Morgunblaðið - 17.02.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 17.02.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRtJAR 1977 15 borgarfsjaka til Ástralfu til að sjá borgum þar fyrir fersku vatni. Leiðangursstjóri Ástralfu- mannanna er prófessor Peter Schwerdtfeger, yfirmaður loft- og haffræðideildar Flinderháskóla í Adelain, en undir hans stjórn munu þeir rannsaka sjávar- strauma, saltmagn og hitastig sjávar við Rossfsbreiðuna á suðurheimskautinu. Rannsókn- irnar eiga að kveða upp úr um hvort efnahagslega hagkvæmt sé að draga borgarísjaka, sem inni- héldi fimm—sexfalt það vatns- magn, sem borg eins og Adelain (800 þús. fbúar) þarf á að halda. Prófessor Schwerdtfeger telur, að um 1 ár tæki að draga slfkan fsjaka alla leiðina, en þar sem vatnið hefði verið frosið f 10—100 þúsund ár væri það kristaltært og laust við mengun er fsinn bráðn- aði. Þegar fsjakanum hefði verið komið fyrir yrði geislum sólar- innar beint að honum miðjum með sérstökum útbúnaði, þannig að þar myndaðist stöðuvatn, sem auðvelt yrði að dæla úr til vatns- veitu viðkomandi borgar. Engar tölur hafa verið nefndar f sam- bandi við fyrirtæki sem þetta, en vitað er að nokkrar Asfuþjóðir hafa áhuga á niðurstöðum rann- sóknanna. Leiðangursmenn eru þeirrar skoðunar, að ef þetta yrði framkvæmanlegt gætu lönd f Afrfku og S-Amerfku notfært sér þessa vatnsöflunarleið. ljósm. Arni Johnsen UM SlÐUSTU helgi þegar Carter Bandaríkjaforseti fór heim til Plains í fyrsta helgarfríið sitt frá því að hann tók við for- setaembættinu, flaug hann ekki með einkaþotu forsetaembættis- ins, Air Force One, heldur með risaþotu af gerðinni Boeing-747, sem er útbúin sem fljúgandi stjórnstöð fyrir forsetann og nán- ustu ættingja hans og ráðgjafa ef til styrjaldar kæmi. Þetta var í fyrsta skipti, sem Bandaríkjafor- seti flaug með slíkri vél, en þrjár slíkar eru nú i notkun hjá flug- hernum og tvær aðrar í pöntun. Þota þessi er búin fullkomn- ustu fjarskiptatækjum sem völ er Edward Miller ofursti sýnir Carter forseta hvernig fjarskiptatækin starfa. Carter fer í reynsluflug með fljúgandi stjórnstöð á og úr henni getur forsetinn haft beint samband við alla hershöfð- ingja Bandaríkjahers, hvar sem er í heiminum. Forsetinn sagði fréttamönnum um borð í vélinni, að hann myndi á næstunni fyrir- skipa nokkrar æfingar án fyrir- vara til þess að kanna viðbrögð þeirra, sem í hlut ættu i sambandi við varnir landsins. Hér er um að ræða sérsmiðaða útgáfu af Boeing 747 farþegaþot- unni fyrir Bandaríkjher og er gluggalaus og skipt niður i mörg herbergi. Hafði einhver orð á því, að umhverfið minnti Carter þægi- lega á þá daga, er hann var kaf- bátsforingi. 15 manna sérþjálfað lið er alltaf á vakt um borð i þotunni og skýrðu þeir fyrir for- setanum hvernig tækin störfuðu þær 90 minútur, sem flugið til Georgiu tók. Alls getur þotan tek- ið 94 farþega. þ.