Morgunblaðið - 17.02.1977, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1977
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BJÖRN ÓLI PÉTURSSON,
lézt á Landakotsspitala 1 6. febrúar s I Jarðarförin auglýst siðar
Þurlður Guðmundscfóttir,
Haukur, Pétur, Sigurður
og Steingrlmur Björnssynir.
Maðurinn minn +
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
bifreiðarstjóri
Vesturbergi 2
lézt þriðjudaginn 1 5 febrúar
Hólmfrfður Brynjólfsdóttir.
t
Sonur minn
GUÐMUNDUR HÓLMKELSSON.
andaðist i Svíþjóð 29 janúar s I. Jarðarförin hefur farið fram Ég þakka
innilega auðsýnda samúð og hlýhug
Fyrir hönd barna minna
Jóseflna Bjömsdóttir.
+
Móðir okkar og tengdamóðir
LAUFEY FRÍÐA ERLENDSDÓTTIR
frð Snjallsteinshöfða,
Bröttukinn 21. Hafnarfirði.
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði Laugardaginn 19
febrúar kl 1 1 árdegis
Börn og tengdabörn.
Systir mín. + BJARGHILDUR PÁLSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18 febrúar kl
10:30 Daníela Jónsdóttir og aðrir vandamenn.
+
Jarðarför bróður míns
HANNESAR GUÐMUNDSSONAR
hefur farið fram
Sigrfður Guðmundsdóttir.
+
Útför föður míns
EGGERTS ÓLAFSSONAR
húsgagnasmiðs
Laufásvegi 64
er lézt i Landakotsspitala 13. febrúar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 18 febrúarkl 13 30.
Haukur Eggertsson.
+
Þökkum innílega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR MARÍUSDÓTTUR
Hróbjartur Guðjónsson
Ágúst Hróbjartsson Sigrún Guðmundsdóttir
Marla Blöndal Birgir Ágústsson.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, dóttur, móður okkar. tengdamóður og ömmu
SIGRÚNAR ÞÓROARDÓTTUR
Frð Viðey
Ásgeir Einarsson Sólveig Sigmundsdóttir
Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir Guðmundur Annellusson
Þórður Ásgeirsson Ólöf Guðmundsdóttir
Einar Ásgeirsson Ásthildur Vilhjðlmsdóttir
og barnaböm.
Þorsteinn Friðriks-
son — Minningarorð
Fæddur 4. september 1929
Dáinn 24. janúar 1977
Sem betur fer sjáum við
skammt fram i timann, og fáir eru
forspáir um mannlegt líf. — Og
enginn veit hver örlög sin verða.
Mig langar til þess í fáum orðum
að minnast bróður mins Þorsteins
Friðrikssonar, eða Steina eins og
við vinir hans og kunningjar
kölluðum hann dags daglega.
Steini varð bráðkvaddur á heimili
sínu i Stokkhólmi mánudags-
kvöldið 24. janúar s.l. en þangað
hafði hann flutt búferlum fyrir
tæpu ári ásamt fjölskyldu sinni og
var ætlunin að dvelja þar í 2 ár.
Steini var næst elstur af okkur
þrem systkinunum, Ernu og
undirrituðum Foreldrar okkar
eru heiðurshjónin Laufey Þor-
steinsdóttir og Friðrik Sigurðsson
veggfóðrara og dúklagninga-
meistari, en þau eru bæði látin.
Steini hóf nám í veggfóðrun og
dúklangingu hjá föður okkar og
lauk því námi með hæstu einkunn
á prófi sem þá hafði verið tekin til
þess tima. Hann var vel liðinn i
starfi og mikils metinn i iðn sinni,
enda lagði hann alla sina kosti og
vandvirkni i þau störf sem hann
tók sér í hendur aðdómi viðskipta-
vina hans, en sá hópur var orðinn
æði stór er yfir lauk. Steina var
margt til lista lagt, hann var
mikill unnandi góðrar tónlistar
allra tegunda en þó mat hann
mest og best klassiska tónlist
enda lauk hann námi í pianóleik
út úr Tónlistaskóla Reykjavikur,
Einnig stundaði hann nám i
spænsku í tvo vetur við Lýð-
háskólann í Barcelóna á Spáni en
kom heim á sumrin til að vinna
fyrir náminu. Steini var listrænn
mjög og fíngerður, tilfinninga-
ríkur og góður drengur, vildi
hvers manns vanda leysa ef til
hans var leitað og var þá oft ekki
hugsað um eigin hag eða heilsu.
