Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1977 Flugsamgöngur vid Vestfirði: Öryggisbúnadi flugvalla er víd- ast ábótavant IIALLDÓR E. Sigurðsson sam- gönguráðherra sagði T svari við fyrirspurn Sigurlaugar Bjarna- dóttur (S) um tryggari flugsam- göngur við Vestfirði, að hér ð landi væri nú 96 flugvellir, mis- jafnir að gæðum, sumir varla meira en nafnið eitt. Tækja- og öryggisútbúnaði flugvalla væri víða ábótavant og nær hvergi full- kominn. Fjármagn hefði skort og skorti enn til að gera það átak f þessum málum, sem þó væri mjög brýnt. Af 37 völlum, sem nýttir væru til póst- og /eða áætlana- flugs, hefðu aðeins 8 fullkomna lýsingu: Reykjavík, Keflavfk, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsa- vfk, Egilsstaðir, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Vestfirðir væru verst settir landshluta, sam- göngulega séð, en réttur vettvang- ur til að knýja fram úrbætur þar, og raunar annarsstaðar Ifka, væri að tryggja fjárveitingar á fjárlög- um til framkvæmda. Ræða fyrirspyrjanda, Sigur- laugar Bjarnadóttur, fer hér á eft- ir: Það er óhætt að segja, að þróun flugmála á tslandi hafi verið hröð, frá því að hún hófst, fyrir þrjátíu til 40 árum. Um hundrað flugvellir eru nú á landinu, að vísu harla misjafnir að stærð og útbúnaði — margir varla meira en nafnið eitt. Tækja- og öryggis- búnaði er í flestum tilfellum alls ekki fyrir að fara og í næstum öllum mjög svo ábótavant. Af þeim 37 flugvöllum, sem notaðir eru annaðhvort til póstflugs eða áætlunarflugs hafa aðeins átta það fullkomna lýsingu, að lending í myrkri sé möguleg. Þessir átta vellir eru i Reykjavik, Keflavík, á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðam, Hornafirði og í Vest- annaeyjum. Á öllum Vestfjörðum er enginh flugvöllur með nætur- lýsingu, þ.e. föstum brautarljós- um. Vafalaust er þó sá landshluti hvað verst settur, hvað snertir samgöngu á vetrum, þegar sam- göngur teppast langtímum saman af snjó og skipaferðir í algeru lágmarki — á hálfsmánaðar til þriggja vikna fresti. Þetta eru óþægilegar staðreyndir, sem hafa i för með sér einangrun og öryggisleysi bæði að því er snertir flutninga á fólki og vörum að og frá fjórðungnum — og hverskon- ar þjónustu sjúkra- og neyðarþjónustu. Með þessu er ekki verið að gefa í skyn að Vestfirðir hafi beinlínis af ásetningi eða sérstakri van- rækslu verið settir hjá í þessu tilviki, miðað við aðra landshluta. Hér mun fremur um að kenna sérstaklega erfiðum aðstæðum frá náttúrunnar hendi. T.d. hinar háu fjallshlíðar kringum þröngan fjarðarbotn gera aðstæður allar til aðflugs á ísafjarðarflugvöli sérstaklega erfiðar, enda mun það ekki ofmælt, að mörgum þeim sem fljúga til Isafjarðar í fyrsta skipti sé um og ó síðustu minút- urnar fyrir lendingu. Það eru ein- mitt þessi háu fjöll og þrengsli, sem gera það að verkum — segja talsmenn flugmálastjórnar — að útiloka að heita má að koma við næturflugi til Ísafjarðar nema þá hugsanlega með því að lýsa upp fjallshlíðar og brúnir, sem myndi hafa óhæfilegan kostnað í för með sér. Við Patreksfjarðarflugvöll er svigrúm nokkru meira og telur flugmálastjórn þann flugvöll rétt á mörkunum við að hægt sé að koma þar við lýsingu til nætur- flugs. Má ætla, að hún hljóti að koma þar fyrr eða síðar. Myndi það að sjálfsögðu stórauka öryggi flugsamgangna til syðri hluta Vestfjarðakjálkans