Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977
5
Leikrit vikunnar kl. 20.00:
Biðstöð 13
LEIKRIT vikunnar í út-
varpinu er að þessu
sinni eftir íslenzkan höf-
und, Örn Bjarnason.
Leikstjón er Þorsteinn
Gunnarsson og með
helztu hlutverk fara þau
Hjalti Rögnvaldsson,
Sigurður Karlsson,
Róbert Arnfinnsson,
Helga Stephensen og
Jón Sigurbjörnsson.
Flutningur leiksins tekur
áttatíu mínútur.
Leikritið heitir ..Biðstöð 13".
Það gerist á afvötnunarhæli,
þar sem drykkjusjúklingar eru
til meðferðar, einnig dópistar
og taugasjúklingar. Sem sagt
allt það fólk, sem vill feta leið-
ina til baka, eins og höfundur
sjálfur kemst að orði. Þangað
kemur ungur maður, Ari að
nafni. Hann kynnist brátt öðr-
um vistmönnum, sem eru mis-
jafnlega á vegi staddir, og er
það honum dýrmæt reynsla að
hlusta á frásagnir þeirra. Lækn-
ar og hjúkrunarliðar koma einn-
ig við sögu. Fólk hefur gert sér
ýmsar hugmyndir um slika
staði, kannski misjafnlega rétt-
ar, en ef það getur dregið lær-
dóm af þvi, sem lýst er i leikrit-
inu má segja að tilgangi höf-
undar sé náð.
Örn Bjarnason er fæddur árið
1948 og er ættaður frá Akur-
eyri. Hann hefur fengizt við
visnasöng um margra ára skeið
og smásögur og Ijóð eftir hann
hafa verið flutt i útvarpinu.
Þetta er fyrsta leikrit höfundar
sem flutt er opinberlega.
Þorsteinn Gunnarsson.
sjö fermetrar að stærð. Klefarn-
ir eru málaðir i skærgrænum
litum og lýstir með ..fluoresent-
Ijósum", vægast sagt mjög
kuldalegir. Ég held að ég yrði
alla vega vitlaus á að dvelja i
einum slíkum klefa. Meðan
þetta fangelsi var ætlað öðrum
föngum en gæzluvarðhalds-
föngum voru í því tvær álmur,
það er að segja fyrir kvenfólk
og svo önnur fyrir karlmenn.
Þá var sá hátturinn á, að i
kvennaklefunum voru klæða-
skápar en karlar urðu annað-
hvort að henda fötum sínum i
gólfið eða koma þeim fyrir á
stól.
Við Andrea ætlum i þessum
þætti að leitast við að lýsa
fangelsinu eins og það er í dag.
Meginspursmálið í þessum
þætti verður umræða um með-
ferð fanga almennt. í þvi skyni
verður rætt við fangaverði í
Siðumúlafangelsinu, það kem-
ur að sjálfsögðu ekki til greina
að ræða við fangana sjálfa, þar
sem þeir eru í algerri einangr-
un, fá hvorki að lesa dagblöð
né hlusta á útvarp, við fórum
heldur ekki einu sinni fram á að
fá að ræða við þá. Það, sem við
spyrjum þessa fangaverði aðal-
lega um, er hver réttur fangans
sé gagnvart þeim, til dæmis ef
upp kemur misrétti á milli þess-
ara tveggja aðila En reglugerð
sú sem finnst um meðferð
fanga er orðin tuttugu ára göm-
ul eða síðan 1957. Þessar
spurningar hafa að sjálfsögðu
vaknað mikið til vegna þeirra
ásakana, sem á fangaverði
hafa verið bornar ! sambandi
við meðferð á föngum en þar
sem málið er enn í rannsókn tel
ég ekki rétt að fjalla um það
frekar að sinni," sagði Gísli.
„í næsta þætti þeirra Andreu
og Gísla verður fallað um mál í
framhaldi af þessu, rætt verðu
við ungan mann, sem á að baki
langan eiturlyfjaferil svo og af-
brotasögu. Verður sá þáttur á
dagskrá fimmtudaginn 24.
febrúar.
Jón Sigurbjörnsson.
Hjalti Rögnvaldsson.
Róbert Arnfinnsson
Nýja tékkafyrir-
komulagið hefur
haft bætandi áhrif
HIÐ nýja fyrirkomulag
tékkaviðskipta og inn-
heimtu vanskilatékka hef-
ur gefizt vel var samdóma
álit þriggja bankamanna,
sem Mbl. sneri sér til í
gær. Þeir tóku þó fram að
ekki væri komin nægilega
mikil reynsla á þessa ný-
skipan til að unnt væri að
fullyrða um áhrif hennar
til langs tíma.
