Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977 7 r Samátak til sigurs á erfiðleikum 1 leiðara „Siglfirð- ings“, málgagn sjálf- stæðismanna á Siglu- firði, segir m.a. svo: „Þegar stjórnarskipt- in urðu árið 1971 var staða þjóðarbúsins óvenju góð, svo sem við- urkennt var af sjálfum forsætisráðherra Vinstristjórnarinnar, Ólafi Jóhannessyni. Hins vegar varð sú raunin á að á vinstri- stjórnarárunum misstu stjórnvöld gjörsamlega tökin á efnahagsmálum þjóðarinnar. Þrátt fyrir ótrúlegar hækkanir á helztu útflutnings- afurðum okkar og mik- ið góðæri til lands og sjávar mestan hluta þess tfmabils, var svo komið við lok þess, að allir varasjóðir þjóðar- innar voru tómir, er- lendar skuldir höfðu meira en tvöfaldazt og mikill hallarekstur var á öllum helztu atvinnu- vegum og opinberum þjónustufyrirtækjum landsmanna. tslenzka þjóðin var þvf óvenju illa undir það búin að takast á við þau efnahagsáföll, sem yfir riðu f lok vinstri- stjórnartfmabilsins, sérstaklega ef þess er gætt, að á árinu 1975 fór verðlag útflutnings- afurða okkar enn lækk- andi, á sama tfma og verðlag á innfluttum vörum steig ört f kjölfar olíukreppunnar. Það eru þvf tæplega neinar ýkjur þó að þvf sé haldið fram, að fyrstu 3 stjórnarmisseri núverandi rfkisstjórnar miðuðust allar aðgerðir f efnahagsmálum við það eitt, að forða þjóð- inni frá yfirvofandi gjaldþroti, sem virtist blasa við f lok vinstri- stjórnartfmabilsins. Þegar slík stórkostleg axarsköft eru gerð í efnahagsmálum þjóðar, sem raun varð á f tfð Vinstristjórnarinnar, er ekki við öðru að búast en afleiðingarnar segi til sfn lengi á eftir. Með þetta f huga verð- ur ekki annað sagt, að núverandi stjórnvöld- um hafi gengið bæri- lega endurreisn efna- hagsmálanna. Hins veg- ar er ljóst, að við erum enn ekki komin upp úr öldudal afleiðinga vinstristjórnaráranna. Rfður þvf á miklu að fslenzka þjóðin sýni f náinni framtfð þann fé- Pálmi Jónsson, al- þingismaður. lagsþroska, sem óhjá- kvæmilega verður til að koma, ef sigrast á til fulls á erfiðleikunum." Breyting til hins betra á Norður- landi vestra 1 sama blað ritar Pálmi Jónsson alþingis- maður, yfirlitsgrein um þjóðmálaviðhorf, þar sem m.a. er vikið að breytingu varðandi mannfjöldaþróun á Norðurlandi vestra. Pálmi segir: „Svo vikið sé að mál- efnum okkar kjördæm- is sérst aklega þá virðist mér, að orðið hafi gleði- leg þáttaskil á árinu 1976. 1 fyrsta skipti um áratugi varð fólksfjölg- un í Norðurlandskjör- dæmi vestra á milli ár- anna 1975 og 1976 meiri en landsmeðaltal. Á milli þessara tveggja ára f jölgaði fólki f land- inu í heild um 0,85%, þar af á svæðinu frá i Hvalfjarðarbotni til Hafnarfjarðar um að- eins 0,56%. Fjölgun á Norðurlandi vestra varð hins vegar 1,39%, þar af f Siglufirði um l, 52%. Fjölgun varð f öllum þéttbýlissveitar- félögum kjördæmisins, nema Hofsósi, en fækk- un varð í sveitum. Þessi umskipti tel ég að megi vænta að séu upphaf framtíðarþróunar, þar sem kjördæmið sem heild geri nokkru betur en að halda sfnum hlut f fjölgun þjóðarinnar. Þessa skoðun reisi ég m. a. á því, að nú er meiri grózka f athafna- Iffi f kjördæminu en verið hefur um langt skeið, og að í farvatninu eru ýmis ný viðfangs- efni misjafnlega langt á veg komin. Þeirra stærst er Blönduvirkj- un, sem vonandi, að þeir er hlut eiga að máli beri gæfu til að standa saman um. Sú fram- kvæmd myndi opna möguleika, sem áður hafa verið óþekktur í okkar landshluta. Víst er staða bænd- anna á þessu lands- svæði veik og óhjá- kvæmilegt að bæta þar úr, ef ekki á illa að fara. Staða einstakra at- vinnufyrirtækja er einnig misjöfn. En þá er að leita leiða til að bæta rekstur og fjár- hagsstöðu þeirra, sem höllum fæti standa. Slfk mál þarf auðvitað lengi við að fást.“ SK/-D00 frá BOMBARIER Stærsta framleiðanda vélsleða í heiminum Við getum boðið til afgreiðslu strax, örfáa: SKI-DOO ALPINE„Tvö 15" belti — 65 hestafla vél, upplagður fyrir björgunarsveitir og vinnuflokka, þetta er sleðinn sem fer það sem hinir fara ekki. SKI-DOO EVEREST '77 með 17" Belti 45 hestöfl, stór og sterkur ferðasleði, með öllum mælum og startara. Einnig fyrirliggjandi: fólks- og vöru flutningasleóa aftaní vélsleða, sjá mynd. Gísli Jónsson & Co. h.f., Sundaborg 41 f sími 86644. Föstudaginn 18. febrúar kl. 18 Hildur Hákonardóttir vefari gengur með gestum um sýninguna. Föstudaginn 18. feb. kl. 20.30 Manuela Wiesler flautuleikari leikur barokk og nútima- verk. Opið: 16—22 virka daga 14—22 helgar. Kjarvalsstaðir NORRÆN VEFLIST Síðasta vika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.