn alþjóðlegra íþrótta- samtaka að vilja ekki viðurkenna þær aðstæður, sem hin daglegu störf eru unnin við Þegar IAAF hefur forgöngu um málefni frjáls- iþrótta áhugamanna, beitir það regl- um, sem eiga rætur að rekja til fyrri aldar Þegar ég tók þátt i iþróttum, voru dagpeningar íþróttamanna eitt pund Nú eru þeir fimm dollarar. það er að segja um þrjú pund En þegar haft er i huga, að sumir íþróttamenn fá aðeins þessa dag- peninga. en þúsundir ..áhugaiþrótta- manna" lifa einungis fyrir íþróttir og á þeim með fjárstuðningi frá ríkis- valdinu, getur iþróttafrömuður ekki komizt hjá þvi að sjá. hvernig farið er aftan að hlutunum. eins og mál- um er háttað i raun og veru Aðeins hræsnarar geta á vorum dögum var- ið gildandi reglur Ég skal nefna eitt dæmi frá Finn- landi Við eigum ungan 1 500 metra hlaupara. sem heitir Ari Paunonen Áður en hann hafði náð átján ára aldri. náði hann árangrinum 3 38 4 Ari er enn í menntaskóla. en hleypur æfmgarkeðjur tvisvar á dag, alls um 20 kilómetra Hann er að æfa sig undir Óluympiuleikana i Moskvu Takmarkið er að ná timan- um 3 30 á 1500 metrum. og til þess þarf æfingarkeðjur. sem eru meira en 200 kilómetrar á viku Ekki er um nein fristundavandamál að ræða En það er einnig vandamál fyrir Paunonen, hvernig hann eigi að vinna fyrir sér, eftir að hann er orðinn stúdent. án þess að þurfa að draga við sig, hvað iþróttir snertir Vfirleitt er hægt að krefjast þess, að menn láti af þessum kjánaskap íþróttamaður. sem þjóðm ætlast til afreka af. getur ekki gegnt svoköll uðu borgaralegu starfi Hann er knú inn til þess að einbeita sér að algerri þjálfun Hann verður að tryggja af- komu sina annað hvort /rieð því að taka við greiðslum frá þeirn aðilum, sem standa að iþróttamótum, með þvi að fá reglubundnar greiðslur frá iþróttasamböndum — sem fá mik inn hluta af tekjum sínum frá hinu opinbera — eða á báða þessa vegu Það kann að vera. að menn segi við mig. að ég sé sérlega hörundsár. þar sem Paavo Nurmi hafi verið úrskurðaður atvmnuiþróttamaður ár- ið 1932 Okkur sviður það ekki lengur. en kerfið er ekki raunhæft Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.