Morgunblaðið - 01.02.1977, Page 3

Morgunblaðið - 01.02.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1977 3 Walter Mondale við komuna til Islands: „Veðriðeinsog íMinnesota nema heldur hlýrra” „ÉG ER mjög ánægður með að vera hérna með forsætisráðherra, Geir Hallgrímssyni, og ég var einmitt að þakka honum fyrir að hafa veður, sem er eins og heima. Þetta er alveg eins og í Minnesota, nema jafnvel heldur hlýrra." Þetta sagði Walter F. Mondale, varaforseti Bandaríkjanna og fyrrverandi þingmaður Minnesota, þegar hann ræddi við íslenzka blaða- menn á Keflavíkurflugvelli á laugardagskvöldið, en við komu hans var nístandi kuldi, 10 stiga frost og norðan stormur. Mondale hafði hér viðkomu á leið sinni frá París til Tokyo, en hann hefur ferðast um helztu bandalags- lönd Bandaríkjanna og gert leiðtog- um þeirra grein fyrir stefnu Carters forseta í málum, sem þessi ríki varða Flugvél varaforsetans, Air Force Two, lenti klukkan 19.10 og tók Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra á móti honum Gengu þeir strax til fundar, ásamt aðstoðar- mönnum sínum á efri hæð flug- stöðvarbyggingarinnar. Annað fólk úr föruneyti Mon- dales, en þar á meðal voru nokkrir aðstoðarráðherrar, embættismenn og fréttamenn þágu veitingar í veit- ingasal flugstöðvarinnar Virtist þeim kærkomið að fá að koma við á íslandi og notuðu margir tækifærið til að kaupa íslenzkar ullar- og skinnavörur í íslenzkum markaði. Þeir Geir og Mondale ræddust lengur við en gert hafði verið ráð Mondale og Geir Hallgrímsson að loknum fundi þeirra. Mondale ræðir við íslenzka fréttamenn. fyrir Upphaflega áttu samræður þeirra ekki að taka nema um 20 mínútur en þær urðu 45 Að fundin- um loknum svaraði varaforsetinn spurningum Morgunblaðsins og sagði að mörg mál hefði borið á góma. sambandið á milli íslands og Bandaríkjanna, Atlantsafsbandalag- ið og aðstaða Nato á íslandi og samkomulagið um varnir íslands frá 1974. Þá skýrði Mondale Geir frá efnahagsstefnu Carters, sem miðar að því að auka þenslu og sem mun væntanlega hafa hvetjandi áhrif á efnahagslífið í heiminum Þeir töl- uðu einnig um 200 milna fiskveiði- lögsögu, en hún gengur í gildi i Bandarikjunum í marz. „Ég færði Geir Hallgrimssyni og islenzku þjóðinni persónulegar kveðjur Carters Bandarikjaforseta, en síðan töku samræðurnar að snú- ast um alla íslendingana, sem búa i Minnesota Þeir eru margir og má nefna Valdemar Björnsson sem ég þekki vel, og marga aðra Margir íslendingar hafa verið þekktir í Minnesota fyrir afskipti þeirra af opinberum málum og Minnesotabú- ar minnast framlags Vestur- íslendinga til fylkisins með hlýhug og virðingu. Góður vinur minn, sem útnefndi mig til öldungadeildarinnar, Karl Rolvaag, var sendiherra lands míns á íslandi. Við töluðum um Karl og forsætisráðherrann bað mig fyrir kveðjur til hans Annars voru viðræður okkar mjög gagnlegar og persónulegar og ég sagði forsætisráðherra að ég vildi geta komist aftur til íslands til að heimsækja bæ Snorra Sturlusonar. Ég er kominn fram í miðja bók, sem hann skrifaði og ég hef heyrt um faugina hans, sem á að vera eilíflega heit. Ertu viss um að það sé rétt, Geir," sagði Mondale og speri sér að forsætisráðherra, sem fullvissaði hann um að svo væri jafnvel I vetrar- hörkunni. „Við gætum þá kannski skroppið þangað í kvöld og hitað' svaraði Mondale Geðþekkur maður „Viðkynnin við Mondale voru