Morgunblaðið - 01.02.1977, Side 7

Morgunblaðið - 01.02.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 Stjórnmála- flokkar Það er gömal saga og ný, að stjórnmálaflokkar rúma breytilegar skoðanir á ýmsum sviðum, þó að flokksbundið fólk sé yfir- leitt sammála um viss grundvallaratriði, er bin d- ur það flokksböndum. Þannig hefur frjálshyggju- fólk, sem aðhyllist borg- aralegt lýðræði, borið gæfu til að varðveita styrk sinn og áhrif í einum flokki, Sjálfstæðisflokkn um, þrátt fyrir það, að af- siaða þess falli ekki í einn farveg i öllum málum. Hins vegar hefur vinstri sinnað fólk, sem aðhyllist sósialisma, verið marg- klofið i fleiri flokkum og flokksbrotum. Þannig klufu kommún- istar sig út úr Alþýðu- flokknum fyrir mörgum áratugum og stofnuðu hreinræktaðan kommún- istaflokk árið 1930, fyrst og fremst fyrir þá sök, að þeir höfðu ekki trú á lýð- ræðislegum sósialisma. Þeir ráku sig þó fljótlega á þá staðreynd, að komm- únismi, sem kom ógrímu- klæddur til dyra, var ekki liklegur til fjöldafylgis. Þá var söðlað yfir i sýndar- mennsku og stofnaður Sameiningarflokkur al þýðu, Sósialistaflokkur- inn. Þessi sýndarmennska gaf nokkuð góða raun. Og þá var enn haldið áfram á þeirri brautinni og stofnað svokallað Alþýðubanda- lag. Allar götur gegnum þessa sýndarmennsku og nafnabreytingar hélt þó gamli kommakjarninn töglum og högldum í flokknum og gerir enn. Enda heltust lýðræðis sinnaðir sósíalistar og verkalýðsleiðtogar fljótt úr lestinni. Nægir þar að nefna menn eins og Héðin heitinn Valdimarsson, Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi forseta ASÍ, og Björn Jónsson. núver- andi forseti ASÍ, og fjöldi annarra fylgdi í fótspor þeirra, þó ekki verði hér nefndir. Svokallaður ,,verkalýðsarmur" Al- þýðubandalagsins má sæta margs konar niður- lægingu, bæði innan flokksins og á siðum Þjóð- viljans, samanber skipu- lagði greinaherferð á hendur Guðmundi J. Guð- mundssyni varaformanni Dagsbrúnar undanfarna daga, vegna sérstjónar- miða hans um heilsuspill- andi húsnæði i höfuðborg- Auðvald og verkalýðs- barátta” Alþýðubandalagið i Reykjavik auglýsti fyrir helgina umræðufundi um „Auðvald og verkalýðs- baráttu" Það hefur vakið verðskuldaða athygli, að engir frummælendur á þessum umræðufundum eru úr svokölluðum ,, verkalýðsarmi" Alþýðu- bandalagsins Þar koma ekki fram menn eins og Eðvarð Sigurðsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Jón Snorri Þorleifsson, Snorri Jónsson eða Bene- dikt Daviðsson, svo nokk- ur nöfn séu nefnd. Hins vegar er þar teflt fram hagfræðingum, sagnfræð- ingum, lögfræðingum og jafnvel verðandi guðfræð- ingum, auk pólitiskra flokksleiðtoga. Sýnt þykir að ,,ménntamannaklík- an" umhverfis Þjóðvilj- ann eigi að leiða ,,sauð- svartan almúgann" i allan sannleikann um verka- lýðsbaráttuna. Þeir, sem hafa staðið í þessari bar- áttu um áratugi — innan samtaka launafólks — skuli skipa hinn óæðri bekk. Enn er það gamli kommakjarninn, sem heldur um stýrið, deilir og drottnar, eins og kannski vera ber i stjórnmálaflokki af þessu tagi. Hugmyndafræði, sem gjarnan er kennd við árið 1930, er Kommúnista- flokkur íslands var stofn- aður, skipar enn öndvegið svo ekki verður um villzt. Skoðanaleg stöðnun, sem | enga lærdóma hefur dreg- ið af gangi mála — og staðreyndum dagsins i dag — i rikjum kommún- ismans í A-Evrópu, er það sem bliva skal. Ef að lík- | um lætur verður