Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1977
29
Vilhjálmur Björnsson (nær) og Ragnar Oddsson eru hér við vél sem
bæði ffn- og grófpússar plöturnar og sfðan fara þær f lökkun, allt f
sömu ferðinni.
Bekksalur, eins og hann heitir, eða samsetningarsalurinn. Hér fá
húsgögnin sfna endanlegu mynd áður en þau fara inn á lagerinn til
pökkunar og útsendingar. Fremst á myndinni er verið að lfma skúffu.
Og hér er kominn skápur, Gunnlaugur Þórðarson á aðeins eftir að
setja annað handfangið á skápinn og undir hann kemur sfðan annar
skápur, þá er hann endanlega tilbúinn,
Karvel Ögmundsson:
Umræður um loðnu-
veiði fyrir 19 árum
Verður saHdsíli og /odna1
uttlufnmgsvara ?
eftir Karvel Ögmundsson
jvERÐA sandsíli og loAnu
| aiurðir verðmæt útflutn-
jingsvara íslendinga a kom.
J íwdi tímum?
Þcssi spurning mun fljótt
1 áJ^þykja óviturleg, en við
u. aaCflevkk' -ClZt Þann‘S, vé,-ð
‘d fleysja l sjóinn aftur bví
lCki'X, lil hcfur cnfíinn'mögu-
nytja h u‘ fyrir hcndi >“ að J
ytja nana a annan hátt.
Hinn 11. febrúar 1958
ritaði ég grein í Mbl., þar
sem ég varpaði fram þeirri
spurningu, hvort sandsfli
og loðnuafurðir yrðu verð-
mæt útflutningsvara ís-
lendinga á komandi tfm-
um. Margt hefur skeð á
þeim 19 árum frá þvf að
grein þessi var skrifuð.
Loðnan er orðin ein af
stærstu útflutningsafurð-
um okkar. Margar orku-
lindir hafa verið dregnar
úr skauti jarðar. Það er
hita aflgjafi, sem sfðar
verður notaður til stðrra
framkvæmda við fiskrækt í
ám, vötnum, fjörðum, flð-
um og fyrir grðður jarðar.
En grundvöllur fyrir því,
að okkar sameiginlega
mððir gefi börnum sfnum
auðæfin, er, að þau beri
gæfu til að lifa saman f
friði og skipta auðæfunum
sem jafnast milli allra
sinna barna. Með hliðsjðn
af hinum mikla loðnuafla
og gildi hans fyrir þjóðar-
búið og hugmyndum um
hagnýtingu væntaniegra
nytjafiska, sem hingað til
hafa ekki verið veiddir, hef
ég beðið ritstjórn Morgun-
blaðsins að birta á ný grein
þá, sem birtist hér í blað-
inu fyrir 19 árum. Þá hafði
engin loðna verið veidd
hér við land, nema lítils
háttar til beitu. Greinin
fer hér á eftir:
VERÐA sandsfli og loónuafurðir
verðmæt útflutningsvara Islend-
inga á komandi tfmum?
Þessi spurning mun fljótt á lit-
ið þykja óviturleg, en við skulum
athuga, hvort hún muni eiga
nokkra stoð f veruleikanum.
Frá landnámstið til síðustu
aldamóta voru þorskafurðir aðal-
útflutningsvara íslendinga. Síld
var ekki nefnd allt þetta langa
timabil. Hefur hún þó eflaust
synt við strendur þessa lands I
stórum torfum án þess að nokkr-
um kæmi til hugar að veiða hana
og gera að útflutningsvöru. Sild
sem fæða var þó ekki óþekkt, því
að þess er getið á timum land-
náms íslands, að Skallagrimur
Kveldúlfsson landnámsmaður
hafi aflað síldar til heimilisfæðu í
Noregi, áður en þeir feðgar flutt-
ust til íslands. Einnig eru heim-
ildir fyrir þvi, að Hollendingar og
Skotar veiddu síld i mörg hundr-
uð ár á undan okkur. Hér á landi
hófust sildveiðar ekki fyrr en um
siðustu aldamót. Við, sem nú lif-
um, litum með undrun til tima
feðra vorra og spyrjum: „Hvernig
gat á því staðið, að síldin var látin
synda óáreitt við strendur tands-
ins svo langt tímabil, án þess að
þeir hefðu dug og framtak til þess
að nýta hana til fæðu og út-
flutnings?"
