Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGURJ7. FEBRÖAR 1977
Ahugi og hlýhugur
landsmanna mun
hjálpa landsliðsmönn-
unum í Austurríki
- SAGÐIJANUSZ CERWINSKI
— ÉG hef trú á að íslenzka lands-
liðið standi sig það vel i keppninni
í Austurríki, að það öðlist þátt-
tökurétt í A
heimsmeistarakeppninni i Dan
mörku að ári, sagði Jnusz
Cerwinski landsliðsþjálfari á fundi
með fréttamönnum i gær, en
islenzka landsliðið heldur utan til
keppninnar i Austurriki n.k.
sunnudag. Mun það leika tvo
æfingaleiki i Austurriki áður en
sjálfur slagurinn hefst, en sem
kunnugt er leika íslendingar i riðli
með Portúgölum og Austur-
þjóðverjum. Tvö þessara landa
komast síðan áfram i milliriðil, þar
sem fjögur lönd keppa siðan um
að komast áfram i úrslitakeppn-
ina.
— Það hjálpar islenzka landslið
inu tvimælalaust mjög mikið
hversu mikill og almennur hand-
knattleiksáhugi er rikjandi hér á
íslandi, sagði Janusz. — Leik-
menn landsliðsins gera sér grein
fyrir þessu, og það hjálpar þeim til
þess að leggja sig alla fram i
keppninní í Austurriki og ná þeim
árangri sem þjóðin væntir af þeim.
í Austurríki lýkur verkefni Jan
usar Cerwinski með islenzka
landsliðið, a.m.k. i bili. Sigurður
Jónasson, formaður Handknatt
leikssambands íslands, sagði á
umræddum blaðamannaf undi Í
gær, að HSÍ myndi leggja mikið
kapp á að reyna að fá Janusz til
áframhaldandi starfa, ekki sizt ef
svo vel tækist til að okkar liði
tækist að komast áfram i heims
meistarakeppninni. — Við vissum
það þegar Janusz kom hingað að
hann væri frábær þjálfari, sagði
Sigurður, — en við gerðum okkur
hins vegar ekki grein fyrir því,
hversu frábær þjálfari hann var
fyrr en hann fór að vinna með
liðinu okkar. Og það sem meira er
— Janusz er einnig góður félagi,
litillæti og kurteisi situr í fyrirrúmi
hjá honum, og því óhætt að taka
undir þau orð sem fram komu í
leiðara Dagblaðsins fyrir skömmu
að hann væri sennilega vinsælasti
gesturinn sem gisti ísland um
þessar mundir. Ég vildi raunar
segja að hann sé einn af beztu
gestunum sem við höfum fengið.
HSÍ mun leggja á það mikið kapp
að fá Janusz til áframhaldandi
starfa, en hann hefur hins vegar
ekki viljað gefa okkur ákveðin
svör. Vill bfða og sjá hvað setur í
keppninni í Austurriki
EKKI NÓG BARÁTTA
Rætt var við Janusz Cerwinski
um leiki íslenzka landsliðsins við
pólska meistaraliðið SLASK, en
sem kunnugt var árangur okkar
manna fremur slakur í þeim leikj-
um, sérstaklega til að byrja með.
— Þetta á sér eðlilegar skýr-
ingar, sagði Janusz. Leikmenn
íslenzka liðsins voru orðnir þreytt-
ir, og einnig kom fram sú tilhneig-
ing hjá þeim eftir sigurleiki við
Pólverja, Tékka og Vestur-
Þjóðverja, að unnt væri að sigra
póslka liðið, án þess að leggja sig
fram. Þetta orsakaði baráttuleysi í
liðinu og varð þvi að falli f leikjun-
um gegn SLASK. Eftir tvo tapleiki
gegn SLASK ræddum við málin,
og gerðum okkur grein fyrir þvf að
enginn leikur vinnst baráttulaust.