Ógleymanlegar eru þær mörgu
lax- og silungsveiðiferðir sem við
feðgarnir þrir fórum saman, við
bræðurnir þá ungir að árum, hver
veiðiferð var heilt ævintýri og
hafði minnst viku undirbúning á
heimilinu, mamma að draga fram
ullarsokkana og annan fatað sem
til þurfti ásamt mat og tilheyr-
andi pottum og pönnum sem
dugað hefði í mánaðar útilegu og
pabbi að dytta að og yfirfara
veiðarfærin sem þó voru aldrei
látin frá sér eftir veiðiferð öðru-
vísi en eins og þau hafi aldrei
verið snert.
Árið 1966 giftist Steini eftirlif-
andi konu sinni Pálfnu Ágústu
Arinbjarnardóttur, elskulegri
konu sem hann unni og mat
mikils. Þau eignuðust einn son,
Friðrik, sem nú er 10 ára. Var
hjónaband þeirra með eindæmum
ástríkt þar sem skilningur og sam-
heldni bundust saman traustum
böndum. Það ber þeirra fallega
hús og yndislega heimili sem þau
reistu sér f Fossvogsdal best vitni
um. Börnum Pálínu af fyrra
hjónabandi var hann jafn kær og
trúr sem sínu eigin og var þeim
sem góður faðir, ráðgjöfull og
hollur, en skærustu stjörnur hans
voru þó Friðrik litli og litla afa-
stúlkan hans sem aldrei framar fá
mjúkan faðm og heitan vanga
elskandi föðurs og afa. Og þá er
ekki siður sár söknuður Ernu
systur okkar þvi systkina kær-
leikur var á milli þeirra eins og
bezt verður á kosið. Nú er hjart-
fólginn eiginmaður, góður og
ráðhollur faðir og afi horfinn
þeim sjónum og farinn f ferðina
löngu, þar sem styrkur faðmur
foreldra okkar mun taka á móti
honum og veita honum yl og líkri í
drottins nafni. Söknuðurinn er
sár þeim sem eftir lifa, en hann er
bjartur og hreinn, þvf minningin
um góðan eiginmann, föður afa og
bróður er bænheyrð af honum
sem allt verndar og elskar. Eigin-
konu, börnum afabarni og skyld-
mönnum öllum votta ég, eigin-
kona mín og synir okkar tveir
þeim öllum okkar innilegustu
samúð í sorg þeirra og biðjum um
að vernd guðs megi styðja þau og
styrkja f raunum sínum.
Sigurður Friðriksson
Bóas Hannibalsson
sjómaður — Minning
D. 10. febrúar 1977.
„Hann var góður drengur". I
þessari setningu felst i rauninni
allt það, er ég vildi sagt hafa um
vin minn og mág en þó vil ég bæta
við nokkrum orðum til frekari
áréttingar.
Hann hét fullu nafni Bóas Helgi
Kristján, og var fæddur 7. aprfl
1912 á Flateyri i önundarfirði, en
fluttist nokkurra vikna gamall að
Kotum í sama firði með foreldr-
um sfnum sem hófu búskap þar á
fardögum það ár, og bjuggu æ
síðan meðan aldur og heilsa
leyfðu. Þar ólst Bóas upp i stórum
og glaðværum systkinahópi.
Foreldrar hans voru þau
sæmdarhjónin Guðrún Sveins-
dóttir frá Vfilsmýrum í önundar-
firði og Hannibal Hálfdánarson
frá Gelti f Súgandafirði. Þeim
varð tíu barna auðið, er öll kom-
ust til fullorðinsára nema eitt sem
þau misstu mjög ungt, og enn eru
sjö systkinanna á lífi.
