Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977 JfNtogtmltffifeft Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Askriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 60.00 kr. eintakið. ihaldsmenn höfðu á árinu 1971 31 þingsæti, biðu afhroð í kosningunum 1973 og hlutu þá aðeins 1 6 þingsæti. Þeir eru einn þeirra flokka, sem stutt hafa minnihlutastjórn jafnaðar- manna. Þessir þrir megínflokkar þeírrar samsteypu í danska þinginu, sem nefnd hefur verið ,,Ágúst-flokkarnir" bættu allir verulega við sig. Hins vegar töpuðu róttækir vinstrimenn töluvert, en það er talið stafa af Kosningaúrslitin í Danmörku Niðurstöðum þingkosning anna, sem fram fóru í Dan- mörku á þriðjudag, má i stór- um dráttum lýsa á þann veg, að þeir flokkar urðu sigurvegar- ar kosninganna, sem tóku að sér að fást við þann alvarlega efnahagsvanda, sem Danir hafa átt við að striða um langt skeið og hafa þannig reynzt tilbúnir til að taka á 'sig þær óvinsældir, sem slíkri ábyrgð fylgir. En hinir töpuðu, sem ætluðu bersýnilega að notfæra sér erfiðleikana og hagnast meðal kjósenda á ábyrgðar- leysinu. Slik úrslit koma sjálf- sagt á óvart þeim, sem jafnan eru reiðubúnir til þess að stökkva frá borði, þegar eitt- hvað bjátar á, í þeirri trú, að það sé líklegasta leiðin til vín- sælda og fylgis i stjórnmálum. En raunin hefur orðið önnur, a.m .k í Danmörku. Jafnaðarmenn hafa að und- anförnu setið í minnihlutastjórn í Danmörku, en notið stuðnings nokkurra borgaraflokka, sem hver um sig hafa haft mjög takmarkað þmgfylgi. Jafnaðar- menn unnu umtalsverðan sigur i þessum kosningum og eru nú komnir langt með að endur- heimta fyrri stöðu sina i dönsk- um stjórnmálum Á árinu 1 971 höfðu jafnaðarmenn 70 þing- sæti í danska þinginu, en í þingkosningum árið 1973, þegar Glistrup-hreyfingin kom fyrst fram, urðu jafnaðarmenn fyrir fylgishruni og fengu að- eins 46 þingsæti. í þingkosn- ingunum árið 1975 hlutu þeir 53 þingsæti og nú i kosningun- um á þriðjudag 65 þingsæti, þannig að litlu munar, að þeir hafi náð fyrri stöðu. Þá er þess að gæta, að mið- demókratar, sem klofnuðu út úr jafnaðarmannaflokknum 1973 og hlutu þá 1 4 þingsæti, en töpuðu 10 þeirra 1975, unnu umtalsverðan sigur í kosningunum nú og hlutu 1 1 þingsæti. Miðdemókratar hafa verið meðal þeirra fjögurra flokka, sem veitt hafa minni- hlutastjórn jafnaðarmpnna stuðning Þá er og athyglisvert, að íhaldsflokkurinn danski virð- ist vera að eflast á ný, en þvi, að forystumaður þeirra um langt skeið, Hilar Baunsgárd, hefur nú dregið sig i hlé frá stjórnmálaþátttöku og einnig hallaði heldur undan fæti fyrir Kristilega þjóðarflokknum, en báðir þessir flokkar tilheyra ..Ágúst-flokkunum" svonefndu. Þegar á heildina er litið hefur þessi samsteypa bætt við sig fylgi og hlotið meirihluta í danska þinginu og hefur þá væntanlega skapazt grundvöll- ur til myndunar meirihluta- stjórnar í Danmörku, í fyrsta skipti um nokkurt árabil. Fylgishrun Vinstri flokksins undir forystu Paul Hartlings er einnig mjög athyglisvert, en um skeið var Vinstri flokkurinn orðinn mjög öflugur i dönskum stjórnmálum og jók fylgi sítt i kosningunum 1975 úr 22 þingsætum í 42 þingsætí, en tapar þeirri fylgisaukningu nú aftur og hlýtur 21 þingsæti. Vinstri flokkurinn var ekki reiðubúinn til þess að axla þær byrðar, sem ..