Morgunblaðið - 17.02.1977, Side 3

Morgunblaðið - 17.02.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977 3 Hort kemur á morgun SKÁKSAMBANDI íslands barst í gær skeyti frá Tékkóslóvakíu, þar sem boðuð var koma stðr- meistarans Vlastimil Horts til landsins. Kemur Hort flugieiðis frá Kaup- mannahöfn síðdegis á morgun. Hort kemur einn, en síðar kem- ur aðstoðarmaður hans, dr. Ladislav Alster, alþjóðlegur skák- meistari og blaðamaður. Hann hefur orðið skákmeistari Tékkóslóvakíu og hann átti frum- kvæðið að því að skákkeppnin milli Prag- og Reykjavíkur fór fram árið 1972. Boris Spasský kemur til lands- ins á sunnudaginn og verður eiginkona hans með i förinni. Hort er hins vegar maður ein- hleypur. Á föstudaginn fer Hörgni Torfason, varaformaður Skák- sambandsins, utan til Ziirich í Sviss, til viðræðna við þá :ðila, sem standa að hinum þremur áskorendaeinvígjunum í Evrópu. Er tilgangur fundarins að koma á upplýsingamiðlun milli hinna einstöku einvígja. Guðmundur Magnússon bifreiða- stjóri látinn GUÐMUNDUR Magnússon, bif- reiðarstjóri á B.S.R., til heimilis að Vesturbergi 2, Re.vkjavfk andaðist á Borgarspftalanum að kvöldi þriðjudagsins 15. febrúar, eftir langvarandi veikindi, rúm- lega sjötugur að aldri. Guðmundur var Borgfirðingur að ætt, fæddur að Eskiholti, en alinn upp í Borgarnesi. Hann stundaði bifreiða-akstur um 50 ára skeið, fyrst i Borgarnesi, en lengst af hér í höfuðstaðnum, á Litlu bílstöðinni og B.S.R. Kona Guðmundar, Hólmfriður Brynjólfsdóttir, lifir mann sinn, ásamt þrem dætrum og tveim sonum þeirra hjóna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Dráttur á uppsetn- ingu hreinsitækja óforsvaranlegur Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar 15. febrúar var samþykkt ályktun frá Árna Gunnlaugssyni og Árna Grétari Finnssyni um hreinsibúnað f álverinu í Straumsvfk. 1 ályktuninni segir að bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsi vonbrigðum sfnum með drátt þann sem sé orðinn á viðunandi ráðstöfunum til að draga sem mest úr skaðlegum áhrifum reyks og gastegunda og skv. nýjustu skýrslum sem flúornefnd hafi birt, 1975, sé ljóst að fluor- mengun á gróðri hafi aukizt með hverju ári og hafi hún á árinu 1975 verið komin yfir hættuleg mörk f Hafnarfirði. Síðan segir í ályktuninni: Það er þvi með öllu óverjandi og óforsvaranlegt, að lengur verði haldið að sér höndum um raun- hæfar aðgerðir gegn þessari mengunarhættu fyrir umhverfi, lif og heilsu, bæði þeirra sem við álverið starfa og annarra. Bæjarstjórn getur þvi með engu móti unað áframhaldandi aðgerðarleysi L þessu alvarlega máli og krefst hér virkra og skjótra ráðstafana til mengunar- varna. Um leið og fagna ber, að iðnaðarráðherra hefir nú heitið þvi að leggja sérstaka áherzlu á í viðræðum sínum við Alusuisse, sem eru að hefjast í Sviss, að komið verði upp fullkomnum hreinsibúnaði við álverið, vill bæjarstjórn mega treysta því, að forsvarsmenn álversins sýni sem jákvæðustu og skjótustu viðbrögð gagnvart lausn málsins. Meðan fullnægjandi hreinsi- tæki eru ekki til staðar í álbræðsl- unni leggur bæjarstjórn ríka áherzlu á við heilbrigðisyfirvöld, Framhald á bls. 28 Mývetningar vildu virkja í Námafjalli Björk, Mývatnssveit — 16. febrúar. 