En við skulum gæta hófs í dóm-
um okkar. Erum við gleggri á það,
sem fyrir augu ber, en forfeður
vorir voru? Þvi fer fjarri. Enn
höfum ekki nytjað nema örlltinn
hluta af auðlindum tsiands, þótt
við njótum hinnar miklu vfsinda-
legu tækni vorra tima.
Sumar auðlindir tslands eru og
hafa alla tíð verið fyrir augum
vorumárið um kring, en aðrar á
ákveðnum árstimum. Sumar eru á
láði eða i legi, ám, vötnum á jörðu
og i lofti. Það má næstum segja að
við hvert kauptún biði ónytjaðar
auðlindir eftir framtaki sona og
dætra þessa lands. Fósturjörð
vorri mætti likja við fyrirhyggju-
sama, vitra móður, sem á mörg
börn og gnægð fjár. En hún sýnir
börnum sinum í eitt og eitt hólf
fjárhirzlu sinnar, eftir því hvern
manndómsþroska þau hafa fengið
til að kunna með að fara, sjálfum
sér og öðrum til gagns og blessun-
ar.
Loðna
Ég vil gera eina slíka auðlind að
umtalsefni. Frá fyrstu timum til
vorra daga hefur „loðnan“ gengið
að ströndum þessa lands. Ekki
hefur þessi fiskur verið veiddur
eða nytjaður, þar til fyrir nokkr-
um árum, að menn komust upp á
lag með að veiða loðnu til beitu.
Áður urðu menn að hætta veið-
um, þegar loðnan gekk yfir, sök-
um þess að fiskurinn tók ekki
aðra beitu, og möguleikar til að
veiða hana voru þá óþekktir.
En er það nóg að veiða loðnuna
til beitu? Ég svara því hiklaust
neitandi. Það á að skipta flotan-
um þannig að gera út til loðnu-
veiða með fullkomnum snurpuút-
búnaði og veiða hana til vinnslu í
sildarverksmiðjum landsmanna
yfir það tímabil, sem hún er við
strendur landsins. Loðnan gengur
vanalega í marzbyrjun og helzt
oft út april og lengur. Hún veiðist
fyrst við Austurland, þvi að þar
kemur hún jafnan fyrst að land-
inu, en síðar við Suð-Vesturland,
Faxaflóa og Breiðafjörð og færir
sig oftast til Norðurlandsins sið-
ari hluta vertiðar.
Þeir, sem stundað hafa loðnu-
veiðar, láta svo ummælt að alla-
jafnan þegar loðnan er gengin og
veður leyfir, væri hægt að veiða
hana í stórum stil. Þeir taka þó
ekki nema eitt og tvö köst, því að
beituþörfin er takmörkuð, og þvi,
sem ekki selzt þannig, verður að
fleygja í sjóinn aftur, því að hing-
að til hefur enginn möguleiki
virzt vera fyrir hendi til að nytja
hana á annan hátt.
Loðnan hefur verið efnagreind
og hefur þá eftirfarandi komið i
ljós:
Lýsi, sem næst úr efninu 2%.
Mjöl 18%
Til samanburðar má geta þess,
að síld sem brædd var hjá Fisk-
iðju Keflavíkur mánuðina maí—
des. 1957 reyndist skila út 10%
lýsi og 19% mjöli.
Af ofanrituðu verður séð, að
hér er verðmæti fyrir tugi
milljóna kr. látið ósnert. Eg spyr:
Er ekki tfmi til kominn, að við
nytjum þessa auðlind? Mér þætti
ekkert undarlegt, þótt sú fregn
bærist út á vetrarvertfð komandi
tfma, að einn eða fleiri nýsköpun-
artogarar væru að háfa sig fulla
af loðnu við Suðurland, aðrir á
leið til hafnar með fullfermi til
sfldarverksmiðjanna.
