Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 43. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Óeinkennisklæddir lögreglumenn færa Andrei Amalrik frá forseta- höllinni í gær. Símamvnd AP. Carter: Tökum forystu í baráttu fyrir mann- réttindum Washington 23. febrúar — NTB CARTER, Bandarfkjaforseti, lýsti þvf yfir í dag að Bandarfkin ættu að taka forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og sagði að það hefði aldrei verið ætlun sfn að takmarka gagnrýni sfna f þess- um efnum við Sovétrfkin. Hann sagði að áhugi manna á auknum mannréttindum hefði vaxið um allan heim sfðustu vikurnar og að hann ætti ekki heiðurinn af þvf. Hann fordæmdi sfðustu atburði i Uganda, sem hann kallaði Framhald á bls. 24. YitzhakRabín hrósaði sigri Tel Aviv 23. febrúar — Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráð- herra Israels, var f kvöld kosinn leiðtogi Verkamannaflokksins á landsþingi hans, að þvf er ísraelska útvarpið hefur greint frá. Hann verður þvf forsætisráð- herraefni flokksins i þingkosn- ingunum þann 17. maf. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði ekki verið tilkynnt opinberlega um úr- slit kosningarinnar á meðal 3.000 fulltrúa á þinginu. Helzti keppinautur Rabins var Shimon Peres, varnarmálaráð- herra. Keppinautarnir tveir háðu harða baráttu fram á síðustu stundu og þóttu úrslit svo tvfsýn að ekki var hægt að spá um þau fyrir fram. Úrslitanna hefur verið beðið með miklum spenningi því álitið er að næstu mánuðir geti orðið viðburðaríkir fyrir Israelsmenn, enda möguleiki á að nýjar friðar- viðræður hefjist í Genf. Litill skoðanaágreiningur er á milli Rabins og Peresar f utan- ríkis- og varnarmálum, en Peres hafði boðað meiriháttar endur- nýjun f forystu og þingliði Verka- mannaflokksins. Amalrik handtekinn — heldur mótmælum áfram Slmamynd AP. Eftirmadur Kim Il-Sungs SKÝRT var frá þvf f Tokyo í dag, eftir áreiðanlegum heimildum f Norður-Kóreu, að forseti landsins, Kim Il-Sung, hefði skipað elzta son sinn, Kim Chong-II, eftirmann sinn. Kim Chong-II er 36 ára gamall og samkvæmt heimildunum verður hann eini eftirmaður föður sfns. Mun Kim Il-Sung hafa skipað kommúnistaflokki Norður-Kóreu að „vernda yfir- ráð okkar elskaða leiðtoga, félaga Kim Cong-Il.“ Amin viður- kennir upp- reisn í her London 23. febrúar — Reuter IDI Amin, forseti Uganda, viður- kenndi f dag að uppreisn hefði verið gerð f her landsins um sfðustu helgi og að bardagi hefði orðið f aðalstöðvum lögreglunnar f Kampala f gærkvöldi. Opinber mótmæli halda áfram gegn sfðustu ofbeldisatburðum í Uganda. í London lögðu stjórnmála- menn allra flokka hart að rikis- stjórninni að hún gerði Amin ljóst, að hann væri óvelkominn til Bretlands ef hann kæmi á sam- veldisráðstefnuna og hátíðarhöld- in vegna afmælis drottningar I júni. Forsetinn Itrekaði þó í dag, að hann stæði fastur við fyrri áætlanir sfnar um að koma til London í júnf og að hann yrði ekki einn á ferð heldur ætlaði hann að hafa 250 manns i sendi- nefnd sinni, þar á meðal dansara. Amin neitaði í dag að stjórn sin væri að reyna að útrýma tveimur ættbálkum í landinu, en flótta- menn höfðu skýrt frá miklum of- sóknum gegn þeim. Þá neitaði Amin einnig fregnum um að hann hefði með eigin hendi banað Janani Luwum erkibiskupi. Parfs 23. febrúar — AP Lögreglan handtók f dag sovézka andófsmanninn Andrei Amalrik, sem er landflótta, fyrir framan forsetahöllina, tók af hon- um mótmælaspjald og lét hann svo lausan stuttu seinna. Hann fór aftur til nallarinnar, og sagði frönsku lögregluna vera svipaða og KGB og sakaði Valery Giscard ðEastaing, Frakklandsforseta, um að vera peð f höndum Sovét- manna. Amalrik, sem neitað var um fund með Giscard dEstaing, þar sem hann ætlaði að ræða pólitfsk- ar ofsóknir f Sovétrfkjunum, hafði dreift flugritum og borið kröfuspjald þar sem á stóð: „Krefst þess að Helsingforssátt- málinn verði framkvæmdur", áður en hann var handtekinn. Hann sagðist einnig vera f tákn- rænu hungurverkfalli sfðan f morgun. Eftir að Amalrik kom aftur að forsetahöllinni tók lögreglan á móti honum og flutti hann I um 50 metra fjarlægð frá henni. Amal- rik sagði fréttamönnum að harka frönsku lögreglunnar hefði komið honum á óvart.