í kjölfar þess náðist svo upp betri
barátta í leiknum f Hafnarfirði, en
verið hafði f tveimur fyrri leikun-
um, og f tveimur síðustu leikjun-
um við SLASK var baráttukraftur
og sigurvilji aftur kominn f
fslenzka liðið. Ég viðurkenni að
fslenzku leikmennirnir hafa átt
erfiða daga við æfingar og leiki að
undanförnu, en taldi nauðsynlegt
að láta þá leika dag eftir dag. í
keppninni f Austurrfki getur farið
svo að við verðum að leika 5 leiki
á 8 dögum. Slfkt er vitanlega
gffurlega erfitt, en ég hef trú, að
fslenzku leikmennirnir geti staðist
það álag.
ÓTTAST TAUGASLAPPLEIKA
Þegar Janusz var að því spurður
hver hann teldi vera veikustu hlið
fslenzka landsliðsins, svaraði hann
því til, að hann óttaðist mest, að
leikmennirnir yrðu slappir á taug-
um f leikjunum f Austurrfki. Þar
væri álagið mikið og til mikils að
vinna. Það hjálpaði samt að mæta
Portúgölum fyrst, og gætu okkar
menn ef til vill yfirunnið skrekkinn
f þeim leik.
Janusz var einnig að þvf spurð-
ur, hvort hann hygðist tefla okkar
Framhald á bls. 28
Viggó Sigurðsson skorar fyrir landsliðið í leiknum gegn SLASK í fyrrakvöld. Ljósm Mbl. Kr. ÓI
Yngri leikmennirmr sáu um
að SLASK fór ekki ósigrað
LANDSLIÐINU tókst Ioks að
bera sigurorð af pólska félagslið-
inu SLASK i fimmtu viðureign
liðanna á jafn mörgum dögum í
Laugardalshöllinni á þriðjudags-
kvöldið. Urslit leiksins urðu 19:17
fyrir landsliðið, en í leikhléi
leiddu Pólverjarnir með einu
marki 10:9. Fjórir af sterkustu
leikmönnum landsliðsins voru
ekkert notaðir á þriðjudaginn.
GÚÖÁR
GJAFIR
FRÁ þvi var skýrt á blaðamannafundi
HSÍ i gær, að sambandinu hefðu
borist að gjöf frá bæjarfélögum og
einstaklingum peningar að upphæð
um 1,5 milljónir króna. Sagði Sig
urður Jónsson, formaður HSÍ, að
þessi framlög myndu reynast
ómetanleg fyrir HSÍ. Sagt verður
nánar frá þessum gjöfum t blaðinu á
morgun, en geta má þess að í gær-
kvöldi ákvað bæjarstjórn Hafnar
fjarðar að færa HSÍ 200.000,- kr. að
gjöf. sem sérstakan þakklætisvott til
landslíðsíns vegna frábærrar frammi-
stöðu þess að undanförnu.
Jón fyrirliði Karlsson, Ölafur
markvörður Benediktsson og Við-
ar fyrrum landsliðsþjálfari Sím-
onarson eru allir lítillega meiddir
og voru því ekki notaðir og Geir
Hallsteinsson var alveg hvíldur í
leiknum. Við hlutverkum þessara
kappa tóku yngri mennirnir i lið-
inu og þeir, sem minna hafa verið
notaði að undanförnu. Áttu þeir
Gunnar Einarsson, Þorbergur
Aðalstéinsson og Viggó Sigurðs-
son allir mjög góðan leik og má
reyndar segja að Þorbergur hafi í
þessum leik slegið í gegn með
landsliðinu.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð
jafn og í hálfleik 10:9, en Pól-
verjarnir voru þó yfirleitt á und-
an til að skora. I byrjun seinni
hálfleiksins komst landsliðið með
mjög góðum kafla í 14:11, en þá
tók kappinn Klempel til sinna
ráða og jafnaði leikinn á ný með
þremur mörkum. Var Klempel í
gæzlu Viggós Sigurðssonar nær
allan leikinn, en var hvíldur
þennan kafla og tókst Bjarna
Guðmundssyni ekki að hafa eins
góðar gætur á Klempel og Viggó.
