Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 23 eins og þegar Neeskens var kom- inn í dauðafæri en skaut framhjá. Tíminn leið og loks gaf dómarinn merki um leikslok. 2—1. Við vor- um orðnir heimsmeistarar. Gerd Miiller kraup á kné. Sepp Maier stökk f loft upp og hjólaði einhvern veginn í loftinu. Overath og Schwartzenbeck héngu á hálsinum á mér og Paul Breitner og hinn góði vinur hans Uli Höness dönsuðu eitthvað sem líktist valsi. Þetta var stórkostleg- asta andartak keppninnar. Við Johan Cruyff skiptumst á peysum, Schmidt kanslari afhenti mér bikarinn og formaður knatt- spyrnusambandsins tók i hendur okkar. Hermann Neuberger, stjórnandi keppninnar, ljómaði út undir eyru. Hann hafði náð tak- marki sínu. Við vorum heims- meistarar og enginn sprengja hafði sprungið. Við létum fara vel um okkur í sundlaug vallarins eftir leikinn. Svömluðum í heitu vatninu og fórum í krókódilaleik. Kampavin- ið flaut, en fáir fengu sér þó að drekka. Aðalánægja okkar var að skjóta töppunum eins langt og við gátum. Einhver byrjaði að kyrja baráttusöng Hollendinganna „Kampflied“ og „Hollendingar heimsmeistarar.“ Ég þurfti ekki kampavin til þess að finna á mér. Helzt hefði ég viljað vera í sundlauginni klukkustundum saman. Ef til vill bjó það í undirmeðvitund minni, að gleði yfir sigri myndi verða skamvinn. Ég veit ekki hvers vegna, þar sem fyrir utan beið enn mannfjöldi sem kallað nöfn okkar — við vorum heims- meistarar. En þessi tilfinning varð sterk- ari og sterkari. Mér fanns allt i einu sem sundlaugin væri Para- dís, sem myndi hverfa þegar ég færi upp úr. Skyndilega heyrði ég rödd sem varð til þess að rffa mig upp frá draumum minum. — Við verðum að fara til Hilton-hótelsins. Það er ekki hægt að byrja þar án okkar. Konurnar okkar bíða þar eftir okkur. Ég kafaði í síðasta sinn. Þegar ég kom upp úr aftur fannst mér sem fæturnir á mér væru ekki á sínum stað. Þær voru ein- hvers staðar langt í burtu. Ég hefði helzt viljað fara heim, og dvelja þar með fjölskyldu minni. 1 sjö vikur höfðum við verið í æfingabúðum. Að fara á þessari stundu á stað þar sem allt var fullt af talandi fólki var mér fjarri skapi. En það var skylda mfn að mæta i veizluna. Leikmennirnir hefóu helzt vilj- að fara til Marienplatz, en þangað fóru venjulega stuðningsmenn okkar eftir leiki, en samt sem áður var haldið rakleiðis að Hilton-hótelinu. Menn voru í góðu skapi í lang- ferðabifreiðinni sem ók okkur þangað. Einhver stakk stórum vindli upp í mig. — Hafðu-hann í veizlunni var sagt, og ég reykti og reykti. Það var svo mikill vindla- reykmökkur i bifreiðinni að varla sá handaskil. — Ég vil miklu heldur vera hér í bifreiðinni en að fara á Hilton, sagði einn leik- mannanna. Aðdáendur, vinir, blaðamenn. Þetta var það sem mætti okkur þegar við komum að hótelinu. Sjónvarpsmyndatökuvélarnar suðuðu án afláts. Veizlan var þeg- ar að hefjast. Enginn vissi hvar konurnar okkar voru. Það var bara Susi Höness, kona Uli Höness, sem lét sjá sig og var með okkur. Við gengum inn í veizlu- salinn og fundum sæti okkar, þannig að unnt var að reiða fram matinn. Þá allt í einu kom einn af yfir- þjónum hótelsins til Susi Höness. — Ég verð því miður að tilkynnað yður að þér verðið að fara, sagði hann. — Hver gefur fyrirmæli um slikt, spurði Uli Höness. — Herra Deckert hefur gefið fyrirmæli um að konur leikmanna verði ekki i þessari veizlu. — Þá verður hann að tilkynna mér það sjálfur. sagði Höness. Virðingarleysi stjórnendanna virkaði þannig á okkur að við vorum eins og sprungnar blöðrur. Allt í einu stóð Deckert við borðið sagði: — Engar konur. Hafið þið ekki lesið boðskortin ykkar. — Hvað er þetta, svaraði Uli Hönes, — það eru aðrar