á m. 27 manna sérþjálfaða áhöfn og fyrrnefnt 15 manna lið. Hún getur verið á lofti samfleytt í þrjá sólarhringa með þvi að taka eldsneyti á flugi, en eftir 72 klukkustundir verður hún að lenda, því að þá þarf að smyrja hreyfla hennar. Að innan eru flest herbergi þot- unnar í bláum, gráum og hvitum lit nema einkaherbergi forsetans fremst í henni, þar sem gullitað rýjateppi er á gólfi og tveir stólar og sófi i sama lit. Þar eru einnig tvö rúm og litið skrifborð. Aftast eru einnig 8 kojur fyrir áhöfnina og stórt og velbúið eldhús, búr og frystigeymsla. Aðalfundarher- bergið er í miðri þotunni. Þar er ferhyrnt skrifborð með 9 stólum. einn fyrir öðrum enda fyrir for- setann og 4 hver sínum megin fyrir ráðgjafa hans. Á veggjum eru mörg kvikmyndatjöld og lita- lýst heimskort nær yfir einn vegg. Annað fundarherbergi er aftar i þotunni, þar sem skrifborð með þremur stólum nær næstum yfir allt herbergið en fyrir framan það er eins konar salur með sætum fyrir 18 manns. Sérstök herbergi eru fyrir fjarritara, útvarpssend- ingar, dulmálssendingar o.s.frv. Það er flugherinn, sem sér um rekstur þessarar fljúgandi stjórn- stöðvar undir yfirstjórn yfirhers- höfðingja allra deilda Bandarikja- hers. Ein slik stjórnstöð er ávallt á Andrewsherflugvellinum við Washington í viðbragðsstöðu ef forsetinn þyrfti skyndilega á henni að halda, en hann er aðeins nokkrar mínútur þangað i þyrlu. Séð yfir eitt fjarskiptaherbergið um borð f risaþotunni mann á staðnum njóta viðskiptanna? Ég hef það eftir innflytjanda úr hópi lyfsala, að hér hafi verið um hagkvæm viðskipti að ræða Haft hefur verið eftir mér, að ég hafi talið umrædda lækkun á Penbritini nema 30%. Þetta er rangt í handriti mínu frá fréttamannafundinum segir, að fyrirtækið hafi lækkað verð sitt allverulega Þegar fréttamenn spurðu hve miklu lækkunin næmi, svaraði fyrrverandi framkvæmdastjóri. Werner Rassmusson, þvi umsvifalaust, að lækkunin næmi um 30% og kallaði „dumping' Hann upplýsti frettamenn einnig um að umboðsmaður (þ.e. greinarhöfundur) hefði boðið Pharmaco hf efnið penbritín til pökkunar. Nú mætti ætla að framkvæmdastjóri Pharmaco hefði átt einhvern hlut að þvi sem greinarhöfundur telur að sér hafi verið gert á móti, og lægi þvi vel við höggi En svo vill til, að þessum fyrrverandi framkvæmdastjóra hefur nýlega verið veitt lyfsöluleyfi i stóru og vaxandi apóteki Þann væntanlega við- skiptavin er ' kannski ekki vert að styggja Hins vegar lýkur lögbundnum starfsaldri Sverris Magnússonar eftir fá ár, og auk þess á ellefu þúsund manna bærinn Hafnarfjörður von á apóteki til viðbótar Viðskiptahagsmunir höfundar eru augljósir, hvort sem þeir ráða nokkru um hernað hans eða engu. (En meðal annarra orða: Hvenær fær tólf þúsund manna bærinn Kópa- vogur annað apótek og tuttugu þúsund manna bæjarhverfið Breiðholt tvö til þrjú í viðbót o.s.frv ?) Enn eitt atriði sem ég get ekki heldur leitt hjá mér. Um áratuga skeið hafði Guðni Ólafsson lyfsali rekið lyfjaheild- sölu undir nafninu G Ólafsson hf. Fyrir allmörgum árum tók Guðni greinarhöfund upp á arma sina og gerði hann að framkvæmdastjóra i fyrirtæki sinu. Ekki getur gremarhöf- undur þó stillt sig um að misþjóða virðingu nýlátins húsbónda síns, ef komið yrði höggi á keppinautinn Pharmaco hf Fyrst telur hann upp nokkra erlenda sérlyfjaframleiðendur sem Pharmaco hefur umboð fyrir Síðan vitnar hann til 57 gr lyfsölu- laga frá 1963, þar sem segir, að ákveðnum