Morgunblaðið - 04.01.1977, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6. simi 22480.
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.000 kr. eintakið.
Mannrækt þjóðar
Það er eftirtektarvert að í nýársboðskap, bæði
forseta og forsætisráðherra, er slegið á strengi
menningarlegs og siðferðilegs grundvallar þjóðarinn-
ar. Vakin athygli á þeirri staðreynd, að við þurfum
að þroskast og þróast menningarlega og siðferðilega,
ekki siður en efnahagslega og tæknilega, ef þjóðinni eigi
vel að farnast.
Þann veg segir forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, í
nýársávarpi sínu til þjóðarinnar: ,,Að sjálfsögðu verðum
við að tryggja réttaröryggi allra landsmanna og greiða
fyrir rannsókn mála, uppljóstrun afbrota og fullnustu
dóma. En mestu máli skiptir að stemma á að ósi og leggja
meiri áherzlu á mannrækt: á heimilum, í skólum og
kirkjum landsins. Þótt óhug hafi slegið á okkur vegna
afbrotaöldu, og óhjákvæmilegt sé að taka mál föstum
tökum, þá skulum við ekki missa hugarjafnvægið og falla
i gryfju múgsefjunar. Við megum ekki ýkja eða sverta
myndina, sem er nógu slæm fyrir.“ Og síðar segir
forsætisráðherra: „Vissulega hefur heilbrigt almenn-
ingsálit mikilvægu hlutverki að gegna. Kostir hins opna,
hreinskipta þjóðfélags verða að fá að njóta sín. En því er
aldrei unnt að mæla bót, þegar maður eða mannorð er
tekið af lífi án dóms og laga. Til þess höfum við dómstóla
í réttarríki, að kveða á um sekt og sýknu.“
„Á síðustu árum hafa gengið yfir þjóðina svo hraðfara
breytingar, að ein eða tvær kynslóðir hafa reynt meiri
umskipti í högum og háttum en þrjátíu kynslóðir áður...
En við megum ekki sogast inn í hringiðu þess, sem lakast
er í háttum umheimsins. Lífsgæðakapphlaupið má ekki
koma í veg fyrir að við öðlumst sálarró og gleði og
kunnum að njóta þess, sem við höfum. Velmegunin má
ekki verða til þess að við hugsum ekki um skyldur okkar
við aðra, sem búa nú í sömu eymd og þjóð okkar áður...
Reynsla okkar sýnir að við megum ekki afrækja andleg
og siðferðileg verðmæti í sókninni eftir veraldlegum
gæðum...“
Akurrækt til
lands og sjávar
Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, fjall-
aði m.a. í áramótaávarpi sínu um tengslin við
landið sjálft og sagði: „Oss ber skylda og nauðsyn til
að sýna landinu og hafinu, sem er hluti þess, fulla
nærgætni; standa vörð um hreinleik þess, efla lífsmögn
þess og græða gömul sár þess. Því að til landsins sækjum
vér daglegt brauð vort, í gögn þess og gæði... Auðlindir
landsins verða ekki nýttar til eflingar því fólki sem
byggir það nema með ráðsmennsku sem tekur mið af
vísindalegri rannsókn. Án þess er í rauninni ekki um
neitt verksvit í nútíma skilningi að ræða ...“
En samhliða ræktun á efnahagsökrum þjóðarinnar til
lands og sjávar leggur forsetinn áherzlu á mannrækt og
menningu þjóðarinnar og skyldu hennar „til að hlýða
kalli til liðs við málstað réttlætis og virkri hjálp eftir getu
vorri og með atkvæði voru á alþjóðavettvangi." — „Við-
brögðin við þeim röddum, sem spá mannkyni dauða, eru
einfaldlega þau að búa sig af kappi undir líf, svo þver-
sagnarkennt sem það kann að hljóma. Það er eigi að
síður samkvæmt heilbrigðu mannlegu eðli... Vér mun-
um á þessum nýjársdegi gleðjast við góðar minningar
liðins árs og hugsa með vongleði til þess sem nú gengur í
garð. Vér eigum enn sem fyrri verk að vinna, mark að
keppa að. Vér munum heilsa ári með bjartsýni en hafna
bölmóði, fagna því sem unnizt hefur og í hag gengið og
taka síðan til óspilltra málanna við það sem er hálfgert,
vangert eða ógert.“
Það er ekki að ástæðulausu, að bæði forseti og forsætis-
ráðherra víkja að siðferðilegum verðmætum um þessi
áramót. Þjóðinni veitir ekki af að beina athygli sinni að
þeim í stað hins eilífa kapphlaups um efnaleg gæði.
