Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAC'.UH 24. FEBRÚAR 1977 23 Bræðir Norglobal kolmunna úr íslenzkum skipum? VERKSMIÐJUSKIPIÐ Norglobal verður að öllum líkindum við Færeyjar frá 20. apríl næstkomandi og fram í júníbyrjun við bræðslu kolmunna. Hefur íslendingum verið boðið að selja kolmunna til skipsins og vilja Norðmenn greiða 200 krónur norskar fyrir tonnið. Hafa viðræður staðið yfir að undanförnu milli eigenda Norglobals og islenzkra aðila um þetta mál og er líklegt að aflaskipin Sigurður og Börkur muni fara til þessara veiða við Færeyjar. Gætu islenzku skipin orðið 5—6 talsins, en auk þeirra munu norsk, dönsk og færeysk skip landa kolmunna i Norglobal Hér á landi er nú staddur Norð- maðurinn Rolf M Hjelseth, en hann hefur með samninga fyrir Norglobal að gera Sagði hann að mikill áhugi væri á kolmunnaveiðunum hjá eig- endum Norglobals, þarna væri um svo til nýjar veiðar að ræða og kolmunnastofninn væri mjög stór — Eins og loðnan var nær óþekkt fisktegund og lítið veidd fyrir 10 árum. þá er kolmunninn það í dag Loðnan hefur valdið byltingu og þvi skyldi kolmunninn ekki gera það einmg, segir Rolf Hjelseth Hjelseth var fyrir þremur vikum i Færeyjum og átti þá meðal annars viðræður við færeysku landstjórnina um kolmunnaveiðar við Færeyjar Hefðu Færeyingar sýnt mikinn áhuga á að selja Norglobal hráefni, þar sem aðeins er ein fiskimjölsverk- smiðja í Færeyjum og framleiðir hún 800 tonn á sólarhring Með því að fá Norglobal á miðin myndu afköstin aukast til mikilla muna Hér á landi hefur Hjelseth rætt við ýmsa útgerðarmenn um kolmunna- veiðarnar og að hans sögn hafa undirtektirnar hér á landi verið mjög jákvæðar — Við viljum greiða 200 krónur norskar fyrir tonmð. eða sem nemur um 7200 krónum íslenzkum, segir Hjelseth — Þar sem svo lítið fitumagn er í kolmunnanum teljum við ekki fært að greiða hærra verð fyrir tonnið Við reiknum með að Norglobal geti verið 40 daga að fullum störfum á tlmabilinu frá byrjun apríl þar til í byrjun júní Á þessu tímabili getur skipið brætt um 7 5 þúsund tonn af kolmunna, en teljum nauðsynlegt að bræðslan verði að minnsta kosti 25 þusund tonn til að ekki verði tap á þessari tilraun okkar — íslendingar hafa nýlega gert samning við Færeyinga um veiði á 25 þúsund tonnum af kolmunna, en Færeyingar fá I staðinn að veiða hér 2 5 þúsund tonn af loðnu Ég sé ekki að það sé mögulegt fyrir íslendinga að veiða þetta magn ef þeir þurfa að Rolf M. Hjelseth sigla með kolmunnann til íslands. Ætti það því að koma sér mjög vel fyrir íslendinga ef Norglobal yrði á kolmunnamiðunum — Hugmyndin er sú, að 5—6 islenzk skip skaffi Norglobal hráefni og tel ég mjög liklegt að tvö þessara skipa verði Sigurður og Börkur Þá verða þarna einhver norsk skip, sömuleiðis dönsk og færeysk skip munu væntanlega landa þarna hluta af sinum afla. Þarna er i rauninni um tilraunaveiðar að ræða, en víst er að kolmunninn er fyrir hendi á þessu svæði á þessu timabili og þvi ætti árangurinn að geta orðið mjög já- kvæður, segir Rolf Hjelseth FRÁ FÆREYJUM TIL NÝFUNDNALANDS Að lokinni kolmunnaveiðinni við Færeyjar mun Norglobal halda til Nýfundnalands, en þar verður skipið fram til 20. júli Norðmenn hafa kvóta þar upp á 60 þúsund tonn af loðnu og íslendingar hafa sömu- leiðis kvóta þar. í fyrra var Ásberg við veiðar við Nýfundnaland og mátti veiða þar allt að 5 þúsund tonnum Sagði Hjelseth að hann reiknaði með að islenzk skip yrðu einnig við veiðar þar i sumar og lönduðu afla sínum i Norglobal Af Nýfundnalandsmiðum heldur Norglobal siðan i Barentshafið i byrjun ágústmánaðar og verður með skipunum á sumarloðnunni fram til loka október