Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 24
24
MOHdUNBLAÐ.IÐ, FIMMTUDAOUR 24. FEBRUAR 1977
Stjórn Félags Islenzkra bókaútgefenda. ljósm: 01. K.M.
r
Arlegur bókamark-
aður opnar í dag
- Enginn skip-
stjóri hleður. .
Framhald af bls. 44
skipstjóri, sem verið hefur með
það lengi og enginn skip-
stjórnarmaður hleður svo skip
sitt í dag að hann sjái þvt ekki
borgið til lands. í brælu drekk-
hleður heldur enginn skip sitt.
Veðurspár eru og orðnar það
glöggar í dag, að á þeim er unnt
að byggja mikið.
Gagnrýnin á loðnunefnd er
ekki sanngjörn. Ef loðnunefnd
verður á einhver skyssa, þá er
það ekki henni að kenna, þvi að
þá er ljóst að hún hefur fengið
rangar upplýsingar frá bræðsl-
unum. Ef bræðslurnar fara eft-
ir þeim reglum, sem þeim eru
settar, er engin hætta á að
loðnunefnd gefi upp vitlausar
upplýsingar. Hún hefur marg-
sýnt það að hún gerir öllum
jafnhátt undir höfði. í sam-
bandi við aflaskýrslur sagði
Gísli að tilgreina ætti, hve skip-
in eru stór, sem koma með afl-
ann að landi. Það væri nauðsyn-
legt til þess að koma I veg fyrir
misskilning um ofhleðslu.
Gísli sagði að skip sitt, Jón
Finnsson, væri yfirbyggt, Við
það kvað hann skipið bera mun
meira og sjálfur sagðist hann
ekki hefði trúað því hve miklu
munaði um það hve skipið bæri
meiri afla. Þess vegna getur
yfirbyggður bátur án þess að
hættan aukizt, hlaðið meir.
Yfirbyggður bátur með lunn-
ingu í kafi er ólíkt betur stadd-
ur en óyfirbyggður bátur sem
er á skammdekki í veltingi.
Gisli saði ennfremur að lag
skipsins hefði sitt að segja,
hvort þau eru mikið niðurskor-
in um miðjuna og hafa góða
enda. Hafa þau þá miklu meiri
möguleika á að verja sig í sjó.
Að lokum sagði Gísli, að hann
teldi brýna þörf á því að
Siglingamálastofnunin herti
eftirlit með því að kjölfesta
báta væri nægileg svo að van-
hleðsla ætti sér ekki stað.
— Múlafoss
Framhald af bls. 44
Skipstjóri erGústaf Siemsen.
Skipið, sem sigldi á Múlafoss,
Lys Point, er lítið strandferðaskip
í eigu norska skipafélagsins Lys-
line í Osló. Skipstjóri þess heitir
John Sandvík.
r
— Avísanamálið
Framhald af bls. 44
viðtals um annað en rannsókn á
breiðum grundvelli. Hrafn Braga-
son og aðstoðarfólk hans hafa
haldið áfram rannsókn á vissum
þáttum málsins.
— Lekir ofnar
Framhald af bls. 2
leið og sódanum er bætt út I
vatnið, hækkar ph-gildi vatns-
ins. Aukið sýrugildi vatnsins
vegur upp á móti calsíumklóríð-
innihaldi þess. Sýrustig vatns-
ins á Seltjarnarnesi er nú 8,5,
en þarf að verða 9,5 eins og er í
vatni Hitaveitu Reykjavlkur.
Mun sýrustigið í vatninu á Sel-
tjarnarnesi verða hækkað upp í
9,2. Erum við að vonast til þess,
að þessar aðgerðir lagfæri
þessa vankanta, sem komið
hafa fram, sagði Sigurgeir Sig-
urðsson bæjarstjóri.
