Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 18
18 MOHCíUNBLAÐIÐ, FIMMTUDACiUR 24. FEBRUAR 1977 SVO SEM kunnugt er skrifaði Ármann Kr. Einarsson rithöf- undur unglingabók sem byggð er I aðalatriðum á heimildum um eldgosið I Vestmannaeyjum og ýmsum atvikum í sambandi við það. Bókin seldist strax upp og hefur nú verið gefin út öðru sinni. Nýstofnað danskt forlag, „Birgitte Hövrings Biblioteks- forlag," sem sérstaklega kynnir fslenskar bókmenntir gaf þessa bók Ármanns út síðast liðið „Niður um strompinn fær góða dóma í Danmörku 99 haust með styrk frá Norrænu þýðingarmiðstöðinni. Birgitte Hövring þýðir bókina og nefn- ist hún á dönsku ,JVed gennem skorstenen". Umsagnir danskra blaða hafa nú borist hingað um bókina og eru þær einkar jákvæðar enda bókin „sá godt som udsolgt" eins og fram kemur í frétt frá forlaginu. Hér eru nokkrar glefsur úr þessum ritdómum: Kirsten Rossen lektor segir m.a. í umsögn til danskra bóka- safna: „Lýsingin á þvi hvernig fólk- ið er vakið um hánótt og flutt í skyndi með minnsta nauðsyn- legan farangur til meginlands- ins frá hinni ógnvekjandi hættu er einkar raunsæ og hríf- andi. Þýðandinn, Birgitte Hövring hefur leyst hlutverk sitt vel af hendi.“ Gagnrýnandi Berlingske Tid- ende segir undir fyrirsögninni ,41etjudrengurinn frá Heima- ey“: „Lesandinn verður þátttak- andi i flóttanum frá eldstöðv- unum, björgunarstarfinu og af- reki Sigga þegar honum tekst að ná hvolpi vinkonu sinnar úr húsi sem grafist hefur I ösku, — og sér alla þessa einstæðu viðburði með augum barnsins. Tilvalin bók handa 12—13 ára börnum, stúlkum og drengj- um.“ Knud Barngaard segir m.a. I Morgenavisen Jyllands-Posten: „Gildi bókarinnar felst ekki síst í þvi að hún gefur raunsæja lýsingu á þeim miklu náttúru- hamförum, sem urðu við eld- gosið á Heimaey. Bókin vekur löngun, bæði barna og fullorð- inna, til að kynnast betur þess- ari sérstæðu eyju og þeim miklu náttúruhamförum sem þar hafa orðið." Eva Hansen skrifar m.a. I Sjællands Tidende: „Atburðirnir eru bæði skelfi- legir og spennandi. Er í raun og sannleika hægt að venjast því að búa á eldfjalli, án þess svo mikið sem að leiða hugann að því? Söguhetjurnar flytjast til Reykjavíkur, þar sem lifnaðar- hættir fólks eru frábrugðnir þvi sem þau eiga að venjast. Börnin aðlagast nýja umhverf- inu, en ekki gerist það átaka- laust.“ Allmargar ljósmyndir frá gosinu eftir Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum prýða bók- ina. Þar á meðal kápumynd í litum. Allir gagnrýnendur minnast á myndirnar og telja þær frábærar. Ármann Kr. Einarsson er vel þekktur höfundur i Danmörku. Áður hafa komið út eftir hann þrjár bækur á dönsku. Ein þeirra hefur komið I mörgum útgáfum og verið notuð sem lestrarbók í dönskum skólum. Sú bók heitir Jón og Lóa og er eins konar kynning á Islandi í SÖguformi. S,G. (valdi og þýddl >. HEIM UR SKÓLANUM — Hress i bragði heldur þessi ungi Þórs- hafnarpiltur heim á leið úr skólanum. (Ljósm. Mbl. Friðþjóf- Ólafur Kvaran. „Septem- berhópur- inn” ’47-’52 Fyrsti rannsóknarfyrirlesturinn á vegum Listasafns Islands -á þessu ári verður haldinn fimmtu- daginn 24. febrúar kl. 8.30. Ólafur Kvaran listfræðingur mun þá halda fyrirlestur sem nefnist „Septemberhópurinn 1947—1952“. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Landbúnaðurinn og byggðasjóður: Fjórðungur milljarðs kr. lánaður árið 1977 Nær engin fyrirgreiðsla í tíð fyrri stjómar í UMRÆÐUM á Alþingi sl. fimmtudag um lausafjár- skuldir bænda, blandaðist skipting á lánveitingum og styrkjum úr Byggðasjóði eftir atvinnugreinum, eins og fram kom í efnislegri úttekt umræðna á þingsíðu ! 1972 1973 1974 1975 . 1. Fiskiskip 337. 1 1 32. 7 192.9 684 7 ’ 2. Fiskvinnsla 59 3 79. 