Morgunblaðið - 17.02.1977, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977
43
Stjóm frjálsíþróttadeildar
KR skaut yfír markið
- athugasemd við greinargerð stjórnar frjálsíþróttadeildar KR
í MBL. þann 8. feb. birtist grein
eftir undirritaðan um samskipti
hans og stjórnar frjálsíþrótta-
deildar K.R. að undanförnu. Var
þar greint frá tildrögum þess, að
ég hóf störf hjá K.R. í byrjun
þessa árs og rakin i stuttu máli
atvik þau, er leiddu til þess, að ég
lét af starfi þessu í janúarlok. I
framhaldi af þvi fór ég nokkrum
orðum um ástandið í þjálfunar-
málum íþróttahreyfingarinnar á
íslandi hin siðari ár, en ég hygg,
eins og reyndar margir aðrir, að
þar sé stefnt í mikið óefni og full
ástæða til að spyrna þar við fót-
um.
Mér þótti rétt að fjalla litilshátt-
ar um þau mál i grein minni, þar
sem mér þykir ljóst, að ágreining-
ur minn og stjórnar frjálsíþrótta-
deildar K.R speglar verulegan
skoðanamun varðandi það, hvern-
ig staðið skuli að framtiðarskipan
þjálfunarmála i iþróttahreyfing-
unni hér á landi og þá ekki aðeins
í frjálsum Iþróttum heldur einn-
ig, og ekki síður, í öðrum grein-
um. Fleiri atriði nefndi ég, sem ég
tel máli skipta í þessu efni.
Reyndi ég að fjalla um mál
þetta á breiðum grundvelli —
ágreining minn og K.R. manna —
og tengja það öðrum þáttum, er
lúta að störfum íþróttahreyfing-
arinnar í heild.
Þann 11. feb. birtist í Morgun-
blaðinu greinargerð frá stjórn
frjálsíþróttadeildar K.R. varðandi
mál þetta. Virðist raunar sem
stjórnarmenn deildarinnar hafi
tekið fleira til sin en þeim var
ætlað. Það er þeirra mál. Það
urðu mér þvi veruleg vonbrigði,
að greinargerð stjórnarinnar er
lítið annað en skætingur og útúr-
snúningur. Viða er þar réttu máli
hallað og mér lögð orð í munn,
sem ég kannast ekki við.
Að mestu leyti ér sneitt hjá
kjarna málsins. Slíkan málflutn-
ing læt ég mér í léttu rúmi liggja,
en hins vegar sýna skrif af þessu
tagi, hversu það er raunalega erf-
itt að skiptast á skoðunum á mál-
efnalegan hátt í dagblöðum þessa
lands. Fyrr en varir eru menn
farnir að ausa andmælanda sinn
auri og afflytja mál hans, en það
sem um er deilt í raun gleymist
eða er þokað til hliðar. Leyfi ég
mér að minna stjórnarmann
frjálsiþróttadeildar K.R. á, að
þeir hafa valizt til forustu í góð-
um og hollum félagsskap, sem
mörgum er annt um. Því sæmir
þeim ekki sá málflutningur, sem
einkennir skrif þeirra. Mér er
ljóst, að það hefur tæpast nokkra
þýðingu að elta ólar við skrif sem
þessi, en þó skal þess freistað I
fáum orðum.
Ég vildi ekki fastráða mig sem
þjálfari hjá K.R. fyrr en reynt
hefði á það, hvort grundvöllur
væri fyrir einlægu samstarfi við
stjórn félagsins. Sé því ekki til að
dreifa, er grundvöllur fyrir far-
sælu starfi brostinn. Byrjunin lof-
aði mjög góðu, allir virtust ánægð-
ir og samstarf mitt og stjórnarinn-
ar var snurðulaust, þar til hún fór
að viðra hugmyndir sfnar um út-
lendan þjálfara til félagsins. I
raun og veru kemur fram í grein-
argerð stjórnarinnar staðfesting á
því, sená er meginefni máls míns.
Ég gat ekki fellt mig við það að
vinna með rússneskum þjálfara
sem félagsþjálfari eða öðrum er-
lendum þjálfara. Fyrir þvi væri
ekki grundvöllur. Ef aftur á móti
F.R.Í vildi ráða erlendan þjálfara
um stuttan tima, þá lýsti ég þvi
yfir, að ég kysi helst að það væri
Bandaríkjamaður eða Vestur-
Evrópumaður eins og ég hef rök-
stutt áður. Þetta er ekki pólitísk
yfirlýsing.
Ég gerði í fyrri grein minni
skýra grein fyrir því, hverja ég
teldi vera helztu annmarka á
sliku samstarfi, ef samstarf skyldi
kalla. Annaðhvort bæri ég fulla
ábyrgð á þjálfun hjá félaginu eða
hætti öllu starfi. Ég kærði mig
ekki um að starfa með rússnesk-
um þjálfara, sem ég þekkti ekkert
til — og stjórnin raunar ekki
heldur — hins vegar ætlaði ég
ekki að standa i vegi fyrir því, að
þessi þjálfari yrði ráðinn til fé-
lagsins, væri það vilji stjórnarinn-
ar.
Þessi afstaða min var ljós þegar
frá upphafi. Er þvi alveg ástæðu-
laust að hafa í frammi tilburði í
þá átt að gera þá afstöðu mína
tortryggilega. Að sjálfsögðu vildi
ég ekki fastráða mig sem þjálfari
hjá K.R. fyrr en ljóst væri hvað
yrði um rússneska þjálfarann.