konur hér og benti á háborðið og að borði blaðamanna, en á báðum þessum voru nokkrar konur. Deckert lagði flatan lófann á borðið og svaraði með þjósti: — Þetta eru konur forystu- mannanna. Það er svolítið annað. Hér á að ríkja röð og regla. Verið þið ekki með uppsteyt sem þið hafið ekki efni á. — Reyndu að halda þér svolitið saman, sagði Höness og tók í hönd konu sinnar og þau gengu út úr salnum. Ég stóð upp og gekk á eftir þeim. Hollendingarnir sem höfðu verið að leika sér að því að búa til skutlur úr pappírsþurrk- unum stóðu einnig upp. Ég sá út undan mér að einn af stjórnend- um hollenzka knattspyrnusam- bandsins hékk yfir Cruyff eins og gammur. Staðan sem komin var upp var í meira legi einkennileg. Forráðamenn knattspyrnusam- bandsins okkar virtust lafhrædd- ir, ekki sizt vegna þess að þeir vissu að úti biðu sjónvarpsmynda- tökumennirnir tilbúnir að mynda þegar við birtumst. Ég kom auga á konuna mína. Hún sat hjá blaðamönnunum. Einn þeirra, sem stóð þó í harðri samkeppni við aðra um fréttir, hafði lánað henni fréttamanns- skírteinið sitt. Ég yfirgaf saiinn sárreiður. Þetta var engin veizla, enginn félagsandi. Þegar ég kom út á ganginn voru þar fáir og loftið virtist hreint og tært. Þarna rakst ég á Joch af tilviljun. —Jæja Franz, er ekki allt I lagi, sagði hann. — Þú veist það vel, svaraði ég, — það er það ekki. Konurnar okk- ar eru ekki hér. — Hættu þessu, svaraði hann. — Þú ert fyrirliði liðsins og átt manna bezt að sætta þig við regl- ur sem settar eru. Þessi ummæli urðu til þess að ég missti stjórn á mér. — það kemur alltaf betur og betur I ljós hvert innræti ykkar er, sagði ég, — ef þú værir hjá Bayern Miinchen væri fyrir löngu búið að senda þig út I yztu myrkur. Seinna fékk ég vitneskju um að það var ekki Joch, heldur stjórn FIFA sem bar ábyrgð á þessu , og þá fór ég til hans og baðst afsök- unar. Við slík tækifæri sem þetta hafði það jafnan verið venja að bjóða ekki konum leikmanna. En í Mexíkó og í Englandi höfðu stjórnendur keppninnar samt sem áður gert það. Það að Þjóð- verjar skyldu ekki fylgja fordæmi þeirra tel ég bera vitni um hina nafntoguðu þýzku ókurteisi. Það þarf enginn að halda að konur knattspyrnumanna hafi ekkert að segja um hvernig mönn- um þeirra gengur í íþróttinni, en forystumennirnir virðast lita svo á að knattspyrna sé okkur allt og forðast allt hið mannlega sem jafnan fylgir mönnum sem eru kvæntir og eiga heimili. Ég varð að láta mig og fara í veizluna. Já, og hvílik veizla. Það var eins og þarna væri saman- kominn hópur dauðadæmdra manna, sem væri að borða siðustu máltíð sina. En eitt gátu hinir háu herrar ekki komið í veg fyrir. Fenginn var hliðarsalur þar sem konurnar okkar fengu að borða á okkar kostnað og þangað fórum við strax og búið var að borða og skemmtum okkur. Ég hafði búizt við þvi að kvöldið að þeim degi sem við urðum heimsmeistarar yrði allt öðru vísi. Ég hafði svo oft hugsað um alla þá gleði sem því myndi fylgja að verða meistari, en þegar stóra stundin rann upp fylgdi henni engin ánægja. En kvöldið fórum við hver sína leið. Gunther Netzer og ég fórum á klúbbinn „Why Not“. Breitner og Miiller urðu sér úti um stærstu vindla sem mögulegt var að fá og púuðu og púuðu framan í frétta- menn og sjónvarpsmyndatöku- menn. Gerd gaf þá yfirlýsingu að hann væri hættur að leika með landsliðinu. Stórundarlegt. Úrslitaleikurinn var á mjög skömmum tíma fjar- lægur i minningunni. Það sem munað var gerðist eftir leikinn, og það skyggði á sjálfan leikinn og titilinn. Ákveðni og einbeitni. Þessi einkenni knattspyrnu- mannsins Franz Beckenbauer sjást á svip hans á þessari mynd. Leikmaður nr. 4 er félagi hans í þýzka landsliðinu Schwarzenbeck