Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1977
25
af ,'Rauðu bókinni'
Dœmt í SÍA-málinu út
llialti grrfti (leirikröiur en t
drm.ngu höfundarlauna <
miskabóta M a voru Þ
kröfurum. aö ummæli i ..Rau
bókinni vrhu d*md ómei
þetm kröfum var hafnaft
dómnum. og þvi e.nn.g kröli
um birl.ngu dómsins Akvóro
hefur ekki verift tekin um ófr
un til Hrstaréttar
Dðminn kvaft upp B)örn
C.uhmundsson borgardómt
Meftdómendur voru Jón
Arnalds raftuneytisstjóri
Arnbjörn Kristinsson bokt
upphafi var kert vegna
aft eigendur bréfanna, sem
al I „Rauftu bókinni. 'töldu
aft þeim heffti verift
tér Heimdallur sagftist bafa
fengift bréfin fró K°r«“nb'£
inu en aldrei kom i
hváftan Morgunblaftiö •*«*
Þ*Hi»lti var ekki elnn um míla-
reksturinn. Tveir aftrir félagar I
SIA. Sðslalistafélagi Islend.nga
.„„.»1.».. i«»
vift Ileimdall Mál Mjana
tekift Ut ur. sem nokkurs kon.r
sókn var gerft I máliou Þvi var
S* M héraftadómi vegna
formgalla. og frá H*slar i
veena vanreifunar
1971 kom þa» *Yrtr ®?rí*r
dóm, eftir aft hafa verift lagt
,f fiífturstaíi dómsins var stt. aft
höfundarlaun eru 3 þusund
krónur til Hj.lt. B*tur vegna
argaríómar d.m.
mludaginn Helmdall.
ra sJálfsUrölsmaBna
Ifta höfuodarlaun og
sur tll Hjatta Krlstge
AslBöan var ólögma
lleimdatlar á elnkal
Rauftu bóklnnl . se
llur gaf Ut 1»M K'
nar var bréf og tkýrsl
SIA, sósfatlstafélagi
t austanljalds.
gefnndi
allt leggjast
prófmól
^Mikil og umfangsmiktl_
atburðir úr söau Heimdallar
l»ð líða,
p beinst
Égnvart
tnorjfur
' Finn-
i landi.
I>g her-
l'ngikúl-
, h»f-|
Jorg og
jfnframt'
(þremur;
Finn-j
■ miðjum
| norður
r hafu
• rúss-
§na Pet-
Finn-J
fifnin er
■>arna af
■b' feiknu 1
ptu varð
i hörfa'
laf hon-'
Moregs,1
r cltu
i eftir
I ianda-
|fa vak-1
I
íri
oamúðarvottur stúdenta
og Reykvíkinga tii finsku
þjóðarinnar
Avörp
til ísl
I. áese
R
íkisútvarpin
gær ávöri
Jendra stjórnm
íslensku þjóðai
efni fullveldisaf
ei'U þau svohljc
Frá Th. Stauni
forsætisráðherr
er með
j*'i; úskn fiilaii
frelxis- „g sjí
Meðau nivrk a|
r,'P|' göta Jijóði
tiéfknr glaðsi yl
>K skilningi. sei
|« grundvéili sáti
Frá Pcr Albii
forsœtisráðhe!
filand hefir i
niun uin alla fraii
tiorramu J.jóða-
ufi /Wand
bygðar og riektu
fÓPGANGA STfí
vitund. vann ,,
fnrslegf gjálfst*
20 "rttmt gliðuað
Jintt úr téngsliiij
og hluttekning, og var þetta fjöl-
mennasta stúdentaganga, sem hér
hafði sézt. Reykvíkingar samein-
uðust stúdentum í þúsundatali, og
var talið að :nnað eins mannhaf
hefði aldrei áður sézt hér í
Reykjavík samankomið eins og
við skrifstofu finnska aðalræðis-
mannsins.