Sigurgeir sagði, að nýlega
hefði verið tekið saman; hve
mikil brögð hefðu verið af því
að ofnar hafi farið að leka. Frá
áramótum eru þekkt um 30 til-
felli. Hins vegar kvað hann
menn verða að gera sér grein
fyrir því, að heildarfjöldi ofna
á Seltjarnarnesi er 12 til 15
þúsund. Við ofnana er gert í
áhaldahúsi bæjarins. Engar bil-
anir hafa orðið á gömlu pott-
ofnagerðinni. Hins vegar eru
það þunnir stálofnar, sem bilað
hafa. öruggt ráð við þessu er
forhitun, en hún er misdýr.
Eftir nokkra mánuði ætti að
vera komin í ljós reynslan af
þessum aðgerðum Hitaveitu
Seltjarnarness.
STJÓRN Félags fslenzkra bókaút-
gefenda boðaði til blaðamanna-
fundar i gær í kjallara Iðnaðar-
mannahússins við Hallveigarstíg.
Tilefnið var, að nú er að hefjast í
17. sinn hinn árlegi bókamarkað-
ur, sem fimmtíu islenzkir bókaút-
gefendur standa að.
Örlygur Hálfdánarson, formað-
ur félagsins, sagði að á markaði
þessum væru bækur við allra
hæfi, svo sem þjóðlegur fróðleik-
ur, ævisögur, bæði þýddar og ís-
lenzkar, barnabækur, alþýðufróð-
leikur, islenzkar skáldsögur og
ljóð og þýddar skáldsögur. Þá eru
einnig á markaðinum ritsöfn og
heildarútgáfur höfunda, sem eru
á venjulegu verði. Á markaðinum
eru hundrað tölusett eintök, árit-
uð af Gunnari Gunnarssyni af
— Gefur aldrei
upplýsingar að
fyrra bragði
Framhald af bls. 2
spurt væri og þá aðeins um afla.
Gylfi sagði að Morgunblaðið
þyrfti t.d. ekki að fá hjá loðnu-
nefnd, hverjir væru aflahæstir,
þar sem Fiskifélag íslands gæfi
út skýrslur um slíkt.
Gylfi kvað ummæli Kristbjarn-
ar ef til vill eiga sér annan að-
draganda en einmitt þessar frétt-
ir, sem hann væri að setja út á.
„Hann er búinn að vera í orða-
skaki við okkur í nefndinni meira
og minna í vetur, þegar hann hef-
ur verið úti,“ sagði Gylfi Þórðar-
son, „og hefur m.a. haft í hót-
unum vegna þess að við höfum
ekki viljað setja á flutningastyrki,
þegar hann hefur óskað. Er þetta
sjálfsagt orsökin og hefur hann
þarna séð kjörið tækifæri til þess
að ná sér niðri á okkur. Hins
vegar veit Kristbjörn það örugg-
lega sjálfur að við gefum ekki
upp neitt um afla einstakra
skipa.“
í lokin sagði Gylfi að blöð
mættu fara sér allmiklu hægar,
þegar þau væru að reikna eitt-
hvað út, svo sem eins og aflahlut,
aflaverðmæti og útflutningsverð-
mæti eða eitthvað slíkt.
— Amalrik
Framhald af bls. 1.
lægra settan franskan embættis-
mann, sem vinnur að undirbún-
ingi að þátttöku Frakka í Belgrad-
ráðstefnunni.
„Sovézk yfirvöld eru óttaslegin
yfir afstöðu Carters, Bandaríkja-
forseta", sagði Amalrik I viðtali
við blaðið Le quotidien de Paris.
„Þeim væri það ánægja að finna
vopn gegn frumkvæði bandariska
forsetans, einhvers konar tróju-
hest, sem gæti skapað ágreining.
Svo virðist sem þeir hafi fundið
þetta vopn í persónu Valery
Giscard dEstaings.“
Hann benti á, að sovézki sendi-
herrann í Paris hefur einmitt af-
hent Giscard bréf þar sem stað-
fest er að Brezhnev, leiðtogi
sovézka kommúnistaflokksins,
heimsæki Frakkland fyrir 1. júlí.
