Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAC.UR 24. FEBRUAR 1977 17 árangurs. Hóta þeir að enn verði mótmælunum áfram haldið, og er ekki að vita hvaða brögðum verður beitt. Andstæðingarnir eru úr öllum stjórnmálaflokkum, allt frá ihaldsömustu flokksmönnum kristilegra demókrata yfir f rót- tæka kommúnista, og ber þeim ekki alltaf saman um baráttuað- ferðir, eins og gefur að skilja. Hefur það nokkuð dregið úr áhrifum mótmælanna, og stund- um sundrað fylkingunni. Þannig var það um sfðustu helgi, að and- stæðingarnir skiptust f tvær fylk- ingar, og efndi önnur til mótmæla í Itzehoe, en hin f Brokdorf. Bygg- ingarsvæðið í Brokdorf líktist helzt vfggirtu landi, þvf þar hafði verið komið upp vegartálmunum og gadavfrsgirðingum, en innan girðinganna voru um 6.000 lögreglumenn, búnir vopnum, brynvörðum bifreiðum, þyrlum og öflugum vatnsdælum til að sprauta á mannfjöldann, ef á þyrfti að haida. 1 nágrenni Brokdorf stöðvaði lögreglan fjölda bifreiða, sem fluttu andstæðinga kjarnorku- versins til mótmælafundarins, og hriti af farþegunum hnffa, kylfur og táragas, sem bersýnilega átti að beita gegn lögreglunni. Eins og fyrr segir kom ekki til átaka f þetta skiptið, en í fyrri mótmæla- aðgerðum hafa hundruð manna — bæði úr röðum lögreglu og mótmælenda — hiotið meiðsl f átökum. Hvernig svo sem áframhaldið verður við Brokdorf, má búast við að mótmælin færist eitthvað suður á bóginn, þvf héraðsstjórn- in f Neðra Saxlandi fhugar nú að leggja til landsvæði undir geymslu geislavirkra úrgangs- efna. Þar er ætlunin að grafa úr- gangsefnin djúpt f jörðu, en enn ekki ákveðið nákvæmlega hvar. Kjarnorku-andstæðingarnir telja að takist þeim að koma f veg fyrir að geymsla fáist undir úrgangs- efnin, sé slagurinn unnin. Hún neyðist til 0 Lafði Spencer-Churchill, ekkja sir Winstons Churchills, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, neyðist nú til að selja málverk, húsgögn og silfurmuni úr búi þeirra hjóna til að greiða húsaleigu, hjúkrunargjöld og annan framfærslu- kostnað. Er þetta haft eftir sonarsyni hennar, Winston Churchill, sem er þingmaður eins og afinn var. Sagði hann ástæðurnar fyrir fjárhags- vanda ömmunnar væru verðbólga, miklir skattar og álögur, og minnkandi tekjur af fjárfestingum. „Ég er viss um að afi hefur álitið sig hafa séð vel fyrir framtíð hennar, en enginn hefði þá getað spáð fyrir um verðbólguna, skattlagning- una og minnkandi gildi peninga í heild," sagði Churchill. „Eins og allir aðrir, sem aldraðir eru orðnir, verður amma mín að horfast I augu við fram- færslukostnað, sem hefur meiren tvöfaldazt, og tekjur, sem fara rýrnandi Hún á þetta sameigin- legt með milljónum annarra, aðallega öldruðum, sem þurfa að lifa á sparifé." SirWinston Churchill andaðist i febrúar 1 964, og lét þá eftir sig eignir, sem námu 266.054 sterlingspundum, en af þeirri upphæð tók skatt- heimtan 109.093 pund. Þriðjung eftirstöðv- anna fékk svo ekkjan, en % skiptust milli barn- anna fjögurra. Lafði Churchill býr i leiguibúð við Hyde Park i London, en ibúð þeirra hjóna við Hyde Park Gate var seld eftir lát seir Winstons. Einu tekjur lafðinnar fyrir utan vexti af fjárfestingum eru eftirlaun frá rikinu, sem nema 1 5 30 pundum á viku, eða tæplega fimm þúsund krónum á viku. Fyrir fimm árum voru samþykkt ný lög i Bret- landi um að greiða skuli ekkjum ráðherra og þingmanna sérstök eftirlaun, en þeirra hlunn- inda nýtur lafði Churchill ekki, þvi lögin verka ekki aftur fyrir sig „Leiga hennar hefur rúmlega tvöfaldazt á þeim 1 2 árum, sem liðin eru frá því hún flutti," sagði Winston Churchill, „og auk þess þarf hún nú að greiða