Morgunblaðið - 17.02.1977, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977
35
Jarðstöðin:
Þarf sérstaka, litla jarðstöð fyr-
ir norrænu sjónvarpsdagskrána?
„Það má eiginlega segja, að mögu- varpið að láta forvelja úti visst safn
leikarnir sem opnast okkur, séu hér
um bil ótakmarkaðir, " sagði
Sigurður Þorkelsson, yfirverkfræð-
ingur Pósts og síma, þegar Morgun-
blaðið leitaði álits hans á því hvaða
hagræði yrði af jarðstöð fyrir fjar-
skiptasambönd landsmanna við um-
heiminn, en eins og komið hefur
fram liggur nú fyrir samningur milli
íslenzkra stjórnvalda og Mikla nor-
ræna ritsímafélagsins um að slfkri
jarðstöð verði komið upp árið 1979.
Sigurður sagði. að með tilkomu
jarðstöðvarinnar yrði hægt að koma
fyrir þeim rásafjölda vegna símasam-
bands við útlönd sem sérfræðingar
pósts- og símamálastjórnarinnar sæju
fyrir að þyrfti á að halda í náinni
framtíð auk þess sem unnt yrði að fá
um jarðstöðina sjónvarpsdagskrár eins
og talið væri nauðsynlegt hverju sinni.
Allt væri þetta þó að því tilskildu að
jarðstöðin yrði svo fullkomin. að tækja-
búnaðurinn gæti tekið við þessum
sendingum.
Varðandi talrásirnar sagðist
Sigurður ekki hafa neinn tiltekinn
fjölda í huga. því unnt ætti að vera að
auka þær takmarkalítið nema hvað til
þess þyrfti sérstakan endabúnað og
sagði Sigurður að hann yrði tekinn í
notkun eftir þörfum Sigurður sagði
ennfremur, að það væri eitt sem kæmi
alltaf til greina, en það væri að fara
þyrfti með fjarskiptasambandið um
gervihnött, sem þó hefur takmarkaðan
rásafjölda og ef sá. sem við höfum
samning um, er af einhverjum ástæð-
um orðinn fullnýttur áður en sá næsti
kemur, þá gæti orðið einhver töf á því
að við íslendingar kæmumst að en
Sigurður sagði aðeftir þeim upplýsing-
um sem fyrir hendi væru, þyrfti ekki að
óttast slíkt að sinni
Varðandi móttöku sjónvarpsefnis
sagði Sigurður að litlar sem engar
takmarkanir væru á því hvaðan úr
heiminum þær sendingar væru nema
hvað kostnað áhræðri, en hins vegar
þyrfti í mörgum tilfellum þegar tekið
væri á móti sjónvarpssendingum langt
að komnum að fara milli tveggja gervi-
tungla með milligöngu jarðstöðvar er
hefði báða hnettina i sigti Hins vegar
kæmu fram nokkrar takmarkanir á tal-
rásunum þegar fara þyrfti um tvo
hnetti. því að þá færi timinn semhljóð-
öldurnar væru að berast að verða
merkjanlegur. Sigurður sagði, að það
væri fræðilegur möguleiki að tengja
beint milli tveggja gervihnatta, en sá
möguleiki hefði enn ekki verið nýttur,
heldur jafnan tengt á milli þeirra með
jarðstöð Nefndi hann sem dæmi að ef
taka ætti hér við sjónvarpsefni frá
Kyrrahafi þyrfti sú sending að öllum
líkindum að fara um jarðstöð einhvers
staðar í Bandaríkjunum þaðan sem
sæist bæði til hnattar yfir Kyrrahafi og
yfir Atlantshafi
Þá sneri Morgunblaðið sér til Péturs
Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra
sjónvarpsins, og spurðist fyrir um
hvort af sjónvarpsins hálfu hefðu verið
kannaðir möguleikar á þvi að fá hingað
beinar sjónvarpssendingar, þegar jarð-
stöin væri komin upp
Pétur sagði, að af hálfu sjónvarpsins
hefðu verið kannaðir þeir möguleikar
sem opnuðust með tilkomu jarð-
stöðvarinnar og samkvæmt því ætti
jarðstöðin t d að gefa sjónvarpinu hér
tæknilega möguleika á að taka þátt í
Eurovision News Exchange, sem ann-
aðist fréttaskipti allra sjónvarpsstöðva i
Evrópu og bæði gæti þá sjónvarpið hér
boðið erlendu stöðvunum fréttir héðan
og eins tekið við fréttum frá þeim.
