Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977
HVAÐ mótar pólitískar hugmyndir ungs
fólks?. . . Hvaða gildi hefur hugmynda-
fræði stjórnmálaanna fyrir ungt
fólk?. . . Spurningar sem þessar leita oft á hug
manna, þegar rætt er um þátttöku ungs fólks í
stjórnmálastarfi. Við báðum fimm félaga Heimdall-
ar að svara fyrrnefndum spurningum og jafnframt
því hvers vegna viðkomandi hefði gegnið í Heim-
dall og hvar þau vildu staðsetja Sjálfstæðisflokk-
inn í hinu pólitíska litrófi. Fara svör þeirra hér á
eftir:
„Ungt fólk tekur
tillit til skoðana
Heimdallar"
— Rósa Hilmarsdóttir, 18 ára nemi í
Verzlunarskóla Islands
• Þróunin í alþjoðamálum síðustu
áratufíi held óg að hafi öðru fremur
mótað pólitískar skoðanir mínar og þar
sem Heimdallur berst fyrir skoðunum
og hugsjónum sem öðrum fremur sam-
rýmast mínum skoðunum þá gekk ég í
félagið og tók þált i starfinu.
Heimdallur gegnir bezt hlutverki
sínu með því að beita sér fyrir stjórn-
málaf ra'ðslu, fundahöldum og útgáfu-
starfsemi. Með því gerir hann þeim er
áhuga hafa kleift að fylgjast með því,
sem er að gerast í þjóðfélaginu á hverj-
um tíma og breiðir jafnframt út skoð-
anir sínar. Og ég verð félaginu og hug-
sjónum þess bezt að gagni með því að
taka þátt í starfseminni og kynna skoð-
anir félagsins út á við.
Hvað viðvíkur áhrifum Heimdallar
út á \ íð og áhrifum lélagsmanna á
stjórn og ályktanagerð félagsins, þá er,
hvað það fyrra snertir, óhætt að segja,
ef dæma má af því umtali og þeirri
athygli er ályktanir Heimdallar hafa
vakið að undanförnu, að almenningur,
og ekki sízt ungt fólk, tekur tillit til og
veitir athyglí skoðunum félagsins.
Ályktanir þess falla ekki í grýttan jarð-
veg. Unt áhrif félagsmanna á ákvarð-
anatöku og gerðir stjórnarinnar er erf-
iðara að dænta, en þó held ég að áhuga-
samir félagsmenn hafi alltaf mögu-
leika á því að koma skoðunum sínum á
framfæri og hugðarefnum sínum í
framkva'md.
„Heimdallur ötulasta
baráttuhreyfingin gegn
kommúnismanum"
— Sigurbjörn Magnússon, 17 ára nemi
í Menntaskólanum i Reykjavík
0 Stjórnmálaskoðanir mínar hafa
ekki hvað sízt mótazt af lestri mann-
kynssögu og íslenzkrar stjórnmálasögu.
Við þetta bættist svo lestur dagblaða og
þá um leið spurnir af því hvernig hinar
ýmsu hugmyndafræðistefnur reyndust
í veruleikanum á hinum ólíkustu stöð-
um jarðarinnar.
Þar er stjórnmálaáhuginn var mikill
var næsta skrefið að ganga í eitthvert
stjórnmálafélagið til að móta frekar
skoðanir mínar og finna góðan jarðveg
fyrir þær. Eg valdi Heimdall því að
Heimdallur er sterkasta og virkasta
lýðræðis- og frjálshyggjuhreyfing
ungra manna á íslandi og um leið ötul-
asta baráttuhreyfingin gegn kommún-
ismanum og útbreiðslu hans.
Heimdallur getur eins og áður sagði
skapað jarðveg fyrir skoðanir mínar og
áhuga. Heimdallur gefur mér gott '
tækifæri til þess að fylgjast með þjóð-
félagsumræðu með fundahaldi og út-
gáfustarfsemi. Utgáfustarfsemin er
ákaflega þýðingarmikil og mættí gjarn-
an auka hana í tilefni 50 ára afmælis-
ins. Heimdallur skapar mér einnig
tækifæri til þess að afla mér góðrar
þekkingar með fundum, leshringjum
og fyrirlestrum. Einnig getur Heim-
dallur veitt þjálfun og æfingu í ræðu-
mennsku.
