Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 43
MOHCiUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. KEBKUAR 1977 43 M Olafsfirðingar ganga í UMFÍ ÁRSÞING íþróttabandalags Ólafsfjarðar var haldið laugar- daginn 19. febrúar s.l. Var þetta að vissu leyti tfmamótaþing hjá IBÓ, þar sem veigamiklar skipu- lags- og lagabreytingar voru gerð- ar I þeim tilgangi að hleypa nýju lffi f starfsemina og beina henni inn á nýjar brautir til að auka f jölbreytni f starfi. Ber þar að nefna að þingið sam- þykkti samhljóða tillögu sem bor- in var fram af formönnum allra aðildarfélaga ÍBÓ þar sem stjórn- inni var falið að óska eftir inn- göngu i Ungmennafélag Islands. I framhaldi af þessari tillögu voru gerðar nokkrar breytingar á gild- andi lögum og nefnast samtökin nú Ungmenna- og Iþróttasam- band Ólafsfjarðar, skammstafað UÍÓ. Gestur þingsins var Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, og flutti hann erindi um skipulag og starfshætti ung- mennafélagshreyfingarinnar i landinu og svaraði fyrirspurnum frá þingfulltrúum. Þá var á þinginu fjallað um fjármál sambandsins og uppbygg- ingu iþróttamannvirkja og ýmis framtiðarverkefni, en að lokum fóru fram kosningar í hinar ýmsu trúnaðarstöður. Stefán B. Ólafsson var kjörinn formaður UÍÓ, en f stjórn með honum þeir Ármann Þórðarson og Magnús Stefánsson. I vara- stjórn voru kjörnir þeir Svein- björn Árnason, Björn Þ. Ólafsson og Stefán B. Einarsson. DREGIÐ hefur verið I happdrætti handknattleiksdeildar FH og féllu vinningar á eftirtalin númer: 5555, 823 og 1260. (Vinningsnúmer birt án ábyrgðar) BIKARLEIKIR I kvöld verða leiknir tveir leik- ir i bikarkeppni KKl og eigast þá við KR og Fram í meistaraflokki karla og hefst sá leikur klukkan 20.00 f iþróttahúsi Hagaskólans. Strax á eftir leika svo IR og tS í meistaraflokki kvenna. Um sfðustu heigi voru leiknir þrfr leikir f bikarkeppninni og unnu þá Njarðvfkingar IV f Vest- mannaeyjum, með 77 stigum gegn 40, Valur vann Þór á Akur- eyri með 79 stigum gegn 56 og Fram vann UMFS með 90 stigum gegn 75. HG. -M mm* DRENGJAMEISTARA- MÚT ÍSLANDS: Gott hástökksafrek á Akranesi Guðmundur R. Guðmunds- son, FH, náði athyglisverð- um árangri í hástökki á drengjameistaramóti ts- lands í frjálsfþróttum sem háð var á Akranesi um helgina. Hér sést Guðmundur á æfingu í Laugardalshöllinni í vetur (Ljósm. ágás). — ÞETTA gekk allt ágætlega fyr- ir sig og fór vel fram, en það hefði þó verið skemmtilegra ef við hefðum haft fleiri þátttakendur. Þetta var stúlknamót lfka, en það mætti engin stúlka til leiks, þó svo nokkrar hefðu verið skráðar. Þannig mælti Ingólfur Steindórs- son á Akranesi er við öfluðum frétta af drengja- og stúlkna- meistaramóti tslands innanhúss, sem haldið var á Akranesi um sfðustu helgi. Nokkur ágæt afrek voru unnin á móti þessu og fram komu nokk- ur efni sem lftt hefur farið fyrir áður á frjálsíþróttamótum. Af einstökum afrekum sem unnin voru á mótinu ber hæst afrek Guðmundar R. Guðmundssonar úr FH f hástökki með atrennu. Stökk Guðmundur 1,95 metra, sem er bezti árangur sem hann hefur náð, en i vetur hafði hann stokkið áður 1,93 og 1,94 metra. Islandsmet drengja innanhúss er SUNDMÓT Ármanns verður haldið í Sundhöll Reykjavikur þriðjudaginn 1. marz 1977 kl. 19.30. Þátttökutilkynningar sendist á Hinn frægi leikmaSur Rodney Marsh. sem nú leikur með Fulham f 2. deild heldur þarna á ungfrú Bretlandi ! fanginu. en