Morgunblaðið - 17.02.1977, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRtJAR 1977
mánaðarlega, en blaðið hefur
raunar komið sjaldnar út og
stafar það af þvi að við höfum
ekki nægilegt fjármagn til þess
að gefa blaðið út svo oft. I vetur
fengum við betri aðstöðu með
tilkomu salar i kjallara Valhall-
ar. í þeim sal hefur nokkrum
sinnum verið gengist fyrir svo-
kölluðu „opnu húsi“ i vetur og
er þá um að ræða ýmis konar
starfsemi, aðallega skemmti-
starfsemi. t vetur hafa tekið til
starfa tvö hverfafélög innan
Heimdallar og eru miklar vonir
bundnar við starfsemi þeirra.
Hér er um að ræða félag ungs
sjálfstæðisfólks i Breiðholti
sem hlaut nafnið ,,Þór“ og félag
ungs sjálfstæðisfólks í Ár-
bæjarhverfi, sem heitir ,,Dag-
ur“. Áður var starfandi eitt
slíkt félag „Loki“, félag ungs
sjálfstæðisfólks i Voga- og
Heimahverfi. Þessi nýju félög
gera það að verkum að fleira
fólk tekur virkan þátt i starf-
inu.“
Hefur starfsemi Heim-
dallar breyst mikið á
undanförnum árum?
„Starf Heimdallar hefur ekki
breyst mikið nú á síðustu árum,
en ef litið er til lengra tímabils,
þá hafa orðið nokkrar breyting-
ar. — Helztu breytingarnar
sem orðið hafa eru þær, að
margs konar skemmtistarfsemi
fór fram á vegum félagsins fyrr
á árum. Slík starfsemí er nú
mun minni, sömuleiðis hefur
ferðastarfsemi á vegum félags-
ins nánast lagst niður, en slik
starfsemi var mjög blómleg áð-
ur. Annað starf er nokkuð svip-
að og pólitískt starf virðist mér
ekki hafa minnkað, heldur
jafnvel aukizt. Þessar breyting-
ar stafa fyrst og fremst af því,
að það er annað þjóðfélags-
ástand nú og mun meira úr að
velja fyrir fólk hvað varðar
skemmtanir, ferðalög og margt
fleira."
Hver eru helztu bar-
áttumálin í dag?
„Heimdallur berst fyrir
mörgum málum og frá þeim
verður ekki skýrt í stuttu svari
nema með þvi að stikla á stóru.
En ég vil nefna að við viljum að
dregið verði úr ríkisbákninu til
þess að svigrúm og ráðstöfunar-
tekjur einstaklinganna verði
meira. Við teljum að skatt-
heimta hins opinbera sé komin
langt fram yfir eðlilegt mark,
því verður að breyta.
Við höfum vakið athygli á
málum sem snerta ungt fólk
sérstaklega og bent á það, að í
ýmsum efnum væri það óvar-
lega farið að framtíðarmögu-
leikum unga fólksins væri ógn-
að. Ég nefni sérstaklega i þessu
sambandi mótmæli okkar við
því að heimilaðar skyldu vera
veiðar á þorski langt umfram
það sem fiskifræðingar telja
ráðlegt, þetta er mál, sem við
munum fylgjast vel með á næst-
unni og láta frá okkur heyra ef
sama rányrkjan og i fyrra á að
endurtaka sig á þessu ári.
Heimdallur hefur varað við
erlendum lántökum og barizt
fyrir því að úr þeim verði dreg-
ið. Erlendar lántökur hafa á
undanförnum árum verið allt
of miklar, enda erum við nú ein
skuldugasta þjóð veraldar. Það
skuldafen sem við erum komin
í hlýtur að takmarka möguleika
uppvaxandi kynslóðar til að
stjórna þjóðfélaginu og það er
hreint ábyrgðarleysi að halda
áfram á sömu braut hvað þetta
varðar. Heimdallur hefur lengi
barizt fyrir því að ungu fólki
verði auðveldað að koma sér
upp eigin húsnæði m.a. með
hagkvæmari lánafyrirgreiðslu.
Ég nefni þessi mál sérstak-
lega, en mörg fleiri mál væri
vert að nefna. Við viljum rétt-
látt þjóðfélag, sem byggir á
einkaframtaki og frelsi borgar-
anna. Stjórnmálastefna okkar
tekur því til margra og ólíkra
málaflokka, en það er skylda
okkar að leggja áherzlu á þau
mál sem varða unga fólkið sér-
staklega. Það hefur Heimdallur
gert og það mun félagið halda
áfram að gera. Kjörorð félags-
ins er „Gjör rétt, þol ei órétt“
— í anda þessa kjörorðs verður
félagið að starfa án tillits til
þess hvað er vinsælt í augna-
blikinu eða þóknanlegt eldri og
reyndari stjórnmálamönnum.“
flokksins á ákveðnum málum á tiltekinni
stundu á Alþingi eða i borgarstjórn. Með þessu
er ég ekki að gefá í skyn, að áhrif Heimdallar
hafi ekki verið fyrir hendi. Ég er í engum vafa
um, að Heimdallur hefur beint og óbeint haft
mjög mikil áhrif á stefnumótun Sjálfstæðis-
flokksins, bæði áþingi og i sveitarstjórnum. Slík
áhrif er ekki unnt að rekja til einstakra yfirlýs-
inga eða samþykkta Heimdallar, heldur stafa
þau af langvinnu og þrotlausu starfi. Auk mál-
efnaundirbúnings nú um fimm áratugi, hefur
Heimdallur leitt marga forystumenn sjálfstæð-
isflokksins til aukins þroska og haft óbein áhrif
á aðra.“ Telur þú að starf og áhrif Heimdallar
í Sjálfstæðisflokknum hafi breyst
frá þeim tima er þú starfaðir I
félaginu?
