Morgunblaðið - 17.02.1977, Page 28

Morgunblaðið - 17.02.1977, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1977 Fundur um málefni Há- skólans í kvöld 1 KVÖLD kl. 20.30 verður haldinn á vegum menntamálanefndar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, fundur um málefni Há- skólans. Rætt verður um mark- mið og leiðir háskólans og tengsl hans við atvinnulffið. Frummæl- endur verða Guðlaugur Þorvalds- son, háskólarektor, og dr. Jónas Bjarnason, formaður BIIM. Að loknum framsöguerindum verða frjálsar umræður. Fundurinn verður sem fyrr seg- ir í kvöld kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi og eru allir áhugamenn um framtíð háskólans og stöðu hans í islenzku þjóðlifi velkomn- ir. — EBE vill. . . Framhald af bls. I. sæki um veiðeleyfi eða skipi so- vézkum skipum að sigla út úr lögsögu bandalagsins. En þótt starfsmenn EBE segi að Rússar hafi nú ótvírætt viurkennt tilveru EBE sagði Ishkov: „Viðhorf okk- ar til undirritunar samnings er ekki tákn un nokkra breytingu af hálfu Sovétríkjanna gagnvart Efnahagsbandalaginu." Aðspurð- ur hvernig nærvera hans og sú afstaða Rússa að neita að viður- kenna EBE gætu komið heim og saman sagði hann: „Spurningar ykkar eru erfiðar og það tæki langan tima að svara þeim.“ Ishkov sagði að Rússar væru reiðubúnir að minnka afla sinn og leggja fram lista með nöfnum fiskiskipa en tók ekki fram á hve mikla aflaminnkun hann væri fús að fallast á eða hve langan skipa- lista. Hann lagði megináherzlu á verndun fiskstofna: „Við stefnum að því marki og held okkur takist að ná því." David Owen, starfandi utanrík- isráðherra Breta, sagði Rússum á fundinum í dag sem formaður ráðherranefndar bandalagsins, að þeir stunduðu ólöglegar veiðar á miðum bandalagsins, og fór fram á að Rússar legðu fram lista með nöfnum fiskiskipa sem fengið gætu veiðiheimildir eða kölluðu fiskiskip sín burtu en tók fram að bandalagið vildi ekki árekstra út af þessu máíi eða torvelda samn- inga. Rússar og EBE hafa aldrei áður efnt til formlegra samninga- viðræðna þar sem Rússar hafa neitað að viðurkenna EBE. Owen minnti á að ráðherra- nefndin hefði samþykkt að aðild- arríkin gerðu nauðsynlegar ráð- stafanir til að tryggja að fram- fylgt yrði takmörkunum á veiðum Rússa í marzlok. irski utanríkis- ráðherrann, Garret Gitzgerald, sagði blaðamönnum að skip sem yrðu staðin að ólöglegum veiðum mundu fá viðvaranir og siðan skipanir um að hverfa úr lögsögu EBE. Owen sagði að viðræðunum um ólöglegar veiðar Rússa yrði haldið utan við aðalviðræðurnar, en tók ekki fram hvenær þær færu fram eða hve lengi þær mundu standa. Owen baðst afsökunar á því að hann þyrfti að fara aftur til Lon- don vegna veikinda Anthony Croslands utanríkisráðherra, en sagði að Paul H. Scott aðstoðarut- anríkisráðherra yrði fulltrúi sinn í viðræðunum. Finn Olav Gundelach, fiski- málafulltrúi EBE, sagði að Ishkov hefði aðallega svarað spurningum sem vörðuðu almenn atriði á fundinum i dag. Hann bjóst ekki við erfiðleikum í viðræðum um almenn grundvallaratriði og sagði að erfiðleikarnir mundu gera vart við sig þegar fjallað yrði um einstök atriði í sambandi við afla- magn. Gundelach sagði blaðamönnum að Rússar hefðu tekið ótvírætt fram að þeir vildu gera samning við bandalagið. Einn samninga- manna EBE hafði eftir Ishkov að Rússar hefðu fyrst snúið sér til