„Heimsóknin er nokkurs konar
sykurmoli, sem Giscard fær fyrir
sögu Borgarættarinnar, svo og
fimmtiu eintök af Aftankuli eftir
Jakob Thorarensen, einnig árituð
og tölusett.
örlygur sagði að fólk hefði
stundum kvartað yfir þvi að verð
bóka á markaði þessum væri ekki
nógu lágt. Hins vegar væri þvi nú
svo háttað, að margar bækur
þyrfti að binda inn áður en þær
væru settar á markaðinn og kost-
aði það lágmark 300 krónur.
Vinnulaun frá þvl að markaður
þessi hófst hafa sautjánfaldazt,
hins- vegar hefði verð bókanna
vart tvöfaldazt.
Bókarmarkaðurinn opnar í dag
og stendur til 5. marz. Opið verð-
ur frá kl. 9 — 6 alla virka daga,
nema á föstudögum er opið frá kl.
9 — 22 og á laugardögum frá kl. 9
— 16.
að kljúfa vestræna samstöðu í
mannréttindamálum og vanda-
málum andófsmanna." Amalrik
sagðist ætla að halda kröfum sín-
um um að fá að hitta Giscard
vegna þess að hann tryði enn á
hið gamla slagorð Frakka „frelsi,
jafnrétti og bræðralag".
Leiðtogi franskra kommúnista,
Georges Marchais, sagði i dag að
mótmæli Amalriks væru afskipti
af frönskum stjórnmálum og ýttu
undir árásir hægri sinna á
kommúnistaflokka. En Robert
Fabre, leiðtogi hins vinstrisinn-
aða Róttækaflokks, réðst á
Giscard d’Estaing fyrir að neita
að hitta Amalrik, og spurði af
hverju franski forsetinn for-
dæmdi skerðingu mannréttinda í
öllum öðrum hlutum heimsins en
Sovétríkjunum.
Talsmaður forsetahallarinnar
sagði, að pólitískum flóttamönn-
um eins og Amalrik væri frjálst
að láta I ljós skoðanir sínar í
Frakklandi en þeir gætu ekki á
eigin spýtur ákveðið fundi með
forseta lýðveldisins. Álitið er þó,
að ástæða forsetans sé sú að hann
vilji ekki spilla sambúð Frakk-
lands og Sovétrfkjanna með þvi
að hitta Amalrik. Lögreglan hefur
ekki viljað gefa skýringu á því af
hverju hún handtók Amalrik og
leyfði honum svo aftur að taka sér
stöðu við forsetahöllina.
Aðgerðir Amalriks hafa vakið
mikla athygli i Frakklandi. í gær-
kvöld kom hann fram í sjónvarpi
þar sem hann ræddi við Marchais
um málefni andófsmanna í Sovét-
rfkjunum og afstöðu yfirvalda
þar. í dag lýsti hann þvi svo yfir
að Marchais væri sjálfstæðari
gagnvart Brezhnev en Valery
Giscard d’Estaing.
Talsmaður vestur-þýzku stjórn-
arinnar sagði i dag að Amalrik
gæti ekki hitt Helmut Schmidt, en
hann fengi fund með Hans-
Jtirgen Wischnewski, aðstoðarut-
anríkisráðherra.
Sovézka fréttastofan Tass sagði
í dag frá handtöku Amalriks og
kvað hana hafa verið vegna
„alvarlegra óspekta á almanna-
færi.“ Rifjaði Tass upp, að
Amalrik hefði verið rekinn frá
Sovétrikjunum og að vestræn
blöð hefð.u lýst honum sem boð-
bera mannréttinda. Ekki sagði í
frétt Tass, sem prentuð var i dag-
blaðinu Izvestia og lesin í fréttum
Moskvuútvarpsins, af hverju
Amalrik var við forsetahöllina.
