Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977 29 — Heimilis- trygging Framhald af bls. 2 mennum tryggingum og Sam- vinnutryggingum, þá svaraði Ölafur þvi til að þeir væru einnig að lækka iðgjaldið í timburhúsa- skalanum og væri verið að taka ákvörðun um lækkun einmitt þessa dagana og ástæðan fyrir mismuninum væri einungis mis- munandi gjalddagar hjá þessum tveimur tryggingafélögum. Hjá Sjóvá eru sömu iðgjöld heimilistrygginga og hjá Almenn- um tryggingum, þ.e 2,2 prómill fyrir steinhús og 4.1 fyrir timbur- hús. Sagði Hannes Þ. Sigurðsson deildarstjóri hjá Sjóvá að einnig væru framundan iðgjaldalækkan- ir hjá Sjóvá, en ekki væri alveg ljóst ennþá hversu mikil lækkun einstakra iðgjalda yrði. Þó sgði Hannes að frá og með 1. marz mundi húseigendatrygging fyrir heil hús verða 0.95 prómill i stað 1,2 prómill, en það hýðir 20.8% lækkun. „Þetta er allt í bígerð einmitt núna en málin ættu að skýrast fyrir gjalddaga eða á allra næstu dögum,“ sagði Hannes. Að- spurður um ástæður fyrir þeirri ákvörðun tryggingafélagsis að lækka ýmis iðgjalda inns sagði Hannes: „Það er fyrst og fremst vegna þess að sumar trygginga- greinar hafa gengið vel og ástæða er þvi til að neytandinn fái að njóta góðs af þeirri velgengni.“ Sagði Hannes að tjónareynsla síð- astliðinna missera væri helzt ástæða velgengninnar. — Úrslitin boða ...' Framhald af bls. 1. haldið f Kaupmannahöfn, var ekki endurkosinn, og er það til marks um fylgishrun flokksins. Talið er að Kirsten Jacobsen, þingmaður Framfaraflokksins, verði í fyrirsvari fyrir dönsku fulltrúana í Norðurlandaráði, og verði í forsæti á fundi þess I Hel- sinki. Kirsten Jacobsen hefur áð- ur setið fundi Norðurlandsráðs, en afstaða hennar og annarra þingmanna Framfaraflokksins til Norðurlandaráðs hefur frá upp- hafi mótazt af gagnrýni. Að kosningunum afstöðnum hefur Anker Jörgensen forsætis- ráðherra lyst sig fylgjandi mynd- un meirihlutastjórnar. Hann sagði í nótt, að nú þyddi ekki lengur að taka afstöðu til ein- stakra mála eftir því sem þau kæmu til álita og haga samninga- gerð eftir stuðningi i hverju til- felli, heldur riði á að mynda starf- hæfan meirihluta til að leysa til frambúðar efnahagsvanda dönsku þjóðarinnar og vinna bug á atvinnuleysi. Hann kvaðst fylgjandi því að taka inn í stjórn- ina ráðherra annarra flokka en Jafnaðarmannaflokksins, og á fundi, sem leiðtogar stuðnings- flokka ágústsamkomulagsins áttu í dag var iitillega rætt um stjórn- armyndun. Það vekur athygli að formaður danska alþýðusam- bandsins, Thomas Nielsen, hefur lýst sig andvigan stjórnarsam- vinnu jafnaðarmanna og borgara- flokkanna, enda þótt ljóst sé að í þessu sambandi hafi forsætisráð- herrann átt við borgaraflokkana, sem stóðu að ágústsamkomulag- inu. Auk Vinstriflokksins hafa þeir tveir flokkar, sem reynzt hafa hvað traustastir í sambandi við ágústsamkomulagið, Róttæki vinstri flokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn, beðið mikinn ósigur, og fram að þessu hafa róttækir og Vinstriflokkurinn bætt við sig fylgi, og er það þakk- að ötulli forystu hins nýja flokks- formannas, Poul Schlueters, sem tekizt hefur að jafna ágreining hinna striðandi afla í flokknum. Schlueter hefur mjög haldið því á loft að þeir, sem fylgi íhalds- flokknum að málum, séu „borgar- arnir, sem vinni hörðum hönd- um.