fyrir hjúkrun. Hún þarf að hafa hjúkrunar- konu hjá sér á næturnar, og hefur þurft þess allt frá þvi hún datt og slasaðir fyrir nokkrum árum. Fara öll eftirlaunin í þann aukakostnað." Lafði Spencer-Churchill hefur nú ákveðið að selja tvö málverk eftir sir Winston, og þrjú önnur málverk úr búi þeirra. Verða málverkin fimm boðin upp hjá listaverkasölu Christies i London á föstudag i næstu viku Lafði Churchill Feðgin á þingi 1 ÞINGKOSN- INGUNUM I Danmörku I fyrri viku jók flokkur mið- demókrata mjög fylgi sitt, eins og fram hefur komið I fréttum. Bætti flokkurinn við sig sjö þing- sætum, fékk ellefu menn kjörna, en hafði f jóra. Meðal þeirra, sem endurkjöri, var formaður flokksins, Erhard Jacobsen, og meðal nýkjörinna þingmanna var dóttir hans, Mimi Jacobsen. Mimi Jacobsen er 28 ára, og hefur starfað sem aðstoðarkennari við Kaup- mannahafnarháskóla, auk þess sem hún hefur átt sæti f bæjar- stjórn Gladsaxe. 1 kosningunum fengu mið- demókratar rétt rúmlega 200 þúsund atkvæði, eða 6,4%, en höfðu f kosningunum f jánúar 1975 66.165 atkvæði eða 2,2%. Ekki er sag- an þó öll sögð með þessum tölum, þvf kosnningarnar 1975 voru sér- lega óhagstæð- ar flokknum. t kosningunum 1973 fékk flokkurinn rúmlega 236 þúsund at- kvæði, eða 7,8%, og 14 menn kjörna. Konráð. Skildu svo glaðir. Það væri notalegt ef minnstu fyrir- tækin í landinu, heimilin mættu troða eins og Sambandið fjármun- um f hina og þessa sjóði, hvort sem þeir heita nú varasjóðir eða eitthvað enn ffnna, og heila klabbið frádráttarbært til skatts. Svavar er jafnan áberandi vel heima i þeim málaflokkum sem hann lætur tilleiðast að ræða — og það má vera sljór maður sem misskilur málflutning hans — en seint mun ég skilja lokaorð hans f þessum þætti, ósk hans um aukin umsvif Sambandsins i smásölu- verzlun í Reykjavfk. Stórrekstur ýmiskonar hæfir Sambandinu vel og það framleiðir vandaðar vörur. Um smásölu gilda allt önnur lög- mál. Þar þjóna mennverzlun, þar sem eigandinn er sjálfur á vett- vangi eða næstu grösum, er ólíkt persónulegri og geðþekkari höndlun en stórverzlanir sem eru í eigu einhvers fjarlægs massa sem heitir Samband eða sölusam- band og hýst er i apparati sem heitir tölva og ungar að kvöldi til úr sér hagvaxtarniðurstöðum lið- ins dags, enda virðist gangverkið I innanbúðarfólki stórverslananna oft í einkennilegu lamasessi. Það bregst ærið oft við viðskiptavini sem hverju öðru önæði sem á ríð- ur að losa sig við hið bráðasta. Ég á heima utanborgar — en skipti samt við verslun í Aðal- streætinu, hún sendir heim — og um langan veg er að fara með vöruna til mfn; kostar samt ekki nema hundrað krónur. Þess eru dæmi að sendibifreið verzlunar- innar hafi bilað. Menn halda kannski að kaupmaðurinn fari þá í sfmann og segi mér að hann komi ekki pöntuninni til mín. Ónei, hann labbar sig að vísu að símanum — til að hringja á leigu- bfl — undir vöruna. Það er sem ég sæi samvinnu- hreyfinguna standast reykvfskum smásölukaupmönnum snúning. Það vantar ekki fleiri stórverslan- ir — með vélbrúðum innanborðs — f Reykjavík. Það er nóg að Sambandið á hálfa Akureyri. Við hérna fyrir sunnan viljum hafa dálftið annan hátt á hlutunum. MAL MALANNA: FIMMTtU BJÓRKRAR Jón Sólnes gerði sér lítið fyrir f tilefni áfengislagafrumvarpsins nýja og boðaði breytingartillögu þess efnis að heimilað yrði að brugga og selja drykkjarhæfan bjór í landinu. Þingmanninum reiknaðist svo til að einar fimmtíu bjórkrár vantaði i Reykjavík. Hafi hann heill mælt. Það eru einmitt fimmtíu bjórkrár sem vantar, vistlega staði á jarðhæð og góða glugga þannig að maður geti gengið úr skugga um fyrirfram hvaða viðmælendur