Heimdallur félag ungra sjálf-
stæðismanna, brá einnig skjótt
við þennan dag, 1. desember 1939,
og boðaði til fundar í Varðar-
húsinu. Enda þótt fundurinn væri
boðaður með örstuttum fyrirvara
og ekki unnt að auglýsa hann i
blöðum eða útvarpi, var Varðar-
húsið þéttskipað áheyrendum og
mörg hundruð manns stóðu á
götunni fyrir utan og hlýddu á
umræðurnar um gjallarhorn, sem
komið hafði verið fyrir á húsinu
utanverðu. Ræðumenn á fundin-
um voru Bjarni Benediktsson,
sem þá var prófessor, Gunnar
Thoroddsen lögfræðingur og
undirritaður, sem þá var nýkjör-
inn formaður Heimdallar. Eg
minnti á það hvers vegna þessir
atburðir snertu okkur íslendinga
og minnti á þann norræna anda,
sem tengdi Norðurlandaþjóðirnar
fimm órjúfandi bræðra- og vin-
áttuböndum. Síðan sagði ég, að
þessi fundur Heimdallar ætti því
að vera einn þátturinn í þeim
votti samúðar og virðingar til
finnsku þjóðarinnar, sem íslenzka
þjóðin stæði að. En
Heimdellingar hefðu líka annan
tilgang með fundinum. Þeim
fyndist timi til kominn, að gerðar
væru upp sakir og mörkuð afstaða
til þeirra manna í okkar landi,
sem gerzt hefðu erindrekar þess
kúgunarvalds, er nú vofði yfir
frelsi finnsku þjóðarinnar.
Bjarni Benediktsson sagði m.a.,
að kommúnistar hefðu alltaf talið
þjóðerni og ættjarðarást
blekkingu, sem ætti að þurrkast
út. En reynslan sýndi, að þetta
væri öflugast vopnið til vegs og
viðgangs þjóðanna. Þetta hefðu
ráðamennirnir i Rússlandi séð, og
þess vegna hefðu þeir tekið upp
baráttu heima fyrir gegn öllum
þeim, sem ekki vildu kúga og
drottna og fylgja i blindni stefnu
kommúnista.
Gunnar Thoroddsen minnti á,
að kommúnistar væru yfirlýstir
byltingarmenn. Þeir gerðu að
vísu leik aó því að skipta um nöfn
á flokknum og kjörorðum. En í
öllum sínum verkum hefðu
kommúnistar sýnt, að þeir búa
yfir byltingaráformum. Hættan
væri ekki aðeins inn á við. Hún
væri einnig út á við. Þar sætu
kommúnistar alltaf á svikráðum
gegn þjóðinni. Þess vegna yrði öll
þjóðin að sameinast i þvi að
uppræta kommúnisma úr þjóðlífi
íslendinga.
Heimdallur hefur ætíð haft
forystu um að vara við hættunni
af kommúnismanum. Það var lika
svo að kommúnistar höfðu öðru
hlutverki að gegna 1. desember
1939 en að votta Finnum samúð
vegna hernaðarlegrar innrásar
Sovétherjanna. Þeir hlökkuðu
yfir innrás Rauða hersins í
Finnland og kölluðu samúð með
finnsku þjóðinni aðeins „Finna-
galdur" eða eitthvað þvi um líkt.
Þeir gátu ekki dulið eðli sitt
fremur en í hinum heimsfrægu
málaferlum Stalíns um 1936 gegn
samherjum úr Kommúnista-
flokknum. Kommúnistar hér
töldu að Stalín hefði leitt svikara
fyrir réttláta dómstóla, þar sem
þeir hefðu „spriklað eins og laxar
í neti“ og engu átt að týna fyrir
nema lífinu. Siðar kom að vísu
annað hljóð i strokkinn, þegar
þeim þótti þaö henta betur. Þá
mátti lesa orðrétt þessa lýsingu á
dýrðinni i riki kommúnismans í
ritstjórnargrein Þjóðviljans hinn
7. apríl 1956: „Ráðamenn í Sovét-
ríkjunum og nokkrum alþýðu-
ríkjanna hafa lýst þvi yfir, að þar
í löndum hafi um skeið viðgengizt
mjög alvarlegt ástand í réttarfars-
málum. Saklausir menn hafa
verið teknir höndum, þeir hafa
verið ákærðir gegn betri vitund
með upplognum gögnum, sumir
þeirra hafa á einhvern óskiljan-
legan hátt verið knúnir til að játa
á sig afbrot, sem þeir höfðu aldrei
framið. Sumir þessir menn voru
teknir af lífi, aðrir settir í fang-
elsi. Ráöamenn í þessum löndum
játa þannig, að þar hafi verið
framin hin herfilegustu glæpa-
verk, sem hljóta að vekja viðbjóð
og reiði heiðarlegs fólks um allan
f.’im."