Breta og Dana til að kanna mögu- leika á tvihlióa viðskiptasamning- um en fengið þau svör að þeir yrðu að semja við bandalagið. Ishkov sagði á blaðamanna- fundinum að hann vonaðist til að viðræðurnar yrðu árangursríkar og mörkuðu upphaf fleiri náinna (Ljósm. Mbl. Friðþjófur) Ungar Akranesmeyjar skoða heiminn I góða veðrinu fyrir skömmu. tengsla EBE og Comecon, markaðsbandalags Austur- Evrópurikja. „Ég tel að við munum ná samkomulagi og kom- umst hjá árekstrum. Við verðum að efla samvinnu okkur til að vernda fiskstofna," sagði hann. Þótt EBE-heimildir hermi að Rússar hafi fallizt á reglur um veiðiheimildir og muni beita slík- um reglum sjálfir sagði Ishkov að EBE gerði ráð fyrir alltof fáum veiðiheimildum til marzloka. EBE litur svo á að sovézk skip, veiði ólöglega á EBE-miðum þar sem þau hafi ekki veiðileyfi og Rússar verði að sækja um leyfi eða kalla þau burtu. Auk veiði- heimildanna er stefnt að þvi í viðræðunum að ákveða ramma- samning eins og samning þann sem fulltrúar EBE og Bandaríkj- anna undirrituðu í Washington í gær. Þar er kveðið á um að kvótar verði ákveðnir siðar. Embættismenh i Brússel segja að Rússar vilji samning til að geta haldið áfram að veiða á EBE- miðum þótt ljóst sé að þeir verði að minnka afla sinn sem var 600.000 lestir 1976. Rússar hafa mestan áhuga á veiðum á Barents- hafi þar sem EBE-ríki hafa veitt 60.000 lestir á ári. Þýðing þeirra miða fyrir bandalagið hefur auk- izt þar sem ósamið er við íslend- inga segja embættismennirnir í Brússel. — Haig . . . Framhald af bls. 1. halda sig við staðreyndir, og í því sambandi yrði að hafa í huga að rafeindabúnaður Vesturveldanna væri orðinn svo háþróaður að unnt væri að fylgjast með aðdraganda árásar úr austri um gervihnetti. Haig fjallaði um þetta mál í ræðu, sem hann hélt á fundi með yfirmönnum bandarískra herstöðva íV-Þýzkalandi í dag. — Skemmdir á húsi Framhald af bls. 3 reikna út upphaflegt verð og bygg- ingarvísitölu frá þeim tíma, því við vildum Ijúka málinu. Það er ekki hægt að standa f slfkum leiðind um, þótt maður telji sig ekki bera ábyrgð á viðhaldi hússins. Svar við þessu tilboði höfum við ekki fengið ennþá. Ég sé engan vanda við að gera við húsið, en eigandinn vill að við setjum húsið í toppstand fyrir sig og það getum við ekki fallist á, þvf að við eigum ekki að halda húsinu við. Fyrir þremur árum var skað- inn á húsinu metinn á um 600 þús.kr. og þá var fyrirtækið Þétti- tækni tilbúið til þess að gera við þéttingar hússins fyrir 250 þús.kr., en þvf var ekki sinnt. Hins vegar töldu menn frá þvf fyrirtæki að eðlilegt væri að yfirfara þétt- ingar á húsinu á 5 ára fresti, en kanna þær á hverju ári, þvf þetta hús er byggt á sérstakan hátt og það þarf að rfma á móti hverjum byggingarstfl með viðhaldi sem nauðsynlegt kann að vera. Nú hefur hins vegar verið beðið um þriðja mat á húsinu þetta mörgum árum eftir að það er byggt og er slfkt aigjör undantekn- ing.Við höfum hins vegar boðist til þess að leysa málið, eins og ég sagði áðan, en ekki fengið svar frá lögfræðingi kaupanda." Björn Emilsson og Hrafnkell Thorlacfus arkitektar voru fengnir til þess að teikna húsið fyrir þessa ákveðnu byggingaraðferð og við inntum Björn eftir áliti hans á þróun málsins: „Þessi tvö hús eru fyrstu tilraunahúsin eftir þessari aðferð, sem er bandarfsk. Ég tel að þök þessara