Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977
29
Átta skip með yfir 4000 lestir:
Grindvíkmgiir haest-
ur með 4806 lestir
HEILDARLOÐNUAFLINN var
orðinn 104.133 lestir s.l. laugar-
dagskvöld, en á sama tlma I fyrra
var aflinn orðinn 54.809 lestir. Nú
hefur 61 skip fengið afla, og
höfðu jafn mörg skip fengið veiði
á sama tíma f fyrra. Þrátt fyrir
vonsku veður sfðustu viku, varð
heildaraflinn samtals 28.288
lestir. Að þvf er segir f skýrslu
Fiskifélags tslands eru átta skip
nú komin með 400 lesta afla eða
meira og er Grindvfkingur GK
606 hæstur með 4806 lestir, skip-
stjðri Björgvin Gunnarsson, f
öðru sæti er Guðmundur RE 29
með 4686 lestir, skipstjóri Hrðlf-
ur Gunnarsson, og þriðja skipið f
röðinni er Sigurður RE 4 með
4593 lestir, skipstjðri Haraldur
Agústsson.
I vikulokin hafði loðnu verið
landað á 14 stöðum á landinu, og
hefur mestu verið landað á
Seyðisfirði eða 18.875 lestum, á
Siglufirði var búið að landa
17.420 lestum, i Neskaupstað
13.750 lestum, á Raufarhöfn er
búið að landa 13.716 lestum og á
Vopnafirði 13.271 lest. Á öðrum
stöðum var aflinn undir 10.000
lestum.
Menn kynni sér
fiskveiðimörkin
MORGUNBLAÐINU barst I gær
fréttatilkynning frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu, þar sem vakin er
athygli á þvf, að fiskveiðiland-
helgi Grænlands og Færeyja hef-
ur verið færð út i 200 mílur. Segir
í fréttatilkynningunni, að þar sem
fjarlægð sé minni en 400 sjómilur
milli íslands og áðurgreindra
landa, ráði miðlína merkjum.
Siðan segir, að þar sem íslenzk
fiskiskip njóti ekki fiskveiðirétt-
inda i fiskveiðilandhelgi Færeyja
og Grænlands, séu skipstjórnar-
menn hvattir til þess að kynna sér
fiskveiðimörkin milli íslands og
áðurgreindra landa. Sjómælingar
Islands geti látið i té kort og veitt
upplýsingar um fiskveiðimörkin.
Hlutu styrk úr
Sjóði Stefaníu
Guðmundsdóttur
VIÐ leiksýningu Þjóðleikhússins
á Nótt ástmeyjanna var tilkynnt
um að leikkonurnar Þóra Frið-
riksdóttir og Kristin Anna Arn-
grimsdóttir hefðu hlotið styrk úr
Sjóði frú Stefaníu Guðmunds-
dóttur leikkonu, og fékk hvor um
sig 250 þúsund krónur.
