Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 sögðu: þakka þér fyrir, að þú komst. Sfðustu orð Þorláks i þessu lífi lýsa honum einna best, en hann sagði við hjúkrunarkon- urnar á spitalanum: „Skilið kveðju til þeirra — allra." Auk þeirra þriggja barna Þor- láks, er hér hafa verið nefnd, þá átti hann 6 önnur, en þau eru: Borghildur, gift Sveinbirni Ólafs- syni, Annes Svavar, kvæntur Grétu Böðvarsdóttur, Marteinn Guðberg, kvæntur Halldóru Jóns- dóttur, Elinborg Þórdís, gift Steindóri Arasyni, Kristján, kvæntur Guðrúnu Grimsdóttur, Guðbrandur Sveinn Ingimar, kvæntur Ástu Jónasdóttar, öll bú- sett I Hafnarfirði. Alls munu afkomendur Þoriáks vera um eða yfir 45. Ég og fjölskylda min vottum öllum aðstandendum dýpstu sam- úð á þessari skilnaðarstund. Megi þjóð vorri öðlast sú hamingja að eignast fleiri syni sem Þorlákur Guðbrandsson var. Blessuð sé minning hans. G. Helgason og f jölskvlda. Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á i mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Prófessor Paul S. Bauer Prófessor Paul S. Bauer er lát- inn. Hann lést f Washington í Bandarikjunum 23. janúar s.l. og var jarðsettur þann. 25. s.m. Próf- essor Bauer var Islendingum að góðu kunnur. Hann var mikill Is- landsvinur og sérstaklega studdi hann fslensk vísindi af miklum myndarskap. Prófessor Bauer kom fyrst hingað til lands skömmu eftir að Surtseyjargosið hófst f nóvember 1963. Hann var þá vísindaráðu- nautur fyrir þingnefnd f Wash- ington, fyrst og fremst á sviði jarðvísinda. Þegar í sinni fyrstu ferð batst prófessir Bauer miklum vináttu- böndum við islenska vfsindamenn og fjölmarga aðra tslendinga. Hann kom hingað til lands sfðan margoft á næstu 1Q árum. Prófessor Bauer var vel efnað- ur maður. Á yngri árum rak hann fyrirtæki f heimaríki sfnu Massa- chusetts, sem annaðist dreifingu dagblaða og annars prentaðs efnis á stóru svæði. Eftir að hann flutt- ist til Washington ráðstafaði hann hluta af tekjum sinum í sjóð, Bau- er Scientific Trust, sem hann veitti úr styrki til visinda. Eftir að hann kynntist tslandi, rann fjár- magn þetta fyrst og fremst hingað til lands, sérstaklega til Surtseyj- arrannsókna, en einnig til Raun- vísindastofnunar háskólans og einstakra vísindamanna, m.a. til framhaldsnáms. I Surtsey stend- ur skáli, sem reistur var fyrir fjármagn úr sjóði prófessors Bauer og hefur sá skáli verið nefndur Pálsbær. Ekki hef ég á reiðum höndum hve mikið fjár- magn prófessor Bauer veitti þannig til tslands, en það skiptir áreiðanlega mörgum milljónum íslenskra króna. En aðstoð prófessors Bauers við íslensk vísindi var ekki eingöngu fólgin í slíkum styrkjum. Hann beitti áhrifum sinum eins og hann frekast mátti til þess að auka sam- starf íslenskra vfsindamanna og amerfskra. Má rekja fjölþætt sam- starf til slfkra áhrifa hans. Sem viðurkenningu fyrir hið mikla framlag próf. Bauers til fs- lenskra vfsinda var honum veitt hin íslenska Fálkaorða. Prófessor Bauer var ákaflega stoltur af þeim virðingarvotti. Hygg ég, að fáir hafi verið betur að því komn- ir. Prófessor Bauer eignaðist fjöl- marga kunningja hér á landi og margir tslendingar nutu gestrisni hans og hans ágætu eiginkonu Winifred á þeirra myndarlega heimili í Washington D.C. Ég var einn af þeim. Á ég margar ' ánægjulegar minningar frá sam- verustundum okkar, bæði hér á landi og erlendis. Prófessor Bau- er varð að sumu leyti ævintýra- maður. Hann hafði reynt æði- margt og fór sjaldan troðnar göt- ur. Hann hafði mikla ánægju af góðum félagsskap og kaus sjaldan að vera einn, en honum var þó umfram allt kappsmál að láta gott af sér leiða. Ef til vill var það meginástæðan fyrir því, að hann tók slíku ástfóstri við tsland. Hann fann, að hér munaði mikið um hans framlag. Hér gat hann komið ýmsu góðu til leiðar. Þeir, sem þekktu hinar sterkju og góðu hliðar prófessors Bauer, munu lengi varðveita minningu hans. Við sendum eftirlifandi eig- inkonu hans og afkomendum sam- úðarkveðjur. Steingrfmur Hermannsson. Spjöll unnin á 11 sumarbústöðum ALLMIKIL spjöll voru unnin á sumarbústöðum f Snorrastaða- landi f Laugardal í lok sfðustu viku. Voru 11 sumarbústaðir skemmdir og virðist sem þeir er þarna hafa verið að verki hafi verið f leit að vfni að sögn eins af eigendum sumarbústaðanna. Það