Guðmundur Guðmundsson,
deildarstjóri ávisanadeildar
Landsbankans, sagði að enda þótt
tæpast væri komin nægilega mikil
reynsla á hið nýja fyrirkomulag
virtist það þó vera mjög til bóta
og fólk sýndi meiri aóhaldssemi í
meðferð tékkana.
1 sama streng tók Valur Vals-
son, aðstoðarbankastjóri Iðnaðar-
barvkans. Hann kvaðst ekki geta
sagt annað en nýskipan þessara
mála hefði gefizt vel til þessa og
litið væri um það að tékkar væru
yfirdregnir og vanskilatéttar
kæmu fram. Valur tók það þó
fram, að tékkamisferli hefði
aldrei verið tiltakanlegt vanda-
mál hjá Iðnaðarbankanum.
Stefán Þormar, deildarstjóri
ávisanadeildar Búnaðarbankans,
sagði að náumast væri komin
nægileg reynsla á hið nýja fyrir-
komulag til að greina mætti áhrif
þess til langS’ tíma, auk þess sem
um svipað leyti hefði komið til
hækkun á ávisanaeyóublöðum.
sem jafnan hefði sín áhrif. Taldi
hann hækkunina m.a. hafa haft
þau áhrif að dregið hefði úr
tékkanotkuninni og þá Sérstak-
lega úr útgáfu smátékka en áhrif
hins nýja fyrirkomulags væru
KVENNADEILD Slysavarna-
félags tslands í Reykjavík efnir
árlega til merkjasölu og veróur
hún að þessu sinni næsta föstu-
dag 18. febrúar. 1 tilefni dagsins
sendir deildin borgarbúum svo-
látandi ávarp:
„Kæru Reykvikingar,
Á föstudaginn kemur verður
hinn árlegi merkjasöludagur
Kvennadeildar Slysavarnafélags
ótvírætt þau, að fólk sem lent
hefði einu sinni í þvi að fara yfir
á reikningi sínum og þurft að
greiða þann kostnað sem því
fylgdi, gætti sín betur í framtíð-
inni.
íslands í Reykjavík. Það er ein-
læg ósk kvennadeildarinnar, að
Reykvíkingar taki merkjasölunni
vel og styðji þannig SVFI i starfi.
Allur ágóði merkjasölunnar renn-
ur til 'styrktar slysavarna og
björgunarstarfsins og ætlum við
öll að setja metnað okkar i að
leggja okkar skerf að mörkum til
þess að búa björgunarsveitirnar
um allt land sem beztum búnaði.
Um leið og þið kaupið merki
kvennadeildarinnar leggið þið
fram ykkar skerf til þess að svo
megi verða.
Reykvíkingar hafa ávallt sýnt
Kvennadeild SVFI mikla velvild
og stuðning og vonast hún eftir að
svo verði enn. Við biðjum for-
eldra að hvetja börn til þess að
selja merkin og sjá til þess að þau
verði vel klædd. Merkið kostar kr.
100 og fá börnin sölulaun auk
þess sem 20 söluhæstu börnin
verða verðlaunuð sérstaklega.
Með fyrirfram þakklæti,
Kvennadeild Slysavarnafélags
íslands í Reykjavík.“
Ávarp til Reykvíkmga
ÞAÐ BESTA FRÁ
HINGAÐ TIL
Umsagnir nokkurra áhugamanna og atvinnumanna um STILL PHOTOGRAPHS
★ Það þarf ekki að hafa mörg orð um hljómplótu Magnúsar Sigmundssonar. Hún er að minu mati það
vandaðasta sem islenskur Ijómlistarmaður hefur gert til þessa A plotunni má heyra allt frá
einföldum melódíum til laga með þungum strengjasveitar útsetningum En það er sama hvar borið er
niður, alls staðar situr vandvirknin og leitin að fullkomnun i fyrirrúmi Bestu lög: Blue Jean
Queen, The party is over og Still photographs Oagblaðið 22 des Asgeir Tómasson
^... Nx. ★ Þrælgóð plata, unnin af alúð og vandvirkni. Til hamingju Magnús. Besta lag
Blue Jean Queen Bjórgvin Halldórsson
★ Að venju sýnir Magnús á sér nýja hlið Þessi plata sýnir svo ekki verður um villst
. að Maggi er meðal okkar bestu hljómlistarmanna Sigurður Garðarsson
★ Ég óska Magga innilega til hamingju. þvi þetta er tvimælalaust ein allra
\ Tk- skemmtilegasta og best gerða plata sem komið hefur út á Isiandi
Pétur Kristjánsson. Paradis
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670