I dag á sér stað í skólum, vinnustöð-
um og hvar sem fleiri en tveir eru
saman komnir mikil moldvörpustarf-
semi kommúnista, er leitast við að
grafa undan lýðræðinu. Ég held því að
ungt hugsandi fólk hljóti að leita álits
og skoðana sterkasta andkommúnista-
aflsins á Islandi, auk þess sem það fólk
er þátt tekur í störfum félagsins hverju
sinni á eftir að móta stefnu stærsta
stjörnmálaflokks landsins síðar meir.
Ef við spyrjum okkur sjálf að því
hvaða tilgangi það þjónar að vera fé-
lagi í Heimdalli má raunar svara því
með öðrum spurningum: Vilt þú hafa
áhrif á umhverfi þitt? Er þér sama
hvernig þjóðfélagi þú lifir í? Viltu hlúa
aðlýðræðinu? Með veru þinni í félag-
inu ertu um leið þýðingarmeiri þegn í
þjóðfélaginu. Og með veru þinni í
Heimdalli hefur þú aðstöðu til aó
leggja góðu málefni lið og vinna að
framgangi áhugamála þinna.
„Lífshamingjuna
er ekki að finna
í gömlum skruddum
Karls Marx"
— Sighvatur Karlsson, 18 ára nemi í
Menntaskólanum við Tjörnina
0 Mótun minna pólitísku viðhorfa hef-
ur ráðist að mestu af sannfæringu
minni og að sjálfsögðu umhverfi mínu.
Frelsi einstaklingsins í þjóðfélaginu á
að vera óskert og réttindi hans gagn-
vart öðrum einstaklingum virt í hví-
vetna. F’instaklingurinn verður að vera
frjáls og jákvæður í lífsskoðunum sín-
um og hafa rétt til að byggja sjálfur
upp hinn sígilda píramída lifs síns og
hafna síðan eftir eigin skoðunum og
gerðum á þeim stað sem þær kunna að
bera hann í þjóðfélaginu.
Heimdallur styður það þjóðfélags-
form er við nú búum við og hefur
einfalda, skiljanlega stefnuskrá, sem
ég berst fyrir því það er margt í því
þjóðfélagi er við nú búum í er mætti
betur fara.
Við unga kynslóðin, sem höfum
heyrt talað um og lesið um síðustu tvær
heimsstyrjaldir og sjáum hversu fór
fyrir þeim þjóðum er stóðu upp eftir
þessar styrjaldir með kennisetningar
Karls Marx við stjónvölinn í stað frels-
isins, getum ekki sætt okkur við að
slíkt gerist einnig hér. Það fólk hér á
landi er þessum kenningum hefur
ánetjast finnst mér skorta sagnfræði-
lega og þá um leið raunsæja mynd af
veruleikanum. Það bregður fyrir sig
tilvitnunum i stað eigin orða og virðist
trúa því í einfeldni sinni að einhverja
lífshamingju sé að finna í gömlum
skruddum Karls Marx.
Sjálfstæðisflokkurinn er öðrum
flokkum fremur fulltrúi þess þjóð-
skipulags er ég trúi á, enda er hamn í
raun flokkur allra stétta. Hann er þess
umkominn að gera mér fremur kleift
að lifa sem nytsamir þjóðfélagsþegn í
frjálsu þjóðfélagi og geta komið skoð-
unum minum á framfæri eftir eigin
óskum og þörfum.
„Það þýðir ekki
lengur að þegja"
— Olafur Sverrisson, 17 ára nemi i
Menntaskólanum í Reykjavík
0 Hvað er það sem mótar st jórnmála-
skoðanir fólks? Yfirleitt held ég að
uppeldi eigi stóran þátt í þeirri mótun.
í mínu tilfelli er það þannig að gegnum
árin hafa foreldrarnir óneitanlega haft
mikil áhrif. En ég er svo heppinn að
foreldrar mínir hafa litt reynt Viljandi
að hafa áhrif þar á, svo við getum sagt
að ég hafi sjálfur mótað mínar stjórn-
málaskoðanir með tilstyrk ýmissa þó.