— Beitir EBE
Framhald af bls. 1.
stjóri samtakanna, sagði að ís-
lendingar vildu halda góðu
sambandi við EBE-rikin og eiga
aðgang að mörkuðum þar.
Benti hann á, að íslendingar
hefðu tvöfaldað viðskipti sln
við bandalagið á síðasta ári og
að það keypti nú 20% af fiskút-
flutningi íslendinga. Kvað
hann það furðulegt, að þrátt
fyrir þessar staðreyndir virtist
það ómögulegt fyrir fram-
kvæmdanefndina að ná þó ekki
væri nema nauðungarsam-
komulagi til að draga úr mestu
erfiðleikunum i brezkum
hafnarborgum.
„Málin eru komin út fyrir
alla skynsemi," sagði Laing.
„Islendingar taka allt en gefa
ekkert...“
— Carter
Framhald af bls. 1.
„grimmdarleg morð“, og sagði að
hann hefði einnig haft orð á þvi
að pólitiskir fangar væru einnig í
Suður-Kóreu, Kúbu og öðrum
ríkjum Suður-Ameriku.
Carter ftrekaði á öðrum blaða-
mannafundinum, sem hann held-
ur síðan hann varð forseti, að allir
þeir, sem hafa undirritað Helsing-
forssáttmálann, hefðu skuldbund-
ið sig til að virða mannréttindi.
Fyrr í dag hafði utanrfkisráðu-
neytið gagnrýnt óvenju harðlega
atburðina í Uganda. Carter fjall-
aði um þá hugmynd að fram færi
alþjóðleg rannsókn á þeim og
lýsti stuðningi við tillögu Breta
um að Sameinuðu þjóðirnar létu
málið til sin taka.
Carter var margspurður um
starfsemi leyniþjónustunnar CIA,
og lagði hann áherzlu á nauðsyn
þess að leynd hvíldi yfir ýmsum
athöfnum hennar. Kvað hann það
geta skaðað öryggi Bandarikj-
anna og sambúð við önnur lönd ef
ýmis verk hennar yrðu gerð opin-
ber. Kvaðst hann hafa áhyggjur
af því hve margir hefðu aðgang að
leyniskjölum stofnunarinnar,
sem yllu hættu á upplýsingaleka.
Carter vildi ekki fjölyrða um
einstök verkefni CIA, en sagðist
hafa látið gera rannsókn á starf-
semi leyniþjónustunnar og hefði
ekkert komið í ljós, sem gæfi til
kynna, að hún hefði farið út fyrir
ramma laganna.
— Skákeinvígin
Framhald af bls. 21
þau verða ekkert I líkingu við
það þegar Fischer malaði
Taimanov og Larsen i þeirri
keppni, sem var undanfari sig-
urferðar hans til Reykjavikur
árið 1972.
Ýmis tækifæri hafa þó gefizt
til þess undanfarin tvö ár að
fylgjast með taflmennskun
þeirra, sem nú hittast um helg-
ina, og á grundvelli þess má
reyna að geta sér til um úrslit.
Reynsluleysi Horts í einvigis-
skákum gefur vísbendingu um
að það valdi honum erfiðleik-
um I fyrstu skákunum, enda
þótt hann sé frábær skák-
maður.
Sigurvegari í einvígi Larsens
og Portisch verður sennilega
hinn síðarnefndi, þar sem leik-
ur Larsens er fremur misjafn.
Keppni þeirra Korchnois og
Petrosjans er einkar tvisýn.
Siðast er þeir hittust við tafl-
borðið sigraði Korchnoi glæsi-
lega með 3W vinningi gegn l'/i,
en án efa var ein skýringin sú
að Petrosjan veiktist og varð að
hætta keppni áður en henni
Iauk.
Mecking er yngsti skák-
maðurinn sem tekur þátt I
áskorendaeinvlgi um helgina,
og hann mun eiga fullt i fangi
með að sigra Polugaievski, en
ef honum tekst það verður fróð-
legt að fylgjast með viðureign
þeirra Korchnois, sem hann
beið nýlega lægri hlut fyrir.