Þegar íslendingar lýstu samúð
slnni með Finnum vegna innrásar
Rauða hersins, höfðu
kommúnistar hérlendis aðra sögu
að segja. Þeir hafa ef til vill verið
að hugsa á þessa lund með skáldi
sínu:
„Sovét — ísland,
óskal andið,
— hvenær kemur þú?
Á morgun?
Hvenær? Hvenær?"
Jóhann Hafstein
30. marz
1949
„Kommúnistar og nánustu
áhangendur þeirra ætluðu sér að
koma í veg fyrir það að Alþingi
gæti samþykkt aðild islands að
NATO. Þeir virtust staðráðnir I
því að beita valdi, ef allt annað
myndi bregðast. Við í stjórn
Heimdallar ákváðum að leita til
félagsmanna okkar, og biðja þá að
vera viðbúna ásamt öðrum lýð-
ræðissinnum að koma niður að
Alþingishúsi daginn sem greitt
var atkvæði um aðildina í
þinginu, og hjálpa til þess að
varna kommúnistum inngöngu í
þinghúsið, en ljóst var að þeir
voru að skipuleggja árás á þing-
húsið.“ Þannig kemst Gunnar
Helgason að orði í viðtali í 45 ára
afmælisriti Heimdallar en í við-
talinu er m.a. fjallað um
aðdraganda atburðanna við
Alþingishúsið 30. marz 1949 en
Gunnar var formaður Heimdallar
á árunum 1947 til 1949. Hér fer á
eftir útdráttur úr viðtalinu:
„Það var Róstusamt á þessum
árum i Evrópu og einna helzt leit
út fyrir það, að Rússar ætluðu að
beita her sfnum til þess að leggja
undir sig alla álfuna. Þeir tóku öll
lönd Austur-Evrópu og innrás var
gerð inn í Grikkland. Það má
segja, að innrásin í Tékkóslóvakiu
og valdaránið þar hafi opnað
augu lýðræðissinna i Vestur-
Evrópu og þ. á m. hér á íslandi,
fyrir hættunni, sem stafaði af út-
þenslustefnu heims-
kommúnismans, sem var stjórnað
frá Kreml. Maður varð áþreifan-
lega var við það hér á landi, að
lýðræðissinnar sáu hættuna, sem
stafaði frá kommúnistunum, og
aldrei fyrr gengu t.d. eins margir
í Heimdall og á þessum árum. Á
árunum 1945—1949 bætast 500
nýir félagar i Heimdall á ári.
Heimdallur var öflugasta æsku-
lýðsfélagið, sem barðist á móti
kommúnistum og mikið lif var í
félaginu. Árlega voru haldnir
margir almennir fjöldafundir og
á einu starfsári voru fluttar 50 til
60 framsöguræður á þessum
fundum, fyrir utan umræður og
alltaf voru fundarsalir þétt-
setnir."
Hélduð þið aldrei kappræðu-
fundi með Æskulýðsfylkingunni?
„Jú það voru margir slíkir
fundir. Eftir valdarán Rússa í
Tékkóslóvakíu árið 1948, skoruðu
Heimdellingar á útsendara
kommúnista hér að taka þátt i
kappræðufundi, þar sem valda-
ránið var til umræðu. Fundurinn
fór fram í Sjálfstæðishúsinu þann
9. marz það ár. Ræðumenn Heim-
dellinga voru Geir Hallgrimsson,
Jóhann Hafstein, Stefán Frið-
bjarnarson og ég sem formaður
Heimdallar. Það varð heldur lítið
um • varnir kommanna fyrir
þessum atburðum í
Tékkóslóvakiu og þeir höfnuðu
boði um það að taka þátt í fundi
allra stjórnmálasamtaka ungra
manna í landinu. Sá fundur var
haldinn engu að síður í Austur-
bæjarbiói þann 12. mars sama ár.
