Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRtJAR 1977 33 máti væri mjög mikilvægur fyrir ár. sem lax væri ekki í fyrir eins og Ártúnsá svo og laxveiðiár eins og Elliðaárnar til að auka veiðina. en til þess verður að auka veiðiálagið Þá var einnig reynt að reikna út hve mikið af seiðum kæmist á legg í Elliðaánum frá hrygningu til göngu seiðastærðar og var sú prósenta að- eins 0.4%. Þá sagði Árni að komið hefði í Ijós, að verulegur hluti seið- anna sem sleppt var í Ártúnsá hefði villzt í Kollafjarðarstöðina, en hverfandi lítið hefði verið um slíkt hjá seiðunum, sem sleppt var í Ell- iðaárnar Sagði Árni að talið væri að orsökin væri sú, að vatnsskilyrði væru svo svipuð i Ártúnsá og Kolla- fjarðarstöðinni, en vatsuppsprettan er á báðum stöðum úr Esjunm Árni sagði að tæplega 4000 laxar hefðu gengið í Elliðaárnar 1976 og af þeim hefðu veiðst um 1 690 laxar eða um 42%. Komið hefði í Ijós nokkur stærðarmunur á laxi af eldis- seiðum og villtum seiðum, sem Árni ísaksson f iskif ræðingur hugsanlega mætti rekja til þess að villtu seiðin voru aðeins 1 2 6 cm að lengd að meðaltali en eldri seiðin 1 4 cm Þá kom einnig i Ijós að laxar af villtu seiðunum gengu miklu lengra upp ána en laxar af eldisseiðunum. Meðalþungi síðarnefndu laxanna var 2,6 kg, en af villtu seiðunum 2.2 kg Árni ísaksson sagði að þessar niðurstöður væru mjög mikilvægar sökum þess, að nú hefði i fyrsta skipti fengist raunveruleg staðfest- ing á endurheimtum villtra seiða Sporðaköst Iftúð Spegi eftir Ingva Hrafn Jónsson Stórathyglisverðar niður- stöður SI> rannsóknanna: 1 árs seiði \ eldiskeri verði tekin f notkun hið fyrsta við íslenzku árnar og t.d. var seiðum sleppt í Laxá f Aðaldal með þessu móti sl. sumar og veiðiréttareig- endur við Langá eru með slfka áætlun á prjónunum. Árni jsaksson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun sagði í viðtali við Mbl að tilraunir þessar hefðu verið tvíþættar Sleppt hefði verið eldis- seiðum úr Kollafjarðarstöðinni í Ár- túnsá og Elliðaárnar, ýmist beint eða úr sleppitjörn og einnig veidd og talin villt seiði í Elliðaánum Það hefði háð nokkuð í tilraununum í Elliðaánum, að ekki hefði verið hægt að veiða seiðin nema fram til 10 júní vegna þess að þá hófst veiði, en 1 975 gengu seiðin seint til sjávar og talið að mestur hluti þeirra hafi ekki gengið niður fyrr en eftir 15 júní Árni sagði að endurheimtur eldisseiðanna hefðu verið miklu lægri en villtu seiðanna eða 4------ 6%, en Ijóst væri þó að þessi sleppi- Endurheimtur villtra seiða í EUiðaám 25,8% Laxaseidi úr sleppitjörnum skila sér 2-4 sinnum betur Þessi háa endurheimtuprósenta væri að mörgu leyti mjög skiljanleg, því að margar árnar væru stuttar og hefðu takmarkað uppvaxtarsvæði fyrir seiðin Hann sgaði að það sem nú lægi fyrir hjá laxeldisstöðvunum hér, væri að bæta svo þau seiði, sem þar væru framleidd að svipaðar endurheimtur næðust. Besti árangur hjá þeim í Kollafirði fram til þessa væri 1 5%. sem væri út af fyrir sig mjög gott, en stöðugt væri unnið að tilraunum til að bæta þetta og öðr- um laxeldisstöðvum miðlað af