Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 Leikhúsferð í M.H. — „Drekinn” eftir Evgeni Schwarts Þakkað fyrir ánægjulega leiksýningu hjá Leiklistarfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð Það mun víst ekki tíðkast hér á landi, að leikmenn taki sér penna i hönd og leyfi sér að skrifa um leik og list. Yfirleitt er það eftir- látið hinum „útvöldu“. Á það sér sérstaklega stað, þegar leiklist er annars vegar. Við þekkjum það hvernig þorri leikhúsgesta, leik- arar, leikritahöfundar og áhuga- fólk um leiklist, bíður með öndina í hálsinum eftir því að þessi spek- ingurinn eða hinn, öðru nafni leikgagnrýnendur kveði upp úr- skurð sinn um viðkomandi leik- verk. Það á sér venjulegast stað eftir aðra eða þriðju sýningu. Hér áður fyrr og enn geri ég mér það til gamans að lesa leik- dóma í dagblöðunum, hvort sem ég fer á viðkomandi sýningar eða ekki. Eftir að hafa stundað þessa iðju i nokkra áratugi með þar af leiðandi þekkingu á meðferð þess- ara mála á því tiltölulega þrönga sviði sem aðstæður setja islenzku leikhúslífi og leiklistargagnrýn- endum, er þvi ekki að leyna að oft á tiðum hafa mér fundizt skrif um islenzk leikhúsmál vera í ákaflega þröngum og afmörkuðum skorð- um, jafnvel kansellístíl. Ef til vill er það ekkert furðulegt þegar haft er i huga, að yfirleitt eru það sömu mennirnir sem skrifa um leikhúsmál fyrir sömu blöð ár frá ári og jafnvel áratug eftir áratug. Þrátt fyrir mikla þekkingu, lær- dóm og vit, eru hinir ágætu leik- ritagagnrýnendur eins og annað fólk að þvi leyti, að eftir þvi sem þeir fjalla lengur um viðfangs- efnið, verða þeir einhæfari og vanabundnari. Jafnframt mótast afstaða þeirra til viðfangsefna og leikara smátt og smátt þannig, að fyrir hinn hlutlausa áhorfanda getur það orkað tvimælis, hvort hann fær hin réttu skilaboð, gagn- rýni eða túlkun sem nauðsynlegt er að skrif blaðanna um leikhús- mál skili, bæði vegna þeirra sem eiga að njóta listarinnar og svo hinna sem leitast við að skapa list. Þvi hef ég þennan formála fyrir skrifum mínum um leikritið Drekann eftir Evgeni Schwarts, í þýðingu örnólfs Arnasonar, leik- stjóri Þórunn Sigurðardóttir, sviðsett og uppfært af Leiklistar- félagi Menntaskólans við Hamra- hlíð (L.F.M.H.) að ég fann hjá mér sérstaka hvöt til að vekja athygli á hinni óvenjulega góðu frammistöðu allra er stóðu að þessari sýningu. Vegna fjarrveru átti ég þess ekki kost að sjá sýn- ingu L.F.M.H. fyrr en s.l. föstu- dagskvöld, en það mun hafa verið þriðja sýning. Húsfyllir var og undirtektir áhorfenda voru í sam- ræmi við frábæra frammistöðu Lancelet (Björn G. Jónsson) hins unga fólks, sem sannarlega lék af mikilli list. Það var vissulega unun að horfa á þessa ungu „leikmenn" i leik- listinni bregða sér á skeið og gera það á svo frábæran hátt, að jafn- vel „löggiltir" leikarar og leikrita- gagnrýnendur verða að sætta sig við það, að á þetta, að ýmsu leyti leikhúsafrek sé minnzt af áhuga- manni. Rétt er að fara nokkrum orðum um leikritið Drekann og höfund þess, Evgeni Schwarts. Schwarts fæddist árið 1896 I bænum Kazan I Sovétrikjunum. Hann starfaði um tíma sem leikari i Rostov, flyzt síðan til Leningrad og tekur að skrifa i barnablöð. Síðan tekur hann að skrifa leikrit og eru hin þekktustu þeirra skrifuð eftir 1934, en Schwarts lést árið 1958, 62ja ára að aldri. Yrkisefni sitt sækir Schwarts I þjóðsögur og ævintýri og tengir það þjóðfélagsádeilu og gagnrýni. Verk hans voru bönnuð í Sovét- ríkjunum fyrir þann boðskap um mannúð og mannkærleik, sem þau höfðu að flytja og hina hörðu Elsa (Sigrfður Þorgeirsdóttir) gagnrýni sem í þeim fólst á ómennskt kerfi. Drekinn er saminn árið 1943, er blóðug heimsstyrjöld stendur sem hæst og aðeins þremur árum eftir að upp úr slitnar fóstbræðralagi einræðisherranna Hitlers og Stalíns. Þeir berast nú á bana- spjót. Leikritið lýsir skýrt og á einfaldan hátt ægiveldi einræðis- ins og ómennskum áhrifum þess. Drekinn er tákn ógnunar og striðsreksturs, sem raunverulega hrjáir mannkynið á hverjum Karl Ágúst (Jlfarsson leikur Drekann. Karlamagnús (Indriði Einarsson) tima, mótar það eða þurrkar út, eftir því hvernig stríðslukkan snýst. Lokaboðskapur þess er að hið góða sigrast á hinu illa og að öll viljum við stefna að betri heimi. Fór vel á þvi að nemendur Hamrahlíðarskóla