Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 30
30 MORGL'NBLAÐIÐ, FIMMTLDAOLR 24. FEBRÚAR 1977 Malbik, salt og negldir hjólbarðar Breytt prófa- og skólaskipan: Fyrsti árgangur lýkur loka- prófi úr grunnskóla í vor Blaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins: í dagblöðum í vetur hefur verið deilt nokkuð um það, hvort sé vænlegra í baráttunni við hálk- una, salt eða negldir hjólbarðar. Deiluaðilar skiptast í tvo hópa og sýnist sitt hvorum. Þessu greinar- korni er ekki ætlað að skera úr um það hvor hópurinn hafi rétt fyrir sér, heldur einungis að vekja athygli á nokkrum stað- reyndum, sem e.t.v. mættu stuðla að málefnalegum skoðanaskipt- um i þessari deilu. Kostnaður við notkun negldra hjðlbarða Samkvæmt erlendum heimild- um entist malbik á góðri undir- byggingu í 15—20 ár áður en negldir hjólbarðar komu til sög- unnar. Með tilkomu þeirra styttist endingartiminn þar í 5—7 ár að umferð óbreyttri. Að líkindum er endingarhlut- fallið enn óhagstæðara i Reykja- vik bæði vegna þess að veturinn er langur og hundraðshluti þeirra sem aka á negldum hjólbörðum er mjög hár, var 90—95% veturna 1974 og 1975 skv. talningu gatna- málastjórans í Reykjavík. Nú er svo komið að viðgerðir á götum Reykjavikur vegna slits af völdum negldra hjólbarða kosta árlega um 200 millj. króna. Við þetta bætist kostnaður bileigenda vegna neglingar á hjólbörðum. Sá kostnaður var varlega áætlaður um 120 millj. kr. á ári. Samanlagð- ur kostnaður við notkun negldra hjólbarða er því um 320 millj. kr. á ári i Reykjavík einni. Áhrif negldra hjólbarða á umferðaröryggi Myndin er byggð á rannsókna- niðurstöðum frá Canadian Safety Council. Þar kemur fram að negldir hjólbarðar veita um 13% meira hemlunarviðnám á ís rétt undir frostmarki heldur en snjó- hjólbarðar. Á blautu ma 1 biki og is i miklu frosti er mismunurinn óverulegur, og er negldum hjól- börðum i óhag. Á myndina vantar hemlunarvegalengdir á blautum is, en íniðurstöðum rannsóknar- innar kemur fram að hemlunar- viðnámið breytist mjög lítið frá -1° Ctil +1°C. Slit á malbiki af völdum negldra hjólbarða kemur að veru- legu leyti fram sem hjólför. Þau hafa neikvæð áhrif á umferðar- öryggi á tvennan hátt. Annars vegar er meiri hætta á að ökumað- ur missi stjórn á bílnum í djúpum og kröppum hjólförum en á sléttu malbiki. Hins vegar getur núningsmótstaðan milli hjólbarða og malbiks horfið með öllu ef ekið er á miklum hraða i vatnsfylltum hjólförum. Að síðustu má nefna skemmdir á vegmerkingum. Gangbrautir og varúðarlinur eru oft málaðar á malbik. Þessar merkingar slitna mjög fljótt burtu þar sem umferð á negldum hjólbörðum er mikil, og hefur það að sjálfsögðu nei- kvæð áhrif á umferðaröryggið. Notkun salts Víða erlendis er matarsalt og skyld efni notuð í stórum stil til að bræða snjó og ís af götum. Á þennan hátt greiðir saltnotkun fyrir umferð, og hvað umferðar- öryggi snertir er hemlunarvega- lengd á malbiki aðeins 1/5 eða minna af hemlunarvegalengd á Is, hvort heldur bíllinn er á snjóhjól- börðum eða negldum hjólbörðum. Þetta kemur fram á myndinni. Á hinn bóginn hefur saltið einnig sina ókosti. Fyrir utan kostnað við kaup og dreifingu eykur salt ryðskemmdir á bifreið- um. Hversu mikil aukning er, fer eftir loftslagi. 1 þurru og hreinu lofti getur ryðmyndunin tvö- faldast skv. erlendum heimildum. Við sjó og þar sem loftslag er rakt og saltmengað er aukning ryð- myndunar af völdum saltdreif- ingar talin lítil. Óbeint ýtir saltnotkun yndir slit á götum, þar sem umferð á negld- um hjólbörðum er mikil. Orsökin er sú að blautt malbik slitnar nokkru hraðar en þurrt. Af blaðaskrifum að dæma virð- ist sú skoðun algeng að salt leysi upp asfalt. Þetta er ekki rétt. Svo enn sé vitnað i erlendar rann- sóknir, sýna þær að salt veldur ekki skemmdum á gallalausu mal- biki. Þess má geta að The Asphalt Institute I Maryland hefur