3 161.0 198. 9 3. Iðnaður 44. 6 72. 2 113.9 198. 3 4. Landbúnaður 0. 1 10 1 26. 2 163.9 5. Sveitarfélög 22. 2 41.5 85. 5 291. 3 6 Annað 17. 1 21. 6 82. 4 66. 1 j A lls. 480. 4 357 4 661.9 1. 603. 2 : Morgunblaðsins sl. þriðju- dag. Af því tilefni hefur Ingólfur Jónsson, alþingis- maður, sem sæti á í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, beðið blaðið að birta eftirfarandi sundur- liðun á útlánum sjóðsins, Áaetlun 1976 1977 sem leiðir hið rétta í ljós í þessu máli. Samkvæmt yf- irlitinu hafa lánveitingar landbúnaðar verið nær engar á árum vinstri stjórnar en hafa verið mjög vaxandi allt frá árinu 1974. Neðangreindar tölur eiga við m. kr.: Grafiksýning í Kaupmannahöfn UM þessar mundir halda tveir íslenskir myndlistamenn sýn- ingar á verkum sinum í Kaup- mannahöfn. Sigurður Þórir sýnir grafík en Vilhjálmur Bergsson málverk. Sýning Sigurðar er haldin f Húsi Jóns Sigurðssonar, en þar hefur nú verið komið upp ágætri sýningaaðstöðu fyrir smærri myndlistarsýningar. Þeim sem áhuga hefðu á þvf að notfæra sér þessa aðstöðu er bent á að hafa samband við íslendingafélagið í Höfn. Hús- næðið er ókeypis. Andstæður þjóðfélagsins Eftir að Sigurður Þórir lauk tveggja ára námi við Myndlista- skóla tslands, hélt hann til Kaupmannahafnar. Þar hefur hann lagt stund á grafik við Listaakademíuna undanfarin tvö ár. Þetta er önnur einkasýn- ing Sigurðar, en sl. sumar hélt hann málverkasýningu I SUM. í verkum sínum leggur Sig- urður mikla áherslu á að draga fram þjóðfélagslegar andstæð- Kostnaður við und- irbúning nýs aðal- skipulags Reykja- yíkur til umræðu Á fundi borgarstjórnar 17. febrúar bar Björgvin Guðmundsson (Á) fram eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hver er kostnaður við undirbúning að gerð nýs aðalskipulags Reykjavikur? Sundurliðun óskast. t sundurlið- un komi m.a. eftirfarandi fram: Kostnaður Þróunarstofnunar Reykja- víkur. Aðkeypt vinna frá arkitektum og öðrum, sundurliðuð á nöfn aðila. Aðkeypt vinna erlendis frá. Kostnaður við skipulegssýningu á Kjarvalsstöðum. 2. Hve miklu nam kostnaður við aðra skipulagsvinnu árið 1976? Sams konar sundurliðun og áður óskast. Borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson (S) svaraði ýtarlega: „Sam- kvæmt upplýsingum borgarbókhalds hefur kostnaður við undirbúning að gerð nýs aðalskipulags fyrir Reykjavik árin 1972—1976 verið sem hér segir: Rekstur Þróunarstofnunar 62.755.511. millj. Aðkeypt vinna 14.558.145.- 1.400.000.- 614.755.- frá arkitektum og öðrum: Teiknist. Gests Ó1 Guðm. Kr. Guðm. og Ólafur Kr. Guðm. arkitektar Ingimar H. Ingi- marss. arkitekt Aðkeypt vinna erl. reiknilikan, tölvuþj. og ráðgjafalaun Kostnaður við skipulagssýningu Samtals Borgarstjóri sagði rétt að geta þess að á árunum 1975 og 1976 væri kostnaður við Þróunarstofnunina ekki alfarið vegna vinnu við aðal- skipulag heldur einnig vinna við deiliskipulag og ýmis önnur verkefni. — Kostnaður við aðra skipulagsvinnu á árinu 1976 hefur samkvæmt 16.572.920.- 20.852.000,- 2.719.584,- 102.900.015.- bráðabirgðauppgjöri numið: Skipulagsdeild Skúlatúni 2, laun. 5.847.989.- Teiknist. Höfði v/ skipulags- vinnu við Seljahverfi, Mjódd, I Grjótaþorpi og Selás 10.780.789,- Teiknist. Geirh. Þorsteinss. og Hróbjarts Hróbjartss. v/skipu- lagsv. í Breiðh. III og Eiðisgranda 10.111.449,- Teiknist. Reynis Vilhjálmss. v/ skipulv. við Flyðrugranda, í Seljahv., nýjum miðbæ, I Selás og fleira 4.186.573.- Teiknist. Arkir v/nýr miðbær 7.914.857.- Björn Höskuldsson verkfr. og fleira v/skipulv. i Ártúnshöfða 982.000,- Ánnar kostnaður 3.470.884.- Samtals 43.294.550,- Eins og áður er sagt eru þetta bráðabirgðatölur. 83.a 100.0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.