1 Morgunblaðinu hinn 4. þ.m. birtist grein eftir Halldór Blöndal um Kröfluvirkjun og hver hafi ráðið þvf að virkjunin var staðsett við Kröflu. Orðrétt segir hann: „Áfstaða Náttúru- verndarráðs og Mývetninga mun hins vegar hafa ráðið úrslitum um staðarvalið, og um það var heldur aldrei ágreiningur." Svo vill til að til eru gögn frá þessum tíma, sem taka af öll tví- mæli um hvert var álit Mývetn- inga á staðarvalinu. I greinargerð eiganda Reykjahlíðar til Skútu- staðahrepps, dags. 18. janúar 1975 segir m.a.: „Eigendur Reykja- hlíðar telja öll rök mæla með því að virkjað verði við Námafjall og vænta þess að ákvörðun um virkj- un á þeim stað verði tekin hið fyrsta." Sveitarstjórn Skútustaóahrepps tók þetta erindi til meðferðar á fundi hinn 27. janúar 1975 og er eftirfarandi tekið orðrétt úr þeirri bókun: „Með tilvísun til erindis og greinargerðar landeig- anda Reykjahlíðar, dags. 17/1 1975 og álits annarra staðkunn- ugra manna, vill sveitarstjórn mæla með því að fremur verði virkjað við Námafjall en Kröflu.“ Þetta staðfestir, að Mývetning- ar töldu ráðlegra að virkja við Námafjáll. — Kristján. Skemmdir á húsi í Garðabæ: Húsiö óíbúöarhæft segir eigandinn — Byggingaraðferðin nýjung en eðli- legt viðhald skorti segir seljandinn VEGNA leka með gólfi á útveggjum hússins Garða- flöt 23 í Garðabæ, hefur eigandi hússins, Herdís Tryggvadóttir, og fjölskylda hennar flutt úr húsinu fyrir nokkrum mánuðum. Guðmundur Einarsson verkfræðingur lét byggja húsið 1967 og seldi hann Herdísi húsið. Kom fram leki við gólfplötu árið eftir að flutt hafði verið í húsið og lét byggingaraðili þá gera við húsið. en ekki varð föls á samskeytum útveggja og gólfplotu, en sú viðgerð dugði einfaldlega ekki. Þess ber að geta að húsið er byggt með þeim hætti að gólf og loft er byggt fyrst og síðan er þakinu, sem er mjög þykkt úr járnbentri steinsteypu, lyft upp á steyptar súlur. Veggja- einingum úr steinsteypu með einangrun á milli er síðan raðað í útveggina. Ég tel augljóst að mistök hafi átt sér stað í byggingu þessa húss, sem er f rauninni tilraunahús og ég tel að seljandinn eigi að vera ábyrgur fyrir verki sinu. Mistök geta að sjálfsögðu komið upp, en maður vill fá þá vöru sem maður komizt fyrir lekann. Kaup- anda og seljanda hússins hefur ekki samist um að- gerðir I málinu, kaupandi telur að seljandi eigi að bera allan kostnað af við- gerðinni, en seljandi telur að kaupandi eigi að bera nokkurn kostnað, en hann hefur jafnframt boðist til að kaupa húsið aftur á kaup- verði með áreiknaðri bygg- ingarvísitölu siðan. Hins vegar kannast eigandi hússins ekki við að hafa fengið slikt tilboð. Meðfylgjandi myndir sýna hluta af vandamálinu, en við leituðum álits nokkurra aðila sem varða málið. Herdfs Tryggvadóttir sagði: „Ég keypti þetta hús 1967, en þá var byggt sams konar hús við hliðina á mfnu húsi. Þessi hús voru byggð með nýrri aðferð, bandarfskri og var mitt hús fullbúið 1 V2 ári fyrr en nábýlishúsið Þar hafa ekki komið upp sömu vandamál og í mfnu húsi, enda voru skemmdir komnar fram f því áður en lokið var við hitt húsið og ég veit ekki betur en ráðstafanir hafi verið gerðar í þvf húsi til að verjast þeim vandamálum sem upp komu hjá mér. Það var reynt að gera við mitt hús 1968 með því að kftta i I