Magnús Kristjánsson
28/8 1927 — 8/12 1928
Tryggvi Þorhalisson
8/12 1928 — 7/3 1929
20/4 1931 — 20/8 1931
Einar Arnason
7/3 1929 — 20/4 1931
Ásgeir Ásgeirsson
20/8 1931 — 29/7 1934
Eysteinn Jónsson
29/7 1934 — 17/4 1939
14/3 1950 — 14/4 1954
8/9 1954 — 23/12 1958
60árfiðinfra
stofnun embættis
fjármálaráðherra
Embætti fjármálaráðherra er
60 ára í dag. Hinn 4. janúar 1917
voru skipaðir þrfr ráðherrar ts-
lands og var Jðn Magnússon f
forsæti fyrir þessu ráðuneyti. Á
fyrsta ráðherrafundi daginn eftír
skiptu ráðherrarnir þrfr með sér
verkum á þann veg að Björn
Kristjánsson tók að sér fjármál
rfkisins og varð hann því fyrsti
fjármálaráðherrann.
A þessum 60 árum hefur 21
maður gegnt embætti fjármála-
ráðherra. Lengst allra hefur
Eysteinn Jónsson setið f þessu
embætti en hann er jafnframt
yngsti tslendingur sem tekið
hefur við ráðherraembætti.
1 bók sinni Stjórnarráð íslands
segir Agnar Kl. Jónsson svo um
fjármálaráðuneytið:
„Aðalverkefni ráðuneytisins
hafa verið að fara með fjármál
ríkisins, skattamál og tollamál, og
er svo enn. Það hefur með hönd-
um ávfsun alls rfkisfjár, og má
engu ávísa nema með heimild
þess. í framkvæmd er þetta þó
svo, að ýmsar ríkisstofnanir fá
heimild til þess að ráðstafa
ákveðnu fé á mánuði, og er það
ákveðið fyrirfram fyrir árið, og
sumar þeirra stofnana, sem afla
tekna, fá heimild til að nota það,
sem þær þurfa af þvf fé, til
rekstrarins. Aðrar greiðslur fara
fram með ríkissjóðsávfsunum um
hendur fjármálaráðuneytisins og
greiðast af rfkisféhirði, sem
annast allar útborganir beint úr
ríkissjóði og tekur á móti tekjum
og öðrum innborgunum í ríkis-
sjóð. Laun flestra ríkisstarfs-
manna eru greidd hjá rfkisfé-
hirði. Ríkisféhirðir starfar beint
undir fjármálaráðuneytinu og er
skrifstofa hans nátengd því.
Ennfremur er f fjármálaráðu-
neytinu samið fjárlagafrum-
varpið, sem rfkisstjórnin er skyld
að leggja fyrir Alþingi ár hvert.
Þar voru lengst af afgreidd rfkis-
lán og rikisábyrgðir og skrár
heldnar yfir þau, en þessi mál
hafa á síðustu árum verið falin
sérstökum stofnunum, eins og
getið er annars staðar í þessu riti.
Ríkiseignir allar eru á umsjá fjár-
málaráðuneytisins, enda þórt þær
falli undir önnur ráðuueyti eða
ríkisstofnanir.
Arið 1962 var gerð sú breyting,
að skattstjórar í 9 skattumdæm-
um skyldu annast álagningu
skatta, hver í sfnu umdæmi, en
skattanefndir og yfirskattanefnd-
ir lagðar niður.
Eins og að ofan segir, falla
skattamál og tollar undir fjár-
málaráðuneytið. Skattar til rfkis-
sjóðs eru á lagðir af skattstjórum
í flestum kaupstöðum og skatta-
nefndum annars staðar. Yfir
þeim eru yfirskattanefndir og þar
yfir ríkisskattanefnd. Skattstjór-
inn í Reykjavfk var lengst af ráðu-
pautur ráðuneytisins um öll
skattamál, en eftir að embætti
ríkisskattstjóra var stofnað árið
1962, er hann aðalráðunautur
þess um skattamálin. Tollstjórinn
f Reykjavík og sýslumenn og
bæjarfógetar annars staðar á
landinu annast innheimtu allra
tolla. Tollgæzlan á hverjum stað
fellur undir starfssvið þeirra.
Þessir embættismenn innheimta
einnig skatta f ríkissjóð og fjölda-
mörg önnur gjöld, sem lögum
samkvæmt ber að greiða i ríkis-
sjóð. Tollstjórinn í Reykjavík er
aðalráðunautur ráðuneytissins
um öll tollamál.