Stjórnarmenn K.R. ættu einnig
heldur að beina spjótum sínum að
öðrum en mér i sambandi við far-
acstjóraembætti til útlanda. Það
er reyndar efni í sérgrein.
Skrif stjórnarinnar þess efnis,
að ég hafi brotið gerðan starfs-
samning, eru bvættingur — öllu
heldur mætti segja, að stjórnar-
menn deildarinnar hafi sjálfir
rofið þennan samning. Samning-
ur þessi fól það i sér, sem fyrr
hefur komið fram, að.ég skyldi
starfa til 1. maí, að öllu óbreyttu.
Kæmi upp alvarleg misklíð, væru
báðir aðilar lausir allra mála. Að
sjálfsögðu var mér það ekkert
launungarmál, að ég hafði fullan
hug á að starfa í þágu félagsins
næsta sumar, enda þótt það væri
ekki fastmælum bundið þegar í
upphafi. Taldi ég, að mér bæri til
þess siðferðileg skylda þótt ég
kysi, að málum væri hagað svo
sem fyrr var lýst. Nú hefur komið
í ljós, að sá varnagli var ekki
sleginn að óþörfu.
Því skal ekki andmælt, að ég
taldi það miklu skipta, að ljóst
væri hver afstaða F.R.Í. væri til
þessa máls, enda er það ofurskilj-
anlegt, þar sem allflestir helztu
afreksmenn landsins i frjálsum
íþróttum eru félagar í K.R. Hefur
svo verið um áratuga skeið, að
biálfari K.R. hefur haft mikil af-
skipti af þjálfun og undirbúningi
landsliðsins, enda leiðir það af
eðli máls. Verður það að teljast í
meira lagi einkennilegur mál-
flutningur að hafa uppi útúrsnún-
inga um það efni.
Það, sem hér hefur verið rakið,
er í stórum dráttum afstaða min,
skýr og vafningalaus. Stjórn
frjálsiþróttadeildar K.R. segir i
greinargerð sinni:
„Ölafur hafði reynst ágætur
starfskraftur." Hvers vegna sá
hún þá ástæðu til að gera þessum
ágæta starfskrafti ókleyft að
vinna áfram sitt verk á þeim
grundvelli, sem svo vel hafði gef-
izt? Ætli ýmsum þyki ekki, að hér
hafi verið býsna klaufalega á mál-
um haldið?
Stjórnin ber að sjálfsögðu
ábyrgð á skrifum sínum og gerð-
um.
Stjórn frjálsíþróttadeildar K.R.
skipa: Helgi Eiriksson formaður,
Björn Blöndal, Þorleikur Karls-
son, Ulfar Aðalsteinsson og
Bjarni Stefánsson.
Að endingu vona ég að þessi
stjórnarmenn verði ekki eftirbát-
ar márgra dugandi frjálsíþrótta-
leiðtoga í K.R. á liðnum árum.
Frjálsíþróttafólki óska ég góðs
gengis á komandi keppnistíma-
bili.
Læt ég svo lokið skrifum um
þetta efni.
Reykjavik 15.2 77
Ólafur Unnsteinsson.
Pólskur nuddari
AÐ tilhlutan Januszar
Cerwinski, landsliðsþjálfara i
handknattleik, mun nuddari
pólska handknattleikslands-
liðsins fylgja íslenzka landslið-
inu í Austurríki og aðstoða
það. Er ekki óliklegt að slíkt
komi að góðum notum, þar sem
mikið er um minni háttar
meiðsli í hörðum leikjum, eins
og búast má við þar.
Ná þrír 100
leikjum?
ALLAR líkur eru á þv! aö þrir
leikmanna (slenzka handknatt
leikslandsliösins sem tekur þátt I
B-heimsmeistarakeppninni I
Austurriki nái þeim merka
áfanga. aö verða fyrstir allra til
þess að leika 100 landsleiki fyrir
Íslands hönd. Þessir leikmenn
eru þeir Geir Hallsteinsson og
Viðar Simonarson sem leikið hafa
98 landsleiki og Ólafur H. Jóns-
son sem á 97 landsleiki aö baki. í
leikjum þessum hefur Geir skoraö
samtals 465 mörk, Viöar 217
mörk og Ólafur 253 mörk. Sá
sem næstur er þeim félögum að
leikjafjölda er Björgvin Björgvins-
son. sem leikið hefur 91 lands-
leik
EPC
lÍSS
Nýtt verð
Frábær gæði
EPC 121
EPC 122
EPC123
Strimill, grand total, sjálf- Strimill, grand total, geymslu- Bæöi strimill og Ijósatölur, grand
virkur prósentureikningur, verk sjálfvirkur prósentureikn- total, geymsluverk, sjálfvirkur
tólf stafa vinnsla ingur, tólf stafa vinnsla prósentureikningur, tólf stafa
34.100 39.800 vinnsla
■ 1 1 I • ll-'fgyr 45-800
Skrifstofuvélar h/f geta nú boðið yður þrjár gerðir af
hinum nýju og fullkomnu EPC reiknivélum á sérstaklega
góðu verði.
Þér fáið ekki sambærilega vél á betra verði. SKRIFSTOFUVELAR H.F.
% + J? Hverfisgötu 33
Sími 20560 - Pósthólf 377