Morgunblaðið - 04.01.1977, Page 29

Morgunblaðið - 04.01.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 29 — Afmæliskveðja Framhald af bls. 8 margar greinar í blöð, sem gefin eru út á Akranesi. Hann hefur í þessum greinum bent á ýmislegt sem betur má fara í bæjarrekstr- inum og styður jafnan mál sitt með köldum staðreyndum, sem ekki er svo auðvelt að hrekja. Hann hefur glöggt auga fyrir því skoplega sem fyrir augu ber og er þekktur fyrir sín hnittnu tilsvör. Bezt þekki ég Kalla af samskipt- um við hann á hans góða heimili. Það er gott að koma til þeirra hjóna Pöllu og Kalla. Þau eru samhent um að taka á móti þeim gestum sem að garði ber og ekki verður svo minnst á Kalla að Pöllu sé ekki getið. Hún er dóttir hjónanna Þuríðar Árnadóttur og Sigurðar Jónssonar í Bæ á Akra- nesi og er yngst af 15 systkinum. Palla annaðist sina foreldra þar til þau dóu í hárri elli af stakri prýði. Fá heimili hefi ég þekkt þar sem gestagangur er eins mik- ill og var ímörg ár í Bæ. Þeir voru ekki fáir sem fengu kaffisopa á þeim árum í Bæ. Það er stór hóp- ur ættingja og vina sem hugsar hlýtt til þeirra Kalla og Pöllu með þakklæti fyrir liðnu árin. Ég er einn i þeim stóra hópi. Það er sagt með réttu ,,að sá er vinur sem i raun reynist". Við systkinin mun- um seint gleyma þvi þegar móðir okkar dó árið 1939 frá 8 börnum. t-----------;----------------\ Fáum nýja sendingu af SUBARU fyrir miðjan janúar VINSAMLEGAST ENDURNÝIÐ PANTANIR BÍLLINN — SEM ALLIR TALA UM framhjóladrifsbíll sem verður handtaki inni í bílnum — sem þýðir að þú kemst nærri hvert sem er á hvaða vegi sem er. SUBARU fjórhjóladrifsbíllinn, sem klifrar eins og geit, vinnur eins og hestur en er þurftalítill eins og fugl. VERÐ CA. KR. 1,950 ÞÚSUND INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1 Þá buðu þau okkur að vera inni á heimili sinu sumarlagt þar til úr rættist fyrir okkur. Fyrir þetta vil ég þakka um leið og ég flyt vini mínum Karli innilegar hamingju- óskir á þessum timamótum i lífi hans. G.A. — Rætt við Hilmar Framhald af bls. 13 ferð og kostar flugfarið 49.800 kr. — Þessi ferð þarf nokkuð langan undirbúning og vil ég því hvetja þá sem áhuga hafa á henni á láta bóka sig sem fyrst. Við munum útvega gistangu og efnum til alls kyns skoðunar- ferða um þessar Islendinga- byggðir vestanhafs. Þá sagði Hilmar að efnt yrði til Kaupmannahafnarferða og ferða til sólarlanda eins og fyrr segir. Eru ferðir á þessa staði I hverri viku, og sagði hann að ferðaskrifstofan myndi veita nánari upplýsingar um allar þessar ferðir, svo og skrifstofa Sjálfstæðisflokksins. Eins og áður sagði eru þessar ferðir skipulagðar af Lands- málafélaginu Verði og er sjálf- stæðisfélögum um allt land á þann hátt gefinn kostur á ódýr- um og hagkvæmum utanlands- ferðum. — Umhorf Framhald af bls. 16 pottþétt, en hvað gott sem segja má um lýðræðisleg- an meirihluta í t.d. ákvarðanatöku á stjórnmála- sviðinu, þá trúi ég ekki á að meirihlutinn geti ákveðið hvað sé list. Gæðín eru sjaldnast sama og vinsældir. Það hlýtur að vera mjög persónulegt mat og reynsla hvers og eins sem ræður afstöðunni til listaverks eða listamanna, en þetta er líka spurning um næmleika manna, menntun, umhverfi, uppeldi og margt fleira, eins og ég hef áður sagt. Listgagnrýn- endur gagnrýndir Oft heyrist sagt um listgagnrýnendur, að dómar þeirra stafi af annarlegum hvötum, að þeir hafi í rauninni ekkert meira vit á list en hver annar o.s.frv. Eina konu heyrði ég segja, að ef einn tiltekinn gagnrýnandi skrifaði jákvætt um eitt- hvert leikrit, þá færi hún áreiðanlega ekki að sjá það. Þetta finnst mér ekki aðeins vera yfireinföld- un á hlutunum, heldur lýsa algerum skorti á skiln- ingi á hlutverki þessa fólks og virðingarleysi fyrir menntun þess. Þeirra hlutverk er að móta smekk fólks og þroska hann og sem slikir bera þeir mikla ábyrgð. Markmið og árangur Hvort ég eigi von á árangri af Vöku-þáttunum er erfitt að svara. Fólk hrífst af bíómynd, en þegar spurt er hvers vegna, þá verður oft litið um svör. Mér finnst að það gæti verið skemmtilegt verkefni og markmið í sjálfu sér að reyna að fá fólk til að tjá tilfinningar sínar gagnvart list, ekki bara „voða gott“ eða „ómögulegt". Fólk þarf líka að skilja hvers vegna listamaður er að mála myndir frekar en t.d. að vera á sjónum eða að vinna í banka. Þegar „músíkant" spilar lag sem vekur athygli okkar, þá gerir ekkert til að vita hvers vegna maðurinn spilar á hljóðfæri frekar en t.d. að byggja hús. Það er til annað verðmætamat en það sem felst í veraldlegum hlutum svo sem steinsteypu. Ef Vaka verður til þess að fólk fer i leikhús eða á málverkasýningu með aðeins opnara hugarfari en áður — þá væri ég ánægð og fyndist að einhver árangur hefði orðið. MEGRUNARLEIKFIMI \ ' Nýtt námskeið Gufa Vigtun — Mæling Ljós — Kaffi — Nudd Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl. 1 3 — 22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Leðdimisskóli Hafdísar Amadóttur sf. Lindargötu 7 0 4ra mánaða námskeið í músikleikfimi hefst miðvikudaginn 6. janúar 0 Byrjenda- og framhaldsflokkur kvenna. ^ Framhaldsflokkur karla —- Kvöldtímar. 0 Stúlkur 7 ára og eldri £ Músikleikfimi og fimleikar í byrjenda- og fram- haldsflokkum. 0 Síðdegistímar. Kennarar. Guðrún Gísladóttir, Ragna Karlsdóttir Elín Birna Guðmundsdóttir. Innritun 4. og 5. janúar sími 43345 fyrir hádegi sími 34245 eftir kl. 18 —————— Uifetorial luifetoria Útsa/a Útsa/a Útsalan hefst þriðjudaginn 4. janúar Aðeins fáir dagar 30%—50% verd/ækkun VERZL. VIKTORIA LAUGAVEGI 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.