upp- lýsingunum jafnóðum Ef þetta tekst mun það þýða. að menn, sem kaupa t d 10000 gönguseiði til slepping- ar geta átt von á að fá til baka 2—3000 fullvaxna laxa Aðspurður um framhald þessara rannsókna sagði Árni, að fé væri ekki fyrir hendi til þess að halda þeim áfram, en að treysta yrði á að þeir, sem keyptu seiði, létu merkja þau og fylgdust síðan vel með endurheimtunum Þetta hefði verið gert í töluverðum mæli undanfarið. en gallinn verið sá, að mjög hefði skort á eftirlit með endurheimtum og alltof fáum merkjum skilað Stökkvandi lax I Elliðaánum Niðurstoður liggja nú fyrir í seiðasleppingatilraunum þeim, sem gerðar voru hér á landi f Elliðaánum og Ártúnsá svo og Kollafirði í rannsóknaráætlun þeirri, sem unnið var fyrir styrk frá Sameinuðu þjóðunum 1975. Eru niðurstöður þessar mjög athylgis- verðar og mikilvægar fyrir íslend- inga, þvf að fram kom, að endur- heimtur á villtum seiðum úr Elliða ánum voru 25,8%, er reiknað hafði verið með þeim fiskum, sem ekki veiddust og náðu að hrygna. Sýnir þetta að miklu færri villt seiði eru bak við hvern endur- heimtan lax en hingað til hefur verið talið. Þá kom einnig fram að endurheimtur á seiðum, sem fyrst voru sett I sleppitjörn við ána áður en þeim var sleppt var beint f ánna. Á Ártúnsá skiluðu sleppi- tjarnarseiðin sér 4 sinnum betur, en f Elliðaánum 2 sinnum betur. Þetta eru feiknalega athyglisverð- ar og verðmætar upplýsingar fyrir veiðiréttareigendur og aðra, sem kostað hafa laxarækt í ánum hér á landi, þvf að með tiltölulega litlum kostnaði er hægt að koma upp sleppitjörnum við allar ár og þar með tryggja að meira af hinym dýru seiðum skili sér. Tilraun með sleppitjörn var fyrst gerð við Andakflsá f Borgarfirði fyrir þrem- ur árum og kom þá strax f Ijós hærri endurheimtuprósenta. Má nú búast við að þessi sleppiaðferð Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSS0N Úrslitakeppnin í Reykjavíkurmót- inu er hafin Riðlakeppni Reykjavíkur- mótsins lauk sl. laugardag. Vakti þar mesta athygli, að sveit Jóns Hjaltasonar komst ekki í úrslit. Urslitin I riðlun- um urðu þessi: A-riðill: Sveit Hjalta Elíassonar 107 Sveit Skafta Jónssonar 91 Sveit Jóns Hjaltasonar 86 Sveit Óláfs Lárussonar 73 B-riðill: Sveit Ólafs H. Ólafssonar 110 Sveit Stefáns Guðjohnsens 103 Sveit Ríkarðs Steinbergss. 84 Sveit Guðrúnar Bergsdóttur 76 C-riðill Sveit Þóris Sigurðssonar 118 Sveit Guðmundar T. Gíslas. 97 Sveit Baldurs Kristjáns. 88 Sveit Esterar J akobsdóttur 70 Tvær efstu sveitirnar i hverj- um riðli berjast siðan um Reykjavikurmeistaratitilinn. Keppni þessi er jafnframt undankeppni fyrir íslandsmót og spila sveitirnar sem urðu í 3.—4. sæti í þessari undan- keppni um fjögur laus sæti í Islandsmótinu. Sl. þriðjudag hófst svo fyrsta umferð úrslitakeppninnar og urðu úrslit þessi: Sveit Guðmundar T. Gísla- sonar vann Skafta Jónssonar 20 — -^5 Sveit Hjalta Eliassonar vann sveit Ólafs H. Ólafssonar 20 — 0 Sveit Stefáns Guðjohn- sens vann Þóris Sigurðssonar 12 8. í hópnum sem spilar um sætin fjögur i íslandsmótinu urðu úrslit þessi: Sveit Ríkarðs Steinbergsson- ar vann Ólafs Lárussonar 17 — 3 Sveit Baldurs Kristjánssonar vann Guðrúnar Bergsdóttur 16 — 4. Sveit Jóns Hjaltasonar vann Esterar Jakobsdóttur 18 — 2. Næst verður spilað i Hreyfils- húsinu miðvikudaginn 23. febrúar. Sveit Ellerts hlutskörpust í Stykkishólmi Aðalsveitarkeppni Bridge- félags Stykkishólms veturinn Í976 — 77 er nýlega lokið. Ur- slit urðu þessi: stig. 1. Sveit Ellerts Kristinss. 