fram- kvæmt umfangsmikla rannsókn á áhrifum salts á malbik. Eftir sex mánaða prófanir með hitastigs- sveiflum kringum frostmark og söltun til að bræða Is af sýnunum sáust engin merki um flögnun, steinefna- eða asfalttap og sýnin höfðu engu tapað i burðarþoli. Prófanir á asfaltinu sýndu að það hafði engum breytingum tekið. Gagnaðgerðir Eins og nefnt var I upphafi hef- ur notkun negldra hjólbarða verulgan kostnað I för með sér. Á meðan ekki liggja fyrir áform um að leggja þá niður, er því ekki um annað að gera en að brynja göturnar gegn þeim eftir beztu getu. Gatnadeild Reykjavikurborgar og Vegagerð ríkisins hafa í sam- einingu lagt fram allmikið fé til rannsókna á malbiki í Reykjavík Framhald á bls. 33 AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að breytingum á skipan náms í barna- og gagnfræðaskól- um í þeim tilgangi að koma á 9 ára samfelldum grunnskóla I samræmi við ákvæði laga nr. 63/1974. Megin breytingarnar felast i þvf að iandspróf miðskóla sem tekið hefur verið upp úr 9. bekk fellur niður svo og gagnfræðapróf sem tekið hefur verið upp úr 19 bekk. Á sfðustu árum hafa nálægt 90% hvers árgangs tekið annað- hvort þessara prófa en nokkur hluti hættir alltaf námi, af ýms- um orsökum, þegar skyldunám- inu lýkur með 8. bekk (unglinga- próf). I stað áðurnefndra prófa kem- ur lokapróf grunnskóla sem allir nemendur taka upp úr 9. bekk. Árið 1974 var gerð áætlun um það hvernig breytingunni skyldi komið á. Samkvæmt henni voru starfræktar sérstakar landsprófs- deildir f sfðasta sinn skólaárið 1975— 1976 og 4. bekkur gagn- fræðastigs (gagnfræðapróf) f sfð- asta sinn 1976—1977. Sama ár voru gefin út drög að námskrá handa 7., 8. og 9. bekk sem voru við það miðuð að þeir nemendur sem hófu nám f 7. bekk haustið 1974 tækju lokapróf grunnskóla vorið 1977. 1 lok þessa skólaárs útskrifast þvf fyrsti árgangurinn sem tekur lokapróf úr grunnskóla og jafn- framt sfðasti hópur gagnfræðinga og geta þessir nemendur hafið nám á framhaldsskólastigi næsta haust. t framhaldi af þessum breyt- ingum hefur ráðuneytið gefið út reglur um próf og vitnisburði f grunnskóla og 10. bekk skólaárið 1976— 1977 og reglur um inntöku nemenda f framhaldsskóla að loknu námi f grunnskóla. Fara þessar reglur hér á eftir en þær voru birtar f dreifibréfum nr. 19 og 20/1976. Próf og vitnisburðir í grunnskóla og 10. bekk skólaárið 1976—1977. Vitnisburður skóla Nemendum í 1.—9. bekk grunn- skóla skal gefinn vitnisburður í hverri grein sem þeir leggja stund á og kennd er reglulega i skóla, eða undir stjórn hans um- sjón, um lengri eða skemmri tima. Miða skal við að vitnisburðurinn sýni sem best það hlutfall skil- greindra námsmarkmiða sem nemandinn hefur tileinkað sér. Einkunn: 1« Nemandi hefur náð 95% — 100% námsmarkmiða 9 Nemandi hefur náð 85% — 94% námsmarkmiða 8 Nemandi hefur náð 75% — 84% námsmarkmiða 7 Nemandi hefur náð 65% — 74% námsmarkmiða 6 Nemandi hefur náð 55% — 64% námsmarkmiða 5 Nemandi hefur náð 45% — 54% námsmarkmiða 4 Nemandi hefur náð 35% — 44% námsmarkmiða 3 Nemandi hefur náð 25% — 34% námsmarkmiða 2 Nemandi hefur náð 15% — 24% námsmarkmiða 1 Nemandi hefur náð 0% — 14% námsmarkmicða 1 stað einkunnar má nota um- sögn í 1.—7. bekk. Er mælt með notkun umsagna í neðri bekkjum grunnskóla. Ekkert er þvi til fyrirstöðu að nota einkunnar og umsagnir samhliða. Umsagnir skulu vera stuttar en greinargóðar og gefa m.a. til kynna stöðu nemenda i viðkom- andi námsgrein svo og framfarir og ástundun. Vitnisburð má byggja á prófi, sem haldið er i lok skólaárs eða námsáfanga, og/ eða frammistöðu nemenda á námstímanum þ.m.t. sérstök verkefni sem þeir hafa fengið til úrlausnar. Heimilt er að gefa vitnisburð fyrir skólasókn en gæta skal þess að óviðráðanlegar ytri aðstæður t.d. veikindi um lengri eða skemmri tima, sérstakar heimilis- ástæður o.s.frv., hafi ekki áhrif á vitnisburðinn. Ekki