Morgunblaðið - 17.02.1977, Page 40

Morgunblaðið - 17.02.1977, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977 VtK> £>>' MORödlv-- . KATFINU ú 1 « feítl Maður nokkur, sem ætlaði að kaupa sér nýjan bíl sá aug- lýsingu I blaði þar sem bifreið af kadilakgerð 1952 var auglýst fyrir 500 kr. Maðurinn hélt fyrst að þetta væri eitthvert gaman, en þegar auglýsingin birtist aftur næsta dag datt honum f hug að athuga það nánar. Hann fór þvf f heimsókn eftir heimilisfanginu, sem gefið var upp f auglýsingunni og hitti þar fyrir roskna, mjög aðlað- andi konu, og húsið sem hún bjó f vac mjög rfkmannlegt. — Hann spurðist fyrir um bif- reiðina, — fékk að skoða hana alla f krók og kring og meira að segja að aka f henni f reynslu ferð. Hann gat ekki séð annað en bifreiðin væri í fyrsta flokks standi, og hann spurði frúna: — Hvernig stendur á því að þér ætlið að selja þessa bifreið, sem mér virðist vera f alla staði fyrsta flokks, fyrir svona litla peninga? — Jú ég skal segja yður alveg eins og er, svaraði frúin. Maðurinn minn, sem er nýlátinn, tók fram f erfða- skánni sinni að hann vildi láta selja bifreiðina og andvirði hennar skyldi „renna til einka- ritarans mfns, sem alltaf hefur verið svo góð við mig.“!! Ég og mér lfkir verðum að nota linsur, þvf það er ekki sannfærandi að leita eftir fjár- hagslegri aðstoð vegfarenda að vera með vönduð og dýr horn- spangargleraugu KÍCLLERUP Eitthvað virðist spænskukunnáttan þfn vera slök vinur. — Þér vitið það fullvel, Olsen, að ég kæri mig aldrei um að einhver sé að lesa ufir öxl mína. Er ekki mæl irinn fullur? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson STAÐA varnarspilara er oft óþægileg þegar velja þarf lit til sóknar eða finna innkomu á hendi makkers. Þetta vandamál er nátengt öðru, þ.e. staðsetningu háspila og þarf ekki að vera jafn- erfitt og virðist í fyrstu. Suður gefur, allir utan hættu. Norður S. 87 H. 75 T. KDG85 L. ÁDG4 Vestur S. AKG94 H. Á1082 T. 62 L. 107 Austur S. 532 H. K963 T. 874 L. 632 7332 COSPER Suður S. D106 H. DG4 T. Á103 L. K985 Suður opnaði á einu grandi (12—14p). og vestur sagði tvo spaða. Norður var nokkuð viss um, að toppana vantaði í láglitar- game og skellti félaga sínum því í þrjú grönd. Út kom hár spaði. Það var auðséð að skipta þyrfti í ann- an lit, þegar austur lét tvistinn. En hvaða lit. í reynd spilaði vest- ur laufi en þá var spilið unnið. Hvernig gat vestur vitað, að aust- ur átti hjartakóng? Það gat hann ekki verið viss um. En þar sem enginn vafi lék á, að sagnhafi átti spaðadrottningu þá skiptu önnur þrjú háspil meginmáli — hjartakóngur, tigul- ás og laufkóngur. Ef austur á ékki eitt þessara spila stendur spilið alltaf. Ekki þarf að skipta strax í rétt- an lit ef austur á tígulás eða lauf- kóng því hann fær þá slag, sama hvort spilið hann á, áður en sagn- hafi fær níu slagi. En ef innkoma austurs er hjartakóngur, þá verður að spila litnum strax. Eftir að hafa fengið fyrsta slag án spaða í vestur því að spila hjartavist og halda þar með valdi á litnum. Sagnhafi má fá slaginn ef hann á kónginn því þá fær austur í staðinn seinna í spilinu, annaðhvort á tigulás eða laufkóng. Og hann spílar auðvitað strax til baka