Sandsfli og trönusfld
Annan nytjafisk vil ég minnast
á, sem er ósnortinn af veiðitækni
vor íslendinga. Það er sandsflið.
Það gengur undir strendur lands-
ins i mai og helzt allnærri landi í
vikum, fjörðum og flóum allt til
hausts. Sandsili er mikil tálbeita
fyrir þorsk, en ekki hefur því
verið beitt i stórum stíl, vegna
þess hversu lítið hefur veiðzt af
þvi. Danir hafa veitt það í stórum
stíl til verksmiðjurekstrar, og hef-
ur sú veiði stóraukizt siðustu árin.
Samkvæmt nýjustu skýrslum var
aflamagnið 1955 30.000 lestir.
Þar sem mér er ekki kunnugt
um, að sandsíli hafi verið efna-
greint hér, get ég ekki gefið upp-
lýsingar þar um. Hitt tel ég full-
vist, að möguleikar séu hér miklir
fyrir veiði þessa nytjafisks I fjörð-
um og flóum yfir vor- og sumar-
tímann.
Báðar þessar tegundir, loðnu og
sandsili, hefi ég séð þurrar á sjáv-
arklöppum, þar sem sjórinn hefur
skolað þeim á land og hiti vorsól-
arinnar þurrkað þau. í þvi sam-
bandi hefur mér flogið í hug,
hvort ékki mætti einnig þurrka
þessa nytjafiska i þurrkhúsum
pressa þá í smáöskjur og senda
sem prufur til Afriku og þeirra
staða, sem skreiðin er nú seld til
og sjá, hvort ekki yrði mögulegt
að afla markaða. En þetta er að-
eins hugmynd sem gæti verið rétt
að rannsaka síðar.
Hvað á að gera?
Það er Iffsnauðsyn fyrir þessa
þjóð, að dreifa fiskiflotanum
þannig, að allir stundi ekki sömu
veiðar. Ef svo er gert og sú veiði
bregzt, stendur þjóðin ráðþrota.
Það á að dreifa veiðiflotanum
bæði sumar og vetur, til að nytja
hinar breytilegu auðlindir hafs-
ins.
Nú hefur samkomulag náðst um
starfsgrundvöll og eru útvegs-
menn og sjómenn sáttir að kalla
við stjórnarvöld landsins. Er það
vel farið. Með hliðsjón af því.að
þorskveiðin hefur brugðizt sið-
ustu vertiðir, einkum á linu, væri
ráðlegt, að útgerðarmenn skiptu
flotanum þannig, að meirihluti
flotans færi til helminga á þorska-
netja- og linuveiðar, en allmörg
skip héldu áfram síldveiðum,
meðan síldin er hæf sem út-
flutningsvara, en skiptu síðan um
til loðnuveiða, eftir að hún gengi
á landgrunnið.
Hagkvæmt væri að sömu skip
stunduðu siðar veiðar á sandsili.
Yrði þá veiðitiminn óslitinn og er
það hin mesta nauðsyn fyrir út-
gerðina.
Með hagkvæmari skiptingu
veiðiflotans við veiðiaðferðir er
liklegt að þjóðarvoða verði af-
stýrt, þvi að ekki er sennilegt, að
allar veiðarnar bregðist samtímis.
Með hliðsjón af framanrituðu
er nauðsynlegt að afla sér upplýs-
inga hjá þeim, sem lengra eru
komnir á þessu sviði, svo sem
Norðmönnum og Dönum. Ég set
þessa hugsun fram og bið góða
menn að hyggja að, hvort ekki
muni vera möguleikar til að koma
þessu i framkvæmd að einhverju
leyti, þvi að ekki þætti mér ólík-
legt, að það kæmi i ljós, áður en
mjög langt liður, að islenzkur
fjörður eða flói geymi i skauti
sínu hulin auðæfi, sem væri að
verðgildi jafnmikils virði og öll
útflutningsverðmæti íslendinga
eru I dag.