þessari mynd var ætlað að auglýsa keppni I pönnukókuboðhlaupi sem ungfrúin ætlaði að taka þátt i fyrir góðgerðarstofnun. Sjálfsagt vildu margir vera í sporum Rodney Marsh er mynd þessi var tekin, en á laugardaginn biður kappans hins vegar erfiðara hlutverk. en þá mætir lið hans Luton Town i 2. deildar keppninni. Aston Villa í úrslitum deildarbika rkep pninnar SUNDMOT ARMANNS EINS og skýrt var frá i Morgun- blaðinu i gær tryggði Aston Villa sér rétt til að leika til úrslita i ensku deildarbikarkeppninni i knattspyrnu i fyrrakvöld, er liðið bar sigurorð af Queens Park Rangers i undanúrslita- leik. Var þetta þriðji leikur liðanna i undanúrslitunum — hinum tveimur lyktaði með jafntefli. Mótherji Aston Villa I úrslitaleiknum á Wembley verður Everton, og standa veðmálin mjög Aston Villa i hag, enda Villa mikið bikarlið og hefur unnið enska deildarbikarinn tvívegis og að auki tvívegís verið i úrslitum og tapað. Everton hefur hins vegar aldrei 'komist i úrslit deildarbikarkeppn- innar, og sem kunnugt er hefur Ever- ton-liðinu vegnað illa i 1. deildar keppninni að undanförnu og er nú meðal neðstu liðanna í deildinni. Fjölmargir áhorfendur er fylgdust með leik Aston Villa og Queens Park Rangers i fyrrakvöld urðu fyrir miklum vonbrigðum með leikinn. Bæði liðin gerðu sig sek um margs konar mistök, og virtust leikmennirnir afskaplega tauga- óstyrkir. Öll þrjú mörk Aston Villa i leik þessum komu eftir gróf varnar- mistök hjá Queens Park Rangers en sami maðurinn, Brian Little skoraði þau öll. Slæm vallarskilyrði á High- bury, velli Arsenal, settu lika sin mörk á leikinn. en völlurinn var orðinn að drullusvaði þegar á leikinn leið. og gekk leikmönnunum erfiðlega að fóta sig. SUNDERLAND BURSTAÐI WBA í fyrakvöld fór einnig fram einn leikur i 1. deild og áttust þá við Sunderland og West Bromwich Albion. Sunderland sem skipað hefur neðsta sætið i 1. deild lengst af i vetur, virðist heldur'betur að taka sig á um þessar mundir, og kunnu áhangendur liðsins sér ekki læti i fyrrakvöld er liðið bókstaflega lék West Bromwich Albion sundur og saman og sigraði með sex mörkum gegn einu, en svo stóran sigur hefur Sunderland ekki unnið i deilarleik I háa herrans tið. Þessi sigur lyfti Sunderland af botninum i 1. deildinni — liðið skaut hinum gamalkunnu liðum West Ham United og Tottenham Hotspur aftur fyrir sig. Öll hafa þessi lið hlotið 17 stig. en markatala Sunderland er hins vegar til muna hagstæðari en hinna. Næstu lið fyrir ofan eru svo Derby County og Bristol City. sem bæði hafa hlotið 18 stig. Má Ijóst vera að baráttan á botninum verður •hörð i vetur. ekki siður en baráttan um meistaratitilinn. BUBBI SKORAÐI ENN Í Skotlandi fór fram einn leikur i úrvalsdeildarkeppninni. Celtic lék við Partick Thistle á útivelli og sigraði örugglega með 4 mörkum gegn 2. Hefur Celtic þar með náð hvorki meira né minna en 7 stiga forystu I úrvalsdeildinni, og verður að teljast mjög sennilegt úr þessu að liðið vinni yfirburðasigur i keppninni. Jóhannes Eðvaldsson lék þennan leik með Celtic-liðinu og skoraði hann fyrsta mark þess snemma i leiknum. í fyrri hátfleik bættu þeir Joe Craig og George Aitken tveimur mörkum við og snemma i seinni hálfleik skoraði Celtic sitt fjórða mark. Þegar staðan var orðin 4—0 fór Celtic að hægja ferðina, og áður en dómarinn gaf merki um leikslok hafði Partick náð að rétta hlut sinn nokkuð, með tveimur mörkum. Var annað þessara