Ágúst-flokkarnir" tóku á sínar herðar og virðist nú súpa seyðið af þvi Fram- faraflokkur Glistrups hefur ekki aukið fylgi sitt svo nokkru némi, en hefir engu að síður 26 þingsæti og verður því væntanlega stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn í danska þinginu. Hins vegar er eftirtekt- arvert, að engin sveifla til vinstri verður i þessum kosn- ingum, þvi flokkarnir til vinstri við jafnaðarmenn standa meira og minna i stað, en gamall flokkur sem eitt sinn kom mjög við sögu i dönskum stjórnmál- um, en hefur ekki átt fulltrúa um skeið, Réttarsambandið, hefur nú náð 6 þingmönnum kjörnum. Þessi úrslit i Danmörku ættu að verða mönnum lærdómsrik. Þau sýna, svo ekki verður um villzt, að þroski kjósenda er meiri en menn vilja stundum vera láta og að almenningur sér í gegnum þá flokka og þá stjórnmálamenn, sem vilja velja auðveldustu leiðina til stundar vinsælda, með ábyrgð- arleysi og tækifærismennsku, gagnrýna allt sem gert er, en leggja ekkert uppbyggilegt fram á móti. Kosningarnar í Danmörku eru ekki aðeins lær- dómsrikar fyrir danska stjórn- málamenn og flokka þar i landi Áhrifa þeirra getur víða gætt og þær ættu m.a. að verða nokkur uppörvun stuðningsmönnum ríkisstjórn- arinnar hér á landi, sem hafa haft áhyggjur :f þeim miklu erfiðleikum, sem rikisstjórnin hefur þurft að fást við. Þroski kjósenda hér á íslandi er ekki minni en i Danmörku. Að lok- um ber það starf, sem unnið er af festu, hugrekki og ábyrgð þann ávöxt, sem til er stofnað Erindrekstur Tímamanna Fyrir nokkrum dögum fár- aðist Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri Tímans, yfir þvi i forystugrein i blaði sinu, að hvatt væri til þess, að fylgzt væri rækilega með njósnastarf- semi og öðrum athöfnum Sovétmanna hér á landi. Nú hefur Jón Helgason, meðrit- stjóri Þórarins á Tímanum, bætzt í hópinn og hefur fengið lánuð orð úr orðabók þeirra, sem rita Prövdu í Moskvu, þeg- ar þá skortir rök, en þurfa að ráðast að sjónarmiðum, sem eiga sér trausta stoð í veruleik- anum. í forystugrein í Tíman- um gær, kemst Jón Helgason að þeirri niðurstöðu, að það sé ..sefasýki", ..æsiskrif", ,,fár- yrði", „ofstopi" og „njósna- hræðsla", þegar hvatt' er til þess, að fylgzt sé með starf- semi, sem beinist að þvi að grafa undan öryggi islenzka ríkisins Um þessi skrif beggja rit- stjóra Timans verður ekki ann- að sagt en það, að einkennilegt er það hlutverk, sem þeir Tíma- menn hafa tekið að sér á ís- landi að ganga erinda Sovét- manna með þeim hætti, sem þeir gera bæði i orði og á borði. ísland er með skjálfta. Það fer vist ekki á milli mála. Enda liggur það fram á lappir sínar þvert yfir hrygg með stærstu sprungu á At- lantshafi. sem skekur það eins og fegurðardís í megrunarhristivél. Þetta er raunar ekkert nýtt. Og öllu má venjast, svo sjálfsagt þyki. Það minnir á söguna af gömlu konunni, sem bjó i mannsaldur undir hlíijum Heklu, mesta eld- fjalls á íslandi Á efri árum kom hún til Hveragerðis. Þegar hún sá hverina og varð hugsað til heita vatnsins undir byggðinni, varð henni að orði: Að nokkur maður skulu þora að búa hér! íslendingar eru lika búnir að búa i þessu landi í 1100 ár, án þess að kippa sér sérstaklega upp við það. Til allrar hamingju hafa ekki fyrr verið til svo nákvæmir jarð- skjálftamælar sem þeir, er nú mæla titring, sem enginn maður finnur. Eða hraðvirkir fjolmiðlar til að tíunda þá. Ef svo hefði verið, væri þessi þjóð fyrir löngu orðin að taugahrúgu, eins og sagt er. Og sem betur fer hafa menn ekki fyrr gengið um og hallamælt landið með þvílfkri nákvæmni að ekki skeikar sentimetra, svo þjóðin getur í spenningi fylgzt með gló- andi hraunvellingnum á ferð hans fram og aftur undir fótum sfnum, eins og bolta á fþróttavelli og spáð f og veðjað um það hvort hann lendi í marki uppi á