Morgunblaðið - 17.02.1977, Síða 19
V
„Mér virðist starf annarra
ungpólitiskra samtaka vera af-
ar litið, sérstaklega þó ungsam-
taka þeirra stjórnmálaflokka
sem eiga fulltrúa á Alþingi.
Þetta er að mörgu leyti slæmt.
Ég er ekki í vafa um það, að
virkari pólitískar umræður og
pólitiskt starf ungs fólks ætti
sér stað, ef hin samtökin störf-
uðu betur en þau gera nú. Þau
samtök sem auk okkar halda
uppi nokkru starfi eru aðallega
nokkrir sértrúarsöfnuðir ungra
kommúnista. Staða okkar er því
sterkari en oft áður, hvað þetta
varðar."
Telur þú heppilegt að
hafa sérstök stjórnmála-
félög ungs fólks? Mundi
unga fólkið ekki komast
fyrr til áhrifa ef það
starfaði innan flokkanna
sjálfra?
,,Þó að ungt fólk í stjórnmála-
flokkum starfi i sérstökum
félögum, þá starfar það líka
innan flokkanna. Stjórnmála-
starfsemi á fyrst og fremst að
vera fólgin í því að bera fram
til sigurs, ákveðnar skoðanir í
þjóðmálum. Stjórnmálafélög
ungs fólks berjast fyrir skoðun-
um þess fólks sem í félögunum
eru, þau eru vettvangur fyrir
unga fólkið til að koma fram
með, móta og bérjast fyrir skoð-
unum sínum. Ef þessi félög
væru ekki tii, þá tel ég að
erfiðara væri fyrir ungt fólk að
láta til sin heyra, þannig að
eftir því væri tekið. Ég tel líka
að fleira ungt fólk komi til
starfa i stjórnmálum þegar það
höfur sn eigin félög. Margt af
því fólki sem eru félagar í
Heimdalli mundi ekki vera
félagar í Sjálfstæðisflokknum,
ef Heimdallur eða sambærilegt
félag ungs sjálfstæðisfólks væri
ekki starfandi. Ungt fólk sem
hefur því hag af þvi að hafa
sérstök átjórnmálafélög og
stjórnmálaflokkarnir hafa það
líka.“
I hverju er starf Heim-
dallar aðallega fólgið?
„Starf Heimdallar er aðallega
fólgið í ýmiss konar fundar-
starfsemi, þar sem tekin eru til
umræðu ýmis þjóðfélagsmál.
Þá eru alltaf starfandi nefndir,
leshringir og starfshópar sem
taka til meðferðar ákveðin mál.
Félagið gengst lika fyrir margs
konar fræðslustarfsemi, þá
helst námskeiðum um ræðu-
mennsku, fundarsköp, félags-
málastarf og stjórnmál. í fyrra
var byrjað að gefa út á nýjan
leik sérstakt málgagn „Gjallar-
horn“, en það er fjórblöðungur,
sem miðað ver við að komi út
SJÁ NÆSTU SÍÐU
„Viljum réttláttþjóð-
félag er bygg-
iráemkafram-
taki og frelsi
borgaranna ” _ Rœ„ DiS
Jón Magnússon, formann Heimdallar
% AÐ KVÖLDI 16. febrúar 1927 komu saman í Kaupþingsalnum
i Eimskipafélagshúsinu f Reykjavík 32 menn og var tilefni
fundar þeirra að stofna félag ungra manna, sem fylgdu thalds-
flokknum að málum. Á þessum fundi var félagið Heimdallur
stofnað og þar kjörin fyrsta stjórn félagsins. Við samruna
Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins ( Sjálfstæðisflokkinn
1929 varð Heimdallur félag ungra sjálfstæðismanna i Reykjavfk.
1 gær voru þvf 50 ár liðin frá stofnun Heimdallar.
# NtJVERANDI formaður Heimdallar er Jón Magnússon. Jón
hefur um langt skeið verið einn helsti forystumaður ungra
sjálfstæðismanna. Hann hefur setið f stjórn Heimdallar og Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna og setið f miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins sl. 4 ár. Formaður Heimdallar hefur Jón verið frá f
október 1975. Jón Magnússon er lögfræðingur að mennt og rekur
eigin lögfræðiskrifstofu auk þess að sinna kennslustörfum við
Ármúlaskóla. t tilefni af 50 ára afmæli Heimdallar var Jón
inntur eftir starfsemi félagsins og helstu baráttumálum um
þessar mundir. Fyrst var Jón spurður, hvaða tengsi væru á milli
Heimdallar og Sjálfstæðisflokksins?
„Heimdallur er hluti af Sjálf-
stæðisflokknum. Skipulag
flokksins er þannig, að einung-
is með því að ganga í eitthvert
félag sjálfstæðisfólks tengist
fólk Sjálfstæðisflokknum.
