Morgunblaðið - 17.02.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1977
21
Heimdallur
gefur út
afmælisrit
I TILEFNI af 50 ára afmæli
Heimdallar kemur út mjög
vandað afmælisrit sem tilbúið
verður til dreifingar mánudaginn
21. febrúár.
I afmælisritinu eru fjölmargar
greinar um hin ýmsu málefni, má
þar til nefna greinar eftir;
Anders Hansen, Bessi Jóhanns-
dóttur, Björn Bjarnason, Davíð
Oddsson, Ernu Ragnarsdóttur,
Friðrik Sophusson, Hrafn Gunn-
laugsson, Jón Magnússon, Jón
Orm Halldórsson, Jón Steinar
Gunnlaugsson, Kjartan Gunnars-
son, Lindu Rós Mikaelsdóttur,
Magnús Magnússon, Tryggva
Gunnarsson, Vilhjálm Egilsson,
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Þor-
stein Pálsson. Auk þess er í ritinu
ávarp formanns Sjálfstæðis^
flokksins, Geirs Hallgrímssonar.
Afmælisritið er 101 síða að
stærð og verður því dreift til full-
trúaráðsmeðlima félagsins svo og
til þeirra er greitt hafa ársgjald
félagsins. Auk þess verður það
fáanlegt á skrifstofu Heimdallar í
Valhöll, Bolholti 7.
I ritnefnd 50 :ra afmælisrits
Heimdallar eiga sæti þeir Jón
Gunnar Zoega, Pétur Svein-
bjarnarson og Björn Hermanns-
son.
Gjallarhorn,
málgagn
Heimdallar
ÁRIÐ 1973 kom út i fyrsta skipti
blaðið „Gjallarhorn", málgagn
Heimdallar. Gjallarhornið kom
einungis út einu sinni það árið og
síðan lá útgáfa þess niðri þar til í
janúar 1976. En það ár kom blaðið
út reglulega einu sinni í mánuði
meðan skólar störfuðu. Það sem
af er þessu ári hefur blaðið komið
út einu sinni og er ráðgert að það
komi reglulega út yfir vetrar-
mánuðina.
Gjallarhorni er dreift i skólum
og á vinnustöðum i Reykjavík.
Rætt
við
Birgi
ísleif
Gunn-
arsson,
borgar-
stjóra,
formann Heimdallar 1959 til 1962
0 Fyrstu kynni mfn af Heimdalli voru á menntaskólaárum mfnum. Á þeim árum fór
ég að lesa ýmsar fræðibækur um stjórnmál og þegar ég var f þriðja bekk Mennta-
skólans f Reykjavfk gekk ég I félagið. Það hvarflaði ekki að mér að sú ákvörðun að
ganga f Heimdall ætti eftir að hafa jafn afgerandi áhrif á Iff mitt og sfðar varð.
Starfsemi Heimdallar var I senn skóli og barátta. I félagsstarfinu fengum við þjálfun f
að koma fram, halda ræður, reyndir stjórnmálamenn miðluðu okkur af þekkingu sinni
og síðast cn ekki sfst lærðum við að berjast fyrir skoðunum okkar. Áhersla Heimdallar
á einstaklingsframtakið og frjálshyggju hefur mótað þá menn, sem starfað hafa f
félaginu, en margir þeirra manna hafa sfðar orðið fórystumenn þjóðarinnar. Stefna
Heimdallar hefur þvf haft meiri áhrif á gang íslenskra þjóðmála heldur en margur
gerlr sér grein fyrir.
Þannig fórust Birgi Isleifi Gunnarssyni,
borgarstjóra orö er við ræddum við hann f
tilefni af 50 ára afmæli Heimdallar. Birgir
tók virkan þátt f starfsemi Heimdallar
meðan hann var við nám i menntaskóla og
háskóla og átti m.a. sæti f stjórn Heim-
dallar á árunum 1954 til 1962. Formaður
Heimdallar var Birgir 1959 til 1962. Við
kosningar til borgarstjórnar Reykjavfkur
1962 skipaði Birgir áttunda sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins og tók sæti í
borgarstjórn að kosningum loknum. Þá
var Birgir kjörinn borgarstjóri i Reykja-
vík frá 1. desember 1972 en forysta Sjálf-
stæðisflokksins í borgarmálum hefur ekki
sist mótast af því að til starfs borgarstjóra
hafa jafnan valist ungir menn. Við
spurðum Birgi fyrst, hvort einhver sér-
stakur atburður hefði orðið þess valdandi
að hann gekk i Heimdall?
