Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 20
20 MGRCJUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 Tillaga á Búnaðarþingi: Kosin verði stjóm útflutningsmála landbúnaðarins STJÖRN Búnaðarfélags Islands hefur lagt fram á Búnaðarþingi tillögu þess efnis að þingið beini þeim eindregnu tilmælum til landbúnaðarráðherra, Stéttar- sambands bænda, Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og Sam- bands fsl. samvinnufélaga að beita sér fyrir skipulögðum vinnubrögðum I markaðsmálum landbúnaðarins með þvf að koma á samstarfi um markaðsleit og annað það er snertir útflutning landbúnaðarafurða. 1 tillögunni er gert ráð fyrir að fjár til þessarar starfsemi verði aflað með þeim hætti að hver eftirtalinna aðila greiði 1/5 hluta kostnaðarins, Búnaðarfélag íslands, Framleiðsluráð land- búnaðarins, Stéttarsamband bænda, Samband ísl. samvinnu- félaga og einn hlutinn verði greiddur af útflutningsbótafé. Þá verði kosin sérstök stjórn út- flutningsmála landbúnaðarins og kjósi ofanskráðar stofnanir hver um sig einn mann i stjórnina. Stjórnin kýs sér formann og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Frá hendi stjórnar Búnaðar- félagsins fylgir tillögunni greinargerð þar sem m.a. segir að nokkur útflutningur land- búnaðarvara eigi sér stað héðan og eigi hann við talsverða markaðserfiðleika að etja. Greiðslur útflutningsbóta hefur ■ því orðið að inna af hendi i æ rfkari mæli með hverju ári, sem líður til þess að þeir sem flytja vörurnar út fái nokkurn veginn sama verð fyrir framleiðslu sína og hinir sem selja á innanlands- markað. Þá segir að margir telji, að við teflum á tæpasta vaðið með útflutningi búvara á þann hátt, að við séum of háðir fáum kaupendum og er þá átt við Norðurlönd. Einnig segir í greinargerð, að þeir séu og nokkr- ir sem telji, að við séum of háðir einni stofnun eða fyrirtæki í öllu því sem lýtur að útflutningi búvara. Að síðustu er tekið fram að með tillögunni sé ætlunin að koma nýrri skipan á þessi mál. Skipulags- nefndkosin Á öðrum fundí Búnaðarþings síðdegis á þriðjudag voru varaforsetar þingsins kjörnir þeir Einar Óiafsson (Bsb Kjalarnesþ )og Hjörtur Þórarins- son (Bsb Eyjafj ) en forseti Búnaðar- þtngs er Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands. Á þessum sama fundi var kostð í fastanefndir þingsins: búf járræktarnef nd, jarðræktarnef nd, fjárhagsnefnd, reikninganefnd og alls- herjarnefnd Þá var kjörin ein lausa nefnd — skipulagsnefnd. og er ætlun- in að hún taki til meðferðar svör búnaðarsambandanna við spurningum, sem sendar voru til þeirra um skipulagningu búvöruframleiðsl- unnar á viðkomandi svæðum i fram- haldt af samþykkt Búnaðarþings i fyrra Við upphaf Búnaðarþings höfðu svör borist frá fjórum búnaðarsam- böndum og von var á fleirum I skipu- lagsnefndinm eiga sæti þeir Gunnar Guðbjartsson (Bsb Snæf). M gnús Sigurðsson (Bsb Borg ), Egill Jónsson (Bsb A-Skaft ). Július Jónsson (Bsb Suðurl ) og Jósep Rósinkarsson (Bsb Strand ) Fjölmargir gestir voru viðstaddir setningu Búnaðarþings 1977 sl. þriðjudags- morgun. Hér sést hluti þeirra. Ljósm. Ól. K. Mag. Frumvarp til laga um vinnuaðstoð í sveitum: Bændum veitt aðstoð við bú- störf í veikinda- og slysatilfellum Á BUNAÐARÞINGI 1976 var sam- þykkt að kjósa millíþinganefnd til að semja frumvarp til laga um vinnuað stoS i sveitum. Nefnd þessi hefur nú lagt fram ð yfirstandandi Búnaðar þingi frumvarp til laga um vinnuað stoð í sveitum og segir i fyrstu grein þess, að tilgangur vinnuaðstoðar i sveitum sé að veita aðstoð við nauð synleg bústorf, þegar veikindi, slys eða önnur forföll bera að höndum. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að yfir stjóm aðstoðarþjónustunnar verði hjá Búnaðarfélagi íslands og há- markstími, sem bóndi getur haft að- stoðarmann, er 24 dagar samfellt, en að þeim tima liðnum er honum heimilt að ráða manninn áfram, ef hans er ekki þörf annars staðar, en þá greiðir bóndinn kaup aðstoðar- mannsins. Kostnaður af störfum að- stoðarmanna greiðist að 2/3 úr rik- issjóði og 1/3 úr sveitarsjóðum á svæði viðkomandi búnaðarsam- bands, samkvæmt frumvarpinu. í nefnd þeirri, sem samið hefur frumvarpið. áttu sæti af hálfu Búnaðar- þings þeir Sigmundur Sigurðsson. bóndi Syðra Langholti, Sigurður Líndal; bóndi Lækjarmóti. og Agnar Guðnason, blaðafulltrúi Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 óskaði eftir að fá aðild að nefndinni og tóku þátt í henni af hálfu Stéttarsambands- ins Böðvar Pálsson, bóndi Búrfelli. og Jón Kr Magnússon, bóndi Melaleiti í greinargerð sinni með frumvarpinu tekur nefndin fram að þetta frumvarp sé algjört nýmæli i íslenskum lögum og þess vegna kunni ýmislegt i því að þarfnast nánari athugunar. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að dagleg umsjón og skipulag starfsaðstoðar- þjónustunnar innan hvers vinnuað- stoðarsvæðis verði undir stjórn búnað- arsambandanna. Landbúnaðarráðu- neytið á að ákveða tölu aðstoðarmanna í samráði við Búnaðarfélagið en lág- markið samkvæmt frumvarpinu er að einn starfsmaður sé fyrir 1 50 bændur. Þá segir að aðstoðarmenn skuli hafa hliðstæð réttindi og opinberir starfs- menn og skuli þeir taka laun eftir sama launaflokki og viðurkenndur er fyrir frjótækna en föst mánaðarlaun miðast við 40 stunda vinnuviku. í fjórðu grein frumvarpsins segir, að veikist bóndi og óski aðstoðar tilkynni hann það oddvita en oddviti tilkynnir síðan framkvæmdastjóra aðstoðarþjón- ustunnar. Bóndinn verður að leggja fram læknisvottorð um að hann sé óvinnufær. Gert er ráð fyrir, að allir bændur eða þeir. sem veita búum forstöðu, eigi rétt á aðstoð í veikinda- ogslysa,ilfellumFraiiilialdábK24- Frá Búnadar- þingi 18 mál komin fram: _____________ Innlend kartöflurækt fullnaegi þörfínni SAMTALS höfBu f gær veriS lögð fram 18 mál á Búnaðarþingi og verður hér á eftir getið nokkurra þessara mála. Stjórn Búnaðar- félagsins hefur lagt fyrir þingið tillögu þess efnis að gert verði samræmt átak til að auka og tryggja kartöflurækt á jslandi með það að markmiði. að innlend fram- leiðsla fullnægi sem mest þörfum þjóðarinnar f flestum árum. Þá hefur stjón Búnaðarsambands Eyjafjarðar beint þvf til Búnaðar þings að það beiti sér fyrir þvi, að auknar verði tilraunir á sviði kartöfluræktar og séð verði fyrir auknum leiðbeiningum til bænda á þvi sviði. Búnaðarfélagið i Borgarfjörð? Fyrir þingið er lagt bréf frá for- sætisráðuneytinu. þar sem óskað er umsagnar Búnaðarfélagsins um flutning ríkisstofnana til ýmissa staða á landinu Stjón félagsins tók ekki afstöðu til málsins hvað Bún- aðarfélag Islands snertir á þessu stigi, en ákvað að leggja málið fyrir þingið í tillögum nefndar, sem gerði tillögur um flutning rikisstofn ana út á landsbyggðina var m a gert ráð fyrir að höfuðstöðvar Bún- aðarfélags íslands yrðu fluttar úr Reykjavík og upp i Borgarfjörð Teknar verði upp skyldutryggingar á útihúsum Stjórn Stofnlánadeildar landbún- aðarins beinir þvi til Búnaðarþings. að það beiti sér fyrir, að skyldu- tryggingar útihúsa i sveitum verði upp teknar. í greinargerð með tillög- unm segir að deildin hafi komist á snoðir um að mjög mikill misbrestur sé á tryggingum útihúsa, sem deild- in lánar til, þrátt