Eftirtalin skip voru búin að fá
einhvern loðnuafla s.l. laugar-
dagskvöld:
GrindvlkingurGK 606 4806
Guðmundur RE 29 4686
Sigurður RE4 4593
BörkurNK 122 4539
EldborgGK 13 4390
Pétur Jónsson RE 69 4305
Glsli Arni RE 375 4243
Hiimir SU 171 4016
Súlan EA 300 3667
Skardsvlk SH 205 3176
örn KE 13 3112
Albert GK 31 2984
FlfillGK 54 2914
H &kon ÞH 250 2671
Asberg RE 22 2612
Rauðsey AK 14 2606
Arni Sigurður AK370 2406
Hrafn GK 12 2385
Helga II RE 373 2330
Huginn VE 55 2159
Sœbjörg VE 56 2159
Jðn Finnsson GK 506 2079
Þðrður Jðnasson EA 350 1964
Óskar Halldðrsson RE 157 1961
HelgaGuðmundsdöttirBA 77 1747
LofturBaldvinsson EA 24 1721
Kap II VE 4 1680
Freyja RE 38 1530
Hrafn Svelnbjarnarson GK 255 1506
Bjarni Ólafsson AK 70 1457
Magnús NK 72 1387
Gullberg VE 292 1293
Hunaröst AR 150 1278
Arsæll KE 77 1225
Svanur RE 45 932
Dagfari ÞH 70 915
Keflvfkingur KE 100 884
Helga RE 49 833
Gunnar Jónsson VE 555 797
Vörður ÞH 4 784
Guðmundur Jónsson GK475 675
Bylgja VE 75 656
Hilmir KE 7 570
Vfkurberg GK 1 562
Arnarnes HF 52 544
Flosi IS 15 443
Vonin KE 2 436
Faxi GK 44 408
Karl Sólmundarson RE 102 384
Snæfugl SU 20 378
Skógey SF 53 377
Sæberg SU 9 366
Ársæll Sigurðsson GK 320 283
Andvari VE 100 239
ólafur Magnússon EA 250 227
Nftttfari ÞH 60 221
Sigurbjörg OF 1 205
Bjarnarey VE 501 182
Sölvi Bjarnason BA 65 129
ReykjanesGK50 72
Geir Goði GK 220 46
Svæðið á
Stranda-
grunni
opnað á ný
A MIÐNÆTTI s.l. féll úr gildi
bann við togveiðum á norðan-
verðu Strandagrunni, en þessu
svæði var lokað fyrir nokkru
vegna mikils smáfisks, sem togar-
ar fengu þar. Svæðið afmarkaðist
af Cloranlfnum: 62400—62550 og
46880—47100.
í fréttatilkynningu, sem sjávar-
útvegsráðuneytið sendi frá sér í
gær, segir, að hins vegar verði
áfram í gildi bann við öllum veið-
um á friðunarsvæðinu norður af
Kögri, sem afmarkist af línum
dregnum milli tilgreindra punkta
með hliðsjón af C loranlinum:
62400—62550 og 46600—46880.
Forstjóraskipti að
Forstjðraskipti hafa nú orðið
hjá Vinnuheimilinu að Reykja-
lundi.
Árni Einarsson, sem verið hef-
ur forstjóri Vinnuheimilisins að
Reykjalundi, lætur nú af störfum
hjá fyrirtækinu eftir hartnær 30
ára farsælt starf, en Árni varð 70
ára fyrir skömmu.
Vinnuheimilið að Reykjalundi
hefur starfað frá strfðslokum og
gegnum árin hefur þvf vaxið fisk-
ur um hrygg, þannig að nú telst
þetta með merkustu stofnunum
þessa lands.
Við starfi Arna tekur Björn
Ástmundsson, sem verið hefur
skrifstofustjóri og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri undanfarin ár.
Björn er 31 árs að aldri og lög-
fræðingur að mennt. Kona hans
er Guðmunda Arnórsdóttir og
eiga þau 3 börn.
Reykjalundi
Björn Ástmundsson
SIGURJÓNI Ólafssyni
myndhöggvara hefur
verið falið að gera minn-
ispeninga fyrir öll Norð-
urlöndin sjö (Færeyjar
og Grænland meðtalin) f
hinni Norrænu listpen-
ingaútgáfu fyrir næsta
ár, sem danska fyrirtæk-
ið Anders Nyborg stend-
ur fyrir. f ár voru það sjö
finnskir myndlistar-
menn sem önnuðust gerð
peninganna.
í samtali við Morgun-
blaðið í gær sagði Sigur-
jón að hann hefði þegar
lokið þessu verkefni, og
væri hann þegar búinn
að senda myndir sínar af
peningunum utan. Pen-
ingarnir væru gerðir í
Finnlandi, og væri mikið
vandaverk að vinna þá,
svo að það þyrfti allt að
árs fyrirvara fyrir hverja
útgáfu. Sigurjón sagði,
að af hálfu fyrirtækisins
hefði þess verið farið á
leit við hann að hafa eitt-
hvað einkennandi fyrir
hvert land á framhlið
hvers penings en hins
vegar hefði hann haft
frjálsar hendur með bak-
hlið peninganna. Þannig
kvaðst Sigurjón hafa
minnst þess á íslenzka
peningnum að ein öld er
liðin frá þvi að elztu vit-
arnir voru reistir hér og
á sama hátt einkenndi
Sigurjón gerir næstur
norrænu listsláttuna
hann Færeyjapeninginn
með kind og lambi.