voru 11 sumarbústaðir á litlu svæði f Laugardainum, sem voru heimsóttir af skemmdar- vörgum á tfmabilinu frá þvf á fimmtudagskvöldi þar til á laugardagsmorgni. Voru rúður brotnar f átta bústaðanna og þannig farið inn f húsin, hurð var brotin upp f einum bústaðanna og í tveimur voru gluggar skrúfaðir af hjörunum. Var mikið rótað til inni í bústöðunum og eitthvað af smærri hlutum höfðu þessir óvel- komnu gestir með sér á brott. Er tjónið metið á nokkra tugi þúsunda en hverjir þarna hafa verið að verki er enn ekki upplýst. Er þetta ekki f fyrsta skipti, sem brotist er inn í sumar- bústaði þarna. Námskeid í tónlist og sjálfsþekkingu RANNSÓKNARSTOFNUN vitundarinnar efnir um næstu helgi, hinn 26. og 27. febrúar til kynningarnámskeiðs undir hand- leiðslu Geirs V. Vilhjálmssonar, sálfræðings. Viðfangsefni nám- skeiðsins er hagnýting tónlistar til eflingar sjálfsþekkingar og heilbrigðis. Kynntar verða undir- stöðuaðferðir í slökun, sjálfsþekk- ingu og tónlistarlækningum. — Davíð Ólafs- son kjörinn. . . Framhald af bls. 19 mikil mannaskipti í stjórninni. Sigurður Jóhannsson féll fra, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hefur átt sæti í stjórninni frá 1956, eða í 21 ár og verið varaforseti frá 1959. Þá áttu að ganga úr stjórninni Einar Þ. Guðjohnsen, Grétar Eirfksson og Jóhannes Kolbeinsson, en hinn sfðastnefndi var kjörinn f stjórn- ina árið 1942 og hefur átt þar sæti æ síðan. Forseti félagsins til næstu tveggja ára var nú kjörinn Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri, og var hann sjálfkjörinn, þar sem ekki komu fram uppástungur um fleiri. Eyþór Einarsson, grasa- fræðingur, sem verið hafði með- stjórnandi, var kjörinn varafor- seti, en I hans stað i sæti með- stjórnanda var kjörinn Grétar Eirfksson, tæknifræðingur, til tveggja ára. Voru þeir einnigbáð- ir sjálfkjörnir, þar sem ekki komu fram fleiri uppástungur. Loks voru kjörnir þrfr meðstjórnendur til þriggja ára, Þórunn Þórðar- dóttir, frú, Kristinn Zophonias- son, múrari, og Tómas Einarsson, kennari. Ferðafélagið heldur á þessu ári upp á 50 ára afmæli sitt, en það var stofnað 27. nóv. 1927 og mun þessa merka áfanga i sögu félags- ins verða minnst á ýmsan hátt. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég var að lesa f blaði um golfsnilling, sem segist eiga „frið f hjarta". Ég leik golf, og þetta er leikur, sem framkallar beinlfnis vonbrigði. Hvernig er unnt að finna „frið“ á golfvellinum? Golf er nefnd „hvíldaríþrótt“, en ég er sammála yður um það, að margir golfleikarar finna ekki hvíld í golfi. Það er nú eitt, að þeir taka sjálfa sig og íþróttina allt of hátíðlega. Það kemur yður kannski á óvart, að tuttugu menn úr hópi beztu golfmannanna koma oft saman til þess að biðjast fyrir og lesa í Bibliunni. Á meðal þeirra eru víðkunnir golfmenn. Þeir vinna ekki í keppni, af því að þeir biðja saman. En það er augljóst, að lífsviðhorf þeirra almennt veitir þeim frið og hvíld gagnvart starfi sínu. Eg leik golf, en það er langt síðan ég sá fram á, að ég mundi aldrei slá nein met eða ná þeirri leikni, að ég gæti sýnt golf. Eg leik því einungis sjálfum mér til gamans og þeim til undrunar, sem á mig horfa. Að ganga á grænu grasinu, að sjá kúluna fljúga langar leiðir, þegar fyrir kemur, að menn hitta hana vel, félagsskapur góðra vina og sú trú, að ég styrki heilsuna með góðri hreyfingu — þetta nægir til þess, að mér finnst ómaksins vert að iðka þessa íþrótt. Biblían segir, að likam- leg æfing sé til lítils nýt. Eg segi yður eins og er, að eg hef aldrei freistazt til að nota ljótt orðbragð á golfvellinum. Leyndardómurinn er þessi: Takið hvorki sjálfan yður né leikinn of alvarlega. Það eru ekki nema eitthvað 150 golfsnillingar í landi okkar, og það er ekki líklegt, að þér komizt í þann hóp. SAXON er mörgum kostum gœdd SAXOH Ljósritunarvélar • Ljósritunarhraði allt að 50 eintök á mín. • Mjög hagstætt verð á ljósritunarpappír. • Pappírsforði á rúllu og stærð ljósrits alltaf skorið eftir stærðfrumrits. • Ljósritar uppí 298 mm. á breidd og óendanlega lengd. • Ljósritar alla liti, prent, handskrift, ljósmyndir, teikningar og úr bókum. TÖKUM AÐ OKKUR LJÖSRITUN 0^ÆMÍ1][MIQ=D£Í3 IC J AH Al\l HR A MEÐAN BEÐIÐ ER skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.