en koma hins- vegar nyðri hlutanum að tak- mörkuðu gagni bæði vegna mik- illa fjarlægða og erfiðra fjallvega, sem eru tepptir af snjó mánuðum saman á ári hverju. En það er fleira en vöntun á brautarlýsingu, sem veldur erfið- leikum við flug til Isafjarðar og þá fyrst og fremst að vetrinum. Þar kemur einnig til vindáttin — og það á við allan ársins hring. Standi t.d. vindur af suðaustri, þarf ekki nema golu til, að ólend- andi á flugbrautinni. Getur þetta, í meinleysisveðri, hamlað flugi dögum saman. Af þessum orsök- um sérstaklega er spurt um, í öðrum lið fyrirspurnar minnar, hvort athugaðir hafi verið mögu- leikar á lengingu og endurbótum á flugbrautum við Holt í Önund- arfirði og í Bolungarvík sem mundu þannig geta nýtzt ísafjarð- arflugi sem varabrautir, þegar suðaustanáttin hamlar lendingu á ísfirði. Segja má, að vísu að lend- ing í Holti komi að takmörkuðu gagni fyrir ísafjörð og nær- iiggjandi byggðir Vestfjarða á meðan ekki er vetrarfær vegur yfir Breiðadalsheiði, sem er eip af hinum meiriháttar samgöngu- vandamálum Vestfirðinga, sem áherzlu verður að leggja á að leysa. Má benda á Mjólkurflutn- inga. En nokkuð öðru máli gegnir um Bolungarvík, sem er í svo til PETUR Sigurðsson (S) og Sverr- ir Hermannsson (S) endurflytja frumvarp sitt til laga um umboðs- mann Alþingis. Mælti fyrri flutn- ingsmaður fyrir þvi i neðri deild Alþingis í gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi að sameinað þing kjósi slíkan umboðsmann til fjög- urra ára í senn. Umboðsmaður skal hafa sömu menntun og kraf- izt er af hæstaréttardómara. Um- boðsmaður fjallar um opinbera stjórnsýslu ríkis og og sveitarfé- laga (undan eru þó skilin Alþingi, dómstólar í dómsathöfnum, Þjóð- kirkjan, trúarkenningar sem og vissir þættir sveitarstjórnar- mála). Meginhlutverk umboðs- manns Alþingis er að gæta réttar- stöðu og öryggis hins almenna borgara gagnvart opinberri stjórnsýslu (kerfinu), opinberum stjórnvöldum og starfsmönnum. Hann tekur við kvörtunum á hendur opinberum stjórnvöldum og sýslunarmönnum landsstjórn- arinnar frá fólki, sem þykir mis- gert við sig, rannsakar þær, og ef þær skoðast á rökum reistar, legg- ur hann til, hvað sé til bóta því, sem áfátt er. Jafnframt hefur hann frumkvæði um tillögugerð að bættri stjórnsýslu almennt. í greinargerð er tilhögun um- boðsmannsstarfs lýst þannig í hnotskurn: 1. Starfar í þágu þegna þjóðfé- lagsins og auðveldar þjóðþingi að veita stjórnarvöldum aðhald. 2. Er sjálfstæður bæði gagnvart stjórnarvöldum framkvæmdar- valds og þjóðþingi um úrlausn einstakra mála. 3. Nýtur virðingar og áhrifa sakir sjálfstæðis, hlutleysis, mik- illar þekkingar og sanngirni. 4. Tekur við kvörtunum út af rangindum stjórnarvalda eða á sjálfur frumkvæði að könnun á atferli stjórnarvalda. 5. Rannsakar mál á hlutlausan hátt, aflar skjala og vitneskju Halldór K. Sigurlaug Sigurdsson. Bjarnadóttir. stöðuugu vegarsambandi við isa- fjörð, þótt Óshiíðin milii ísafjarð- ar og Bolungarvíkur sé raunar ekki alltaf mjög frýniieg til um- ferðar. — Á Þingeyri við Dýrafjörð er all- góð flugbraut, þar sem áætlunar- vélar Flugfélags Islands geta lent, enda heldur félagið uppi áætlun- arferðum þangað tvisvar í viku. Hefir isafjarðarvélin iðulega nú upp á síðkastið notað þann flug- völl, þegar ólendandi er á Ísafirði. En þar er Breiðdalsheiðin aftur hinn