marka sjálfsmark, sem Jóhannes Eðvaldsson átti hlut að. tímavarðakortum SSI, er tilgreini fæðingarár keppenda svo og bezta tíma á keppnistímabilinu, til Sunddeildar Ármanns, Sundhöll- inni I Reykjavík, til Guðmundar Gfslasonar, Reynimel 80, eða Sig- geirs Siggeirssonar, Grettisgötu 92, fyrir föstudagskvöld, 25. febrúar n.k. Þátttökugjald er kr. 100,- fyrir hverja skráningu. Undanrásir í þeim greinum sem með þarf, fara fram mánudags- kvöld 28. febrúar kl. 19.30. Keppnisgreinar: 200 m fjórsund kvenna, bikar- sund, 400 m fjórsund karla, 50 m skriðsund drengja, bikar- sund, 200 m bringusund kvenna, 200 m bringusund karla, bikar-, sund, 100 m skriðsund kvenna, 100 m skriðsund karla, bikarsund 50 m skriðsund stúlkna, 100 m flugsund kvenna, 200 m flugsund karla, 4x100 m skriðsund kvenna, 4x 100 m f jórsund karla. Keppt er um Afreksbikar Sund- sambands Islands, sem veittur er fyrir bezta afrek mótsins, sam- kvæmt stigatöflu. AUSTURBERGS- HLAUP Næsta Austurbergshlaup Leiknis, hið þriðja í vetur, fer fram n.k. laugardag. Hefst hlaup- ið ki. 15.00, en skráning þátttak- enda fer fram kl. 14.00. Mjög góð þátttaka hefur verið i fyrri Austurbergshlaupum. Þannig voru keppendur I síðasta hlaupi t.d. um 180talsins. 1,96 og ætti Guðmundur að geta slegið það fljótt. Bendir þessi ár- angur til þess að Guðmundur verði harður á sumri komanda og fari jafnvel yfir tvo metrana, sem er erfiður múr hverjum ungum hástökkvara. Þá er ekki ólíklegt að Guðmundur eigi eftir að ná góðum árangri i framtiðinni, þvi hann ku sýna alúð við æfingar og fái hann góð skilyrði og rétta til- sögn má mikils af honum vænta þegar fram líða stundir. Guðmundur var annars atkvæða- mikill á mótinu á Akranesi, þvi hann sigraði ennfremur i há- stökki án atrennu og varð svo annar í þristökki án atrennu, að- eins tveimur sentimetrum á eftir sigurvegaranum. I langstökki án atrennu voru unnin nokkur athyglisverð afrek, en i þeirri grein sigraði nýliði frá Akranesi, Helgi Hróðmarsson. Stökk Helgi 2,99 metra, sem er gott hjá 17 ára pilti og nýliða I iþróttinni. „Helgi byrjaði i frjáls- um í haust sem leið og maður vonar að hann haldi áfram að iðka þær,“ sagði Ingólfur. „Ég held ég megi fullyrða að hann sé mjög efnilegur frjálsíþróttamaður, og fari hann ekki i knattspyrnu eins og flestir hér, þá bindur maður vonir við að hann haldi áfram í frjálsum," sagði hann ennfremur. Næstur Helga varð Kári Jónsson, HSK. Kári sigraði svo í þrístökki án atrennu og afrek hans í þess- um greinum báðum eru athyglis- verð. Þess má geta að Kári er úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Hafa eldri systkin hans, þau Guðmundur, Sigurður, Þuriður og Sigriður öll sett mikinn svip á íslenzkar frjálsiþróttir á síðasta áratugnum. Annars urðu úrslit drengja- meistaramóts íslands sem hér segir: HÁSTÖKK MEÐ ATRENNU: m Ouðmundur R. Guðmundsson, EH 1.95 Snorri Magnússon, ÍA 1.65 Ounnar Þ. Sigurðsson, FH 1.65 llermann Kristinsson, l'MSIt 1.65 HASTÖKK AN ATRENNU: Guðmundur R. Guðmundsson. FH 1.50 Einar Vilhjálmsson, UMSB 1,35 Einar K. Hermannsson. FH 1.30 LANGSTÖKK ÁN ATRENNU: m Helgi Hróðmarsson, f A 2.99 Kári Jönsson, HSK 2.95 Kristmar Ölafsson, UMSB 2.85 Einar Vilhjálmsson, UMSB, 2.84 Sigurþór Þóróifsson HSH 2.84 ÞRfSTÖKK ÁN ATRENNU: m Kári Jónsson. HSK 8.90 Guðmundur R. Guðmundsson, FH 8.88 Sigurþór Þórólfsson, HSH 8.81 — ágás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.