Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 16
16 MOKCL'XBLAÐIÐ. FIMMTUDAOLR 24. FEBRLAR 1977 0 Um síðustu helgi kom til fjöl- mennra mótmælaaðgerða I tveim- ur bæjum fyrir norð-vestan Ham- borg f Vestur-Þýzkalandi vegna byggingar kjarnorkuvers í bænum Brokdorf á bökkum Elbu- fljóts. Þótt oft hafi slegið í brýnu i sams konar mótmælaaðgerðum, fóru aðgerðirnar um helgina frið- samlega fram, en talið er að þátt- takendur hafi verið 35—40 þús- und. Nú þegar eru um 10 kjarnorku- ver starfrækt í Vestur- sem leiddi til aukins atvinnuleys- is. Andstæðingar kjarnorkuver- anna benda hins vegar á að hætta geti stafað af verunum, auk þess sem erfitt sé að finna staði til geymslu á geislavirkum úrgangs- efnum, og þau geti valdið mengun. t upphafi var Iftil sem engin andstaða gegn smíði kjarnorku- vcra f Vestur-Þýzkalandi, en bar- áttan hófst að ráði fyrir rúmu ári. Þá átti að hefja smfði kjarnorku- vers f Wyhl, en vfnbændur f ná- Mikill ágreiningur um kjamorkuver í Brokdorf Þýzkalandi, en um 20 til viðbótar ýmist f smfðum eða ráðgerð, og fer andstaðan gegn þeim vaxandi. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun eru 43% landsmanna andvfgir kjarnorkuverum yfir- leitt. Sé spurningin hins vegar orðuð þannig: Eruð þér and- vfg(ur) kjarnorkuveri f nágrenni við yður? fer andstaðan upp f 57%. Þrátt fyrir fjölda mótmæla- funda vfða um land er rfkisstjórn- in f Bonn ekki á því að stöðva smfði kjarnorkuvera, og fyrir viku sagði Helmut Schmidt kanslari í ræðu að án kjarnorku- vera slökknuðu Ijósin f vestur- þýzkum heimilum, og orku- skortur yrði f verksmiðjunum. grenninu settust að á byggingar- staðnum og hleyptu ekki verk- tökunum inn á svæðið. Sfðan leit- uðu vínbændurnir til dómstól- anna. og hefur þeim til þessa tek- izt að hindra það að smfði hef jist. Héraðsstjórnin f Schleswig Holstein ætlaði að læra af óför- unum f Wyhl þegar fyrirhugað var að reisa kjarnorkuver í Brok- dorf. Ákvað stjórnin að heimila smfði kjarnorkuversins að kvöldi 20. október f fyrra, og þá strax um nóttina voru byggingaverkamenn og iðnaðarverkamenn sendir á staðinn undir lögregluvernd. Hafa andstæðingar kjarnorku- versins nú gert þrjár tilraunir til að hrekja starfsmennina burt og „hertaka** landsvæðið, en án JOHANNES HELGI: SÖL RÍS I AUSTRI Lestur Grétu Sigfúsdóttur úr nýrri skáldsögu, Sól rís í austri, sem væntanleg er á árinu, var hugþekkur dagskrárliður. Fram- sögn Grétu er fáguð og látlaus og sömu sögu er að segja um efnis- tökin, þau eru laus við flúr eins og það er jafnan sem frá hjartanu kemur. Ósvikin kærleiksblóm spretta í garði Grétu, sterkasta einkenni skáldskapar hennar er skilningur á kjörum snauðra og' samúð með olbogabörnum. Kafl- inn sem hún las, lýsingin á dauða- striði umkomulausrar konu, lofar góðu um Sól rís í austri. Gréta dvaldist lengi í Noregi og skáld- saga hennar Bak við byrgða glugga gerist þar og fjallar um samneyti norskra kvenna við þýska hernámsliðið. Islendíngar lögðu Bak við byrgða glugga fram til samkeppninnar um bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1968, hin var ljóðabók eftir Snorra Hjartarson. Ríkharður þriðji og Rauða myll- an voru þakkarverðar kvikmynd- ir. Shakespeare-þýðingar Helga Hálfdánarsonar þarf ekki að mæra, en nákvæmnisverk hlýtur það að vera að aðlaga þær kvik- myndum. Það verk annaðist Dóra Hafsteinsdóttir rétt einu sinni og tókst með ágætum. Tilsvör Tou- louse-Lautrec í Rauðu myllunni eru rammandi og hnitmiðuð og komust þau glettilega vel til skila í þýðingu Stefáns Jökulssonar, sem hingað til hefur einkum þýtt þætti af léttara taginu. Hann veldur fyllilega vandamiklum verkefnum. BETUR SPURT EN SVARAÐ Eiturlyfjaumræðan í umsjá Sig- rúnar Stefánsdóttur varð hvorki fugl né fiskur, en það var ekki stjórnandanum að kenna. Spurn- ingar hans voru ólfkt beinskeytt- ari en svörin viðmælendanna, þau voru svo loðin að engu var líkara en verið væri að leita eftir hand- festu í