“ Viðræður eru hafnar hjá ágúst- samkomulagsflokkunum, sem eru jafnaðarmenn, róttækir, mið- demókratar og Kristilegi þjóðar- flokkurinn, en auk þeirra tekur íhaldsflokkurinn þátt í viðræðun- um, en hann átti ekki beina aðild að samkomulaginu. Viðræðurnar snúast fyrst og fremst um stefn- una í húsnæðismálum. Þessi málaflokkur er afar mikilvægur þar sem nauðsynlegt er að útgjöld vegna húsnæðis hækki ekki ef hægt á að vera að krefjast þess af launþegum að launahækkunum verði haldiö i skefjjum. Hugsan- lega mun Vinstriflokkurinn taka þátt i þessum viðræðum, en flokknum hefur verið boðið að sendu fulltrúa á fund forsætisráð- herra til viðræðna um endur- nýjun ágústsamkomulagsins. Samkomulagsflokkarnir fimm hafa ríflegan rneirihluta á Þjóð- þinginu, — 103 þingmenn af 179. Rikisstjórn Jafnaðarmanna- flokksins sat áfram eins og hver önnur ríkisstjórn eftir að hún boðaði til þingkosninga i janúar. Stjórnin starfar því enn á full- komlega löglegum grundvelli, og þarf þvi ekki að efna til viðræðna um nýja stjórnarmyndun eða endurnýja umboð þingsins. Innan stjórnarinnar er aðeins um að ræða vilja til að stjórna á breiðari grundvelli, og með tilliti til þess yrði þá efnt til stjórnarmyndunar- viðræðna. Erhardt Jacobsen telur ekki ástæðu til að fleiri flokkar eigi fulltrúa í stjörninni, þar sem stjórnarflokkurinn standi betur að vigi eftir kosningar en hann gerði áður. Jacobsen óskar alls ekki eftir þátttöku flokks síns í stjórninni, og vitað er að Kristi- legi þjóðarflokkurinn hefur sömu afstöðu. Endanleg úrslit i kosningum i Danmörku. Jafnaðarmenn 65 þingmenn (bættu við sig 12) Róttækir 6 þingmenn (misstu 7) íhaldsmenn 15 þingmenn (bættu við sig 5) Réttarsambandið 6 þingmenn (bættu sið vig 6) Sósfallski þjóðarfl. 7 þingmenn (missti 2) Kommúnistar 7 þingmenn (óbreytt fylgi) Mið-demókratar 11 þingmenn (bættu við sig 7) Kristil. þjóðarfl. 6 þingmenn (míssti 5) Vinstriflokkurinn 21 þingmenn (missti 21) Vinstirsósíalistar 5 þingmenn 1 (bættu við sig 1) Framfarafiokkurinn 26 þingmenn (bætti við sig 2) Flokkur ellilffeyrisþega 0 þingmenn (0) — Skattaðilar Framhald af bls. 2 hvern mánuð, sem á vantar heilt vinnuár. 5) Ríkissjóður greiði barnabæt- ur með börnum innan 16 ára ald- urs, er nemi 47.400 krónum með fyrsta barni, en 71.100 krónum með hverju barni umfram eitt. Hvoru hjóna skal greiddur helm- ingur barnabóta. Vinni hjón bæði utan heimilis þann veg að sameig- inlegt vinnuframlag nemi 24 vinnumánuðum, skal auka barna- bætur sem nemur 18.600 krónum fyrir hvert barn. Hvort hjóna fær helming barnabótaauka. Þessi upphæð lækkar hlutfallslega sem hin fyrri ef á vantar að vinnu- framlag annars hvors aðila nái 12 mánuðum. 6^ Sérhver einstaklingur skal greiða eignaskatt af eign sinni, á þetta einnig við um hjón, sem samvistum eru. — Gegn löndunarbanni Framhald af bls. 2 frystitogarar, og- kanni fleiri möguleika. Jón sagði að því gæti verið talsvert af brezkum skipum reyndu veiðar við Grænland fyrst i stað, ef til vill talsverður hluti togaranna sem voru við ísland. Jón kvaðst vita um nokkur skip sem hefðu verið send frá Grimsby til Nýfundnalands- miða í tilraunaskyni. Sótt hefur verið um öll leyfi og þau hafa fengizt og framfylgt verður öll- um ákvæðum og reglum sem Bretar setja. Jón sagði að Bret- ar vildu að minnsta kosti reyna veiðar á þessum slóðum, en þær væru happdrætti eins og aðrar fiskveiðar. Togararnir veróa að sigla um tvö þúsund mílur til þess að fara á miðin og koma aftur með afla og þetta er auð- vitað mikil áhætta, sagði Jón. Hann kvaðst telja að fleiri vildu sjá hvernig fyrstu veiði- ferðirnar gengju en þær yrðu trúlega dýrar. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur). Guðrún Hjörleifsdóttir ásamt stöllum sfnum, sem tóku þátt f feg- urðarsamkeppninni. „ Vona ég verði Ak- ureyri verðugur fulltrúi” AKUREYRINGAR völdu sfna fegurðardrottningu á sunnu- dagskvöldið og 16 ára stúlka frá Vestmannaeyjum hreppti hnossið. Heitir hún Guðrún Hjörleifsdóttir og eftir að sam- komugestir á Sunnu-kvöldi f Sjálfstæðishúsinu höfðu gefið henni flezt atkvæði þakkaði hún fyrir sig f stuttu en snjöllu ávarpi og sagðist vona að hún yrði Akureyri verðugur full- trúi f fegurðarsamkeppni hér innan lands og ytra ef hún kæmist svo langt. Ungfrú Akureyri 1977, Guðrún Hjörleifsdóttir. Fimm stúlkur kepptu um titilinn „Ungfrú Akureyri" á sunnudagskvöldið. Allar eru þær 16 ára, þrjár í gagnfræða- skóla, ein i menntaskóla og ein vinnur í verzlun. Bezta ljós- myndafyrirsætan á Akureyri var kosin Emilía Einarsdóttir. K aupmannasam tökin: Mjólkurverðslækkunin ekki til neytenda heldur í sjóði M.S. MORGUNBLAÐINU hefur borizt yfirlýsing frá Kaupmannasam- tökum íslands, þar sem þeirri staðhæfingu Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins að kaupmenn vilji nú losna við smásölu á mjólk, er mótmælt. Jafnframt er þvf haldið fram, að það sé stað- reynd að við mjólkursölubreyt- inguna hafi orðið lækkun á dreif- ingarkostnaði mjólkur f smásölu, en kaupmönnum hafi ekki tekizt að fá þvf framgengt að neytendur fengju að njóta hennar f lækkuðu útsöluverði heldur rynnu þessir peningar í sjóði Mjólkursamsöl- unnar. Yfirlýsing Kaupmanna- samtakanna er svohljóðandi: Að gefnu tilefni vegna skrifa Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins og endurtekningu á þeim í fjölmiðlum, vilja Kaup- mannasamtök íslands taka fram eftirfarandi: 1. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið, að kaupmenn vilji losna við smásölu á mjólk, og að Mjólkursamsalan taki við henni aftur. 2. Kaupmannasamtökin óskuðu eftir óbreyttri álagningu í smá- sölu á mjólk. 3. Formaður Kaupmannasam- takanna, Gunnar Snorrason, mót- mælti á fundi í 6-mannanefnd álagningarlækkun í smásölu, sem yrði notuð til sjóðamyndunar hjá Mjólkursamsölunni, en taldi sig geta fallist á lækkun á álagningu kaupmanna um eina krónu á litra, gegn þvi að verð til neytenda (smásöluverð) lækkaði um leið um sama, og yrði það auglýst. Þessi tillaga formanns Kaup- mannasamtakanna var rædd i 6- mannanefnd, en fékk ekki hljóm- grunn. 4. Framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna, Magnús E. Finnsson, Itrekaði verðlækkunar- tillögu Kaupmannasamtakanna á fundi i 6-mannanefnd þann 31. janúar, en á hana var ekki fallist. 5. Það er því augljóst, að Kaup- mannasamtök íslands báru fram tillögu um lækkun á mjólk i smá- sölu og gerðu það sem í þeirra valdi stóð til þess að lækkunin kæmi neytendum til góða. 6. Það er staðreynd, að við mjólkursölubreytinguna varð lækkun á dreifingarkostnaði mjólkur i smásölu, þótt kaup- mönnum tækist ekki að fá þvi framgengt að neytendur fengju að njóta hennar I lækkuðu útsölu- verði. Þvi þótt mjólkurfernan lækkaði i. febr. um nærri þvi þrjár krónur, vegna álagningar- lækkunar renna peningarnir í sjóði Mjólkursamsölunnar, en ekki til neytenda, sem lækkað út- söluverð. 7. Að lokum: Hvaðan hefur Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins þær upplýsingar, sem hún byggir á fréttir sinar um þessi mál? aldrei átt svo fáa fulltrúa á þingi sem nú. Leiðtogi Róttæka vinstriflokks- ins, Svend Haugaard, telur flokk- inn hafa horfið i skuggann með stuðningi sinum við ágústsam- komulagið. Miðdemókratar höfðu ekki einungis vit á að styðja sam- komulagið, að því er Erhard Jacobsen leiðtogi þeirra segir, heldur styrktu þeir um leið stöðu sína í ýmsum ,,sérmálum“ flokks- ins, svo sem í sambandi við mál- efni þeirra, sem búa í einbýlishús- um, og baráttu gegn vinstriáróðri skólum og menntastofnunum, sem Jacobsen hefur barizt mjög gegn. Eftir síðustu kosningar virtist svo sem örlög íhaldsflokksins væru raðin, en hann hefur nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.