Varðandi fyrri peninga
í þessari útgáfu kvaðst
Sigurjón hafa veitt því
eftirtekt að þeir væru
margir hverjir of
malerískir og hann hefði
þvi sjálfur lagt áherzlu á
að draga fram skúlptúr-
formið i eins ríkum mæli
og unnt hefði verið, en
hins vegar væri þetta við-
fangsefni á margan hátt
mjög bindandi, bæði
vegna lögunar pening-
anna og eins af tæknileg-
um ástæðum.
Katla:
Má búast við tíðindum í
næstu jarðskjálftahrinu
— segir Einar á Skammadalshóli
— ÞESSI sfðasta hrina er alveg
að fjara út og ég tel afar óllklegt
að eldgos verði f Kötlu að þessu
sinni. En það er áberandi hve
orkan f jarðumbrotunum hefur
aukizt ár frá ári allt frá 1970 og
það kæmi mér ekki á óvart að til
tfðinda drægi i næstu hrinu,
kannski á þessu ári, sagði Einar
Einarsson bóndi og náttúrufræð-
ingur á Skammadalshóli f V-
Skaftafellssýslu f samtali við
Morgunblaðið f gær.
Einar hefur um árabil fylgst
með umbrotum f Kötlu og hann
gætir jarðskjálftamælanna, sem
mæla skjálfta á þessum slóðum.
Einar sagði I samtalinu við Mbl. i
©
INNLENT
gær, að smám saman hefði dregið
úr skjálftunum á KÖtlusvæðinu,
en þeir voru í hámarki fyrir jól.
Kvaðst Einar hafa einmitt i fyrra-
dag tekið auðan borða út úr mæl-
inum eftir sólarhringinn, en slikt
hefði ekki gerst i háa herrans tíð.
— Siðasta hrina var svo skörp,
að varla er að búast við gosi í
þessari lotu fyrst eldurinn brauzt
ekki út þegar umbrotin voru
mest. En það má búast við tíðind-
um í næstu hrinu ef þróunin verð-
ur sú sama og verið hefur frá þvi
árið 1970, og orkan í jarðumbrot-
unum heldur áfram að aukast,
sagði Einar að lokum.
Hvammstangi:
Vel heppnaðar
hitaveituboranir
Hvammstanga — 31. janúar
SKORTUR hefur verið á heitu
vatni á Hvammstanga og Lauga-
bakka allt frá byrjun árs 1976,
bæði vegna aukinnar upphitunar-
þarfa og aukins húsnæðis, svo og
einnig af þeirri ástæðu að vatn
sem fékkst við borun fyrir nokkr-
um árum hefur minnkað smám
saman. Leiddi þetta til þess, að sl.
haust var keypt dæla til að dæla
vatni upp úr hitaveituholunum og
fengust þá um 22 sek/lftrar, en
hafa verður f huga að rekstur
þessara dæla er töluvert kostnað-
arsamur.
Upp úr miðjum janúar var haf-
izt handa um borun á hitaveitu-
svæðinu og lauk þeim um síðustu
helgi. Var þar boruð 10 tommu
við hola í 240 metra dýpi og feng-
ust um 20 sek/ lítrar sjálfrenn-
andi af 98 gráða heitu vatni. Telja
jarðborunarmenn að dæla megi
úr holunni allt að 50 sek/ lítrum,
svo að hitaveitumálum hér um
slóðir ætti að vera borgið um
næstu framtíð. — Karl.