“ Þeir hrintu mér og rifu af mér spjaldið, sem ég I bar. Aðgerðir minar voru alger- lega í samræmi við lög frjáls | lands. Framkoma frönsku lögregl- unnar er mjög svipuð framkomu KGB.“ Amalrik var umkringdur lög- reglumönnum þar sem hann stóð 50 metrum frá höllinni. Hann sagði að næsti viðkomustaður sinn yrði Bonn þar sem hann von- ast til að hitta Helmut Schmidt, kanslara, og ræða við hann um kúgun I Sovétríkjunum. Kvaðst hann hafa sent Schmidt skeyti en ekki fengið svar ennþá. Amalrik kom til Parísar frá Hollandi, þar sem hann býr, á mánudag. Hann sagðist hafa sent Giscard dEstaing skeyti þann 14 febrúar og óskað eftir fundi með honum. Siðasta mánudag afhenti hann bréf i Elyséehöll og ítrekaði beiðni sina, en sagðist ekki hafa fengið svar. Þann sama dag hafn- aði hann boði um að ræða við Framhald á bls. 24. Callaghan tapar í þinginu London 23. febrúar — Reuter. BREZKA stjórnin hélt f dag fund um atkvæðagreiðsluna f neðri deild þingsins í gærkvöldi sem rfkisstjórnin tapaði. Atkvæða- greiðslan var um lið í frumvarp stjórnarinnar um aukna sjálf- stjórn Skotlands og Wales. Beið stjórnin mikinn ósigur, 283 greiddu atkvæði með henni en 312 voru á móti. Verkamanna- flokkurinn hefur yfir 314 þing- sætum að ráða, en um 35 þing- menn flokksins greiddu atkvæði með stjórnarandstöðunni. Stjórnarandstaðan krafðist þess þegar, að James Callaghan, for- sætisráðherra, bæðist lausnai fyr- ir sig og ráðuneyti sitt. Ekki er talin hætta á að það gerist en atkvæðagreiðslan getur haft al- varlegar afleiðingar fyrir Verka- mannaflokkin i Skotlandi og Wal- es, þar sem kjósendur munu hugsanlega líta á úrslitin sem kosningasvik flokksins. Lögregluþjónn seilist eftir kröfuspjaldi Andrei Amalriks fyrir framan forsetahöllina í París. Á spjaldinu stendur: „Krefst þess að Helsing- forssáttmálinn verði haldinn.“ Símámynd AP Beitir EBE íslend- inga toUaþvingunum? ÞAÐ er ekki útilokað að Efna- hagsbandalag Evrópu beiti Is- lendinga tollaþvingunum ef þeir semja ekki við bandalagið og heimila einstökum aðildar- ríkjum þess fiskveiðar innan 200 mflna fiskveiðilögsögunn- ar. Morgunblaðið hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum sfnum f Brussel. Samkvæmt þessum heimildum mun Efna- hagsbandalagíð beita sér fyrir þvf, að viðræðum við tslend- inga verði haldið áfram. „Það er ekki útilokað að ef samkomulag næst ekki, muni Efnahagsbandalagið beita tolla- þvingunum gagnvart íslenzkum sjávarafurðum", segja heimild- irnar. Ekki tókst i gærkvöldi að fá umsögn Finns Olavs Gunde- lachs, samningamanns EBE í fiskveiðimálum, um þetta, né talsmanna framkvæmdanefnd- ar bandalagsins. I Bretlandi er enn hvatt til þess að Efnahagsbandalagið beiti tslendinga tollaþvingun- um. Samtök brezkra fiskiskipa- eigenda hvöttu í dag fram- kvæmdanefnd Efnahagsbanda- lags Evrópu til þess að auka þrýsting á Islendinga i þvi skyni að fá þá til að veita brezk- um togurum aðgang aó íslands- miðum. Segja samtökin, að tog- araútgerð i Bretlandi standi frammi fyrir hruni fái hún ekki að veiða við tsland. Austin Laing, framkvæmda- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.