Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 2
2 MORGLXBLAÐIÐ, FIMMTL'DAOLR 24. FEBRLAR 1977 33 bátar með 12.500 tonn SAMTALS tilkynntu í gær 33 bátar loðnuafla samtals að tonnatali 12.500. Þá höfðu alls veiðzt á ver- tíðinni 317 þúsund tonn og er það 102% meiri loðnu- afii, en veiðzt hafði á sama tíma í fyrra en þá höfðu veiðst 157 þúsund tonn. Loðnuveiðiskipin voru ( gær farin að sigla á Austfjarðahafnir, en allar hafnir voru yfirfullar vestur með landinu og ennfremur Faxaflóahafnir. Veiðisvæðið var úti af Skaftárósum. Eftirtaldir 33 bátar höfðu tii- kynnt afla í gær frá miðnætti í fyrrinótt og til klukkan 21 f gær- kveldi: Fífill 570, Gunnar Jónsson 310, Klængur 170, Skírnir 410, Náttfari 340, Óskar Halldórsson 400, Bára 200, Andvari 180, Pétur Jónsson 660, Hilmir SU 530, Gyllir kom- inn með nýjan poka Flateyri 23. febrúar GYLLIR frá Flateyri var fluttur til hafnar á ísafirði og kærður fyrir of smáan riðil í flotvörpu- poka. Var gerð sátt í máli skip- stjórans og greiddi hann krónur 210 þúsund í Landhelgissjóð. Fékk Gyllir afgreiddan nýjan poka áður en hann hélt aftur á veiðar f kvöld, en þá var röðin komin að því að hann fengi afgreiddan flotvörpupoka. Gyllir hefur nú aflað 700 tonn frá ára- mótum og skipstjóri í þessari veiðiferð er Páll Halldórsson. Gunnhildur Bjarni Ölafsson 520, Reykjanes 230, Helga 280, Árni Sigurður 400, Skarðsvík 400, Freykja 250, Magnús 260, Árni Magnússon 210, Hringur 90, Hamravík 160, Steinunn 70, Faxi 240, Sigurður 1.200 Helga II 350, Börkur 1.000, Sandafell 320, Gullberg 580, Húnaröst 280, Kap II 560, Vörður 180, Grindvíkingur 600, Sæbjörg 270, og Keflvikingur 240. Góður fiskur VÉLBATURINN Pétur Jóhanns- son kom f gær inn til Siglufjarðar með 40 til 50 tonn af mjög góðum fiski. — m.j. Fjárhags- áætlun Akureyrar samþykkt Akureyri. 23. febröar — FJARIIAGSÁÆTLUN bæjar- sjóðs Akureyrar var endanlega afgreidd og samþykkt á fundi hæjarstjórnar í gærkvöldi. Niðurstöðutala er 1.480,7 milljónir króna. Tekjuliðir eru þessir, taldir í milljónum króna: útsvör 715, aðstöðugjöld 220, framlag úr jöfnunarsjóði 186, skattar af fasteignum 206, tekjur af fast- eignum 35, gatnagerðargjöld 50, hagnaður af rekstri bif- reiða og vinnuvéla 25, hluti bæjarsjóðs af vegafé 15, vaxta- tekjur 10,5 og ýmsar tekjur 18,2. Gjaldaliðir eru þessir: stjórn bæjarins og skrifstofur 54,4 eldvarnir 62,7, félagsmál 251,8, menntamál 195, íþrótta- mál 41,2, fegrun og skrúðgarð- ar 27,9, heilbrigðismál 51,3, hreinlætismál 77, gatnagerð, skipulag og byggingaeftirlit 398, fasteignir 31,5, styrkir til ýmissa félaga 17,3, framlag til Framkvæmdasjóðs 29, vextir af lánum 32, ýmis útgjöld 44, eignabreytingar 187,4. Niðurstöðutala rekstraráætl- unar hækkar um 43,5% frá árinu 1976, en þá var hún 1.030,5 milljónir. — Sv.P. Lagarfoss bíður: Enn engin svör frá Nígeríu ENGIN lausn var enn fengin I gær á því vandamáli, sem skapast hefur vegna þess að ekki hafa fengizt innflutningsleyfi á skreið I Nlgeríu. Lagarfoss, skip Eim- skipafélagsins, beið þvl enn I Reykjavík eftir þvl að jákvæð svör bærust frá þeim Is- lendingum, sem farnir eru til Nfgerfu og vinna nú að lausn málsins. Þeir fulltrúar skreiðarseljenda, sem eru I Nigeriu, eru Bragi Eiríksson, forstjóri Skreiðarsam- lagsins, Bjarni V. Magnússon frá Sameinuðum skreiðarframleið- endum, Magnús G. Friðgeirsson frá sjávarafurðadeild SlS og Stefán Gunniaugsson úr viðskiptaráðuneytinu. Að sögn Sigurðar Markússonar, fram- kvæmdastjóra sjávarafurða- deildar Sambandsins, eru þessir menn að vinna að lausn málsins