„Ég efast um að svo sé. Ég tel stöðu og áhrif
Heimdallar mikilvæga nú sem fyrr. En með
tilvisun til þess sem áður sagði, ítreka ég, að
áhrif Heimdallar eru ekki endilega bundin við
ákveðna afstöðu í tilteknum málum, heldur
miklu fremur af langvinnara starfi að stjórn-
málum.“
En hvað finnst þér almennt um
áhrif ungs fólks í Sjálfstæðis-
flokknum í dag?
„Ég tel það ekki þjóna sérstök-
um tilgangi að skilgreina hver áhrif unga fólks-
ins í Sjálfstæðisflokknum eru, annars vegar, og
áhrif eldra fólksins i Sjálfstæðisflokknum hins
vegar. Aðalatriðið er, að Sjálfstæðisflokkurinn
sé lífrænn flokkur, móttækilegur fyrir nýjum
áhrifum, en láti þó ekki ánetjast ýmsum ómerki-
Rætt við Geir Hall-
grímsson, formann Sjálfstæðisflokksins
0 í tilefni af 50 ára afmæli Heimdallar sneri blaðið sér til Geirs
Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og lagði fyrir hann nokkrar
spurningar um starfsemi Heimdallar og áhrif ungs fólks f Sjálfstæðis-
flokknum. Geir átti sæti i stjórn Heimdallar á árunum 1 944 til 1 953 en
formaður Heimdalíar var hann 1 952 til 1 953.
Ilvers minnist þú helst frá
starfsárum þínum I Heimdalli?
„Það er i senn svo langt síðan ég starfaði i
Heimdalli, að erfitt er í önn dagsins, með litlum
fyrirvara, að rifja upp ýmislegt, sem þá var helst
á dagskrá, en á hinn bóginn er ekki nógu langt
síðan til þess að ég sé farinn að rifja upp gamla
daga með þeim hætti, að ég geti svarað fyrir-
spurninni fullnægjandi. Ég hygg þó, að ég minn-
ist helst skemmtilegra samverustunda með sam-
herjum, og raunar einnig andstæðingum. Það
var töluverður samgangur milli stjórnmálafé-
laga ungra manna á þessum tíma, m.a. voru
haldnir tíðir kappræðufundir, sem voru í senn
skemmtilegir og höfðu gildi sem skóli, bæði
varðandi efnisundirbúning undir fundina og
varðandi ræðumennsku á fundunum sjálfum.
Þar var oft heitt í kolunum og áheyrendur
reyndu eftir fremsta megni að trufla andstæð-
ing sinn. Þá var stundum hiti meðal samherja í
félagsstarfseminni í Heimdalli, og fyrir kom að
gerðar voru stjórnarbyltingar. Ég man t.d. eftir
einni slíkri, þar sem allir meðstjórnendur mínir
voru felldir úr stjórn, en ég einn fékk að sitja
áfram sem formaður.
Þá birti eitt andstæðingablaðanna frásögn af
fundinum undir fyrirsögninni: „Uppstoppaður
hrafn í kríuhópi". Hins vegar þarf ekki að taka
fram, að samstarfið með nýju stjórnarmönnun-
um varð hið besta, og raunar runnu slíkar
fylkingar saman eða fjarlægðust á víxl, þannig
að ég man ekki einu sinni núna hverjir stóðu í
hverri fylkingu fyrir sig.
Höfðu aðgerðir og afstaða
Heimdallar í ákveðnum málum á
þessum árum afgerandi áhrif á
gerðir Sjálfstæðisflokksins, t.d. á
Alþingi eða í borgarstjórn?
„Ekki svo ég minnist. Ég held einnig að það sé
til of mikils ætlast, að aðferðir og afstaða Heim-
dallar hafi afgerandi áhrif á afstöðu Sjálfstæðis-
legum dægurflugum og sýndarmennsku í stjórn-
málastarfseminni. Áhrif i stjórnmálum byggjast
fyrst og fremst á málefnaáhuga, hugsjónaeldi og
þrotlausu starfi."
Eru að þínu mati nægileg
tengsl milli forystumanna ungra
sjálfstæðismanna og forystu-
manna flokksins? Eru þau með
öðrum hætti í dag en á stjórnarár-
um þínum í Heimdaili?