Þegar ég ákvað því að ganga í stjórn-
málafélag var Heimdallur hið eina sem
byggði á þeim hugsjónum er ég aðhyll-
ist. Með blómlegu starfi hjá Heimdalli
má fá fleiri til liðs við það og í gegnum
þá starfsemi kynist fólk með svipaðar
skoðanir innbyrðis og styrkir hvert
annað í trúnni og nemur hvert af öðru
og gerir það hæfara til að koma skoðun-
um sínum á framfæri út á við.
Heimdallur er jafnframt afl unga
fólksins innan Sjálfstæðisflokksins og í
gegnum hann getur það komið skoðun-
um sínum á framfæri og reynt að hafa
áhrif á stefnu hans. Við getum a.m.k.
reynt okkar bezta tíl að draga forystu-
menn flokksins út úr þeim glerhýsum
er þeir hin síðari ár hafa byggt um sig.
Það að vera félagi í Heimdalli þjónar
þeim tilgangi að vinna hugsjónum sín-
um fylgi, sem í sumum tilfellum falla
saman við stefnu Heimdallar. „Fæst
orð hafa minnsta ábyrgð," segir mál-
tækið, en það gengur ekki lengur að
meirihluti þjóðarinnar sýni stjórnmál-
um lítinn sem engan áhuga, sitji og
þegi, þ.e. skipi klappliðið. Nei, það þýð-
ir ekki lengur að þegja. það er okkur að
kenna ef ráðamenn þjóðarinnar vaða í
villu, það er okkar að benda á agnúana
ef einhverjir eru.
„Frumskylda
hvers einstaklings
að kynna sér málin"
— Olafur Garðarsson, 17 ára nemi í
Verzlunarskóla lslands
0 Ég held að það sé ekki neinn ákveð-
inn punktur sem öðrum fremur hefir
mótað mínar pólitísku skoðanir, en þó
eru nokkur atriði, sem ég tel vert að
minnast á. Þau eru: lestur bóka og
blaða, skólagangan og síðast en ekki
sízt ferð mín til Ungverjalands 1968,
þar sem maður gat tínt vélbyssuskot úr
veggjum húsanna, mönnum með
myndavélar, t.d. föður mínum, var ógn-
að með byggustingjum og almenningur
allur bjó við stórlega skert mannrétt-
indi.
Stefnuskrá Heimdallar var og er í
samræmi við minn þankagang og mér
fannst það einfaldlega vera það
minnsta er ég gæti gert fyrir útbreiðslu
hugsjóna minna að ganga í Heimdall.
Auk þess tel ég það skyldu hvers
manns er býr við lýðræðisþjóðskipulag
að hafa nokkra þekkingu á þjóðmálum
til þess að geta veitt stjórnendum nægi-
legt aðhald og áttað mig á málum líð-
andi stundar. Og þá þekkingu tel ég að
Heimdallur geti veitt mér. Samfara því
gefst mér tækifæri á að koma skoðun-
um mínum á framfæri, kynnist fólki
með svipuð áhugamál og skoðanir og
get byggt upp þekkingu mína á þjóð-
málum með þátttöku í t.d. stjórnmála-
námskeiðum, klúbbfundum og fleiru
slíku. Auk þess höfum við aðgang að
pólitísku bókasafni og er það vissulega
gagnlegt.
Hagsmunamál ungs fólks er nokkuð
sem Heimdallur hefur látið til sín taka.
Ungt fólk stefnir hátt, það keppist við
að mennta sig og koma sér upp þaki
yfir höfuðið. Byggingarsamvinnufélag
ungs fólks, Byggung, var upphafiega
stofnað af framtakssömum félags-
mönnum og stjórn Heimdallar og hefur
þátttakan í því félagi verið aðdáunar-
verð. F3n aðalbaráttumálið held ég að sé
nú eins og alltaf hin endalausa leit að
hamingjunni og hvort Heimdallur get-
ur gert meira á því sviði en að hafa
óbein áhrif er erfitt að segja til um.
í dag er Heimdallur stærsta stjórn-
málafélag ungs fólks og verður svo
vafalaust um nokkra framtíð, áhrif fé-
lagsins og út á við og innan Sjálfstæðis-
flokksins hljóta’ því að vera nokkur.
Heimdaliur er það afl innan flokksins
sem gefur hvað mestan gaum þeim
hugsjónum sem flokkurinn í orði fylgir
og hjá félaginu er lítið um það að
hagsmunir ýmiss konar séu farnir að
flækjast fyrir hugsjónunum.