þungi þrándur í götu á vetr- um og vegalengdin til Isafjarðar einnig allmiklu lengri og erfiðari en úr Holti. Eins og háttvirtum þingmönn- um er kunnugt, setti Flugráð s.l. haust nýjar og auknar takmark- anir á innanlandsflug Flugfélags Islands á þá flugvelli, þar sem lýsing er ófullkomin eða ekki fyr- ir hendi. Þessar nýju takmarkan- ir stytta enn flugtimann að vetrin- um til, sem þó var stuttur fyrir og vissulega munar um hvert kortér- ið, þegar skammdegið stendur sem hæst, en samgöngu þörfin á sama tima hvað mest — í desem- bermánuði — bæði með tilliti til fólks og vöruflutninga. Að sjálf- sögðu er veðurfarið hverju sinní hér stór og afgerandi þáttur — og það fáum hvorki við alþingis- Framhald á bls. 28 með skýrslum stjórnarvalda og einstaklinga. 6. Viðhefur málsmeðferð, sem er skjótvirk, einföld og kostnaðar- lftil. 7. Hefur ekki vald til að ákveða viðurlög við misgerðum. I Svíþjóð og Finnlandi eru umboðsmenn þó saksóknarar. Hann hefur ekki heldur vald til að afturkalla, ógilda eða breyta stjórnsýslugern- ingum. Aðaltæki hans eru álits- gerðir. 8. Gefur víðast hvar árlega skýrslu um starfsemi sína. Er hún prentuð og birt opinberlega. 9. Gefur kvartanda skýringu, ef hann vísar kvörtun frá, með því að hún er utan verksviðs hans eða ekki á rökum rengelsi o.s.frv. til almenns aðhalds eða til rannsókn- ar einstakra mála. 11. Er til aðstoðar hverjum og einum þegn, sem til hans vill leita. Ekkert kostar að bera fram kvörtun við umboðsmann. Kvart- andi skal ekki þurfa að útvega sér aðstoð lögfræðings á eigin kostn- að. Umboðsmaður fylgir máli hans fram með nægilegum hraða. 12. Er almennt athugull um, hvort ekki sé einhvers staðar að finna brotalamir eða ósamræmi í lögum eða reglugerðum, og gerir tillögur til endurbóta. Er fjallað itarlega um þetta nýja fyrirkomulag, sem lagt er til að tekið verði upp, í greinargerð- inni, en fyrirmyndin er sótt til Norðurlanda, þar sem það þykir veita hinum almennu borgurum mikla réttarvernd einkum þeim, sem veigra sér við kostnaði af öðrum leiðum til að leita réttar síns. Fyrri flutningsmaður frum- varpsins, Pétur Sigurðsson, hreyfði þessu máli fyrst á Alþingi árið 1970. Alþýðuflokkurinn hef- ur lagt fram sérstakt frumvarp (1977) um umboðsnefnd Alþing- is, eftir v-þýzkri fyrirmynd. Umboðsmaður alþingis: Réttarvernd borgaranna — gagnvart kerfinu ÁSGEIR Bjarnason, forseti sameinaðs þings, mælti nýverið fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt fjórum öðrum þingmönnum, um söfn- un og úrvinnslu fslenzkra þjóð- fræða. Framsaga hans fer hér á eftir: „Á þskj. 126 flytjum við 5 alþm. þáltill. um söfnun og úr- vinnslu íslenzkra þjóðfræða. Eins og till. þessi ber með sér, þá fjallar hún um það að safna upplýsingum um líf og störf manna á liðnum áratugum og i öðru lagi að vinna úr þeim upplýsingum, sem kunna að fást við söfnun þessa. Það segir sig sjálft, að söfnun íslenzkra þjóðfræða, þ.e. lífsvenjur manna, vinnubrögð þeirra og listiðkun hverfur úr huga fólks með hverju ári er líður. Hvort tveggja er að aldnir falla í Ásgeir Bjarnason alþingisfor- seti. Söfnun og úrvinnsla íslenzkra fræða: Lífsvenjur, vinnu- brögð og listiðkun genginna kynslóða valinn og nýir siðir, nýir þjóð- hættir ryðja sér braut og eldri venjur hverfa í skugga þess nýja. Við íslendingar erum taldir vera þjóð sögu og sagna og vilj- um