Bóas sá ég fyrst þegar hann var
á nitjánda ári, þreklegur ungling-
ur, og þá byrjaður sjóróðra eins
og venja var i sjávarþorpum f þá
daga. En kynni okkar hófust ekki
fyrr en hann kom hingað suður til
náms í Sjómannaskólanum. Frá
þeim tfma má segja að hann hafi
verið daglegur gestur á heimili
okkar Kristfnar systur hans um
margra ára skeið. Við unnum
saman i byggingariðnaði í tvö eða
þrjú ár, og er mér minnisstæð
ósérhlffni hans og atorka. Hann
var hverjum manni samvinnuþýð-
ari og lét frekar af sínu en deila
við ójafnaðarmenn. Hann var vel
greindur og sýndi f hvfvetna
samúð og ræktarsemi.
Bóas stundaði að jöfnu sjóinn
og byggingarvinnu í landi og þótti
góður starfskraftur og mikill
verkmaður hvar sem hann lagði
hönd á plóginn. Hin siðari ár var
hann mikið á skipum er sigldu
ýmist undir brennheitri mið-
baugssól eða í svellköldum sjóum
norðurhafa. Svo segja má að
margskonar veðrabirgðum hafi
hann kynnst í fleiri en einum
skilningi. En alltaf var hann sami
glaði ljúflyndi drengurinn.
Foreldrum sínum bjó hann hér
heimili með Sólrúnu systur sinni,
eftir að þau létu af búskap fyrir
aldurssakir, þar nutu þau elli-
áranna í góðu yfirlæti.
Það er fjærri mér að bera oflof
á Bóas eða tíunda afreksverk
hans, slfkt væri honum ekki að
skapi. Mig langar aðeins að þakka
honum fyrir góða samvinnu er við
áttum fyrir rúmum þrjátíu árum,
og hlýjan vinarhug fyrr og sfðar.
Blessuð veri minning hans.
Systkinum hans og öðrum
góðum vinum votta ég innilega
samúð mina og bið Drottin þess,
að einnig sú reynsla að missa
góðan vin og bróður fyrir aldur
fram verði þeim til blessunar.
Kristján Kristmundsson.
— Bókmenntir
+
Þökkum öllum auðsýnda samúð og vináttu við útför eiginmanns mins
og föður okkar,
MARSELÍUSAR BERNHARÐSSONAR.
skipasmlðameistara.
ísafirði
Alberta Albertsdóttir og börn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar,
tengdafoður og afa EINARS Á. SCHEVING
húsasmiðs
Sigurlfn Scheving Björn Árnason
Birgir Scheving Guðbjörg Hákonardóttir
Árni Scheving Valgerður Þorsteinsdóttir
Úrn Scheving
og barnaböm.
Framhald af bls. 27
hefð byggir enn á sveitasögunni,
á Jóni Thoroddsen, Jóni Trausta,
Laxness, Ólafi Jóh. og-ótal fleiri.
Fyrirmyndirnar frá þeim eru
orðnar svo rótfastar að um bók-
menntir, sem á þeim byggja þykj-
ast allir vera dómbærir, þar sem
borgarlífsbókmenntir koma
mörgum fyrir sjónir sem form-
leysa og óskapnaður. Eða hvenær
rennur upp sú stund að skemmti-
sagnahöfundar taki upp
frásagnaraðferðir Guðbergs
Bergssonar og Thors Vilhjálms-
sonar?
Nei, Ingibjörg og Þorbjörg og
þeirra lfkar eiga enn líf fyrir
höndum, jafnvel langt líf. Sögur
þeirra bjóða upp á nokkurs konar
andlegar sólarlandaferðir, rós-
rauð draumalönd handa þeim sem
heima sitja. Eða eigum við heldur
að segja að þær ferji lesandann
aftur til þeirra góðu gömlu daga
sem svo margir virðast sjá eftir af
vinsældum þessara bókmennta að
dæma.