skuli einmitt taka þetta leikhúsverk til með- ferðar. Er ég sannfærður um, að þeir hafa verið sér þess vel með- vitandi, hvern boðskap það hefur að flytja, manngöfgi og mannkær- leik til framdráttar. Þótt leikrit ■ sem þetta sé einvörðungu stundargaman áhorfenda, er njóta þess i nokkrar klukkustund- ir og áhorfendur skipti aðeins nokkrum hundruðum er það sjá, er það ef til vill meira virði að í einum skóla skuli nokkrum nemendum takast að framkalla þá listsköpun og ytri umgjörð, sem L.F.M.H. hefur tekizt. Hér er ekki unnið I krafti fjármagns, kerfis eða sérmenntunar, heldur er hér á ferðinni ótvirætt ungt, áhuga- samt hæfileikafólk, sem eflir hvað annað og bætir. Það skapar skemmtilega og einlæga list. Ytri umgjörð leikritsins var smekklega unnin. Áhorfendur sátu I hallargarði, — sal skólans — uppsetning sviðsins var prýði- lega útfærð og skilaði vel þvi um- hverfi sem leikritið á að fara fram í. Leikarar fóru frjálslega um sviðið, hvort sem leikurinn fór fram fyrir framan áhorfendur eða meðal þeirra. Hljóðeffektar og lýsing gáfu ágæt dramatísk áhrif og var merkilegt, hvað hinu unga áhugafólki tókst að fram- kalla i þessum efnum, þegar haft Borgarstjórinn (Jakob S. Jóns- son) er í huga, að leikurinn á sér stað í skólasal, en ekki i leikhúsi, þar sem fullkomin tæki á þessum sviðum eru fyrir hendi. Eigi ætla ég mér þá dul að kveða upp úr um þýðingu örnólfs Árnasonar á leikritinu, þótt ég hafi áður átt þess kost að sjá það leikið á þýzku í Austur- Þýzkalandi, þó verð ég að segja, að einstöku sinnum brá fyrir setningum og orðalagi, sem var ekki alveg i samræmi við stil og form þess. Ingóifur Armannsson: Á FYRSTU dögum hins nýja árs hefur mátt sjá og heyra í fjölmiðlum og víðar upplýsing- ar um framkvæmdir af ýmsu tagi í nágrenni Akureyrar. Viðamestar eru sennilega fram- kvæmdir á vegum Vegagerðar rikisins, Rafmagnsveitna ríkis- ins og Hitaveitu Akureyrar. Við lítið eitt nánari athugun á þessum annars óskyldu fram- kvæmdum kemur i Ijós, að eitt er þeim þó öllum sameiginlegt: í sambandi við yfirstandandi eða áætlaðar framkvæmdir þessara aðila er ráðgert og yfir- leitt talið „óhjákvæmilegt“, að þær muni gera þó nokkur skörð í þann fátæklega trjágróður sem reynt hefur verið að rækta upp á síðustu árum. Þannig gerir Vegagerðin ráð fyrir, í öllum valkostum um vegarstæði austur frá Akureyri að „óhjákvæmilegt" verði, að vegurinn liggi langsum eftir að minnsta kosti öllum norður- hluta Váðlareits (á móti Akur- eyri). Rafmagnsveitur ríkisins eru þessa dagana að Ijúka við lögn svonefndrar Kröflulínu og auð- vitað var „óhjákvæmilegt" að velja henni stað í gegnum úti- vistarsvæðiið í Kjarnalandi og þá reyndist einnig „óhjákvæmi- legt“ að láta þessa línulögn og línuna fram í Eyjafjörð mætast í þessum eina trjáreit á leiðinni Trjálundurinn I Gróðrarstöðinni. og þar af leiðandi var „óhjá- kvæmilegt" að grafa Eyjafjarð- arlínuna niður á nokkuð löngu bili og þánnig fór þónokkuð af ört vaxandi trjágróðri „i gröf- ina“. Hitaveita Akureyrar hannar þessa dagana sina aðveituæð til Vaðlareitur neðst I Vaðlaheiði gegnt Akureyri. „Að höggva tré og annað.. bæjarins. Og heyrst hefur, að það verði ,,óhjákvæmilegt“ að sú ágæta „æð“ fari meðal ann- ars að hluta í gegnum elsta trjá- reitinn í Kjarnalandi og gegn- um efsta hluta trjágróðursins i Gróðrastöðinni. Eflaust er í sumum tilvikum „óhjákvæmilegt" að til svona spjalla á trjágróðri komi, en þó virðist réttmæt krafa, að slíkar aðgerðir séu vel rökstuddar og ræddar fyrirfram við viðkom- andi aðila. Þó ekki væri annað, þá er hér um nokkrar fjárupphæðir að ræða, þar sem reikna má 2—6 m tré á 1—8 þúsund kr. og hér er um að ræða nokkur þúsund tré af þeirri stærð. En þó að nokkur þúsund tré á nokkur þúsund krónur hvert geri ein- hverja tugi milljóna, þá skiptir það sennilega ekki miklu máli við þær milljarðarframkvæmd- ir, sem hér hefur verið minnst á. En meginástæður þess, að ég hef nú fest þessar hugrenning- ar á blað og leitast við að koma þeim á framfæri við fleiri aðila eru eftirfarandi: Þar sem ekki er ennþá búið að ganga endan- lega frá staðsetningu á tveimur af þessum framkvæmdum, þá er ef til vill veik von til þess, að ennþá sé hægt að hafa einhver áhrif í þá átt, að trjágróðri þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.