Morgunblaðið - 17.02.1977, Page 41

Morgunblaðið - 17.02.1977, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA Í0100KL. 10— 11 , FRÁ MÁNUDEGI áður er vafasamt að hann hafi mannsæmandi íbúð. Um frítíma á heimilinu er ekki að ræða (en það er víst hjá fæstum í þessu yfir- vinnu þjððfélagi). Staðsetning skólans veldur því að allan að- drátt til heimilis þarf að sækja um langan veg. Flestum bæjarbú- um ætti að vera það ljóst að raf- magn út á landsbyggðinni er dýr- ara en í borg og bæjum. Við hér höfum sjálfvirkan síma en á með- an reykvíkingar geta hringt í öll svæðisnúmer innan 91 getum við hringt í 26 númer gegn sömu greiðslu á skref . Segjum að þessi kennari eigi tvö börn sem stunda nám í menntaskóla. Þau þurfa þá að sækja annað — það hefur í för með sér ýmsan aukakostnað. Stað- setning skólans veldur því að ekki er mögulegt fyrir allar eiginkon- ur kennara að fá starf við sitt hæfi, þar af leiðir að hann er eina fyrirvinna heimilisins. Hvernig fer hann að því að framfleyta fjölskyldu sinni á ofangreindum launum? Það er ekki hægt og þess vegna gfípur hann fegins hendi alla þá aukavinnu sem gefst. 0 Námskeið • ' í sumarfríum Kennarinn hefur frí í þrjá máp- uði á ári eins og sagt er. Æskilegt þykir og sjálfsagt að hann verji nokkrum tíma á hverju ári þ,e, sumarmánuðunum í að sækja námskeið nemendum og sjálfum sér til ávinnings. Best væri að hann gæti sótt öll námskeið sem haldin eru í kennslugreinum hans. Þar sem flestir kennarar kenna fleiri en tvær greinar og námskeiðin standa í eina til þrjár vikur gæti svo farið að hann not- aði allt að niu vikur af leyfi sínu í að afla sér menntunar og til að reyna að standast þær kröfur sem til hans eru gerðar. En vegna þess hve lágt launaður kennarinn er reynir hann að nýta hverja þá stund sem hann hefur frí til að afla aukatekna og gengur því I hvaða starf sem býðst i sumarfríi sinu oft fjarri heimili sínu. Þetta veldur því að kennarinn verður án þess sumarleyfis sem öllum er nauðsynlegt að fá og mætir út- keyrður á sál og líkama til kennslu að hausti. A þessu verður að ráða bót. Æskan í landinu er meira virði en svo að kasta megi til höndum við uppeldi hennar. Því finnst mér að rétt sé að stuðla að bætt- um kjörum kennara fremur en draga úr. Með þessu áframhaldi á launaskerðingu þeirra verða að lokum engir kennarar í landinu. Og þó — kannski þeir sem búnir eru að vinna allt sitt lif svo mikla yfirvinnu að þeir um fimmtugt eru orðnir útkeyrðir aumingjar af brauðstriti einu saman. Launamisrétti innan kennara- stéttarinnar er svo kapituli út af fyrir sig. 3145—7734. Þessir hringdu . . - % Lítið eftirlit í frímínútum? Móðir: — Mig langar til að koma hér á framfæri smá fyrirspurn til kenn- ara um hvernig gæzlu sé háttað í frímínútum á leiksvæði skólanna. Getur það verið að aðeins einn kennari sé við gæzlu í frímínút- um, eða eru þeir kannski alveg hættir því? Ég spyr vegna þess að dóttir min, sem er níu ára, hefur margoft orðið fyrir alls kyns hrekkjum í frímínútunum og eru það oft vondir hrekkir, en ekki saklaust grín og gaman. Það hef- ur stundum kveðið svo rammt að þessu að hún blátt áfram þorir varla að fara í skólann. Það er erfitt fyrir litla stúlku að þola svona hrekki og skólinn er nú svo sem ekki eini staðurinn sem börnin verða fyrir hrekkjum á, þetta gerist ekki síður í strætó og víðar á almannafæri. Geta nú ekki foreldrar og aðrir fullorðnir tekið höndum saman um að reyna að lagfæra þetta, hér verður að verða breyting á og það gildir sjálfsagt líka gagnvart eldra fólk- inu, það er oft verið að hnýta i gamla fólkið, sem er á ferli veikt og lasburða í strætisvagni t.d. Væri ekki lika hægt að hafa einn tíma í hverri viku í stundaskránni þar sem leiðbeint væri um al- menna hegðun og umgengni. Það geta ekki öll heimili veitt slíka fræðslu, foreldrar vinna kannski bæði úti og litill timi er fyrir nám og leiðbeiningar fyrir börnin, en hér þyrftu skólarnir að bæta þetta upp. Á þann hátt geta börn- in e.t.v. lært að umgangast hvert annað betur og taka tillit til ann- arra, og ekki síður til gamals fólks og þeirra sem á einhvern hátt minna mega sín. Hvað ungur nemur gamall temur. Umsjón: Margeir Pétursson Á meistaramóti skákfélagsins Burevestnik í Leningrad kom þessi staða upp í skák sovétmann- anna Lukins, sem hafði hvitt og átti leik, og Korelovs. Svartur hafði fórnað manni og hugðist nú fá hann til baka með betra tafli. Hvítur var þó ekki á þvi og fann enn snjallara framhald: 23. Dxe5! dxe5 24. Hxf7+ Kd6 (Eða 24.. . Ke8 25. He7+ Kd8 26. Hxb7 og hvitur vinnur) 25. Be7 + Kd7 26. Bc5+ Ke8 27. IIe7+ Kd8 28. Rxe6+ og svartur gafst upp. Jafnir og efstir á mótinu urðu þeir Nepomnjasin og Shashin. HÖGNI HREKKVÍSI Hve oft ertu búinn að lenda í kattaslag í þessari viku? Stúdentar úr öldunga- deild MH brautskráðir Hinn 29. janúar s.l. voru braut- skráðir stúdentar úr öldunga- deild Menntaskólans við Hamra- hllð. Við lokaathöfn haustannar- innar fengu nemendur afhentar einkunnir og stúdentar voru brautskráðir en kennsla er jafn- framt hafin á vorönn. Að þessu sinni voru 14 stúdent- ar brautskráðir en tveir nemend- ur deildarinnar höfðu lokið próf- um nógu snemma til þess að gefa fylgst með nemendum skólans og tóku við skirteinum sinum 22. desember. Áður höfðu 109 nemendur lokið stúdentsprófi frá deildinni og með þessum 16 til viðbótar er fjöldinn því kominn upp i 125. Sjö nemendur luku prófi i félagskjörsviði, 4 i nýmála- sviði, 3 í náttúrusviði og 2 í eðlis- sviði. Hæstar einkunnir hlaut Elísabet Sigurðardóttir og er pröf hennar hæsta próf sem tekið hef- ur verið við skólann á þessu skóla- ári. Stúdentar öldungadeildarinnar ásamt Guðmundi Arnlaugssyni rektor og Hjáimari Ólafssyni konrektor. úr\dls saltkiöt.... Werzalit þarf ekkert viðhald er auðvelt að þrífa og er sérstaklega áferðarfallegt. WERZALIT SÓLBEKKIR fást í marmara, palisander og eikarlitum. WERZALIT HANDRIÐALISTAR fást í moseeg lit. Afgreiðsla í Skeifunni 19 Werzalit er góð fjárfesting. W TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR hf. Skeifunni19, Klapparstig 1, símar 85244 og 18430.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.