Allir féllu nema Geir
— Ekki minnist ég neins sérstaks
atburðar i því sambandi en ég man að
þennan sama vetur og ég gekk í félagið
voru mikil átök um hverjir ættu að vera i
stjórn félagsins. Aðalfundurinn þá um
veturinn var mjög fjölmennur enda höfðu
allir aðilar óspart smalað á fundinn. Geir
Hallgrimsson, núverandi forsætisráð-
herra, hafði verið formaður félagsins árið
áður og gaf hann kost á sér til endurkjörs
ásamt nokkrum öðrum úr fyrri stjórn. I
kosningunum féllu allir þeir sem verið
höfðu í fyrri stjórninni, nema Geir, sem
var endurkjörinn.
— A menntaskólaárum mínum var tölu-
verður pólitiskur áhugi meðal ungs fólks
en hin andlega kúgun í kommúnista-
rfkjunum var þá mjög til umræðu. I MR
var Framtiðin aðalvettvangurinn fyrir
pólitíska umræðu. Þarna stigu margir sín
fyrstu spor í ræðustól og menn lærðu að
fjalla um málin á grundvelli umræðna og
færa rök fyrir skoðunum sínum. Það
dugði ekki að tala digurbarkalega út í
hornum. Þú þurftir að vera tilbúinn að
takast á við andstæðinginn á málfundi.
Eitthvað byrjaði ég að tala á málfundum i
skólanum en þegar ég gekk i Heimdall
fékk ég mína fyrstu þjálfun í ræðu-
mennsku.
Að sjá hugsjðnir
rætast eykur
manni kjark
— Ég er ekki í neinum vafa um að hvort
sem menn stefna að því að taka virkan
þátt í stjórnmálum eða ekki þá er þátttaka
í stjórnmálafélögum fólki til mikils gagns
í lífinu. Þar fá menn þjálfun sem
skólarnir hafa vanrækt að veita. Menn
læra að tjá sig munnlega hvort sem það er
úr ræðustól eða yfir borð. Þarna hafa
pólitisku félögin hlaupið undir bagga og
tekið við þegar skólakerfið hefur brugðist.
Skólafólki er kennt að skrifa ritgerðir og
er það góðra gjalda vert, en það gleymist
að hinn venjulegi borgari þarf til muna
oftar að tjá sig munnlega en skriflega.
Þegar ég tók við formennsku hafði
vinstri stjórn verið við völd í landinu.
Barátta gegn henni mótaði mjög allt starf
félagsins og Sjálfstæðisflokksins i heild.
Við börðumst hart gegn haftastefnunni
sem sú ríkisstjórn hélt uppi og stefna
viðreisnarstjórnarinnar var þvi fagnaóar-
efni. Með stefnu viðreisnarstjórnarinnar í
efnahagsmálum náðu hugmyndir Heim-
dellinga um meiri frjálshyggju i efnahags-
málum og afnám haftanna fram að ganga.
Það að sjá hugsjónir sínar rætast eykur
manni kraft til að takast á við ný verkefni
og þannig var það á fyrstu árum viðreisn-
arstjórnarinnar. Heimdellingar voru órag-
ir eins og jafnan við að láta skoðanir sinar
uppi þó þær færu ekki alltaf saman við
skoðanir þeirra, sem valist höfðu til
trúnaðarstarfa fyrir flokkinn á þingi og í
borgarstjórn.
— Undirbúningur borgarstjórnar-
kosninganna í Reykjavík 1962 hefur orðið
mér öðru fremur minnisstæður enda hafa
þeir mánuðir, sem sá undirbúningur stóð,
haft meiri áhrif á líf mitt og fjölskyldu
minnar heldur en ég sá fyrir. Þá var tekið
upp prófkjör, þó ekki væri það eins opið
og nú er. Heimdellingar vildu mjög gjarn-
an fá fulltrúa i borgarstjórn og ég varð
fyrir valinu. Félagar i Heimdalli lögðu
áherslu á að koma sinum manni að og
lögðu á sig mikla vinnu — og þarna hef ég
setið síðan.
Uppeldisstöð
forystumanna
þjóðarinnar
— Á árunum fyrir 1960 setti yngra
fólkið fram kröfur um opnara stjórnmála-
starf og fyrsti visirinn að því var prófkjör-
ið 1962. Það átti þó eftir að taka langan
tima og mikla baráttu að opna starf Sjálf-
stæðisflokksins eins og við vildum. Próf-
kjörið 1962 var t.d. til muna lokaðra
heldur en síðar varð. Fyrst þegar ég hóf
þátttöku i pólitísku starfi var t.d. enginn
kjörinn fulltrúi ungs fólks í miðstjórn
flokksins — yfirleitt voru þetta eldri þing-
menn. Ungir menn knúðu fram þá breyt-
ingu að þingflokkurinn kysi sina fulltrúa i
miðstjórn og landsfundur flokksins aðra.