84 2. Sveit Snorra Þorgeirss. 78 3. Sveit Harðar Finnss. 57 4. Sveit Björgvins Guðmundss. 39 5. Sveit írisar Jóhannesd. 26 6. Sveit Kristínar Bjarnad. -6 Sveit Ellerts skipuðu þessir auk hans: Kristinn Friðriksson, Guðni Friðriksson, Marinó Kristinsson, Halldór S. Magnús- son og Sigfús Sigurðsson. Landstvimenningur var spil- aður 29. janúar. Ellefu pör spil- uðu 33 spil, en þar af gilda 26 fyrstu spilin í landskeppninni. Efstu pör urðu þessi: 26 33 spil spil 1. Ellert og Halldór M. 150 202 2. Magnús og Marinó 165 187 3. Kristinn og Guðni 141 184 4. Kjartan og Viggó 143 175 5. ísleifur og Kristín 130 173 6. Hermann og Erlar 131 170 Meðal næstu verkefna bridgemanna í Stykkishólmi er þátttaka i Vesturlandsmóti (sveitarkeppni), sem haldið verður í Borgarnesi helgina 19. — 20. febrúar. Guðrún Þ Stephensen, Helgi Skúlason og Gunnar Eyjólfsson i Gullna hliðinu Hjóðleikhúsið: Mikil aðsókn í allan vetur í FRÉTT, sem blaðinu hefur borist frá Þjóðleikhúsinu, segir að mikil að- sókn hafi verið f vetur og láti nærri að uppselt hafi verið á um niutiu prósent sýninga á stóra sviðinu. Þann 1. febrúar höfðu verið sam- tals 138 sýningar á vegum leikhúss- ins það sem af eru þessu ári. Ahorfendaf joldi var þá samtals orðinn rúmlega fimmtiu og þrjú þús- und. Einnig segir f fréttinni, að Sólar- ferð hafi verið sýnd f allt haust, en sýningar lágu niðri um tíma vegna veikinda einnar leikkonunnar. Nú eru sýningar hafnar að nýju. Báðar leikkonurnar, sem fara með hlutverk í þessu verki, hlutu verðlaun úr Minningarsjóði frú Stefanfu Guðmundsdóttur, það eru þær Þóra Friðriksdóttir og Anna Kristfn Arn- grímsdóttir. ímyndunarveikin var einnig sýnd f allt haust og urðu sýningar alls fjörutíu og sjö. Ráðgerð er ný leikferð um Vestfirði og Vestur- land í vor, en í sumar sem leið var leikurinn sýndur á Austur- og Norðurlandi við metaðsókn. Hefur ekki orðið jafnmikil aðsókn að nokk- urri leikför Þjóðleikhússins sfðan Tópas var á ferðinni fyrir nærri tuttugu og fimm árum. Gullna hliðið var frumsýnt á jólunum og hefur þegar verið sýnt tuttugu og tvisvar sinnum á rúmum mánuði. Uppselt hefur verið á allar sýningar og er sömu sögu að segja um Dýrin í Hálsaskógi, en þar eru sýningar orðnar um tuttugu. Þá voru sem kunnugt er sýningar á Nótt ástmeyjanna fluttar af litla sviðinu á stóra sviðið vegna aðstókn- ar og verður sýnt þar, þar til Lér konungur kemur upp. Loks er svo að Ijúka sýningum á Meistaranum eftir Odd Björnsson en þrátt fyrir lofsamlegar umræður um það leikrit hefur það hlotið lakari aðsókn en skyldi. Endatafl, næsta verkefni litla sviðsins, verður svo frumsýnt um miðjan næsta mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.