og var dagurinn i gær þriðji dagurinn, sem þeir eru allir saman i Nígeriu. Kvað Sigurður mjög erfitt að segja nokkuð til um það, hverjar niðurstöður yrðu í þessu vandamáli. Þegar Sigurður Markússon var spurður að þvi, hvort Lagarfoss gæti beðið eftir lausn þessa máls von úr viti — kvað hann erfitt að svara því. Ef þetta leysist ekki fljótlega — sagði Sigurður, kemur að því að menn verða að spyrja sig þessarar spurningar i fullri alvöru. Hitt væri svo annað mál að það væri feikilega mikið atriði fyrir skreiðarframleið- endur á Islandi, að takast mætti að koma flutningi á skreið I þennan farveg — að afskipa skreiðinni beint og komast þannig hjá óhemju umskipunarkostnaði, t.d. I Hamborg eða Bretlandi. Sá kostnaður sem orðinn er vegna biðarinnar hjá Lagarfossi er aðeins brot af þvi sem kemur til með að sparast ef unnt reynist að koma sendingunum I þennan farveg sem stefnt er að. Sagði Sigurður Markússon að þeir aðilar sem málið varðaði, væru sammála að talsvert mikið væri á sig leggjandi til þess að svo mætti verða. I Lagarfossi eru rúmlega 1000 tonn af skreið, en að því er sagt er hafa bankaábyrgðir ekki verið veittar nema fyrir 600 tonnum. Leki í ofnum á Seltjarnarnesi: Hitaveitan hefur aðgerðir til að auka sýrustig vatnsins BÆJARYFIRVÖLD eru nú að byrja á þvf að blanda efnum I vatn Hitaveitu Seltjarnarness, sem koma eiga f veg fyrir þá tæringu, sem orðið hefur vart f ofnum hitaveitunotenda á nes- inu. Samkvæmt upplýsingum Sigurgeirs Sigurðssonar bæjar- stjóra eru öll blöndunartæki tilbúin, en beðið er eftir um- sögn heilbrigðisyfirvalda. Út I vatnið verður settur sódi til þess að hækka sýrustig vatnsins, i óverulegum mæli þó. Sigurgeir sagði að vísindamenn segðu, að lágt sýrustig gæti valdið tæringu ofnanna, og þó að tæringin væri ekki stórkost- leg, væri hún nógu hvimleið fyrir því og yrði að finnast lausn á þessu vandamáli, Um Framhald á bls. 24. LEKUR ofn á Seltjarnarnesi. A ofnana koma örlftil göt og vatn fer að leka. Sfðan fyllist gjarn- an gatið af steinefnum og gatið stfflast aftur eftir nokkra daga. Með þvl að auka sýrustig vatns- ins á að vera hægt að koma I veg fyrir þetta álfta vísinda- menn. Á því heimili, sem myndin er tekin hafa komið 7 göt á ofna. öskudagurinn er skemmtilegur I augum krakkanna. Þá er frf f skólanum og fara þá sumir og safna peningum fyrir Rauða krossinn, en aðrir stytta sér stundir við að dreifa öskupokum og hengja þá á náungann. Hér er einn lítill borgari að selja merki Rauða krossins og annar að hengja poka á einn af gæzlumönnum laga í höfuðborginni. — Ljósm.: Öl. K. M. Loðnunefnd gefur aldrei upplýsing- ar að fyrra bragði — segir formaður hennar Gylfi Þórðarson VEGNA ummæla Kristbjörns Árnasonar skipstjóra á Sigurði RE og Gunnars Hermannssonar skipstjóra á Eldborg KG óskaði Gylfi Þórðarson, formaður loðnu- nefndar að taka fram, að hann og þeir, sem í loðnunefnd væru, væru algjörlega sammála Gunn- ari Hermannssyni og þótt f frétt f Morgunblaðinu f gser segi að hann taki f sama streng og Kristbjöm — kvaðst Gylfi telja að hann tæki f allt annan og ólfk- an streng. Gylfi Þórðarson sagði að starfs menn Ioðnunefndar hefðu oft oi einatt tekið fram við blaðamenn að þeir gerðu allt of mikið ú fréttum um loðnuveiðina, en hin vegar sagði hann um það sen Kristbjörn segir — að loðnunefm sé að senda frá sér upplýsinga um loðnuveiðar og þá einstakr skipa, sé algjörlega á misskilning byggt. Hann kvað loðnunefm aldrei að fyrra bragði hafa gefi< upplýsingar, aðeins svarað þega Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.