Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 Verksmióiu ^ útsaía Alafoss Opió þriójudaga 14-19 fimmtudaga 1 I — ltf á útsöíunm: Vtfnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband 3 ÁLAFOSS HF Wmosfellssveit StofflrtaoiuigHuiir Vesturgötu 1 6, sími 1 3280. Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu BIL ARYOVORN”. 5k cifunni I7 o 81390 HLUSTAVERND HEYRNASKJÓL Xr I SöyfllMUigjMir <J§xn)©©®!n) <®t ©s> Vesturgotu 16, sími 13280. Snurpuvír fyrirliggjandi. Nótaskipin „Sigurður" „Guð- mundur" „Jón Finnsson" og fjöldi annarra skipa nota snurpuvír frá okkur. Jónsson og Jú/íusson Ægisgötu 10 — Sími 25430. Rafstöðvar Utvegum með stuttum fyrirvara rafstöðvár í stærðum 2 til 7000 kw, frá mörgum framleið- endum, fleiri en einn verðflokkur á hverri stærð eftir fyrirhugaðri notkun t.d.. a. grunnafl: þungbyggðar, slitsterkar b. varaafl: léttbyggðar (ódýrar) c. flytjanlegar: yfirbyggðar á sleða eða vagni. Greiðsluskilmálar Vélasalan h.f. Garðastræti 6 s. 15401 — 16341 Frumvarp Alþýðuflokks: Lágmarkskaup verði lögbundið Fordæmi , sem getur verið hættulegt. Karvel Pálmason (SFV) tjaði sig samþykkan þeirri nauðsyn, sem væri á hækkun lágmarks- launa , er réttlættist af rýrnandi kaupmætti í landinu. Hins vegar áréttaði hann það meginsjónar- mið, að aðilar vinnumarkaðar semdu um kaup og 'kjör, án beinna aðgerða af hálfu ríkis- valdsins, og lét í ljós ótta um, að slíkt gæti orðið fordæmi, sem „óvinveitt" rikisvald nýtti síðar, jafnvel til kauplækkana. Slikt for- dæmi gæti orðið „verkalýðshreyf- ingu örðugt í skauti“. Tilgangurinn að vekja athygli á nauðsynjamáli Eðvarð Sigurðsson (Abl) sagði m.a. að launþegasamtökin hefðu i engu breytt afstöðu sinni til frjálsra kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Hann liti á þetta frumvarp fyrst og fremst sem tilraun til ao »skja athygli á óviðunandi kaupmætti, sem full ástæða væri til að gera, enda laun hér allt að helmingi lægri en i nágrannaiöndum. Láglaunafólk væri illa sett, „þó spurning sé, hvað eigi að kalla láglaunafólk og hvað ekki“. Hann sagði vafamál að frumvarpið væri flutt til þess að verða að lögum, eins og styrk- leikahlutföll væru á Alþingi, enda þyrfti þá að skoða efnisgreinar þess betur, til að forðast viss vandamál, sem hann gerði ekki frekar grein fyrir. Frumvarpið sem slíkt styddi kjarabaráttu launþegasamtak- anna engu að síður. Island væri orðið láglaunaland. Og það, sem ekki bætti úr skák fyrir fólki, væri, að yfirvinna, sem gert hefði fólki kleift að kljúfa afkomuvand- ann, væri nú að dragast saman, a.m.k. í vissum atvinnugreinum. Umræðunni lauk og frumvarp- inu var vísað til nefndar. Vafasamt fordæmi, segir Karvel Lágmarkslaun. Benedikt Grönddal, formaður Alþýðuflokksins, mælti í gær, I neðri deild Alþingis, fyrir frum- varpi til laga, um lágmarkslaun, sem m.a. felur það i sér, að þau skuli ekki vera lægri en kr. 100.000.00 á mánuði, miðað við dagvinnu og 40 stunda vinnuviku. Sagði Benedikt frumvarp þetta í samræmi við samþykkt ASÍ- þings, þess efnis, að lægstu laun verði ekki lægri en frumvarpið gerir ráð fyrir, og að öll önnur laun hækki til samræmis við það, þann veg, að launamismunur sá, er nú tfðkast, haldist í krónutölu. Sú meginstefna ætti áfram að ríkja, að aðilar vinnumarkaðar semdu um kaup og kjör, þó hér væri lagt til að grípa inn í mynd- ina í neyðartilfelli, unz nýir kjara- samningar næðust á vinnu- markaðinum. Benedikt Gröndal. Eðvarð Sigu rðsson. Karvel Pálmason. Breyting á mjólkurdreifingu: Rætt um atvmnuvanda afgreiðslukvenna... SVAVA Jakobsdóttir (Abl) spurðist fyrir