Hver svo sem áskorandinn
verður er ljóst, að Karpov hef-
ur sannað að hann er verðugur
handhafi heimsmeistaratitils-
ins og hann verður enn að telj-
ast liklegasti sigurvegarinn I
heimsmeistaraeinvíginu að ári.
— Innlend
Framhald af bls. 20
þar álita að Samband garðyrkju-
hænda verði samband innan
Búnaðarfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda, hliðstætt
búnaðarsamböndunum, með sömu
réttindi og skyldur og fái fulltrúa á
þingum þessara aðila. Önnur leið
sem nefnd er, er að garðyrkju-
bændur segi sig úr lögum við
búnaðarsamtökin og hætti jafnframt
greiðslum til þeirra en þá leið telja
garðyrkjubændur engan veginn
æskilega
Ráðstafanir til
að draga úr sam-
drætti á mjólkur
framleiðslu
Stjórn Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar hefur sent þinginu tillögu þar
sem fjallað er um þá öfugþróun,
sem að undanförnu hefur átt sér
stað í nautgriparækt, þar sem
mjólkurframleiðendum hefur
stöðugt farið fækkandi. Bent er á að
á svæði BSE hefur þeim fækkað úr
325 1973 í 30 1975 Stjórn BSE
telur að í þessu sambandi þurfi að
lagfæra eftirfarandi. Reynt verði að
finna leiðir til bættra og aukinna
lánskjara til bænda og að tekið verði
tillit til hins bindandi vinnutíma,
sem mjólkurframleiðendur verða að
hafa, við verðlagingu á mólk í
verðlagsgrundvelli
— Bændum
veitt aðstoð
Framhald af bls. 20
Eins og áður sagði gerir frumvarpið
ráð fyrir að kostnaður af störfum að-
stoðarmanna greiðist að 2/3 úr ríkis-
sjóði og 1 / 3 úr sveitarsjóðum á svæði
viðkomandi búnaðarsambands Deilist
hlutur sveitarfélaganna eftir tölu
bænda í hverju sveitarfélagi. Þær tekj-
ur sem koma inn vegna vinnu að-
- stoðarfólks þegar það er ekki bundið
vegna veikinda eða annarra forfalla
komi til frádráttar kostnaði vegna að-
stoðarþjónustunnar áður en gjöldum
er skipt milli rikissjóðs og sveitarfé-
lags. Aðstoðarmenn skulu hafa endur-
gjaldslaust fæði og húsnæði hjá við-
komandi bónda á starfstíma sínum og
einnig greiðir bóndinn nauðsynlegan
ferðakostnað.
Tekið er fram í greinargerð með
frumvarpinu að æskilegt sé að sá eða
sú, sem ráðinn er í aðstoðarþjónustu-
störf, hafi verulega starfsreynslu í al-
mennum bústörfum, þó fyrst og fremst
við hirðingu búfjár og einnig gefist
aðstoðarfólkinu kostur á sérstökum
námskeiðum við bændaskólana.
1 x 2 — 1 x 2
24. leikvika — leikir 19. feb. 1977.
Vinningsröð: 201 — 1 11 — 112 — 1 XX
1. VINNINGUR: 10 réttir— Kr. 358.000.00
1276
2. VINNINGUR: 9 réttir ■— kr. 4.200.00
2180 3565 30003 30668 31092+ 31731 32174
2186 3613 30126+ 30668 31092+ 31763+ 32175
2948 4902 30330 30728 31109+ 31770+ 32294
3283 6033 30452 31091+ 31238+ 32027 32356
3313 6709 + nafnlaus 30667 31091+ 31355 32156 40160 40649
Kærufrestur er til 14 marz kl 12 á hádegi Kærur skulu vera skriflegar.
Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni Vinningsupp-
hæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina Vinningar fyrir 24
leikviku verða póstlagðir eftir 1 5 marz.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og
fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag
vinninga
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK