Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 42
42 MORGLNBLAÐIÐ, FIMMTL'DAGLR 24. FEBRLAR 1977 Norska innanhússmeistaramótið: meistari m hlaupi „Ég var nú alls ekki bjartsýn á góóan árangur fyrir mótið, þvl mér hefur aldrei gengið vel innanhúss. Þá ákvað ég ekki nema með 3ja daga fyrirvara að taka þátt I þessu móti og hafði tekið erfiðar æfingar eiginlega of nálægt mótinu til að gera mér stórar vonir. En ég er að sjálf- sögðu ánægð með að hafa unnið, og er ég þó ánægðari með tfmann og að hafa bætt Íslandsmetið um 7,8 sekúndur þvl þetta bendir allt til þess að sumarið verði betra en áður hefur verið.“ Þannig mælti Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, I viðtali við Mbl. en Lilja vann það glæsilega afrek að sigra I 800 metra hlaupinu á norska innan- húss meistaramótinu I frjáls- íþróttum, sem fram fór f Ekebergshallen í Ósló um helgina. Eins og að ofan greinir ákvað Lilja með mjög stuttum fyrirvara Lilja Guðmundsdóttir. að taka þátt í þessu móti og er tími hennar, 2:09,9 mín., mög at- hyglisverður. Er þetta aðeins 2,6 sekúndu lakari timi en Lilja náði á Ólympíuleikunum I Montreal, en öllu verra er að keppa innan- húss en utan, og svo miðar Lilja ekki æfingar sínar við að vera i keppnisformi fyrr en i sumar. Um keppnina og hlaupið sagði Lilja annars: „í sjálfu sér lagðist keppnin vel í mig. Zicka, þjálf- arinn minn, virtist þó bjartsýnni en ég, þvi eftir æfingu tveimur dögum fyrir mótið sagði hann að ég mundi hlaupa á 2:10 — 2:12 minútum. Ekki var ég sjálf svo bjartsýn og eftir að hafa komizt að raun um að hringurinn var 165 metrar í stað 200 m eins og ég hafði vonað, þá átti ég ekki von á nema svona 2:13—2:14 min. Við vorum sjö sem hlutum þetta hlaup, þar á meðal stelpa sem á 2:04 utanhúss. Ég tók forystu i hlaupinu strax í startinu og fann að hinar vildu ekki leiða hlaupið. Eg varð þvi að hlaupa alveg upp á eigin spýtur en fann þó alltaf að mér var fylgt vel eftir. Mér fannst ég hlaupa létt og vel. Þegar svo 20—30 metrar eru eftir í markið, þá kemur ein norsk upp að hliðinni á mér. Einhvern veginn tókst mér þó að bæta við, þvi í markinu var ég aðeins á undan. Fékk ég 2:09,9 mínútur, en sú er varð önnur fékk 2:10,0 min. Þriðja manneskja var síðari stutt á eftir, þvi hún fékk 2:11,0 mín. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi orðið mjög hissa. Bæði átti ég ekki von á því að sigra, og ekki hvarflaði að mér að ég gæti náð þessum tíma í 800 metrum á þessum árstima. Ég hef þó trú á því að ég geti gert betur en þetta og ef allt gengur vel ætti næsta sumar að verða mjög gott, sagði Lilja í viðtalinu við Mbl. Lilja sagðist geta æft nokkuð vel i Svíþjóð, en þar dvelur hún við atvinnu og æfingar, þrátt fyrir að þar sé enn snjór og nokkurt frost. Sagði hún að framundan væru hjá sér einhver skógar- hlaup, en ekkert verður af því að hún taki þátt í sænska frjáls- iþróttameistaramótinu innanhúss sem fram fer um helgina næstu, því öll lengri hlaup kvenna i þessu móti voru lögð niður að þessu sinni vegna dræmrar þátt- töku. —ágás. Landsmót UMFÍ er jafnan ein mesta íþróttahátfð sem haldin er hérlendis. Mynd þessi var tekin á landsmóti á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum. Sennilega verður það á Selfossi sem fþróttafólkið fylkir liði, þegar næsta landsmót verður sett. VERÐUR NÆSTA LANDS- MÓT UMFÍ Á SELFOSSI? ALLAR Ifkur benda nú til þess að næsta landsmót Ungmennafélag- anna verði haldið á Selfossi. Sem kunnugt er hafði verið samþykkt að mótið færi fram á Dalvfk, en fþróttaaðstaða þar verður ekki komin f nógu gott horf á næsta ári til þess að unnt verði að halda mótið þar, enda þarf meira en Iftið til svo að unnt sé að halda landsmót á svipaðan hátt og gert hefur verið að undanförnu. Morgunblaðið hafði i gær sam- band við Sigurð Geirdal, fram- kvæmdastjóra UMFl, og spurðist fyrir um fyrirhugaða breytingu á mótsstaðnum. — Málið er þannig til komið að Dalvikingar höfðu samband við okkur og tjáðu okkur að iþrótta- aðstaða yrði ekki orðin nægjan- lega góð hjá þeim á næsta ári, en þá á landsmótið að fara fram. Óskuðu þeir eftir þvi að mótinu yrði frestað til 1979. Ut af fyrir sig hefði UMFÍ fallist á þá ósk þeirra, en hins vegar kom strax fram mikíl óánægja hjá iþrótta- fólkinu með það að fresta lands- móti. Var þvi ákveðið að kanna hvort unnt væri að halda mótið á Selfossi 1978, en síðan á Dalvik 1981. Verður það endanlega ákveðið á héraðsþingi Héraðssam- bandsins Skarphéðins um næstu helgi, hvort mótið verður haldið á Selfossi, en telja verður fremur líklegt að Selfyssingar telji sig geta haldið það, þótt fyrirvarinn sé skammur. Þegar hefur verið samþykkt tillaga i hreppsnefnd Selfosshrepps þess efnis, að hreppurinn láni landsmötinu þá aðstöðu sem nú er fyrir hendi og þá aðstöðu sem hugsanlega gæti verið fyrir hendi á Selfossi 1978. Sigurður Geirdal, sagði að fáir Villur voru í frásögn Morgun- blaðsins af úrslitum í Bikar- keppni Fimleikasambands Is- lands. Sigurvegari í kvennaflokki varð Gerpla sem hlaut 128,2 stig, Bjarkirnar úr Hafnarfirði hlutu 127.9 stig, IR 108,1 stig, Ármann 96,1 stig, Fylkir 93,1 stig og KR 90.9 stig. Stighæstu einstaklingar i keppninni urðu: I kvennaflokki Berglind Pétursdóttir Gerplu, sem hlaut 30,1 stig, Karolína Valtýsdóttir, Björk, 29,8 stig, og Ásta Isberg, Gerplu, 26,4 stig. I karlaflokki: Jónas Traustason, staðir hefðu upp á eins góða að- stöðu að bjóða fyrir landsmót og Selfoss. Þar væri góður íþrótta- völlur sem ekki þyrfti að gera mikið fyrir til þess að hann full- nægði þeim kröfum sem gerðar eru vegna landsmóta, þar væru tvær sundlaugar, íþróttahús yrði komið fyrir landsmót, og aðrar byggingar sem nauðsynlegar eru m.a. vegna þjónustu við iþrótta- fólk og landsmótsgesti væru fyrir hendi á Selfossi. Ármanni, 38,5 stig og Haukur Ingason, Ármanni, 37,8 stig. 358 ÞÚS KR. FYRIR 10 RÉnA I 24. viku getrauna kom aðeins fram einn seðill með 10 réttum og nam vinningur handhafa vinn- ingsmiðans 358.000,00 krónum. Með 9 rétta voru svo 36 raðir, og fékk hver röð 4.200,00 kr. i vinn- ing. STIGATALA LEIÐRÉTT Sonja hnekkti 7 ára meti Ellenar og Guðný setti tvö ný telpnamet EITT nýtt Islandsmet leit dags- ins Ijós á unglingasundmóti Ægis sem fram fór f Sundhöll Reykjavfkur s.l. sunnudag. Var það hin bráðefnilega Sonja Hreiðarsdóttir sem metið setti í 200 metra bringusundi, sem hún synti á 2:51,4 mfn., og bætti hún þar með 8 ára met Ellenar Ingvadóttur. Var það 2:53,7 mfn. Telpna- og stúlkna- metin í þessari grein átti hins vegar Sonja sjálf. Var það 2:55,3 mfn., sett f fyrra. Yfirleitt náðist ágætur árangur f öllum keppnisgrein- um Ægissundmótsins, og er greinilegt að unga sundfólkið er í mikilli sókn og líklegt til afreka um þessar mundir. Meðal þess má nefna sérstak- lega Guðnýju Guðjónsdóttur úr Ármanni sem setti telpnamet í 200 metra skriðsundi með þvi að synda á 2:23,3 mín. Eldra telpnametið átti Þórunn Alfreðsdóttir, Æ, og var það 2:26,6 mín., sett árið 1974. Er þetta afrek Guðnýjar mjög gott þegar tekið er tillit til þess að hún er aðeins 14 ára. Guðný á ekki langt að sækja afreksgetu i íþróttum, þar sem báðir for- eldrar hennar voru á sinum tíma i fremstu röð íslenzks íþróttafólks. Á Ægissundmótinu bætti Guðný einnig telpnametið í 200 metra fjórsundi sem hún synti á 2:41,1 nfin. Gamla telpna- metið átti Þórunn Alfreðsuótt- ir, Ægi, og var það 2:42,7 min., sett árið 1974. Sérstaka athygli vakti einnig 100 metra skriðsund drengja á mótinu. Tveir kornungir piltar syntu á betri tíma en 1 mínútu, þeir Steinþór Guðjónsson frá Selfossi og Kristbjörn Guðmundsson úr Hafnarfirði — þetta eru piltar sem óhætt er að binda miklar vonir við. Þá náðist ágætur árangur i 100 metra baksundi sveina, 13—14 ára, en fjórir fyrstu menn i þeirri grein voru allir Selfyssingar. Sigurvegari varð Hugi Harðarson á 1:12,0 min. Athygli vakti að tviburabræð- ur, Svanur og Þörstur Ingvars- synir, deildu með sér þriðja sætinu. Þeir fengu báðir nákvæmlega sama tíma, 1:22,8 mín,. og það sem meira var — þeir kepptu ekki i sama riðl- inum í sundinu; Helztu úrslit á mótinu urðu þessi: 200 metra bringusund stúlkna: (36 þátttakendur) Sonja Hreiðarsdóttir, Æ 2:51,4 Þórunn Magnúsdóttir, IBK 2:59,1 Vala Valtýsdóttir, Á 3:02,1 Kolbrún Ólafsdóttir, SH 3:07,7 200 metra bringusund drengja (24 þátttakendur) Víkingur Jóhannsson, Á 2:44,7 Unnar Ragnarsson, IBK 2:48,9 Ingólfur Gissurarson, IA 2:49,7 Ari G. Haraldsson, KR 2:53,3 50 m baksund telpna (9 þátt- takendur) Unnur Brown, Ægi 40,6 Kristín Þorbjörnsdóttir, IBK 43,4 Þóranna Héðinsdóttir, Æ 45,4 Drffa Ármannsdóttir, UFHÖ 46,6 50 metra bringusund sveina (26 þátttakendur) Smári Harðarson, Tý. Ve. 43.0 Jón Ágústsson, Æ 45,0 Eðvald Eðvaldsson, UMFN 45,4 Ingólfur Haraldsson, IBK 45,4 200 metra skriðsund stúlkna (21 þáttakandi) Guðný Guðjónsdóttir, Á 2:23,3 Sigrún Ólafsdóttir, Self. 2:38,6 Olga Ágústsdóttir, Á 2:40,3 Vala Valtýsdóttir, Á 2:41,1 100 metra skriðsund drengja (48 þátttakendur) Steinþór Guðjónsson, Self. 59.4 Kristbjörn Guðmundsson, SH 59,5 Ari G. Haraldsson, KR 1:00,1 Óskar Harðarson, Self. 1:02,3 50 metra skriðsund telpna Unnur Brown Æ 35,0 Þóranna Héðinsdóttir, Æ 35,5 Hrönn Helgad. Bachmann, KR 37,2 Drifa Árnadóttir, UFHÖ 38,1 50 metra skriðsund sveina (24 þátttakendur) Sigurður Magnússon, IBK 34,6 Einar Sigurðsson, Á 35,5 Sigurður Ármannsson, lA 37,4 Freyr Njálsson, KR 38,4 200 metra fjórsund telpna (20 þátttakendur) Guðný Guðjónsdóttir, Á 2:41,3 Sonja Hreiðarsdóttir, Æ 2:43,3 Þórunn Magnúsdóttir, IBK 2:57,2 Sigrún Ólafsdóttir, Self. 3:01,0 100 metra baksund sveina (16 þátttakendur) Hugi S. Harðarson, Self. 1:12,0 Tryggvi Helgason, Self, 1:20,5 Svanur Ingvarsson, Self. 1:22,8 Þröstur Ingvársson, Self. 1:22,8 4x100 m skriðsund stúlkna Sveit Ármanns 4:48.0 A-sveit Ægis 4:58,6 SveitSH 5:13,8 A-sveit Selfoss 5:15,5 4x100 m skriðsund drengja: Sveit Selfoss 4:15,1 SveitSH 4:18,1 Sveit IBK 4:34,6 SveitKR 4:41,3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.