gjarnan vita sem mest frá liðinni tíð. Og varla hittast tveir eða fleiri Islendingar án þess að þeir vilji vita um ættir hvors annars, helzt ef hægt er til sögualdar, þannig er ættfræðin okkur í blóð borin og eins er með margt annað sagnfræðilegs eðlis, sem okkur leikur hugur á að vita. Ættir er hægt að rekja eftir kirkjubókum og stærstu viðburðir þjóðarinnar sem heildar eru einnig vfða skráðir og hægt að fá þær upplýsingar síðar meir í dagblöðum, ritum og mikið víðar, ef vel er leitað. En lif og störf fyrri tíma eru ekki jafnaðgengileg og því þarf að gera sérstaka herferð i því að leita uppi þá eldri menn, sem lifðu þessa tíma og geta sagt frá því, sem algengt var i lífi og störfum þjóðarinnar fyrir mörgum áratugum síðan. Ýmsir munu hugsa sem svo, að ekki liggi mikið á i þessum efnum, en það er fjarstæða, því að einmitt þeir sem elztir eru og muna langt aftur i timann, hverfa smám saman af sjónar- sviðinu með hverju árinu sem liður. Því þarf að hraða söfnun þessari sem mest að hægt er. Hálfnað er verk þá hafið er. S.l. sumar ferðuðust margir ungir menntamenn um landið til þess að safna gömlum fróð- leik og þennan fróðleik og árangur þessarar söfnunar hafa hv. þm. þegar fengið útbýttri skýrslu um og liggur hún á borðum hjá hv. þm. og aétla ég ekki um það að ræða. En betur má ef duga skal, því að enn þá er marga að hitta og þótt lif manna áður fyrr væri á ýmsan hátt einfaldara í sniðum en nú er, þá var það samt mjög fjölþætt, því að atvinnulif heimilanna náði yfir allt það, er nú tilheyrir okkar atvinnulifi, landbúnaði, iðnaði og sjávarút- vegi. Sérhæfingin hefur smá- þróast hin síðari ár, ekki aðeins það, að atvinnuvegirnir séu sundurgreindir hver frá öðrum, heldur og það, að nú er innan hvers atvinnuvegar komin sér- hæfing og ótal sérfræðingar. Áður urðu allir helst að geta gert alla hluti, geta gripið inn í öll þau heimilisstörf, sem til féllu án tillits til þess, hvort tilheyrði iðnaði, sjávarútvegi eða landbúnaði. Till. þessi ef samþykkt verður felur það i sér að rikis- stj. er með henni veittur stuðn- ingur Alþ. til þess að verja meira fjármagni til þessara mála en verið hefur eða að efla þjóðháttadeild Þjóðminjasafns, sem hefur þessi mál með höndum. Herra forseti. Ég vona, að hv. alþm. taki máli þessu vel. Ég legg til, að umr. um till. þessa verði frestað, þegar henni er lokið að þessu sinni og málinu vísaðtil hv. fjvn.“ Mál afgreidd til þingnefnda ÞINGSTÖRF gengu vel og átakalítið í gær. í efri deild voru þrjú frumvörp afgreitt til þriðju umræðu, eftir með- ferð í þingnefndum: Við- bótarsamningur milli ís- lands, Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar um aðstoð í skattamálum; Framlag íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins; Lífeyrissjóður bænda. 1 neðri deild var Skatta- lagafrumvarpið afgreitt til fjárhags og viðskipta- nefndar (og 2. umræðu) með 26 samhljóða atkvæð- um. Til annarrar umræðu og nefnda voru ennfremur afgreidd eftirfarandi til- lögur og frumvörp: Siglingalög (tryggingar sjómanna); Umboðsmaður Alþingis (réttargæzla al- mennings gagnvart stjórn- sýslukerfinu); Heimild til að selja Húseiningum hf. í Siglufirði húsnæði Tunnu- verksmiðju ríkisins; Hundraðföldun á verðgildi íslenzkrar krónu (þings- ályktunartillaga Lárusar Jónssonar). AIÞMGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.