einu horni hússins hefur myndast þessi rifa á klæðn- ingu innan á veggjum, en Herdís kvaðst ekki vita hvort það væri vegna þess að þakhornið hefði sigið eða veggurinn eitthvað gengið til af öðrum orsök- um. Um áramótin 1973—1974 mátu þrfr verkfræðingar skemmd- irnar á húsinu upp á 600 þús. kr , en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég gat aflað mér var það algjört vanmat og þótt ég hefði viljað hafði ég enga peninga til þess að taka á mig skemmdir sem Sg bar ekki ábyrgð á. Þetta hefur >annig vafist f gegn um árin með .nargs konar leiðindum fyrir mig og fjölskyldu mína og sjálfsagt einnig fyrir þá aðila sem ég deili við, en ekki hefur enn samist um málið og það er reyndar f dómi nú. Ég hef reynt að ná sambandi við seljandann, en það hefur verið erfitt og sfðast gafst ég upp á þvf. Sfðan ég fór úr húsinu hefur það verið kynt dag og nótt, en eins og það er, þá er það ekki íbúðarhæft. Vandamálið er bundið við teng ingu veggjaeininganna og gólf- plötunnar og ég get reyndar alls ekki skilið hvers vegna seijandi hússins vill ekki bera ábyrgð á þeim mistökum " Guðmundur Einarsson verk fræðingur kvað þetta vera leið indamál, sem hann hefði reynt að fá botn í á eðlilegan hátt, en það hefði ekki tekizt. „Við byggðum tvö hús með sama hætti þarna 1967," sagði Guðmundur, „og engar kvartanir hafa borizt frá hin- um húseigandanum. Ég tel að vandamálið hafi komið upp vegna þess að ekki hafi verið eðlilegt viðhald á húsinu á sama tfma og slfkt viðhald var á hinu húsinu. Byggingarmáti hússins er nýjung hér á landi, en það er byggt með þeim hætti að útveggir eru for- steyptir f einingum. Platan er steypt fyrst og síðan loftið ofan á plötunni, en loftinu sem er mjög sterkbyggt, er sfðan lyft upp á hurðarbita hússins. Útveggir, sem voru steyptir hjá Steinstólpum h.f., eru síðan settir á sinn stað milli gólfs og lofts með þéttingum á milli og það þarf að sjálfsögðu að fylgjast með þéttingunum og halda þeim við eins og svo mörgu öðru f húsum. Sjálfir veggirnir eru með einangrun á milli. Á fyrsta ári kom f Ijós raki við gólf f norðausturhluta hússins og létum við þá yfirfara allar þétting- ar og þétta upp. Á 3. ári var aftur kvartað og teljum við að húsið hafi ekki feng- ið eðlilegt viðhald á þeim tfma sem leið og einnig teljum við að hluti af rakanum sem vart varð við f húsinu hafi komið vegna þess að ófullnægjandi hiti hafi verið í hús- inu og jafnvel einhverjir erfiðleik- ar f sambandi við lofthitakerfi hússins, en það getur einmitt valdið þvf að raki myndast viðgólf og þessi hluti hússins hefur t.d. ekki verið málaður sfðan húsið var byggt í haust bauð ég kaupanda að taka húsið til baka með þvf að láta Framhald á bls. 28 í horninu þar sem vegghornið hefur gliðnað á innveggjum er sprunga í gólfinu eins og sjá má. Raki við gólf hefur vaicno skemmdum á veggjum í húsinu. hefur keypt, en ekki eitthvað annað. Ég keypti hús til þess að verjast regni og vindum, en ekki til þess að berjast við þau fyrir- bæri innan veggja heimilisins. Eins og nú er komið pípir vatn á sumum stöðum með gólfplötu í mestu rigningum og ég hef þurft að vinda upp allt að nokkrum vatnsfötum á dag. Verst er þetta í þremur herbergjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.