Þar með var opnuð leið til að koma ungu
fólki í miðstjórnina.
— Heimdallur hefur á síðustu árum
gert rhikið til að tryggja setu ungs fólks á
Alþingi og í borgarstjórn. Þannig tók ég
sæti i borgarstjórn 1962, Styrmir Gunnars-
son var fyrsti varaborgárfulltrúi á
árunum 1966 til 1969, Ölafur B. Thors og
Markús Örn Antonsson tóku sæti í borgar-
stjórn 1970 og Davið Oddsson 1974. Ungt
fólk barðist fyrir kosningu Ellerts Schram
til Alþingis 1971 og Ragnhildur Helga-
dóttir var úr röóum ungra sjálfstæðis-
manna þegar hún tók sæti á þingi.
Skortir ungt fólk
f framvarðasveit
flokksins
— Eitt finnst mér hafa verið áberandi í
stjórnmálabaráttu ungs fólks en það er
hversu erfitt er fyrir unga menn og konur
að brjótast úr forystu i félagsmálum og
inn á lista til þing- eða sveitarstjórnar-
kosninga. Þetta var erfitt þegar ég fór
fram 1962 og virðist enn vera erfitt. Við
sjáum, að undanfarið hefur forysta i
félagsstörfum ekki dugað til.þegar skipað
hefur verið á framboðslista. Menn hafa
orðið að geta sér gott orð á öðrum sviðum.
Það er vissulega gott að þetta fari saman
.og það getur aukið tengsl manna við um-
hverfi sitt. En við megum ekki gleyma því
að þátttaka í stjórnmálafélögum og félags-
starfi er ákveðinn skóli, sem veitir
ómetanlega reynslu, sem ekki er hvað síst
nauðsynleg þeim, sem þurfa að axla póli-
tiska ábyrgð. x
— Mér finnst nokkuð skorta á að ungt
fólk hafi komið inn i þann hóp, sem skípar
framvarðasveit flokksins og þá sérstak-
lega á þingi. Þetta sýnir þó raunverulega
aðeins að ungt fólk og félög þess þurfa að
berjast fyrir sinum mönnum. Reynslan
sýnir að það eru margir sem sækja á
annars staðar að. Eg hef verið það
heppinn að borgarstjórnarflokkur Sjálf-
stæðisflokksins hefur endurnýjast
nokkuð ört og inn í þann hóp hafa komið
nýir menn með ferskar skoðanir og
stefnan hefur þvi stöðugt endurnýjast.
— Ég er lika þeirrar skoðunar að auka
þurfi þátttöku ungs fólks i starfi Sjálf-
stæðisflokksins. Það þarf fleira fólk til
þátttöku en hvati að þvi getur ekki komið
ofan frá — þetta verður að koma frá unga
fólkinu sjálfu. I fyrsta lagi verða félög
þess að laða til sín ungt fólk með málefna-
baráttu og síðast en ekki síst verður ungt
fólk sjálft, að berjast fyrir rétti sínum
innan flokksins sem i þjóðfélaginu
almennt.
Þátttaka ungs fólks
á að koma í veg fyrir
stöönun í stefnumálum
— Það fer ekki milli mála að ungt fólk
er róttækara í skoðunum en þeir eldri og
þannig hlýtur það að verða. Við getum
ekki sagt að einhver skoðun sé réttari en
önnur heldur verða menn að vera tilbúnir
til að rökræða um skoðanir sinar á mál-
efnalegum grundvelli. Þátttaka ungs fólks
á að geta orðið til þess að koma í veg fyrir
stöðnun í stefnumálum flokksins.
Kveikjan að lifvænlegri stefnu hlýtur að
koma frá þeim yngri.
— Persónulega á ég Heimdalli mikið að
þakka. Þátttaka í starfsemi félagsins hef-
ur haft mikil áhrif á mig og lif mitt. Ég sá
það ekki fyrir að það ætti eftir að verða
hlutskipti mitt að takast á hendur stjórn-
málastörf sem mótað hafa líf mitt og fjöl-
skyldu minnar eins og raunin varð . Félag-
ið hefur mótað þann grundvöll sem ég hef
starfað eftir og ekki sist veitt mér styrk i
þeirri baráttu sem ég hef staðið í. Ég er
félaginu og öllum þeim félögum þess, sem
ég hef kynnst þakklátur fyrir ánægjuleg-
ar stundir og þann styrk, sem þau kynni
hafa veitt mér i lifi minu og starfi. Það er
von mín að Heimdallur megi áfram verða
það afl, sem haldi vöku þjóðarinnar í
baráttunni fyrir frelsi einstaklinga til
orðs og athafna.
„Kveikjan að lífvæn-
legri stefnu hlýtur að
koma frá þeim yngri”