Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1977
3
Enn ekki ákveðið
hvað gert verður
við Þormóð goða
EKKI hafa verið teknar
ákvarðanir um það hvað
gert verður við togarann
Þormóð goða, en eins og
komið hefur fram í fréttum
hefur verið rætt um að
breyta skipinu í rækjutog-
ara og yrði rækjan þá unnin
um borð í skipinu.
Þormóður goði liggur nú í höfn í
Reykjavík og er unnið að véla-
hreinsun og viðgerð á tjóni, sem
skipið varð fyrir. — Það er enn
ekkert ákveðið hvort, hvar,
hvenær eða hvernig skipinu verð-
ur breytt, sagði Einar Sveinsson
framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar
Reykjavíkur í gær.
fordæmir aug-
lýsingaherferð
tóbaksseljenda
ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykja-
víkur ræddi á fundi sínum
sl. þriðjudag um þá aug-
lýsingaherferð tóbaks-
seljenda, sem nú stendur
yfir. Lagði formaður ráðs-
ins, Davíð Oddsson, fram
eftirfarandi tillögu er sam-
þykkt var samhljóða:
„Æskulýðsráð Reykjavikur
fordæmir þá herferð sem
hafin er I þeim tilgangi að
hvetja m.a. ungt fólk til
tóbaksnotkunar. Hvetur
ráðið sérhvern borgara til að
gera sitt til þess að slik
herferð renni út í sandinn,
svo að hún nái ekki að vinna
það tjón sem henni er
ætlað.“
Æskulýðsráð
Halldór Jóns-
son er látinn
••
Oskudags-
fagnaður á
Akureyri
ÞAÐ ER gamall siður á Akur-
eyri að dubba sig upp I skringi-
leg klæði á öskudaginn. f gær
brugðu ungmenni á Akureyri
ekki út af þeim vana og féru
um bæinn, spðkuðu sig og
skemmtu sér. Hér birtum við
nokkrar myndir, sem Sverrir
Pálsson, fréttaritari Morgun-
blaðsins á Akureyri, tðk i gær
og sýna myndirnar ljóslega,
hve mikill breytileiki var I bún-
aði krakkanna.
Löngum tiðkaðist það hér áð-
ur fyrr á Akureyri að „köttur-
inn“ væri sleginn úr tunnunni.
Sá leikur fólst i því að „köttur",
sem venjulegast var hrafnshræ,
var bundinn upp i tunnu og
síðan var tunnan barin, þar til
tunnan féll i stafi. Sá, sem átti
höggið er þessu olli var kallað-
ur tunnukóngur. Sá, sem síðan
sló niður „köttinn", var kallað-
ur kattarkóngur og voru því
sigurvegararnir tveir. Þessi sið-
ur hefur nú verið af lagður.
sparisjóðnum, Tollvörugeymsl-
unni, Iðngörðum o.fl. og hann var
einn þeirra sem stofnuðu Hjartar-
vernd.
Halldór var virkur félagi i Sjálf-
stæðisflokknum og lagði málefn-
um hans gott lið. Nú síðast byggði
hann upp hverfafélag sjálfstæðis-
manna i Langholti og var for-
maður þess frá upphafi og til
dánardægurs.
Halldór Jónsson var fæddur á
Kirkjubæ í Hróarstungu í
Norður-Múlasýslu 16. janúar 1916
og varð stúdent frá MR árið 1941.
Eftir það stundaði hann lögfræði-
nám við Háskóla tslands
1941—43, var fulltrúi á skrifstofu
Tollstjóra og rak verzlunina Gull-
foss 1942—55. Hann stundaði auk
þess ýmiskonar verzlunar og
framleiðslustörf í hjáverkum, uns
hann stofnaði eigin heildverzlun
1955.
Eftirlifandi eiginkona Halldórs
er Agna Jónsson.
Rándýrri stero-
samstæðu stolið
Brotizt var inn í fyrirtæki Einars
Farestveit og Co. i fyrrinótt.
Stolið var rándýrri Radionette
stereo-samstæðu að verðmæti á
þriðja hundrað þúsund króna.
Málið er i rannsókn.
Þess i stað ganga krakkarnir
um götur I skringilegum klæð-
um, sýna sig og sjá aðra. Ef-
laust er spennandi, hver er fin-
astur og frumlegastur í klæða-
burði. Krakkarnir ganga í verzl-
anir og atvinnufyrirtæki og
syngja fyrir viðstadda. Fá þeir
gjarnan að launum einhver sæt-
indi eða þá aura til þess að
kaupa góðgæti fyrir. Þessi siður
akureyrskra krakka er mjög al-
mennur og tekur þátt í honum
hver einasti krakki, sem vettl-
ingi getur valdið.