Viðar Eðvarðsson sést hér setja Ak. met I snörun I dvergvigt. KA-MOTITVIÞRAUT FYRIR skömmu gekl.st lyftingadeild KA fyrir móti í tviþraut. Er um stigakeppni að ræða og hefir Trésmiðjan Pan á Akureyri gefið veglegan skjöld sem farandgrip og hlaut hann að þessu sinni Kristján Falsson, en hann hlaut alls 528 stig fyrir árangur sinn. Helstu úrslit urðu annars þessi. Flugvigt: Magnús Loftsson, 40 kg. 62,5 kg alls 102,5 kg Dvergvigt: Viðar Eðvarðsson 55 kg (Akmet) 67,5 alls 122,5 kg Millivigt: Ármann Sigurðsson 65 kg 70 kg alls 135 kg Léttþungavigt: Kristjáns Falsson 102,5 130 alls 232,5 kg í millivigt keppti sem gestur Sigmar Knútsson og snaraði hann 65 kg og jafnhenti 105 kg Stefánsmót unglinga SKÍÐADEILD KR gekkst fyrir fyrsta skíðamótinu sunnan heiða fyrra laugardag. Var það Stefáns- mót KR-inga i flokkum unglinga. Mótið fór fram i Skálafelli og hófst með nafnakalli kl. 11. Veð- ur var hið bezta NA-gola, sólskin og Ittið frost. Brautin sem keppt var I var 350 metra löng, fallhæð 130 metrar og hlið 42. 45 keppendur hófu keppni, en einungis 20 luku henni. Kemur hér eflaust einkum til æfingaleysi fólks, en snjór er nú með minnsta móti og þvi erfitt um æfingar. Helztu úrslit í mótinu urðu þessi: Stúlkur 13—15 ára: Halldóra Björnsdóttir, A 92,4 sek. Svava Viggósdóttir, KR 97,4 Bryndis Pétursdóttir, Á 103,3 Drengir 13—14 ára: Einar Úlfsson, Á 87,1 sek. Hafliði B. Harðarson, Á 110,1 sek. Kristján Jóhanns., KR 111,7 sek. Drengir 15—16 ara Kári Elíasson, KR 88,1 sek. Kristinn Sigurðsson, Á 96,2 sek. Hjörtur Þórðarson, Á 100,4 sek. Þrátt fyrir lítinn sjó voru tvær skiðalyftur i gangi í Skálafelli um helgina og fjöldi fólks á skíðum i góðu veðri. l\IYTT„SPORT-BLAÐ" HEFUR GÖNGU SÍNA NYTT iþróttablað hefur hafið göngu sína og nefnist það „SPORT-bIaðið“. Að blaðinu standa þrir íþróttafréttamenn, þeir Sigmundur Steinarsson Timanum og Vísirmennirnir Gy.Ifi Kristjánsson og Björn Blöndal. Fyrsta blaðið er líflegt að efni og er þar viðtal við Hrein Hall- dórsson íþróttamann ársins 1976 og er Hreinn valinn íþróttamaður mánaðarins af blaðinu. Er það ætlun blaðsins að velja iþrótta- mann mánaðarins i hverju blaði. í blaðinu er viðtal við Ríkharð Jónsson og fjallað um feril hans. Viðtal er við Hörð Sigmarsson markakóng úr Haukum og nefnist greinin „Ætli ég sé ekki bara svona gráðugur". Viðtal er við Kjartan L. Pálsson fréttamann og golfleikara. Fjallað er um þátt- töku íslenzka handknattleiks- landsliðsins i HM 1964, um Tony Knapp og störf hans hjá íslenzka landsliðinu. Af erlendu efni má nefna grein um langstökkvarann Bob Beamon, 3000 metra hindrunar- hlaupið á Ólympiuleikunum í sumar, Annemarie Moser Pröll, Duncan Edward og fleira efni er i blaðinu, sem skreytt er mörgum myndum og er 32 blaðsiður að stærð. I upphafsorðum segja aðstand- endur m.a.: „Við munum einbeita okkur að efni, sem inniheldur fróðleik og skemmtun fyrir les- endur og með þvi hugarfari för- um við af stað.“ Badmintonmót BADMINTONFÉLAG Hafnar- fjarðar gengst fyrir B-flokksmóti i badminton 6. febrúar n.k. i íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Hefst mótið kl. 13.00. Keppt verð- ur i einliðaleik og tviliðaleik karla og kvenna. Leikið verður með plastboltum. Þátttöku ber að tilkynna i sima 52788 eða 50634 fyrir 3. febrúar n.k. FIRMAKEPPNI í BORÐTENNIS FIRMAKEPPNI borðtennisdeild- ar KR fór fram í fyrsta sinn ný- lega, en ætlunin er að slík keppni verði árviss viðburður i starf’ deildarinnar í framtíðinni. Sigur- vegari i keppninni varð Hjálmar Aðalsteinsson sem keppti fyrir NESCO, en i öðru sæti varð Hjálmtýr Hafsteinsson sem keppti fyrir Pétur Snæland h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.