þoku. Samtali við Ásgeir Friðjónsson var skotið inn í þátt- inn, og hann kunni að svara, eyddi ekki tímanum i vangaveltur yfir því sem hann taldi sig ekki kunna full skil á — en svaraði skýrt og skipulega þeim spurning- um sem snertu verksvið hans. Setti punktinn þar. Ég hef aldrei verið hallur undir rauðsokkuhreyfinguna. Hús- bóndavald er svo augljós nauðsyn að óþarft er að ræða það. Tveir stýra ekki fleyi heilu i höfn. En stundum virðist manni sem menntun fari betur i konur en karla; menntunin virðist miklu síður byggja almennri skynsemi út úr kollinum á konum en körl- um, þær eru líka fljótari að átta sig á hlutunum, og hef ég þá í huga margar konur sem á síðari árum hafa látið til sín taka í fjöl- miðlum. Hvort sem manni líkar betur eða ver verður þvi ekki neitað a*ð þjóðlífið er orðið lit- meira siðan konur fóru að láta á sér kræla að marki á opinberum vettvangi. MENNHANDA FRAMTÍÐINNI Erna Ragnarsdóttir fjallaði í deginum og veginum um skatta- og jafnréttismál — og fór létt með Hevrt &séð það og kemur engum á óvart, dótt- ir Ragnars i Smára, einhvers lit- rlkasta persönuleika sem ísland hefur alið á síðari öldum. Maður saknar þess hve sjaldan Ragnar lætur að sér kveða í fjölmiðlum í seinni tíð. Það þarf að senda slyngan spyril heim til Ragnars. Ragnar er ekkert siður ómissandi í filmusafni sjónvarpsins handa framtiðinni en helstu lista- og stjórnmálamenn þjóðarinnar. Ragnar mun að vísu aldrei segja fram minningar sínar nema að óverulegum hluta. Það marka ég á því að hann sagði mér einu sinni að hann hefði brennt allan þann hluta bréfasafns sins sem Vissi að listamönnum, einmitt þann þátt- inn sem var til marks um hver fyrirgreiðslumaður hann hefur verið þeirri stétt fram eftir öld- inni. Geysileg heimild um lífs- starf Ragnars varð þár með að ösku — I huga Ragnars er trúnað- urinn við skjólstæðinga sina, einkamál þeirra, öllu ofar. En Ragnar býr yfir mýgrút dæma al- menns eðlis um ýmislegt í fari þessa þjóðflokks sem kallast lista- menn, heppnaðra og misheppn- aðra, og margt af þvi mætti geym- ast á filmu öllum að meinalausu, eins og Ragnar einn getur sagt frá því. SPENNUFALL í KASTLJÓSI Fjöllunin um fyrirgreiðslupóli- tík þingmanna i Kastljósi leiddi ekkert nýtt I ljós. Daufleg sam- kunda — að undanskilinni sögu Vilhjálms Hjálmarssonar af peys- unni sem hann keypti fyrir stúlk- una austur á fjörðum. Ég hygg að fleira af þvi tagi hafi verið á takteinum hjá Vilhjálmi, en eftir þvi var ekki leitað. Greinargerð Vilhjálms í blöðum um fyrir- greiðslur þingmanna var raunar svo rækileg að hún gerði þáttinn óþarfan. Og það sem meira var; hann kvaðst mundu halda fyrir- greiðslupólitík sinni áfram eftir því sem tími hans leyfði og sam- viskan byði. Það er líka lítil sann- girni í því að krefjast þess að fólk hætti að vera manneskjur þó að það slysist inn á alþingi og þaðan uppi ráðherrastóla, og að þvi lét Svava Jakobsdóttir liggja, ef ég man rétt. Starf þingmanns er auk þess i eðli sínu fyrirgreiðslustarf i þágu umbjóðenda — sem heildar raunar — en aldrei verður hoggið með öllu á persónusamböndin sem fléttast inn í umboðið. Sama kastljós lýsti litillega upp sam- vinnuhreyfinguna. Hrossið og reiðmaðurinn á Eyrarbakka skyggði að vísu nokkuð á dýrðar- ljómann. Það var óborganlegt atriði og skemmtileg tilviljun — og Ómar og myndatökumaðurinn voru eldfljótir að skynja hvar feitt var i stykkinu og nýttu atrið- ið dyggilega. Þarna var Islensk alþýða lifandi komin — eins og hoggin út úr landslaginu, munn- við, kjarnyrt og opinská. Þegar klippt var á hross og reiðmann var I rauninni ekkert meira um samvinnuhreyfinguna að segja, kosti hennar og galla. Framhaldið var notalegur rabbfundur, likast- ur þvi að verið væri að halda stjórnarfund við Sölvhólsgötuna — og forstjórinn væri ritarinn, allt samvinnúmenn. Eysteinn var sleipur — en einna helst lífsmark með Svavari Gestssyni og Eyjólfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.