Pétur taldi þó augljóst.að sjónvarpið
yrði að reyna að ná sérstöku samkomu-
lagi við Eurovision um greiðslufyrir-
komulag og sagði að sennilegast yrði
kostnaðarminnst fyrir íslenzka sjón-
frétta á hverjum degi
Pétur sagði, að með þessu móti ætti
að vera unnt að sýna fréttamyndir hér
samdægurs, sem væri sjónvarpinu
eðlilega töluvert kappsmál Varðandi
móttöku á heilum fréttadagskrám sagði
Pétur að sennilega yrði of kostnaðar-
samt að láta senda slíkt um gervihnött
sérstaklega fyrir okkur, en hins vegar
horfðu málin öðru visi við þegar verið
væri að senda um Atlantshafið á annað
borð, svo sem Ólympiuleikjum og öðr-
um stórviðburðum, því að þá væru
venjulega mörg lönd um hituna og
kostnaðurinn dreifðist á marga aðila í
slíkum tilfellum ætti sjónvarpið að geta
sent þessar dagskrár út beint ellegar
tekið þær upp á myndsegulbönd til
útsendingar siðar.
Pétur var ennfremur spurður um það
hvað liði hinni samnorrænu sjónvarps-
dagskrá, sem nú er til athugunar hjá
öllum Norðurlöndunum. Pétur sagði.
að þær sjónvarpsendingar yrðu ekki
um sama gervihnött Jarðstöðin væri
miðuð við að taka við sendingum frá
gervihnetti sem væri á lofti nú þegar
Norðurlöndin væru hins vegar með
áform um að senda á loft sérstakan
gervihnött i þessu skyni, sem hugsan-
iNÝTTl
Litir:
svart, gulbrúnt
mjúkt leður,
leðursóli með
gúmmíslitsóla
St. 37—41
Verð 18.300 -
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Laugavegi 74.
lega yrði kominn í gagnið eftir um 5 ár
og ætti hann að geta sent efni til
beinnar móttöku hjá almenningi, sem
að visu þyrfti þá að fá einhvern við-
bótarbúnað i sjónvarpstæki sin til að
taka við þessum sendingum
Pétur sagði hins vegar að ekki lægi
Ijóst fyrir hvort sú beina móttaka næð-
ist hér á landi, þar eð ísland lægi það
langt frá hinum Norðurlöndunum. Ef
íslendingar yrðu á annað borð með í
slíkri norrænni dagskrá gæti því farið
svo að senda yrði sérstakan geisla
hingað og yrði þá að vera sérstök litil
jarðstöð til að taka við þessum send-
ingum og koma þeim inn i dreifikerfi
islenzka sjónvarpsins Þetta atriði væri
þó ekki endanlega útkljáð enn
JEPPADEKK
fyrirliggjandi í miklu úrvali
á hagstæðu verði.
GOODjrYEAR Hjólbarðaþjónustan
Laugavegi 1 72 — Simar 21245 og 28080.
FlOKKar vio allra hæfi
Morguntímar — Dagtímar — Kvöldtimar
Gufa — Ljós — Kaffi — Nudd
Innritun og upplýsingar i sima 83295
Alla virka daga kl. 13—22.
JÚDÓDEILD ÁRM
ÁRMÚLA 32
Stærðir:
L78 — 15/4
650 — 16/6
700 — 16/6
700 — 16/8
16/6
16/8
16/10
16/4
16/6
16/6
750 —
750 —
750 —
890 —
890 —
205 —
HEKLAhf.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240
Möguleikarnir eru
nánast ótakmarkaðir
Bikarmót Fimleikasambands íslands
verður í kvöld í íþróttahöllinni og hefst kl. 20.30.
FIMLEIKASAMBANDIÐ.