Síðustu minútur leiksins voru
mjög spennandi og munaði aðeins
einu marki þegar tvær mínútur
voru eftir. Pólverjar reyndu skot,
sem Gunnar varði. Landsliðið hóf
sókn, sem endaði með vitakasti en
Þorbjörn misnotaði það. Aftur
fengu Pólverjarnir boltann, en
misstu hann og enn var dæmt á þá
vítakast og tókst íslenzka liðinu
að skora, þannig að sigur var f
höfn, 19:17, og Slask fór ekki
ósigrað af landi héðan. ,
Eins og áður sagði voru þeir
sterkastir i þessum leik Gunnar i
markinu, sem varði allan leikinn
mjög vel, Þorbergur sem var pott-
urinn og pannan í spilinu allan
leikinn og mjög ógnandi og Viggó
Sigurðsson sem gætti Klempels
mjög vel, átti góðar sendingar á
Björgvin, en var nokkuð óhepp-
inn með skot sin í leiknum — þrjú
stangarskot. Þá má ekki gleyma
Björgvin Björgvinssyni, sem allt-
af stendur fyrir sínu, sama á
hverju gengur.
Mörk landsliðsins: Þorbergur 6,
Þorbjörn 5, Björgvin 3, Ólafur 2,
Ágúst 2, Viggó 1.
Markhæstir í liði Slask voru
Klempel með 6 mörk og
Sokolowski með 5 mörk.
Björn Kristjánsson og Óli Olsen
dæmdu leikinn allvel.
—áij.
Reykjavlkurmeistarar Fram I handknattletk kvenna. asamt þjáltara slnum GuSjóni Jónssyni og Jóni FriSsteinssyni,
formanni handknattleiksdeildar félagsins.
FRAMSTÚLKURNAR
urðu Reykjavíkurmeistar-
ar í meistaraflokki kvenna
á þriðjudaginn er þær
sigruðu Val í hreinum úr-
slitaleik með 11 mörkum
gegn 8. Sigur Framstúlkn-
anna var sanngjarn í þess-
um leik og var Iiðið aldrei
undir í leiknum. Þrjú lið
urðu efst og jöfn í Reykja-
víkurmótinu hjá kvenfólk-
inu í haust, Iið KR auk
Fram og Vals. Þurfti því
aukakeppni milli þessara
þriggja liða, KR tapaði
báðum leikjum sínum og
Fram vann sfðan Val á
þriðjudaginn eins og áður
sagði.
Framliðið náði þriggja marka
forystu í leiknum á þriðjudaginn
með 2 mörkum Guðriðar og marki
Jóhönnu áður en Valsliðinu tókst
að svara. I leikhléi var munurinn
þó aðeins eitt mark, 4:3 Fram í
vil. Valur jafnaði síðan fljótlega í
byrjun seinni hálfleiksins, 5:5, en
þá kom aftur góður kafli hjá
Fram og staðan varð 10:6. Liðin
skiptust síðan á um að skora og
lauk leiknum með 11:8 sigri
Fram.
Oddný, Guðríður og Jóhanna
voru atkvæðamestar i liði Fram I
leiknum. Oddný gerði 3 mörk,
Jóhanna og Guðriður 2 hvor,
Kristín og Bergþóra 1 hvor. Ragn-
heiður Blöndal gerði 3 mörk Vals,
Harpa og Björg Jónsdóttir 2 hvor,
Halldóra 1 mark. Oddný, Guð-
rfður og Ragnheiður misnotuðu
vítaköst í leiknum.
— áij.
FRAMSTÚLKURNAR URÐU REYKJAVÍKURMEISTARAR:
Unnu erkinvininn Val
með þriggja marka mun