HALLDÓR JÓNSSON, stórkaup-
maður, lézt að heimili sfnu 1
Reykjavfk I gær, 61 árs að aldri.
Halldór hafði átt við veikindi að
Halldór Jónsson
strfða að undanförnu, en var tal-
inn á batavegi er hann lézt.
Halldór hefur undanfarna tvo
áratugi rekið umfangsmikið fram-
leiðslu- og innflutningsfyrirtæki
undir nafninu Halldór Jónsson
h.f. svo og Vogafell h.f„ sem fram-
leiðir svampvarning, og verið
framkvæmdastjóri beggja fyrir-
tækjanna, auk þess sem hann var
meðstofnandi og meðeigandi í
samtökum eins og Verzlunar-
30% stækkun
Hótel
HÓTEL Saga mun hinn 1.
maf næstkomandi taka f
notkun 25 ný herbergi með
50 rúmum og mun hótefið
stækka um 30% við það.
Verða herbergin þá llO
taisins og rúm fyrir 180 til
Borkrónan
er enn föst
Akureyri, 23. febrúar —
ENN brugðust vonir manna
um að takast mundi í nótt að
ná upp borstöngunum úr hol-
unni við Laugaland. Verkið
reynist afar tafsamt og erfitt
en nú er enn eftir að bora um
fjóra metra niður til hliðar við
stengurnar og verður þá komið
niður fyrir þá dýpt, þar sem
krónan er föst. Að þvi loknu er
talið nokkuð öruggt, að krónan
losni og hægt verði að draga
hana ásamt stöngunum upp.
Ef ekkert sérstakt óhapp kem-
ur fyrir ætti verkinu að ljúka á
morgun eða hinn daginn.
— Sv.P.
Sögu
190 manns. Húsnæði það,
sem við bætist er fjórða
hæð Bænadahallarinnar,
en þar voru skrifstofu
Flugfélags tslands h.f.
áður til húsa.
Konráð Guðmundsson hótel-
stjóri kvað hótelið þá vera í öllu
húsinu að undantekinni einni og
einum þriðja úr hæð. Er það
þriðja hæð hússins, þar sem
bændasamtökin eru og hluti ann-
arrar hæðar. Konráð kvað þessa
breytingu myndu koma sér mjög
vel fyrir hótelið, þar sem það gæti
nú tekið við heilli flugvél til gist-
ingar, þ.e.a.s. farþegunum, ef ein-
hver bilun yrði og fólkið yrði að
verða nótt i Reykjavik.
Þá sagði hótelstjórinn að nýting
hótelsins hefði verið svipuð og i
fyrra og þó ef til vill heldur betri í
janúar og fébrúar. Bókanir eru
einnig svipaðar og þær voru á
þessum tima i fyrra, en með
nokkrum gloppum þó. Hann sagði
að ekki væri þó beint að marka
bókanir enn, þar sem staðfesting
á þeim kæmi siðar — eða í
marz/april.
Rauðsey AK 14 kemur með fyrstu loðnuna til Akraness. —ljósm: Jóhann Guðmundsson.
Fyrsta loðnan til Akraness
Akranesi, 23. febrúar.
VÉLSKIPIÐ Rauðsey AK 14 var
fyrsta skipið, sem kom með loðnu
til Akraness á vertfðinni, er
stendur nú yfir. Úr henni var
landað 529 lestum I Slldar- og
fiskimjölsverksmiðjuna. Rauðsey
er búin að koma tvisvar með full-
fermi.
Vs. Árni Sigurðsson AK 370
landaði hér i gær 406 lestum af
loðnu. Huginn VE landaði hér í
dag og nokkur skip eru væntanleg
með fullfermi til löndunar i nótt.
Vinnslan I Sildar- og fiskimjöls-
verksmiðju Akraness h.f. hófst I
gær. Þess má geta að verksmiðjan
hefur verið starfrækt í 40 ár, átti
afmæli hinn 24. janúar síðastlið-
inn. Haldið var upp á það með
hófi fyrir starfsfólkið ásamt
starfsfólki Heimaskaga h.f. og
Vélsmiðjunnar h.f. á Hótel
Akraness. —Júlíus.