húsa séu f hópi fárra tegunda á flötum þök- um, sem eiga algjörlega að halda vatni, þvf þökin eru þannig byggð, en þarna virðist eitthvað hafa gerzt f sambandi við útveggina, hvenær svo sem það hefur átt sér stað. Um er að ræða steyptar ein- ingar þannig að tré er ávallt á milli steypueininga, en þéttingar eru eins og á gluggum við steinhús. Við gerðum teikningarnar í sam- ráði við Guðmund, þvf það er hann sem stendur að tilrauninni, en það er merkilegt að f næsta húsi sem er byggt eins á allan hátt, ber ekkert á neinum vandamálum, að sjálfsögðu þarf ekki mikið til þess að vandamál séu gagnvart vatni. Það þekkja menn t.d. f sambandi við smæstu sprungur við svala- hurðir, en ég nefni þetta dæmi af þvf að það er ekki óalgengt á íslandi." — Flugsam- göngur Framhald af bls. 16 menn né aðrir við ráðið, né held- ur breytt um hinar erfiðu nátt- úruaðstæðúr. Þeim mun nauðsyn- legra er að leita annarra tiltækra leiða til aukins öryggis og úrbóta i þessum málum. Það er nú einu sinni svo, að bæði Vestfirðingar og aðrir þeir, sem búa í hinum fjarlægustu landshlutum þurfa ýmislegt að sækja hingað til höfuðborgarinnar og það er dýrt spaug að þurfa að halda sér uppi hér og bíða dögum og jafnvel vik- um saman eftir ferð heim að er- indi loknu. Ég benti á, í upphafi máls mins, að Vestfirðir væru eini landshlutinn, sem ekki hefði neinn upplýstan flugvöll. Eg vænti þess, að ábendingar þær, sem í fyrirspurn minni felast, um hugsanlegar úrbætur eftir öðrum leiðum fái jákvæðar undirtektir hjá hæstv. samgöngumála- ráðherra sem fyrirspurninni er beint til. — Hreinsitæki Framhald af bls. 3 að nákvæmlega sé fylgzt með öllum þáttum varðandi mengun frá álverinu, sem hættu geta haft í för með sér, þ.á m. með sýnitök- um á grænmeti til manneldis, sem til þessa munu ekki hafa verið framkvæmdar.“ — íþróttir Framhald af hls.42 bezta liSi fram gegn Portúgölum. eða hvort hann ætlaði sér að geyma einhverja leikmenn til slagsins við Austur Þjóðverja — Ég ætla að tefla okkar beztu mönnum fram gegn Portúgölun- um, sagði Janusz. Tel annað fil- gangslaust. þar sem Austur- þjóðverjar þekkja Islenzka liðið það vel og leikmenn þess. að það er ekkert hægt að fela fyrir þeim. SKEMMTILEGUR TÍMI Janusz Cerwinski sagði I lok blaðamannafundarins að tlminn sem hann hefði dvalið á íslandi hefðu sér fundist einstaklega skemmtilegur. — Það hefur verið gaman að vinna með íslenzku leik- mönnunum, sagði hann, — og ekki slður er ég þakklátur fyrir það jákvæða viðhorf sem ég hef alls- staðar mætt hjá íslendingum. Maður hefur hvarvetna fundið hlýjan anda til sln, og það er auðvitað mikils virði. Ég hef sjálf- ur mikinn áhuga á þvl að koma hingað aftur til starfa, en það fer eftir ýmsu hvort sllkt má takast, m.a. hvort möguleiki er að fá leyfi frá vinnu. — Spariskírteini Framhald af bls. 44 timanum. Vísitölugrundvöllur hefur hins vegar verið óbreyttur. Skírteinin eru nú til 20 ára, en fást greidd eftir 5 ár ásamt vöxt- um og verðbótum, samkvæmt þeirrí hækkun, sem kann að hafa orðið á vísitölu byggingar- kostnaðar á tímabilinu. Happdrættisskuldabréfin eru aftur á móti endurgreidd að 10 árum liðnum ásamt verðbótum I hlutfalli við hækkun framfærslu- vísitölu á lánstímanum. Vextir eru ekki greiddir en árlegir vinn- ingar eru 10% af heildarfjárhæð hvers flokks. — Tekjuaukning Framhald af bls. 44 