fyrir að skylda sé að halda slikum byggingum fulltryggð- um. Stjórn deildarinnar áliti þvi að þessum málum verði varla komið i viðunandi horf á annan hátt en að lögbjóða skyldutryggingar allra húsa Jarðakaupalán verði 80% af sölumati jarða Búnaðarsamband Austur- Húnavatnssýslu hefur sent Búnaðar þingi tillögu þess efnis að jarða kaupalán til bænda verði hækkuð. svo að þau verði 80% af sölumati jarðar og lán til bústofnskaupa verði ekki lægri en 75% af skattmati bú- stofns vísitölubús á hverjum tíma Þá segir að vinna verði að þvi að ekki komi til, að slík lán verði verð- tryggð. þar sem fjöldi bænda myndi ekki risa undir slíkum lánakjörum Þá hefur Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu skorað á Búnaðarþing að dreifbýli landsins nái sama rétti til lánsfjár og annarrar fyrirgreiðslu í orkumálum og þétt- býlið í þessu sambandi er bent á rafhitun húsa og súgþurrkun heyja Frá þessu sama búnaðarsambandi hefur þinginu borist tillaga um að Búnaðarþing beiti áhrifum sínum til þess að skattalagabreyting sú. sem nú er rædd á Alþingi, þar sem segir að áætla eigi framleiðendum kaup eða tekjur, þó að halli sé á búrekstri, verði eigi samþykkt. Einnig er skatt- lagningu á félagssamtökum bænda mótmælt og þvi er mótmælt að frádráttur skuldavaxta sé afnuminn. Staða garðyrkjubænda innan félagskerfis landbúnaðarins Samband garðyrkjubænda hefur lagt fyrir Búnaðarþing erindi þess efnis, að sambandið fái til umráða þann hluta búnaðarmálasjóðsgjalda. sem garðyrkjubændur greiða og hefur hingað til runnið til búnaðar- sambandanna. Telja garðyrkju- bændur að þeir njóti var, nokkurs af þeim fjármunum. sem renna til búnaðarsambandanna en Samband garðyrkjubænda hefur engan fastan tekjustofn og réttara sé að garðyrkjubændur fái þennan tekju- stofn til að byggja upp starfsemi sinna samtaka Taka þeir fram að til þess að svo megi verða þurfi að gera vissar skipulagsbreytingar og komi Framhald á bls. 24. HQSANftllSTÍ SKIPA-FASTEIGNA OG VERÐWtÍFASALA VESTUHGÖTU 16 - REYKJAVIK 28333 Hveragerði Vegna aukinnar sölu og eftir- spurnar á eignum i Hveragerði, og Þorlákshöfn auglýsum við sérstaklega eignir á þessum stöðum. Hveragerði Einbýlishús fokhelt 142 fm. selst með gleri, frágengið að utan. Verð 6.5 millj. Einbýlishús 1 30 fm. ekki fullfrágengið en vel íbúðarhæft. eignarlóð. réttur fyr- ir tvöföldum bílskúr. Verð 8.5 millj., útb. 5.5 millj. Einbýlishús 110 fm. úr timbri, bilskúrsréttur. fullfrágengið hús. Verð 7,5 millj.. útb. 4.5 millj. Borgarheiði 96 fm parhús á einm hæð að mestu frágengið hús. Verð 7.5 millj. Útb 4.5 millj Reykjamörk einbýlishús sem skiptist í hæð og ris. samtals 7 herb. þar af 5 svefnherb. Verð 9.5 millj., útb 6.5 millj. Heiðmörk Vandað einbýlishús á einni hæð með 30 fm. bílskúr. ræktuð lóð með trjágróðri. Verð 9.2 millj., útb. 6 millj. Eignir í Þorlákshöfn Þorlákshöfn 115 fm. nýdt endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bilskúr, vandað hús að mestu fullfrá- gengið. Skipti á ibúð i Reykjavik Þorlákshöfn 130 fm. viðlagasjóðshús frá- gengin lóð, gott hús. Verð 9.5 millj.. skipti á eign i Reykjavik, Hafnarfirði eða Kópavogi koma til greina. Þorlákshöfn Skálholtsbraut 100 fm. einbýlishús með 45 fm. bilskúr, góð teppi. Verð 10.5 millj., útb. 7 millj. Þorlákshöfn 330 fm. nýt, iðnaðarhúsnæði með 650 fm. byggingarrétti. Hentugt fyrir verkstæðisrekstur eða fiskiðnað. Verð 14 millj., góð kjör. Heimasími sölumanns 24945. tiÚSANAUST? SKIPA-FASTEIGNA OG VERÐBREFASALA Lögm.: Þorfinnur Egilsson, hdl Sölusfjóri: borfinnur Júlfusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.