starfshópum, þar á meðal lyfsölum, sé óheimilt að fara með um- boð fyrir erlenda sérlyfjaframleiðendur Mér er spurn: Er greinarhöfundi að verða þetta Ijóst fyrst nú, þegar lyfsölu- lögin hafa verið i gildi á annan áratug, eða skiptir þetta fyrst máli, þegar hillir undir þann draum hans að verða sjálf- ur lyf jaheildsali og umboðsmaður erlendra sérlyfjaframleiðenda? Hann veit þó vel, að hinn látni húsbóndi hans var nær einkaeigandi að hlutafé fyrirtækisins G. Ólafsson hf. og eftir auglýsingum i fagblöðum að dæma hefur firmað umboðfyrir umtalsverðan fjölda þeirra sérlyfja sem hér eru skráð En hvað sem þvi liður, verður þessi sakargift greinarhöfundar á hendur fyrri húsbónda sinum ekki að því vopni gegn Pharmaco, sem hann ætlast til Þvi sannleikurinn er sá. að hvergi i lyfsölulögunum frá 1963 er að finna stafkrók fyrir þvi, að hlutafélögum sé óheimilt að hafa slik umboð. og því siður kveðið á um það. hverjum sé heimilt að eiga i þeim hluti. Hins vegar eru gerðar mjög ákveðnar og strangar kröfur til þeirra, er við lyfjaheildsölu fást, og er þar skemmst af að segja, að bæði þessi fyrirtæki. G Ólafsson hf og Pharmaco hf.. hafa hlotið fulla viðurkenningu heilbrigðisstjórnar, hvort á sinu starfssviði. i samræmi við ákvæði lyfsölulaga Greinarhöfundur hefur ýmislegt við það að athuga. að fundur okkar með fréttamönnum skyldi ekki vera haldinn á tuttugasta afmælisdaginn, 2 febrúar 1976 Stjórn Pharmaco harmar ein- mitt að þetta tókst ekki. svo sem fyrir- hugað var Á þessu er sú einfalda skýring að á sl. ári fóru fram endur- bætur á húsnæði svo og endurskipu- lagning á ýmsum verkþáttum, sem dróst lengur en búist var við, og þótti ekki fært að bjóða gestum meðan á þvi stóð Ekki mun ég orðlengja þetta frekar. Jú. aðeins fúaspýta og sótraftur Þessi hjú virðast næsta hugleikin greinarhöf- undi Undarlegt hvernig þau birtast stundum allt i einu þar sem þeirra var slst von, glæstar súlur reynast fúa- spýtur, máttarstólpar sótraftar Höfundur ætti nú að renna augum yfir Timagrein sina og hyggja að sínum eigin ínnviðum. Kannski virðist honum þá. sem umrædd hjú hafi þar hvergi nærri komið En þó svo að hann geysist fram á ritvöllinn að nýju. skal það óátalið af mér Enda mun ég nú kyrr liggja og ekki sækja frekar að séra Einari, þvi að jafnvel uppvakningar hljóta að eiga um það nokkurra kosta völ. hvað þeir leggja sig niður við út suður °9 um helgina Flugfélag íslands býður upp á sérstakar helgarferðir allan veturinn fram undir páska: Ferðina og dvöl á góðum gististað á hagstæðu verði. Út á land, til dæmis í Sólarkaffið fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár- króki eða þorrablót fyrir austan, til keppni í skák eða í heimsókn til kunningja. Víða er hægt að fara á skíði. Suður til Reykjavíkur vilja flestir fara öðru hverju. Nú er það hægt fyrir hóflegt verð. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt.hæfi til að gera ferðina ánægjulega. Margir hafa notað helgarferðirnar og kunnað vel að meta. Gerið skammdegið skemmtilegt! Leitið upplýsinga hjá skrifstofum og umboðum um land allt. FLUCFÉLAC ÍSLANDS INNANLANDSFLUG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.