Þá töluðu Ólafur H. Ólafsson og
Pétur Guðjónsson fyrir okkur
Heimdellinga. Kommúnistar boð-
uðu fund 15. marz og var hann
haldinn í Samkomusal Mjólkur-
stöðvarinnar. Þar reyndu þeir að
komast hjá því að ræða atburðina
í Tékkóslóvakíu, en ræddu aftur á
móti um innanlandsmál, sem bar
ekki mikinn árangur og fóru þeir
jafn illa út úr þessum fundi sem
fundinum í Sjálfstæðishúsinu.
Jóhann Hafstein og Sigurður
Bjarnason voru ræðumenn okkár
á Mjólkurstöðvarfundinum."
Það hefur verið mikil þjóðernis-
kennd í ungum íslendingum á
þessum árum rétt eftir lýðveldis-
stofnunina.
„Það er rétt og fundu lýðræðis-
sinnar glöggt þörfina á því að
styrkja raðir sínar gegn áhrifum
kommúnismans og,um leið verja
lýðræðið og frelsi þjóðarinnar.
Enginn vissi hvaða þjóð yrði næst
undir hælnum á sovézka hernum.
Ég held að mér sé öhætt að segja
að Heimdallur hafi haft forystuna
á þessu sviði, en við höfum nána
samvinnu við unga framsóknar-
menn og unga jafnaðarmenn og
aðra lýðræðissinnaða æsku."
Átök ykkar ungu lýðræðis-
sinnanna ná svo hámarki við
kommúnistana, þegar Island
ákveður aðild sina að Atlantshafs-
bandalaginu.
„Það er siðasta árið sem ég
gegndi starfi formanns Heim-
dallar, og þá var heldur betur
róstusamt hér á landi. Það rann
fljótlega upp fyrir lýð-
ræðisinnum, að deilurnar um
öryggismálin yrðu átakameiri en
við höfðum átt að venjast hér.
Kommúnistar og nánustu
áhangendur þeirra ætluðu sér að
koma í veg fyrir það að Alþingi
gæti samþykkt aðild íslands að
Nato. Þeir virtust staðráðnir í því
að beita valdi, ef allt annað myndi
bregðast. Við i stjórn Heimdallar
ákváðum að leita til félagsmanna
okkar, og biðja þá að vera við-
búna ásamt öðrum lýðræðis-
sinnum að koma niður að
Alþingishúsi daginn sem greitt
var atkvæði um aðildina í þing-
inu, og hjálpa til þess að varna
kommúnistum inngöngu í þing-
húsið, en ljóst var að þeir voru að
skipuleggja árás á þinghúsið."
Þingið afgreiddi aðildarmálið í
marz. ..
„Það var mikil ólga í Reykjavfk
allan marzmánuó og hinn 29.
marz misstu kommarnir stjórn á
sér og föru hamförum um bæinn
og brutu m.a. rúður í Sjálfstæðis-
húsinu við Austurvöll. Daginn
eftir, þann 30, marz, var greitt
atkvæði um málið i þinginu og
öllum var ljóst að
kommúnistarnir ætluðu sér að
rjúfa þinghelgi og koma þannig í
veg fyrir samþykktina. Þá voru
lýðræðissinnar hvattir niður á
Austurvöll og menn beðnir að
raða sér i kringum húsið í marg-
faldri röð, þannig að búinn var til
margfaldur mannlegur múr, sem
ofbeldislýður kommúnista komst
ekki í gegnum og fólkið stóð kyrrt
og rólegt undir grjótkasti
kommúnista þar til þingið hafði
gengið frá samþykktinni. Liðs-
menn kommúnista söfnuðust
saman á Lækjargötu og komu svo
i einum stórum hóp á Austurvöll,
þar sem þeir upphófu grjótkast á
mannfjöldann og, þinghúsið, og
síðan lögðu þeir til atlögu við
fólkið við þinghúsið en þeir
komust aldrei inn. Lögreglan kom
á vettvang og upphófust einhver
mestu ólæti sem um getur hér í
Reykjavík sem stóðu yfir milli 3
og 4 klukkutíma. Nokkrir
slösuðust úr röðum beggja. Tára-
gasi var beitt gegn óróa-
seggjunum en því miður urðu
ýmsir saklausir borgarar fyrir
barðinu á því þegar lætin stóðu
sem hæst. þar sem ekki var svo
auðvelt að greina ólátaseggina frá
hinum friðsama borgara í öllu
mannhafinu á Austurvelli."