yfirborðinu. Raunar er það nægileg hroll- vekja, ef farið er að hugsa til þess, að meiri hluti þjóðarinnar hefur einmitt hreiðrað um sig ofan á sjóðandi vatni og sækir sér þang- að hlýju. En við höfum hingað til ekkert verið að búa okkur undir hrollvekjur, fremur en gamla kon- an, sem bjó undir hlfðum eldfjalls ins. Fátt mundum við gera í þessu landi, ef við ætluðum að hafa allt okkar á þurru. Þá mundum við hvorki fá jarðhita til að verma okkur eða rafmagn til birtugjafar. Meira að segja hafa nokkrir jarð- fræðingar slegið fram þeirri kenn- ingu, að ef jöklar halda áfram að dragast saman, þá muni Tungna árjökull hafa hörfað svo eftir 100 ár, að virkjanir við Tungnaá, f Sigöldu og Hrauneyjafoss fái ekki nægilegt vatn. Að vfsu verður þá löngu búið að borga þær og end ingartfminn liðinn. Æskilegast er auðvitað að áhættan sé minnkuð með sem mestri þekkingu fyrir- fram. Sú þekkingarleit er bara svo tfmafrek og fjárfrek, að hingað til hafa menn ekki viljað trúa því. Hrauneyjafossvirkjun var komin inn í myndina 1912, þegar Sætersmoen hinn norski gerði þar áætlun og sl. 20 ár hefur verið unnið þar að borunum og rann- sóknum. Vissa áhættu tökum við alltaf. Hve mikla er matsatriði. Hingað til höfum við verið Ijón- heppin. Kannski hafa allir okkar kjömu forsjármenn, sem réttu upp höndina til einróma ákvörðunar um að drffa snarlega f virkjun Kröflu, treyst því að lánið héldi áfram að leika við okkur. Og von- andi eigum við enn inni svolitla heppni. Hvað um það. Þessir sffelldu hitasóttarskjálftar á landinu okk- ar, þenja sýnilega taugarnar f okk- ur. Þvf taugaveiklaðri verðum við sem meira er mælt og við vitum meira af þeim. Nú berast fregnirn- ar samstundis með fjölmiðlum, f stað þess að fyrr var þess hæsta lagi getið f stöku annál nokkrum árum síðar. Þetta bætist við áhrif- in af skammdegisdrunganum al- eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR kunna, sem lagzt hefur á þjóðar sálina á umliðnum öldum á dimm- um vetrum. Lfklega eigum við Ifka heims- met f neikvæðu, sem ekki er að furða við þessar aðstæður Meðan skammdegismyrkrið grúfir yfir, jörðin skekst og sums staðar vaggar okkur sjóðandi hraun- kvika, er ekki að undra þó þaðfari svolítið á sálina f mannfólkinu. Raunar er kannski ágætt að geta fengið útrás fyrir svartsýnina með þvf að vera á móti — ja, hverju sem er. Það er árviss við- burður f skammdeginu, e.t.v. f dá- lítið auknum mæli nú, eftir að land tók að skjálfa, lyftast og sfga. Þá er ekki ónýtt að fá mál, eins og landhelgismál, Kröflumál, alls konar sakamál og fleira til að beina að kvfða og vanmáttugri reiði við máttarvöldin. Verst er þó að skammdegið og skjálftana ber að jafnaði upp á sama tfma, sem íslendingar eru af fullum krafti að ráða ráðum sínum og taka ákvarð- anir um nær allar sínar gerðir. Samkvæmt viðteknum Iffsstfl þjóta landsmenn út um hvippinn og hvappinn yfir bjart sumarið og taka sér frí frá amstri. Varla er hægt að ná litlum hópi saman til starfa og ákvarðanatöku. En f mesta skammdeginu er t.d. verið að setja saman fjárlög á aiþingi, fjárhagsáætlun f borgarstjórn og hjá sveitarfélögunum um allt land, sem krefjast undangenginnar ákvarðanatöku um hvað eina, og allir styrkir og verðlaun til lista- manna og annarra eru veitt þegar dimmast er. j öllu þessu er við- fangsefni fyrir neikvæðu. Svo get- um við blásið af yfir sumarið — þegar við viljum njóta lífsins áhyggjulaus með bros á vör. Varla að menn nenni að dreifa kjafta sögum eða hneykslast að nokkru gagni á náunganum. Lfklega er þessi Iffsstfll, sem við