Þá heldur skipið tiL Noregs og verður þar gert klárt fyrir vetrarloðnuna Er skipið um þessar mundir við Norður-Noreg, en þar hefur verið metloðnuveiði í ár Norglobal var sem kunnugt hér við land i fyrra og hitteðfyrra, en i ár Norgiobal á íslandsmiðum á síðasta vetri. kröfðust norskir loðnusjómenn að skipið yrði við Norður-Noreg. Ástæðan fyrir þessum kröfum sjómannanna var sú, að í Barents- hafi siðastliðið sumar jók skipið tekj- ur flotans um 25% og bræddi þá 107 þúsund tonn á þremur mánuð- um. Vildu norskir sjómenn því nýta skipið áfram i vetur og eru ekki ánægðir með að skipið sé á íslands- miðum. Eigi að siður segist Rolf Hjelseth telja miklar líkur á að skipið verði hér við land næsta vetur, en ekkert er enn ákveðið í þeim efnum. Segir hann að eigendur Norglobals séu mjög ánægðir með samstarfið við íslendinga og þá sérstaklega Isbjörninn hf, sem verið hefur með skipið á leigu hér við land, og Einar Sigurðsson hf, en aflaskipið Sigurður RE landaði einmitt i Norglobal sumarið 1975 er skipið fékk 1 6 þúsund tonn af loðnu við Nýfundnaland á 5 vikum * UMBOÐSMAÐUR SKIPASMÍÐA STÖÐVAR -------Jt_________ Rolf Hjelseth er hér á íslandi aðal lega til að ganga frá málum i sam- bandi við Norglobal. en hann er einnig umboðsmaður Smedvik- skipasmiðastöðvanna í Noregi og hefur leitað hér hófanna hjá íslend- ingum með smíði á skipum hjá fyrir- tækinu Er nú verið að Ijúka við smiði rækjutogara hjá fyrirtækinu og unnið er að smíði þriggja loðnu- skipa og verður það fyrsta afhent fljótlega Er það verksmiðjuskip og kostar 3 1 milljón norskra sem slikt. ef verksmiðjan væri ekki í skipinu kostaði það um 20 milljónir og burðarþol skipsins væri þá um 1 600 tonn. Talandi um verð á skipum má geta þess að áætlað hefur verið að ef smiðað væri nýtt skip eins og Norglobal í Noregi myndi það kosta 150 milljónir norskar krónur, að sögn Rolfs Hjelseths í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Hjelseth að hann teldi að verk- smiðjuskip eins og Norglobal hent- aði mjög vel í N-Atlantshafi og þá gjarnan ? samvinnu íslendinga. Norðmanna og Fæeymga Þyrfti Norglobal alls ekki að hafa slæm áhrif á landverksmiðjurnar Þvert á móti yki skipið hagkvæmnma og færanleg verksmiðja gerði allan veiðiskap mun auðveldari Einar S. Einarsson ræðir við Marinu og Spassky. Hort og Spassky ræða málin f Vestmannaeyjum í gær. Skáksnillingar fjölmenntu til Vest- mannaeyja i gær ásamt frúm og öðru fylgdarliði og tóku gestirnir því rólega i Eyjum, fóru um eldstöðvarn- ar , löbbuðu um bæinn, skoðuðu frystihús. fylgdust með loðnubátum að koma til hafnar og fleira Sigurgeir Ijósmyndari í Eyjum fylgdi liðinu eftir og tók myndir hér og þar Það var hægur austan i EyjAjm, 4 stiga hiti og Ijúfasta vetrar- veður Skákmennirnir brugðu á leik í fj-öru nýja hraunsins i Prestavik og þeyttu grjóthnullungum eins og æfðustu kúluvarparar Var það góð þrekæfing að sögn þeirra. en Strandamaðurinn sterki var fjarri góðu gamm Eftir að Spassky Hort. Friðrik Ólafsson. Smyslov. Einar S Einarsson, forseti Skáksambands- ins, oy aðrir gestir höfðu vaðið um heitu svæðin í Eldfellshrauninu, var haldið til hádegisverðar og siðan voru frystihúsin sótt heim og Náttúrugripasafnið Fyrrnefndir skákmeistarar voru allir i Eyjum i fyrsta sinn, einnig Friðrik Ólafsson Spassky og kona hans, Marina, spurðu um eldgosið og afleiðingar þess, tjón einstaklinga og bóta- greiðslur og Marina myndaði mikið i Eyjum Skákiiðið á Skansinum f gær að fylgjast með loðnubátum sigla til hafnar. Spassky nær sér f hraunmola úr heitu hrauninu. Skáksnill- ingar í hraunvarpi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.