Ekki hafa orðið ýkjamiklar
breytingar á starfssviði fjármála-
ráðuneytisins á liðnum árum. Ein
fyrsta breyting var sú, að ákveðið
var f ársbyrjun 1922, að bankar og
sparisjóðir skyldu fluttir frá
atvinnu- og samgöngumálaráðu-
neytinu og lagðir undir fjarmála-
ráðuneytið. Árið 1939 voru banka-
málin lögð undir viðskiptamála-
ráðuneytið, er þá var stofnað, en
Framhald á bis. 23
Strangar kröf ur verða
gerðar um hollustu-
hætti og mengunarvamir
sagði Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra við undirritun
lánsfjársamnings til íslenzka járnblendifélagsins h.f.
NORRÆNI fjárfestingarbankinn
hefur veitt Islenzka járnblendi-
félaginu lán til byggingar verk-
smiðju á Grundartanga f Hval-
firði og var lánssamningurinn
undirritaður að viðstöddum
gestum I Norræna húsinu I gær.
Lánið nemur 200 milljónum
norskra króna eða um 7,3
milljörðum fslenzkra króna á nú-
verandi gengi. Verður lánið greitt
út f þrennu lagi, f júnf 1977,
desember 1978 og loks f júnf
1980. Lánið endurgreiðist á
árunum 1981 til 1994. Með láninu
er séð fyrir verulegum hluta f jár-
öflunar tii byggingar kfsiljárn-
verksmiðju til framleiðslu á 50
þúsund tonnum af 75% kfsiljárni
á ári, en heildarkostnaður við
framkvæmdir eru talinn nema
450 milljónum norskra króna eða
um 16 milijörðum fslenzkra
króna samkvæmt núverandi
gengi.
Samninginn um lánið undir-
rituðu af hálfu Norræna fjár-
festingabankans Hermod
Skánland, formaður bankaráðs
bankans og bankastjóri Noregs-
banka, og Bert Lindström, banka-
stjóri Norræna fjárfestingabank-
ans. Dr. Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra var viðstaddur
undirritun samningsins, svo og
fulltrúar frá Elkem Spigerverket,
Gunnar sem framkvæmdastjóri
og Martinsen fjármálalegur fram-
kvæmdastjóri. Samkvæmt samn-
ingi ríkisstjórnar íslands og
Elkem Spigerverket, sem enn
liggur fyrir Alþingi til fullgild-
ingar, kemur íslenzka ríkið til
með að hafa á hendi 55% hlut í
íslenzka járnblendifélaginu, en
norska fyrirtækið 45%. Norska
fyrirtækið mun leggja fram tvo
bræðslu ofna fyrir verksmiðjuna
og að auki tæknikunnáttu við
uppbyggingu og rekstur hennar.
Gunnar Sigurðsson, stjórnarfor-
maður járnblendifélagsins, bauð
gesti velkomna, en gaf að þvi
búnu iðnaðarráðherra orðið.
Gunnar Thoroddsen kvað all-
mörg ár liðin frá þvf er undirbún-
ingur hafi hafizt að stofnun járn-
blendi- eða kísiljárnverksmiðju á
íslandi, f því skyni að renna
nýjum stoðum undir atvinnulíf
islendinga og tryggja sölu á
umframorku frá stórvirkjunum.
Fyrst hefði valizt til samstarfs um
þessa framkvæmd bandaríkst
fyrirtæki, Union Carbide
Corporation, og samningar milli
þess og ríkisins kvað ráðherra
Alþingi hafa samþykkt f aprfl
1975. Þar var kveðið á um sömu
eignarhlutföll og nú er gert ráð
fyrir í samningi við Elkem
Spigerverket, en bandaríski
aðilinn dró sig til baka í árslok
1975. Islenzka rfkið krafðist bóta
og lauk samningum svo, ,,að við
urðum skaðlausir af þeim
skiptum, en ríkari að reynslu,"
sagði Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra.
Ráðherra rakti nú f stuttu máli
samskipti Islendinga og Norð-
manna allt frá því er Norðmenn
fluttust út til Islands og gerðust
íslendingar. I Borgarfirði hefði
Skallagrímur fyrir 1100 árum
stundað járniðju og nú myndi rfsa
f Borgarfjarðarsýslu norskís-
lenzkt samstarf um járniðju. Hér
Hermond Skánland stjórnarfor-
maður Fjárfestingabanka Norð-
urlanda heldur ræðu sfna.
væri um norrænt samstarf að
ræða, sem hefði orðið enn
norrænna við það að hinn nýi
Fjárfestingabanki Norðurlanda
kom inn í málið. Því kvað ráð-
herra það ekki að ófyrirsynju að
athöfnin f gær færi fram einmitt í
Norræna húsinu í Reykjavik.