„Ég tel aldrei nægileg tengsl milli forystu-
manna ungra sjálfstæðismanna og forystu-
manna flokksins, hvorki þegar ég var í hópi
ungu mannanna, né nú. Ég hygg að þau séu ekki
með ólíkum hætti og þau voru þá, en þó skiptir
það máli, að á þeim árum var félagsstarfsemi
Sjálfstæðisflokksins e.t.v. ekki síst fólgin í fund-
um, sem bæði eldri og yngri menn sóttu, og þar
sem þeir tóku til máls. Með þeim hætti komu til
gagnkvæm áhrif og tengsl. Þetta mótaði að
minnsta kosti okkur, ungu mennina, sem sóttum
mjög mikið fundi hinna eldri og tókum þar
stundum til máls. Ég hygg að þetta þyrftu yngri
menn að gera enn i dag. Það er á slíkum
fundum, sem skoðanamyndun á sér stað, og oft á
tiðum stefnumótun."
Hvers vilt þú helst óska Heim-
dalli í framtíðinni nú á hálfra
aldar afmæli féiagsins?
„Ég hef skrifað afmæliskveðju til Heimdallar
í afmælisrit félagsins, og vil gjarnan endurtaka
niðurlagsorðin úr því ávarpi:
Sjálfstæðisflokkurinn og Heimdallur gera
miklar kröfur hvor til annars, og geta ekki án
hvors annars verið, ef hugsjónir eiga að rætast.
Um leið og Heimdalli eru þökkuð mikilvæg
störf i þágu sjálfstæðisstefnunnar um hálfrar
aldar skeið, er það afmælisósk mín félaginu til
handa, að Sjálfstæðisflokkurinn og Heimdallur
megi ávallt njóta styrks hvor af öðrum og full-
nægja þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar.“
„Heimdallur hef-
urhaftnukttáhrif
Formenn
Heimdallar
í 50 ár
% Hér fer á eftir skrá yfir þá
menn, sem gegnt hafa störfum
formanns Heimdallar s.l. 50 ár:
Pétur Hafstein, lögfræðingur
(látinn), 1927, 1929—30, Knútur
Arngrímsson, prestur (látinn),
1928 f.hl. árs. Jóhann Möller,
aðalbókari (látinn), 1928—29,
1933, Gunnar Pálsson, hrl„ 1929,
f.hl. árs, Thor Thors, sendiherra
(látinn), 1931, Guðmundur Bene-
diktsson, fyrrv. borgargjaldkeri,
1932, Sigurður Jóhannsson,
verzlunarmaður (látinn), 1934,
Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð-
herra, 1935—38, Jóhann Hafstein,
alþingismaður, 1939—42, Ludvig
Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri,
1943—45, Björgvin Sigurðsson,
hrl. 1946, Gunnar Helgason, fram-
kvæmdastjóri, 1947—49, Ásgeir
Pétursson, sýslumaður, 1950—51,
Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra, 1952—53, Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson, alþingismaður,
1954—55, Pétur Sæmundsen,
bankastjóri, 1956—57, Baldvin
Tryggvason, sparisjóðsstjóri,
1958—59, Birgir ísl. Gunnarsson,
borgarstjóri, 1959—62, Bjarni
Beinteinsson, lögfræðingur (lát-
inn), 1962—63, Styrmir Gunnars-
son ritstjóri, 1963—66, Ólafur B.
Thors, aðstoðarforstjóri, 1966—
68, Steinar Berg Björnsson, fram-
kvæmdastjóri, 1968—69, Pétur
Sveinbjarnarson, framkvæmda-
stjóri, 1969—71, Markús örn
Antonsson, ritstjóri, 1971—72,
Skúli Sigurðsson, lögfræðingur,
1972—73, Már Gunnarsson,
starfsmannastjóri, 1973—75, Jón
Magnússon, hdl., 1975—.
Pétur Hafstein. Fyrsti for-
maður Heimdallar.
AfmæUs-
hátíö
Heimdallar
4. marz n.k.
FIMMTÍU ára afmælishátfð
Heimdallar verður haldin í Þórs-
kaffi föstudaginn 4. mars n.k. og
hefst með borðhaldi kl. 19:30.
Veislustjóri verður Benedikt
Ólafsson, lögfræðingur.
Ávörp flytja; formaður Heim-
dallar Jón Magnússon, formaður
Sjálfstæðisflokksins Geir
Hallgrímsson, og Gunnar Helga-
son formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna i Reykjavík. Þá
verða nokkrir einstaklingar
sæmdir heiðursmerki félagsins
fyrir vel unnin störf í þágu þess.
Ómar Ragnarsson og Þrjú á Palli
sjá um skemmtiatriði ásamt
nokkrum fyrrverandi og núver-
andi Heimdellingum, síðan mun
dansinn dunatil kl. 02:00.
Miðapantanir eru í síma 8 29 00
og eru veittar allar frekari upp-
lýsingar.
Sjálfstæðisfólks í Reykjavík er
hvatt til að fjölmenna.