ákaflega skemmtileg og ánægju- leg," sagði Geir Hallgrímsson í sam- tali við Morgunblaðið. eftir brottför varaforsetans. „Þetta er mjög geð- þekkur maður og ánægjulegt að eiga viðræður við hann að öllu leyti Hann er mjög vel kunnugur ýmsu hér á landi og þekkir ýmsa landa okkar vestanhafs og ég kom hvergi að tómum kofanum hjá honum Ég tel það mjög mikilvægt og mikils Framhald á bls. 33 Ekki talið rétt að kvenfólk ætti sæti í sóknarnefndinni NÝVERIÐ var kjörin sóknar- nefnd I nýjum söfnuði f Hafnar- firði, Vfðistaðasókn. Morgunblað- inu er kunnugt um, að fyrir fund, sem sóknarnefndin var kjörin á, hafði verið óskað eftir þvf við tvær konur að þær gæfu kost á sér til setu f sóknarnefndinni, önnur sem aðalmaður og hin til vara. Skömmu fyrir fundinn var hins vegar haft samband við þær og þeim tjáð að ekki væri tatið rétt að kvenfólk ætti sæti f sókna.- nefndinni, þar sem nægilegt framboð væri á karimönnum til þeirra starfa. — Ég get staðfest að þetta er rétt, sagði Sofffa Stefánsdóttir, önnur þeirra tveggja kvenna, sem óskað hafði verið eftir að tækju sæti f sóknarnefndinni, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði Sofffa, að þeir aðilar, sem unnið hefðu að undirbúningi stofnunar sóknarinnar og kjöri sóknar- nefndar hefðu rætt við sig og aðra konu og óskað eftir þvf við þær, að þær gæfu kost á sér til setu í sóknarnefndinni. — Við féllumst á að verða við þessum óskum en nokkrum klukkustundum fyrir fundinn var haft samband við okkur af þeim sömu aðilum og höfðu borið fram fyrrnefnda ósk við okkur. Var okkur þá tjáð að óskir um að við gæfum kost á okkur væru afturkallaðar á þeirri forsendu að ekki væri talið rétt að kvenfólk sæti i sóknarnefndinni, þar sem nægilega margir karl- menn væru tilbúnir til að gefa kost á sér til setu I sóknarnefnd- inni, sagði Soffía. Sagði Soffía að konum í sókn- inni þættu þetta ill tíðindi og ekki I anda þeirrar jafnréttishug- sjónar, sem sett hefði svip sinn á þjóðlifið siðustu misseri. — Víðast hvar eiga konur sæti I sóknarnefndum. Þannig eiga konur sæti i 12 af 16 sóknarnefndum i Reykjavikur- prófastdæmis og I sumum eru þær tvær af fimm nefndar- mönnum. I Kjalarnesprófast- dæmi eiga konur sæti í 12 sóknar- nefndum af 17 í prófastsdæminu. (Jt um land eiga konur víða sæti 1 sóknarnefndum. Við teljum því að þarna hafi verið gengið fram- hjá konum I sókninni á ómakleg- an hátt, því þó kvenfélög geti gegnt mikilvægu hlutverki I safnaðarstarfi, þá eiga konur að hafa sama rétt og karlmenn til setu I sóknarnefnd, sagði Soffía að lokum. í sóknarnefnd Viðistaðasóknar, sem nýverið var kjörin eiga sæti fimm karlmenn og fimm karl- menn til vara. Björn Ölafsson, formaður sóknarnefndarinnar, sagði I gær, að það væri rétt að Framhaid á bls. 33 Ferðir til-1 »ö77 illions THE SCANDINAVIAN BUIIXHNG EXHIBTTION buildi \GEN 1 bil COPENHAGEN International Frankfurt Fair 272.-3.3.1977 Kaupmanviahdfii Vegna mikillar eftirspurnar, bjóðum við nú aukaferð á bygg- ingavörusýnmguna „Byggeri for milliarder ', 20. febrúar — 26. febrúar. Siðustu forvöð að tryggja sér far í þéssa hagkvæmu ferð. Frankfurt Alþjóðlega vörusýmngin í Frank- furt er sýning, sem á erindi til flestra innflytjenda. Notfærið ykkur reynslu okkar i vöru- sýningum Takmarkað gistirými. 1! Feróamióstöóin hf. Aöalstræti 9 Reykjavil< sími 11255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.