manni standi til boða innan dyra, notalegir staðir án glymskratta þar sem menn geta litið inn á heimleið úr einhæfri vinnu og hitt náungánn að máli yfir ölkrús. íslendingar eru hættir að talast við — nema þá helst fullir á öldurhúsum um helgar og tjáningarþörf heillrar viku er þá einum um of — en sókn á slíka staði er venjulegum launþegum — svo sem opinberum starfsmönnum — fjárhagslega of- viða. Hvorugt gott. Það er rúm- helga daginn íslenska sem þarf að lífga; bjórkrárnar verða fljótlega að eins konar klúbbum, öllum opnum þó, þar sem hver og einn getur gengið að þvi fólki visu sem hann langar að eiga sálufélag við hverju sinni, korter eða hálftfma f senn. Menn sem ella myndu aldrei talast við eru tilbúnir að gera það yfir krús af öli, vitandi að þeir geta horfið af vettvangi þegar þeim sýnist — og verður gott af; sálin mettast oftar en hitt. Fólk verður vísara hvert um ann- ars hagi, skilur náungann betur. Þetta sjá allir heilskyggnir menn. Svona staðir hamla gegn firringu — og mér er næst að halda að íslendingar séu firrtastir þjóða norðan fimmtugasta og fimmta breiddarbaugs. Þungbúnari þjóð en tslendinga á rúmhelgum degi held ég að leitun sé að . Langtím- um saman bjóða dagarnir ekki uppá neina veðurfarslega umbun, góðviðri kannski sosum eina eykt á viku þegar best lætur, þörfin fyrir samneyti við annað fólk en heimilisfólk hleðst upp — og fer svo úr böndunum um helgar. Veð- urfarið hér kemur langtimum saman f veg fyrir að menn staldri við á förnum vegi og skiptist á orðum — og almenn bílaeign vgjdur því að heil ár geta liðið svo að vel málkunnugt fólk, sem gam- an og gagn hefur af því að hittast, sjáist nema í svip gegnum bfl- rúðu. Vel mætti skylda væntanlega bjórkráreigendur að hafa smá- rétti á boðstólum, sjávarrétti ým- iskonar. Ég gleymi aldrei þannig krá sem ég heimsótti daglega um nokkurra vikna skeið að sumar- lagi fyrir mörgum árum þegar ég grúskaði i British Museum I Lon- don. Þarna gafst manni færi á að mæla enn máli yfir glasi án þess að sitja uppi með þá. Allir urðu einhvers vísari. Framhald á bls. 31 Skortir veltufé í fyrirtækinu? Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í BIRGÐASTÝRINGU 3.—4. mars n.k. Kennt verður báða dagana frá kl. 15.00—19.00. Á námskeiðinu verða þessi atriði m.a. tekin fyrir: Aðferðir til að minnka fjármagn í birgðum. Birgðabókhald. Tölva eða spjaldskrá. Hvaða möguleika gefur tölva? Hvenær er nóg að nota spjaldskrá? Skortur og afl^iðing hans. Ástæðan fyrir því að veltufé er gf skornum skammti er oft sú, að of mikið fjármagn er bundið í birgðum. Þetta námskeið er því tilvalið fyrir þá, sem vilja kynna sér hvaða leiðir færar eru til þess að ná besta mögulegum árangri með takmörkuðu fjármagni. Leiðbeinandi er Halldór Friðgeirsson, verkfræðingur. Námskeiðsgjald er kr. 6500 - (20% afsláttur til félagsmanna) Eyðublaðatækni Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í eyðu- ) blaðatækni dagana 28.2—4.3 n.k. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 15.00 til 19.00 og er samtals 15 klst. Þessir þættir verða teknir fyrir: Efni Letur Setning Pappírsstaðlar. Teikning og gerð eyðublaða. Á námskeiðinu verður kynnt hvernig ná megi meiri árangri með minni tilkostnaði með samræmingu og réttri notkun eyðublaða. Námskeiðið er því tilvalið fyrir þá sem eru að taka í notkun nýja gerð eyðublaða eða hafa í huga að endurskoða þau. Eins fyrir þá sem vinna að gerð eyðublaða hjá prentsmiðjum. Þátttökugjald er kr. 1 2.500 - (20% afsl. til félagsmanna) Skráning þátttakenda i síma 82930. Stjórnunarfélag íslands *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.