höfum komið okkur upp f erfiðu landi, ekki svo galinn. Þó þessir ffnu jarðskjálftamælar og halla- mælingar á landinu hafi kannski hert nokkuð mikið á neikvæðunni upp á síðkastið, þá hefur reyndar ekki skort nóg af viðfangsefnum fyrir svartsýni í vetur. Vonandi á sveiflan f lífsstfl okkar og skapi samt eftir að jafna sig, þegar frá líður og við erum betur búin að venjast tilhugsuninni um að búa ofan á veltandi hraunkviku, sem stöku sinnum fer lóðrétt upp á yfirborðið. Þetta er þó blessaður jarðhitinn, sem yljar okkur hér á norðurslóðum og gerir okkur Iffið bærilegra f köldu landi. Fátt er svo með öllu illt, að ei boði gott, syngja þeir f útvarpinu. Það má heimfæra á hraunkvikuna undir íslandi. Og það má meira að segja heimfæra á rokin okkar Blessað rokið! Að það er blessun- arvert höfum við getað séð með berum augum hér á Suðurlandi í veðurblfðunni að undanförnu. Marga daga hefur ósvikin mengunarsól blasað við himninum sfðdegis f höfuðborginni. Þessi rauðleita mistraða sól stórborg- anna hefur jafnvel vakið aðdáun fyrir fegurð. Mengunina fáum við sem aðrir, þegar blessuð rokin hreinsa ekki loftið. Nú, eða rign- ingin! Jafnvel henni er ekki alls varnað. Það má segja eins og Piet Hein (í þýðingu, sem ég sá ein- hvers staðar): Hve fagurgræn er grund og hjalli, glitrar lyngið rautt. Á regni er enginn annar galli en að það er blautt. Þannig tökum við gott með illu. Eitt hefur okkur á seinni árum lagzt til, til að æsa skapið og losa um taugaspennuna. Það er bless- að starfsmatið, sem stjórnvöld innleiddu fyrir nokkrum árum. Að sjálfsögðu metur hver maður sig og sitt starf eins mikils og hægt er. Enda er það hvati til þess að leggja sig fram. Allir þættir þess lenda þvf f samanburðinum við næsta starf fyrir ofan f efstu mörk- um eða kannski fvið ofan við þau mörk. Og þannig geta allir verið óánægðir og fengið kraft til að ráðast gegn aurum og mínútum, sporum og handtökum í heilagri reiði þess sem er misboðið. í þetta má eyða gremju heilla vetra ár eftir ár, f heila mannsævi. Og hefur maður þá ekki lifað til einsk- is. Nú stendur vonandi allt til bóta með taugaspennuna og skapið. Skammdegið er að vfkja fyrir hækkandi sól, veturinn fyrir vor- komunni. Og um leið og vetrar- lundin léttist, kemur velviljinn í garð vina og óvina, dómharkan tekurað bráðna og æsingurinn að dvfna. Maður verður góðveðurs- vinur f stað vondveðursvinur. Hraunsletta á kannski enn eftir að veita okkur lexíu. eins og eldur- inn eiginmanninum f Galway á írlandi á 16. öld. Þá var Francis Kirwan þar biskup og skipaði eiginmanninum umrædda að taka konu sína aftur f sambúð, hótaði honum ella eilífum hreinsunareldi. Eiginmaðurinn kvaðst betur mundu þola loga vítis en sambúð- ina við rexandi konuna Kirwan biskup sagði honum þá að halda hendinni yfir logandi kerti. Nokkr- ar mínútur dugðu. Þessi reynsla bætti snarlega hjónabandið. Og öllu var kippt í lag. Verst er að vegna þessarar ffnu tækni og nákvæmu mælinga verð- um við nú orðið margoft að taka út taugaskjálftann, hvernig sem fer. Áður fyrr gerðist það bara einu sinni, þegar ósköpin dundu yfir. Annars ekki. Nú byrjum við að kvíða og æsa okkur upp við fyrstu boð og vangaveltur spek- inganna, síðan aftur og aftur við hverja nýja aðvörun, og loks end- anlega, þegar það dynur yfir okkur og við verðum að fara að finna einhvern sökudólg, áður en við tökum til við að sleikja sárin og bæta tjónið. Dynji það ekki yfir, höfum við þó að minnsta kosti tekið út kvfðann — og e.t.v. nýtt hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.