ekki reynt að skilgreina verka- I lýðsbaráttu, sem nú fer fram i rikjum eins og Pól- I landi og Tékkóslóvakiu, * þar sem frumstæðustu I mannréttindi eru fótum ' troðin. Þvert á móti verð- I ur þvi þjóðskipulagi sung- I ið lof og pris. sem fætt I hefur af sér þá hryggðar I mynd þjóðfélags, sem i ekki rúmar frjálsa skoð- I anamyndun almennings. | Kommúnistar hafa gjarnan afsakað þreng- I ingu mannréttinda með þvi, að hún hafi verið I nauðsynleg til að tryggja ' efnahagslega velmegun I almennings. Engu að síð- * ur er það staðreynd sem I engan veginn er hægt að • horfa fram hjá, að komm- I únistaríkin bjóða hvergi I nærri sambærileg almenn i lifskjör og velmegunar- I þjóðfélög hins vestræna i heims. Tæknivæðingin | hefur að sjálfsögðu bætt • almannakjör frá þvi sem | þau vóru fyrir áratugum, . hvert sem þjóðskipulagið | er. En þjóðfélög hins vest- ræna lýðræðis eru langt á | undan rikjum sósialism- ans i þvi að búa þegnum sinum sómasamlega af- komu, félagslegt öryggi, | menntunaraðstöðu og al- menn mannréttindi, þrátt | fyrir ýmsa vankanta þeirra, sem smám saman eru að slípast af þeim, eftir leikreglum lýðræðis- Wjölskyldu Sparilán Landsbankans fela í sér tvöfalda mögu- leika; — innistæðu ásamt vöxtum, og sparilán til viðbótar. Fjölskyldan, sem temur sér reglubundinn sparnað eftir Sparilánakerfinu, getur þannig búið í haginn fyrir væntanleg útgjöld á þægilegan hátt. Einn eða fleiri meðlimir fjölskyldunnar geta notfært sér Sparilán Landsbankans eins og taflan sýnir: SPARIFJÁRSÖFNUN TENGD RÉTTI TIL LÁNTÖKU Sparnaður Mánaðarleg Sparnaður í Landsbankinn Ráðstöfunarfé Mánaðarleg Þérendurgr. yðar eftir innborgun lok tímabils lánar yður yðar 1) endurgreiðsla Landsbankanum 5.000 60.000 60.000 123.000 5.472 12 mánuði 6 500 78.000 78.000 161.000 7.114 á 12 mánuðum 8.000 96.000 96.000 198.000 8.756 5.000 90.000 135.000 233.000 6.052 18 mánuði 6.500 117.000 176.000 303.000 7.890 á 27 mánuðum 8.000 144.000 216.000 373.000 9.683 5.000 120 000 240.000 374 000 6.925 24 mánuði 6.5Ö0 156.000 312.000 486.000 9.003 á 48mánuðum 8.000 192.000 384 000 598.000 11.080 1) í fjárhæðum þessum er reiknpð með 13% vöxtum af innlögðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tima. LANDSBANKINN Sparilán til vidbótar SMURT BRAUÐ meö: Roast beef, rækjum. skinku, hangikjðti, reyktum laxi, eggjum og sild. Cocteilpinnar Kr. 75 — Kaffisnittur Kr. 95,- 1 /2 brauösneiðar Kr 330 — Heilar brauðsneiðar Kr. 530 — Brauðtertur, 12 manna Kr. KALT BORÐ 3.800 — með: Lambasteik Rækjum i hlaupi Remolaðisósu Roast beef Ávaxtasalati Ostabakka Grísasteik (tölsku salati Sildarfötum, 2 teg Kjúklingum Rækjusalati Kexi Skinku Kartöflusalati Avaxtakörfu Hangikjöti Hrásalati Brauði Laxi í maiones Cocteilsósu Smjöri Fyrir 25 manns Kr. 2.200 — Fyrir 30 manns Kr. 2.100 — Fyrir 40 manns Kr. 2.000.— Suðurveri Stigahlíð 45 símar: 38890—52449 kynning maximat V13 Helstu upplýsingar: Hæð miðpunkts: 165 mm. Bil milli odda: 650/850/1000 mm. Centrum kló: 160 mm. Sjálfstæð kló: 200 mm. Gat gegnum kló: 36 mm. Mótor: 3-fasa 220/380 V. 3 hestöfl eins eða tveggja hraSa. Hraðar: 30 — 2500 snún/ mln. Verð m/ söluskatti: Maximat 13, 850 mm m / borði kr. 930.000. Verið velkomin á sýninguna okkar Einkaumboðsmenn. verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUNI 5. HAFNARFIROI. SIMI 53332

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.