spaða. Sagnhafi tapar þannig spilinu í langflestum tilfellum, sé strax í 2. slag spilað lágu hjarta. Þér eruð sennilega dauðþreyttur og uppgefinn á tímum vítamínskorts. En því eruð þér þá ekki farinn að sofa? Ég er á leið heim til mín, í dreifbýlið, úr höfuðborginni. Ut- varpið í bílnum er opið, það eru fréttir. Ég_ legg við hlustir — margt skeður dag hvern. Ein fréttin er: — starfsfólk innan BSRB hækkar um áramót um einn launaflokk, að kennurum undanskildum. Það var og, ég veit ekki hvort skal hlæja eða gráta. Málið er mér skylt, gift kennara. Sennilega er þetta einn liður í — Sömu laun fyrir sömu vinnu? Stundum heyrast raddir þess efnis að kennari hafi meiri ábyrgð gagnvart æskunni en flest- ir aðrir þjóðfélagsþegnar. Mér er í minni sú krafa að kennari skyldi ærulaus verða sæist hann á al- mannafæri undir áhrifum áfeng- is. Gangi nemanda illa í skóla er kennaranum í flestum tilfellum um kennt, og kennarinn því slæmur kennari eða skólinn léleg- ur. Gangi nemanda hinsvegar vel er álitið að það sé sökum gáfna- fars nemandans. En hvernig er svo búið að þess- um uppalanda æskunnar? Eftir 25 ára starf sem kennari eru föstu launin 111.600,- þúsund krónur. Undrar nokkurn þó fæstir af þeim sem útskrifast úr kennara- skóla eða kennaraháskólanum ílengist í kennarastarfinu? 0 Hugsjónarstarf? 1 gegn um árin hefur sú skoðun þróast hjá mér að hjá þeim sem enn eftir 10 ára kennslu hafa ekki skipt um starf, hljóti kennslan að vera orðin hugsjón. Úti á landsbyggðinni eru eins og alþjóð er kunnugt starfræktir héraðs- og heimavistarskólar. Þessir skólar hafa verið byggðir með þarfir nemenda og hótel- rekstur í huga, og svo er enn. Um þarfir kennara og starfsfólks hef- ur ekki verið hugsað fyrr en seinna. Þessi hugsunarháttur hef- ur valdið því að viða búa kennar- ar og starfsfólk í algjörlega óvið- unandi húsnæði. Sjaldan er gert ráð fyrir að kennari sé með stóra fjölskyldu. Hér sem við búum má segja að þrjár af sjö íbúðum séu sæmilegar. Einn kennarinn, fjöl- skyldumaður, hefur eitt herbergi. Um helgar fer hann oft 150 km. til að hitta fjölskylduna. Enda kennslugreinin ekki í hávegum höfð (handavinna) hjá skólayfir- völdum. Þá er álitið að góður skóli byggist fyrst og fremst upp af góðum kennurum. Enn spyr ég — undrar nokkurn þó kennarar ílengist ekki í starfinu. 0 Aldrei frí Á heimavistarskóla á kennar- inn aldrei frí á starfstíma skólans frá hausti til vors. A kvöldin og um helgar er hann til taks fyrir nemendur, jafnt sem á virkum dögum, ekkert tiltökumál þótt hann fái ekki matarfrið. Iþrótta- kennari til taks hvenær sem nem- andanum þóknast. Aukaæfingar t.d. fyrir skólamót, leikfimisýn- ingar, og árshátfðar, án Iauna. s.s. hugsjón. ímyndum okkur nú að kennari með 6 manna fjölskyldu starfi við svona skóla. Eins og ég kom að R0SIR - KOSSAR - 0G DAUÐI 33 rödd Ottos Malmers skalf þegar hann sagði: — 1 hamingju hænum, Christer, — þegar þú segir það á þennan hátt — hljómar þetta svo viðbjóðslega. — En dökkhlá augu Christers voru miskunnarlaus. — Að minnsta kosti geri ég fullt eins ráð fyrir að svona hafi þetta gengið fyrir sig. Það vill svo til að ég þekki dálltið inn á glæpi... bæði þá sem framdir eru í skyndiæði og svo