skal reikna meðaleinkunn nemenda. Samræmd próf. 3. og 6. bekkur. Samræmdum prófum i 3. og 6. bekk er fyrst og fremst ætlað að veita skólum upplýsingar um stöðu nemenda sinna í viðkom- andi greinum miðað við skil- greind námsmarkmið og miðað við aðra nemendur í landinu sem eru á sama námsstigi. Þá verða niðurstöður þessara prófa einnig til afnota fyrir fræðsluyfirvöld eftir þvi sem ákveðið kann að verða og lög heimila. Ekki er gert ráð fyrir að niður- stöður prófanna séu færðar sér- staklega á skírteim nemenda eða í einkunnabækur þeirra heldur ber að líta á þær sem einn þeirra þátta sem kennarar hafa til hlið- sjónar þegar þeir gefa nemendum vitnisburð i viðkomandi grein. 8. bekkur (Unglingapróf) Einkunnir í samræmdum grein- um skal gefa í heilum tölum frá 1 til 10 og skulu þær færðar sér- staklega á skírteini nemenda. Skólum er heimilt að gefa aðra einkunn í sömu greinum og miða hana þá t.d. við þá námsþætti sem samræmd próf gefa minnstar upplýsingar um. Ekki skulu hald- in sérstök lokapróf i þessu skyni. Engin einkunn á unglingaprófi telst falleinkunn og eru hér með felldar úr gildi eldri reglur um þetta efni. 9. bekkur. (Lokapróf grunn- skóla). Einkunnagjöf á samræmdum prófum verður hlutfallsleg og verður miðað við 5 stiga kvarða, A, B, C, D og B þar sem A er besta einkunn og E lakasta. Einkunnina A hljóta 7% nem- enda Einkunnina B hljóta 24% nem- enda Einkunnina C hljóta 38% nem- enda Einkunnina D hljóta 24% nem- enda Einkunnina E hljóta 7% nem- enda Prófin verða dæmd eingöngu af prófanefnd. Stefnt verður að því að skólum berist niðurstöður prófanna innan 6 vikna frá því að úrlausnirnar berast nefndinni og er skólum þá heimilt að tilkynna nemendum niðurstöður þeirra. Öllum nemendum i 9. bekk er skylt að taka samræmd próf ef óviðráðanlegar orsakir ekki hamla, að mati skólastjóra og trúnaðarmanns. Sjúkrapróf verða ekki haldin. Umsóknir um framhaldsnám frá þeim nemendum sem ekki tóku samræmd próf skulu sendar við- komandi framhaldsskóla og prófanefnd. Verða þær metnar á grundvelli skólaeinkunna og um- sagnar þess skóla sem nemandinn kemur úr. Enginn einkunn á lokaprófi úr grunnskóla telst falleinkunn. 10. bekkur. Gagnfræðapróf. Framkvæmd samræmdra prófa verður með svipuðum hætti og vorið 1976. Einkunnagjöf verður þó ekki hlutfallsleg þar sem að- eins hluti árgangsins tekur þessi próf. Miðað verður við einkunnastig- ann til 10 og aðeins gefið í heilum tölum. Ekki er gertráð fyrir neinni breytingu á einkunnagjöf skól- anna frá því sem verið hefur. Inntaka nemenda í framhaldsskóla að loknu námi f grunnskóla Ráðuneytið hefur ákveðið eftir- farandi um inntöku nemenda í framhaldsskóla: I. Nemandi sem lýkur námi í grunnskóla hefur rétt til að hefja nám í framhaldsskóla ef hann hefur hlotið A, B eða C f sam- ræmdum greinum og einkunnina 4 eða hærra í skólaprófsgreinum. Eftirfarandi frávik eru þó heimil: a) D í tveimur samræmdum greinum en engin skólaeinkunn undir 4. b) D í einni samræmdri grein og ein skólaeinkunn undir 4. c) Engin samræmd einkunn lægri en C en tvær skólaeinkunnir und- ir 4. II. Nemandi sem lokið hefur gagnfræðaprófi hefur rétt til að hefja nám f framhaldsskóla ef hann hefur hlotið einkunnina 4 eða hærra bæði I samræmdum greinum og skólaprófsgreinum. Eftirfarandi frávik eru þó heimil: Blautt nalbik , gg. Sandborxnn ís ’. <-1°CI ,, 1 ■ , Hrmnn ís 2 Sn jó- * ■ i ‘ " 1 + <83 o_, i ' <-28 Cl Hreinn ís hjólbarðar 1 • / <-i°o i / i / >1 i / ==t 70' / 1 / / r-( m ' 2 Negldir hjólbaróar 1 x 137 * ' ' 1 ' / r“64' 4 Negldir hjólbaróar 1 < 163 > , 1 • 1 t 1 1 • 1 2 Hjolbarðar á keöjum ‘ J -nn( (1 fet = 0.3 m) 1 1 1 1 1 1 0' 10O' 200' 300' 400' 500' Henlunarvegalengd við 5(j kra/klst HEMLUNARVEGALENGD VIÐ MISMUNANDI AÐSTÆÐUR (Myndin er úr Meddelelse nr. 44, Veglabora- toriet, Oslo) Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.