Undirritun samningsins um lán
til félagsins tryggði því lánsfé, en
skuldbindingar af íslands hálfu
sköpuðust þá fyrst, er Alþingi
hefði samþykkt samningana. Að
lokum sagði Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra:
„Þegar um stóriðju á íslandi er
að ræða, vilja íslendingar fara
fram með gát og varfærni. Með
fámennri þjóð býr nokkur uggur í
sambandi við erlent fjármagn og
erlend áhrif, sem því kunna að
fylgja- Það sjónarmið veit ég að
Norðmenn sjálfir þekkja frá fyrri
tíð. 1 annan stað þarf að gæta
þess, að stóriðja raski ekki byggð
og byggða jafnvægi, né dragi um
of vinnuafl frá öðrum atvinnu-
greinum. í þriðja lagi verður að
hafa f huga, að íslendingar hafa
jafnan búið við hið tæra loft og
hið langdræga útsýni, og eru
næmir fyrir öllu því, er valda
kann mengun lofts, láðs og lagar.
Þvi verður að gera strangar kröf-
ur um hollustuhætti og mengun-
arvarnir. Að þvf er stefnt, að allra
þessara sjónarmiða verði gætt f
rfkum mæli við þá verksmióju,
sem nú á að reisa. Megi það fyrir-
tæki verða lyftistöng íslenzku at-
vinnulffi og um leið makilvægur
og merkur þáttur f norrænu sam-
starfi."
Gunnar Sigurðsson, stjórnarfor-
maður íslenzka járnblendifélags-
ins, kvað erfitt að hugsa sér betra
upphaf nýs árs en að tryggja fé-
laginu fjármagn til framkvæmda.
Hann kvað þennan lánsfjársamn-
ing, sem nú ætti að undirrita,
einn af mörgum, sem gerðir hefðu
verið vegna byggingar verksmiðj-
unnar — aðalsamningurinn um
byggingu hennar hefði þegar ver-
ið undirritaður og hefði verið
lagður fyrir Alþingi Islendinga
hinn 14. desember síðastliðinn.
Hann kvað samningafundi hafa
verið langa og stranga, en þar
hefðu forráðamenn félagsins not-
ið góðrar forystu Jóhannesar Nor-
dals seðlabankastjóra, sem verið
hefði formaður fslenzku viðræðu-
nefndarinnar. Þakkaði hann Jó-
hannesi og öllum öðrum, sem að-
stoðað hefðu við samningagerð-
ina. Járnblendifélagið hefði á
þessum tfma breytzt úr því að
verða alþjóðlegt fyrirtæki í að
verða norrænt fyrirtæki.
Hermod SkÁnland, stjórnarfor-
maður Norræna fjárfestinga-
bankans, tók næstur til máls.
Hann gat þess að i bókum bank-
ans væri þetta útlán hans með
tölunni 1. Það væri vegna þess að
þetta hefði verið fyrsta lánsbeiðn-
in, sem bankanum barst, en hann
kvað lánið eins hafa geta borið
töluna nr. 1 vegna þeirrar hug-
sjónar um norræna samvinnu sem
að baki lægi. Lánið e annað lánið,
sem bankinn veitir. Hann kvað
þetta samstarf gefa norskum iðn-
aði möguleika á að víkka út starf-
semi sfna og kvaðst vonast til þess
að verksmiðjan á Grundartanga
styrkti íslenzkt efnahagslff. Til
samstarfs væru komnar fslenzkar
náttúruauðlindir og norsk mark-
aðsaðstaða. SkAnland óskaði lán-
takanum, járnblendifélaginu, til
hamingju með lánið.
Gunnar Sem, framkvæmda-
stjóri Elkem, sem hefur með sér-
stök verkefni að gera tók þá til
máls og flutti kveðjur frá fram-
kvæmdastjórn norska fyrirtækis-
ins. Hann kvað þessa lántöku
skref i áttina og eitt af mörgum,
sem taka þurfti. Þessi fram-
kvæmd á Grundartanga væri
mjög fjármagnsfrekt fyrirtæki og
því nauðsynlegt að fjármagna það
með langtímalánum — öðru vísi
hefði ekki verið unnt að koma
Framhald á bls. 23
Frá undirritun lánssamnings Islenzka járnblendifélagsins og Norræna fjárfestingabankans f Norræna
húsinu í gær. Frá vinstri eru Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra, Gunnar Sigurðsson, stjórnarformaður
járnblendifélagsins, Hermod Skánland, stjórnarformaður Fjárfestingabankans, og Bert Lindström
bankast jóri. Að baki Gunnari Sigurðssyni stendur Hjörtur Torfason lögfræðingur. — Ljósm.: Ól. K. M.