um, utan dagskrár á Alþingi I gær, hvað liði meðferð þess frumvarps, sem hún, Magnús T. Ólafsson (SFV) og Eyjólfur Sigurðsson (A) hefðu flutt í des- ember sl„ þess efnis, að Mjólkur- samsölunni yrði gert skylt að reka áfram, til næstu 5 ára, a.m.k. 10 mjólkurbúðir á sölusvæði hennar. Formaður landbúnaðarnefndar, Stefán Valgeirsson (F), hefði lof- að skjótri athugun I nefnd, en ekki bólaði enn á nefndaráliti. Hins vegar yrðu um 50 starfs- stúlkur mjólkurbúðanna atvinnu- lausar frá og með morgundegin- um, þ.e. 1. febrúar 1977. Staða mjðlkurbúða- málsins og atvinnu- möguleikar Stefán Valgeirsson (F) sagði að frumvarp þetta hefði fyrst komið fram 6. desember, verið afgreitt til nefndar 9. desember og þá þegar verið tekið til meðferðar í landbúnaðarnefnd. Stefán sagði það persónulegt álit sitt að vafa- samt væri, hvort hægt væri með lögum að skylda bændasamtökin til að halda uppi sölustarfsemi af þessu tagi, ekki slzt eins og þessi mál hefðu þróast I seinni tfð. Þeg- ar á liðnu ári hefði Mjólkursam- salan og Kaupmannasamtökin Svava Stefán Jakobsdóttir. Valgeirsson. samið um, að almennar verzlanir i Reykjavík skyldu annast mjólkur- dreifingu I borginni. Hann hefði verið andvlgur þessari þróun, en orðið að beygja sig fyrir stað- reyndum málsins. Stefán sagði að í október hefðu 153 mjólkurstúlkur verið starf- andi hjá MS. Þar af hefðu 96 stúlkur þegar verið ráðnar til annarra starfa. Af þeim 57, sem þá væru eftir, hefðu 27 stúlkur atvinnumöguleika i matvörubúð- um. Eftir væru þá 30 stúlkur. Af áðurnefndum 57 stúlkum væru 28 yngri en 60 ára en 29 á aldurs- skeiðinu 60 til 70 ára. Stefán sagði MS hafa ákveðið að greiða stúlkum, eldri en 65 ára, lífeyri, þar til þær kæmust á venjulegar lifeyrisgreiðslur, frá 30 tii 60% af viðmiðunarlaunum (þ.e. launum búðarstúlkna í dag með fyllstu aldurshækkunum sem breytast í samræmi við þau). Stefán sagði að nefndin hefði rætt við fulltrúa kaupmannasam- takanna um vanda þeirra kvenna, er nú misstu atvinnu sfna, sér- staklega hinna eldri. Þau mál væru að vísu ekki fullleyst, þvi miður, en viðmælendur hefðu fullan skilning á vandamálinu, og vilja til að leysa það, eftir getu, „enda væru hinar eldri stúlkur i mörgum tilfellum eftirsóttur starfskraftur.“ Auk framangreindra tóku til máls Friðjón Þórðarson (S) og Eðvarð Sigurðsson (Abl). Frumvarp ad Lögréttulögum ÓLAFUR Jóhannesson dómsmálaráðherra mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um Lögréttur, ásamt tveimur hliðarfrumvörp- um um meðferð einkamála í héraði. Frumvörpin eru samin af réttarfarsnefnd. Efnisleg grein hefur verið gerð fyrir þessum frumvörpum hér á þingsíðu blaðsins. Meginatriðið er, að dómstig verði þrjú (í stað tveggja). Lögréttur verði tvær: á Akureyri og i Reykjavík, og starfi m.a. sem áfrýjunardómstólar, þann veg, að mál, sem áfrýjað er til þeirra, fara ekki til Hæstaréttar nema í undantekningartilfellum. Þetta fyrirkomulag myndi því létta miklu starfsálagi af Hæstarétti. Þá mælti dómsmálaráðherra fyrir stjórnarfrumvörpum um áhrif olíuverðhækkana á hitunarkostnað (olíustyrkur) og um framlag íslands til alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um Fávita- st< 'nanir, sem m.a. fjallar um rekstur Þroskaþjálfaskólans, en vegur hans er gerður meiri en var í frumvarpinu. I neðri deild var til umræðu frumvarp þingmanna Alþýðu- flokksins um lágmarkslaun (sjá efnisatriði umræðna hér á þing- síðu) og þingsályktunartillaga um rannsóknarnefnd til að rann- saka innkaupsverö á vörum o.fl. (framhaldsumræða).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.