Félögin mynda því flokkinn. Þó
að Heimdallur sé skipulagslega
hluti Sjálfstæðisflokksins, þá
hefur félagið samt fullt svig-
rúm til að marka sína eigin
stjórnmálastefnu, jafnvel þó að
hún sé ekki í fullu samræmi við
stefnu Sjálfstæðisflokksins."
En fjármálaleg tengsl?
Þvf hefur verið haldið
fram að Heimdallur fái
verulegan fjárstuðning
frá Sjálfstæðisflokkn-
um?
„Ef því er haldið fram, að
Heimdallur fái fjárstuðning frá
Sjálfstæðisflokknum, þá er það
rángt. Heimdallur hefur hins
vegar skrifstofuherbergi i
misjafn í gegnum árin, en segja
má að hann sé nokkuð góður
núna, ekki þó svo að að skilja að
félagið eigi digra sjóði. Við mið-
um við það að félagið sé ekki
rekið með tapi, það hefur tek-
ist, en eingöngu með þvi að
miða félagsstarfið við áætlaðar
tekjur. Fjölmargar hugmyndir
sem kosta útgjöld komast því
ekki í framkvæmd."
Er Heimdallur alltaf
sammála Sjálfstæðis-
flokknum?
„Hvað grundvallarstefnu
varðar, þá er Heimdallur sam-
mála flokknum. Ef svo væri
ekki gæti félagið ekki verið
hluti af honum. Við erum þó á
öndverðum meiði við stefnu
flokksins f’sumum málum, en
það sem við erum óánægðastir
með, er það, að okkur finnst að
stefnu flokksins, sem mörkuð
er á landsfundum og flokks-
ráðsfundum, sé ekki fylgt
nægjanlega vei á Alþingi og i
ríkisstjórn. Ég lít á það sem
hlutverk ungra sjálfstæðis-
manna að marka á hverjum
tima skýra stefnu í þjóðmálum,
reyna að fá Sjálfstæðisflokkinn
til að gera þá stefnu að sinni og
siðast en ekki sizt að standa
vörð um það, að þeirri stefnu sé
fylgt og flokkurinn gefi ekki of
mikið eftir þegar stjórnarsam-
vinna við aðra flokka kemur
til.“
En er þá tekið mark á
skoðunum Heimdallar?
„Ég held að það sé óhætt að
svara þessari spurningu ját-
andi. Við vildum þó gjarnan að
meira af stefnumálum okkar
næði fram að ganga en raun ber
vitni. Það er þó alltaf þannig í
lýðræðislegum flokki, að
skoðanir og þeir sem eru i
minnihluta verða að sætta sig
við það, en menn skyldu aldrei
gleyma þvi, að minnihlutinn í
dag getur orðið að meirihluta
seinna meir. Þess vegna er al-
veg óþarft að láta hugfallast þó
að menn komi ekki öllu sínu
fram á stundinni. Ef gamlar
stjórnmálayfirlýsingar og
stefnuskrár Heimdallar eru
skoðaðar, þá sézt að mjög mikið
af þeim málum sem þar er
ályktað um, hafa náð fram að
ganga. Oft hefur þó liðið langur
timi áður en það gerðist."
Hvernig er staða Heim-
dallar nú miðað við önn-
ur ungpólitfsk samtök?
Sjálfstæðishúsinu Valhöll, og
hefur afnot af sal í kjallara
hússins fyrir félagsstarfsemi.
Það er það eina, sem e.t.v. væri
hægt að benda á sem stuðning
frá flokknum í þessu sambandi,
en ég leyfi mér þá að benda á,
að Heimdallarfélagar unnu
mikið starf við byggingu Val-
hallar og lögðu fram töluverða
fjármuni til byggingarinnar,
auk þess sem að Félagsheimili
Heimdallar í gömlu Valhöll var
selt og allt andvirði var lagt í
nýja húsið. Heimdallarfélagar
hafa því lagt meira í Sjálf-
stæöishúsið en þeirri aðstöðu
nemur sem ég minntist á hér að
framan."
En hvaðan fær félagið
þá peninga til að halda
uppi félagsstarfi?
„Með útgáfu auglýsingablaða
. og félagsgjöldum. Fjárhagur
félagsins hefur verið nokkuð
STJÓRN HEIMDALLAR 1976—1977 — Fremi röð frá
vinstri: Rósa Hilrnarsdóttir, Björn Hermannsson
varaform., Jón Magnússon formaður, Júlfus Hafstein
gjaldk. og Gústaf Níelsson ritari. Aftari röð frá vinstri:
Þorsteinn Sigurðsson, Ingi Arason, Sigurður Sigurðsson,
Hreinn Loftsson frkv.stj., Árni B. Eiríksson, Árni Sigfús-
son og Skafti Harðarson.
Heimdellingar skoða húsakynni Alþingis undir leiðsögn
Jóhanns Hafstein.
Skemmtikvöld f hinu nýja Sjálfstæðishúsi, Valhöll