Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1977 rð Revkiavíkiir 30 ára: 500 manns á sjó og landi „I dag rekur Bæjarútgerðin 4 skut- togara/ sagði Marteinn Jónasson framkvæmdastjóri BÚR, „en það eru Bjarni Benediktsson, Snorri Sturluson, Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Þar til fyrir nokkrum mánuðum var Þormóður goði einnig með í spilinu, en hann er nú í vélarhreinsun og viðgerð og óvíst er hvernig hann heldur áfram í myndinni Þá rekum við frystihúsið á Granda, saltfiskverkun, skreiðarverkun og síldarvinnslu Alls vinna hjá okkur um 500 manns að meðaltali á sjó og landi " Marteinn hefur verið framkvæmda- stjóri BÚR frá þvi upp úr 1 960 er hann kom i land og lét af skipstjórn, siðast á Þorkeli mána, en þar áður hafði hann m.a verið með Bjarna riddara Ingólfur Arnarson að koma til hafnar f Reykjavfk sökkhalðinn fiski. í DAG eru 30 ár liðin siðan fyrsti nýsköpunartogari ís- lendinga kom til landsins. Hann var sá fyrsti af 32 stórum togurum sem Nýsköpunarstjórnin lét smíða fyrir íslendinga. Á forsiðu Morgunblaðsins daginn eftir að togarinn kom til landsins, er sagt frá glæsilegri komu skipsins til Reykjavikur og sagt er frá þvi, að þúsundir Reykvíkinga hafi fagnað Ingólfi Arnarsyni i glampandi sól. „Það var bjart yfir Reykjavík i gær þegar Ingólf- ur Arnarson, fyrsti nýsköp- unartogarinn sigldi fánum skreyttur inn á höfnina. For- sjónin hafði séð fyrir þvi, að Reykjavik gat tjaldað sínum fegursta skrúða, þegar hún fagnaði komu hins glæsilega skips, sem ber nafn land námsmanns hennar," segir i Morgunblaðinu. Fyrstu framkvæmdastjórar BÚR voru Sveinn Benedikts- son og Jón Axel Pétursson, en auk þeirra hafa gegnt framkvæmdastjórastarfi þeir Hafsteinn Bergþórsson, Þor- steinn Arnalds og núverandi f ramkvæmdastjóri er Marteinn Jónasson. For- maður stjórnar BÚR er Ragnar Júliusson skólastjóri. en hann tók við af Sveini Benediktssyni sem um langt árabil hafði gegnt því starfi. Sveinn var stjórnarformaður BÚR þegar floti fyrirtækisins var endurnýjaður með skut- togarakaupum, en hann var jafnframt formaður skut- togaranefndar ríkisins sem skipulagði kaup fyrstu skut- togaranna á árum Viðreisnar- stjórnarinnar. Við höfðum tal af nokkrum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum BÚR í tilefni dagsins og fara viðtölin hér á eftir: Cr frystihúsi BUR I gær. Ljósmynd Mbl. RAX. Kaupverð togarans var hins vegar rétt liðlega 3 millj kr " ,,Hvar eru skipm um þessar mundir?" „Nú allra síðustu daga hafa þau venð við Kögur, Grunn, Hala og í Þverálnum á Vestfjarðamiðum Fyrir nokkrum vikum voru skipin hins vegar út af Jöklinum, í Vikurálnum og Eld- eyjarbankanum " „Þessa undirstöðu má borgina aldrei vanta" „Nú þegar Bæjarútgerð Reykjavikur er 30 ára er vert að minnast þess, að hún var stofnuð á sínum tíma til þess að tryggja eðlilega hlutdeild Reykja- víkur í útgerð landsmanna og þá fyrst og fremst í togaraútgerðinni," sagði Sveínn Benediktsson i spjalli við Mbl „Bjarni Benediktsson, sem var borgarstjóri i Reykjavík," hélt Sveinn áfram „frá ársbyrjun 1941 til febrúar 1 947, beitti sér fyrir þvi og fékk sam- þykkt í borgarstjórn, að borin var fram af hálfu borgarinnar krafa um, að út- hlutað yrði til útgerðaraðila í borginni % hlutum þeirra þrjátiu og tveggja togara, sem ráðgert var að endurnýja togaraflotann með, þ e sem næst þvi hlutfalli togara, sem gerðir höfðu verið út frá Reykjavik á árunum milli styrjald- anna Ef ekki fengist næg þátttaka frá einstaklingum eða togarafélögum lýsti borgarstjórnin þvi yfir, að hún myndi fyrir hönd borgarinnar kaupa og gera út þá togara, sem nægðu til þess að þetta hlutfall í heildarútgerð togaraflota landsins héldist. Reykjavik hafði byggzt upp á 19 öldinni á atvinnu sem skapaðist fyrst „Það borgar sig að byggja tíl fram- tíðarinnar” Þorsteinn Arnalds Hafsteinn Bergþórsson „Þetta hefur hjarað svona," sagði Marteinn. „eins og aðrar togaraút- gerðir, en aflinn í gegnum árin er mikill og þetta mjakast allt í vikunni var Snorri Sturluson t.d að landa 270 tonnum Mannskap, nei, það er síður en svo erfitt að fá mannskap, það þarf ekki að kvarta yfir þvi og þegar togararnir eru í landi eru eilifar upphringingar Varðandi Ingólf Arnarson, fyrsta togara BÚR, þá landaði hann alls 94 þúsund tonnum og það þýðir hvorki meira né minna en 5000 miJljón króna verðmæti miðað við verðgildi í dag að ráði með skútuöldinni. en verulegur skriður komst þó ekki á framfarir í borginni fyrr en með togaraútgerðinni. Togaraútgerðin var sú ómissandi undirstaða sem atvinnuöryggi í Reykja- vík þurfti að byggjast á Fyrstu fram- kvæmdastjórar Bæjarútgerðar Reykja- vikur vorum við Jón Axel Pétursson Jón Axel Pétursson annaðist fram- kvæmdastjórn lengi með Hafsteini Bergþórssyni, en ég hvarf til annarra starfa eftir rúmt ár, en átti lengi sæti í útgerðarráði, siðast sem formaður þess um árabil Þorsteinn Arnalds sem lengi hafði verið skrifstofustjóri, varð fram- Grímur Jónsson stýrimaður við Sigurjón Stefánsson skipstjóri. stýrimannsstólinn. Ragnar Júlíusson st jórnar BÚR. formaður Hannes Pálsson skipstjóri Jón Axel Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.