aðra sem eru skipulagðir fyrir- fram. Og morð sem er skipulagt af yfirveguðu ráði og sem er framkvæmt án þess að viðkom- andi vfli slíkt fyrir sér, fær mig til að sjá rautt. Samtalið var rofið, þvf að nú komu undirmenn lögreglu- stjórans á vettvang til að gefa skýrslu um eitthvað. Anders Löving hvarf á braut um hríð og við hin sátum kynn og störð- um þögul og óróleg á fagurt landslagið, baðað í sumri og sói. Þetta var næstum kald- hæðnislegt. Á slfkum degi á maður ekki að upplifa morð. Það er bókstaflega óviðeigandi. Ekki ský á himninum og hitinn slfkur að manni fannst jafnvel nóg um. Svo kom Löving aftur og nú var andlit hans rjótt og alvörugefið. — Þú hefur rétt fyrir þér Christer. Um er að ræða út- smogið eiturmorð. t svefnher- berginu og f baðherbergi for- stjórans eru engin f ingraför, en aftur á móti höfum við fundið ýmis merki um persónu, sem augsýnilega hefur borið hanzka. Auk þess hefur lyfja- glasið verið skolað vendilega og flaskan með nitroglyserininu hefur verið þurrkuð vel og rækílega.... og hvergi nein fingraför að finna. — Og óneitanlega hefðu átt að vera fingraför, væri allt með felldu, sagði Daniel Severin. — Bæði ég og Fanny handlékum til dæmis lyfjaglasið, skömmu áður en ég hélt á braut um miðnættið. Jæja, það þýðir sem sagt að við þurfum ekki að bfða eftir niðuststöðu krufningar til að vera viss um að kenningar okkar eru réttmætar. Pia sem hafði allan tímann flatmagað í grasinu og gleypt f sig hvert orð sem sagt var af næstum sjúklegum ákafa sett- ist allt f einu upp og sagði dáift- ið sem var í senn laukrétt og ákafiega ónotalegt. — Einhver setti sem sagt fyrst svefnlyf f kaffi Minu frænku og sfðan neyddi sá hinn sami afa til að drekka eitur. En... en sá sem hefur gert það getur ekki verið neinn utanað- komandi? Hann hlýtur að hafa verið kunnugur bæði í eldhús- inu og f herhergi afa. Hann hlýtur f fyrsta lagi að hafa vitað að afi var veikur og f öðru lagi að Mina frænka myndi drekka kaffið, sem hafði verið lagað handa henni... OG ÞETTA VISSI ENGINN NEMA VIÐ SEM SITJUM HÉR SAMAN: Við vorun. viðstödd þegar Bella sagði í gærrkvöldi að hún myndi sjá um kaffið... við og engir aðrir... Daniel Severin kinkaði kolli til samþykkis. — Pia hefur rétt fyrir sér. Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi Við stóðum úti á hlaðinu... öll við... fáeinum mfnútum áður en ég lagði af stað til Lerbergs- ásar. Mjög þrúgandi þögn nokkra stund og loks var hún rofin af Otto Malmer. Hann hrukkaði dökkar augabrýnnar og sagði hikandi: — Eg veit ekki hvort það hefur nokkra þýðingu... En eins og Daniel hefur réttilega vakið athygli okkar á — stóðum við ÚTI á hlaðinu þegar við vorum að tala um hjartaáfallið sem veslings pabbí hafði feng- ið, svo og um þetta blessað kaffi... sfðan gengum við spottakorn með Daniel í áttina að hliðinu. Þegar ég kom aftur voru allír farnir inn, en skyndi- lega fannst mér einhver stíga á grein... einhvers staðar í garð- inum. Eg gekk aðeins um til að rannsaka málið, en sá vitanlega ekki neitt. Og samt... það GÆTI hafa verið. Svo sneri hann sér skyndi- lega að Piu og hrópaði æðis- lega: — Hvenær og HVAR skildir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.