Þá var Ágúst spurður að því hversu hlutur sjómanna á minni skuttogurunum hefði hækkaö mikið á sama tíma. Sagði Ágúst í því sambandi að áætla mætti að í janúarmánuði 1976 hefði skipta- verðmæti hvers úthaldsdags minni togara verið um 300 þús- Framhald af bls. 13. ,,Ekki varðandi það hvert ég ætti að fara, en oft dreymdi mig fyrir afla og veðrum, svo það var ekki margt sem kom manni á óvart Eftir á sá maður svo að draumurinn hafði verið fyrir hinu og þessu. Stundum var ég alveg viss um að ég myndi lenda í fiski." „Þú ferð í land á táningsaldri, 56 ára gamall " „Það er nú ekki táningsaldur fyrir þessa stétt, togaraskipstjóra Það má telja á fingrum annarrar handar þá sem hafa stundað togaraskipstjórn yfir 60 ára aldri Það er ekki vert að bíða eftir þvi að maður verði settur í land," sagði Sigur jón og hló við. Ég spurði hann um aflann í gegnum árin, en hann sagðist ekki vita hve stór hluti af þeim 94 þús. tonnum sem Ingólfur bar að landi, hefði verið undir skipstjórn hans „Maður hugsaði fyrst og fremst um það að fá einhvern afla, eitthvað nýtan- legt úr sjó Fyrstu árin fiskuðum við mikið i saltfisk, en eftir að BÚR fékk frystihúsið máttum við koma með hvað sem var og þá blandaðist aflinn meira. Ég fór venjulega út með því hugarfari að fá bara eitthvað," sagði þessi gamalreyndi aflamaður að lokum. „Hann er stoltið í húsbúnaði mínum" Grlmur Jónsson stýrimaður var svo til stanzlaust skipverji á Ingólfi Arnar- syni frá upphafi og síðan alla tíð skips- ins og eftir daga Ingólfs gamla fór Grímur á Ingólf nýja Fyrir stuttu hætti Grimur til sjós, en við spurðum hann um úthaldið: ..Ég fór i fyrsta túrinn með Ingólfi og siðan var ég á honum að mestu leytí, brá mér i Stýrimannaskólann og i eitt ár var ég á Skúla Magnússyni Það er því ekki hægt að segja að lauslætið hafi verið mikið Samfleytt var ég skip- verji á Ingólfi frá 1952. Fyrst var ég háseti til sjós, síðan 2 stýrimaður og svo I stýrimaður lengst, en allt frá 1952 var ég stýrimaður hjá Sigurjóni Stefánssyni á Ingólfí/’ ,.Flvers vegna hættirðu?” „Maður var alveg búinn að fá nóg eftir 30 ár, maður er búinn að vera í þessu frá 1 9 ára aldri, en hins vegar tel ég að það sé ekki mikill munur á mannskapnum yfirleitt fyrr og siðar á togurunum. þetta eru harðjaxlar yfir- leitt " „En vinnuaðstaðan hefur breytzt?" „Já, hún hefur gjörbreytzt með til- komu skuttogaranna Núer þetta vinna inni I sjálfu skipinu að miklu leyti og allt önnur aðstaða á svo margan hátt um borð' „Var Ingólfur gamli gott skip?" „Flann var mikið happaskip og það kom aldrei neitt fyrir hann og það hefur reyndar fylgt þeim nýja Hann hefur ekki einu sinni lent I bilunum. Það er víst að það er mikil gæfa sem fylgir þessu skipsnafni " „Áttu eitthvað úr skipinu?" und krónur. Á árinu 1976 hefði fiskverð hækkað að meðaltali um rösklega 61 % og hinn 1. janúar sl. hefði komið til 9,7% fiskverðs- hækkun, þannig að samtals næmi fiskverðshækkunin frá því i janú- ar 1976 þar til i janúar á þessu ári um 77%. Áætla mætti að skipta- verðmætið á hvern úthaldsdag i janúarmánuði sl. hefði þannig verið um 530 þúsund kr. í janúar í fyrra var skiptapró- sentan miðað við 15 menn 34,5%, sem samsvarar 6.900 kr. í háseta- hlut hvern úthaldsdag, að sögn Ágústs, en í janúar nú er skipta- prósentan miðað við 15 menn 28,8%, sem samsvarar um 10.176 kr. í hásetahlut hvern úthaldsdag. Hækkun á hásetahlut frá því í janúar i fyrra fram I janúar í ár nemur því um 47,5%. Loks var Ágúst spurður hversu hlutur sjómanna á netabátum hefði hækkað mikið á þessu sama tímabili, og sagði Ágúst, að áætla mætti, að i janúar 1976 hefði há- setahlutur á 100 tonna netabát miðað við hvert tonn af þorski verið um 1.050 kr. og væri þá miðað við að 60% aflans færi í 1. flokk, 30% í II. flokk og 10% í III. flokk. Skiptaprósentan þá var 32% miðað við 11 menn. 1 janúarmánuði á þessu ári er hásetahlutur miðað við sömu afla- skiptingu 1.637 kr. og er þá miðað við skiptaprósentu sem er 28,5% og 11 manna áhöfn. Hækkunin á þessu timabili nemur því um 56%. „Já. ég á stólinn úr herbergi I. stýrimanns. hann er ein flottasta mublan min. stoltið i húsbúnaði mínum " Fyrsti áfanginn að nýju frystihúsi Búr „Frá því að Spánarskipin þrjú voru keypt hefur eitt skip bætzt í flotann, skuttogarinn Hjörleifur Hann hét áður Freyja og hafði verið í viðskiptum hjá okkur, en þegar til stóð að selja hann úr borginni ákvað borgarstjórn að kaupa hann," sagði Ragnar Júlíusson formaður stjórnar BÚR „Þormóður goði" hélt Ragnar áfram, „hefur ekki útgerðarleyfi lengur, því hann þarfnast viðgerðar, en það liggur fyrir að hann verður ekki gerður út sem síðutogari aftur. Númer eitt kemur til greina að selja hann í brotajárn, nr tvö að gera hann að djúprækjuskipi og nr þrjú að gera hann að loðnuskipi eins og Sigurð Það er mikið eftir í skipinu en þó fengist trúlega ekki meira fyrir hann í brotajárn en andvirði fólksvagns sendiferðabifreiðar Ef skipið verður gert að veiðiskipi fyrir djúprækju þá kostar breytingin um 100 millj kr Stór hluti af því yrði rækjuvinnslu- búnaður sem stæði eftir sem áður sem sjálfstæð eign Ef skipið yrði gert út á loðnu kostar um 300—400 millj. kr. að breyta því og er það nokkur áhætta fjárhagslega Ég tel hins vegar að við þurfum að stefna að þvi á næstu árum að fá tvo skuttogara í viðbót af minni gerð til þess að tryggja BÚR hráefni til vinnslu. Ef við erum að reka þetta fyrirtæki á annað borð, þá eigum við að gera það að alvörufyrirtæki, en ekki bara reka það til þess að reka það Það hefur margt verið gert vel hjá fyrirtækinu eins og efni standa til, enda atorku- menn sem hafa unnið að rekstrinum, en við verðum að fylgjast með tíman- um og það kostar framtak Nú er áformað að taka Bakka- skemmuna á Grandanum undir kalda fiskgeymslu, en það er hluti skemm- unnar norðan Slysavarnafélagshúss- ins. Öllum fiski BÚR verður þá landað beint í hús, en hann verður þá ísaður í kassa um borð Þá er verið að hagræða I fyrstihúsinu á ýmsan hátt, breyta aðstöðu allri fyrir starfsfólk bæði hvað varðar mötuneyti og snyrtiaðstöðu Húsið sjálft er ekki fullnægjandi fyrir rekstur frystihúss, en með þessum aðgerðum teljum við að við getum stórbætt rekstur þess í dag kostar 1 — 2 milljarða að byggja nýtt frysti- hús, en það er framtíðardraumurinn. Með því að taka Bakkaskemmuna til notkunar sem kæligeymslu og verkunarhús fyrir ákveðna þætti, þá er hrundið af stað fyrsta áfanganum að nýju frystihúsi, sem mun verða byggt vestan verbúðanna á Grandanum, á uppfyllingu sem þar verður gerð til vesturs. Frystihúsið verður síðan tengt Bakkaskemmunm með brú yfir göt- una " — á j — Bæjarútgerðin 30 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.