Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 „Horftaf brúnni,, — Arthur Miller A myndinni eru þau Arthur Miller og Marilyn Monroe um það leyti, sem þau gengu I hjónaband í júlf 1956. Á sjúkrahúsinu brá svo við að hann hafði ekki friðfyrir eiturlyfjasölum Einn þeirra virtist hafa ótakmarkað magn af LSD og kom tvisvar til þrisvar á dag Bauð hann skammtinn, sem eru nokk- ur grömm, til sölu á fimm þúsund krónur og er skammtur þessi vart greinanlegur nema á lltilli glerplötu Eiturlyfjasalinn hefur verið kærður, m a. af landlækni Þetta er ekki .i fyrsta sinn, sem mað- úrinn ákveður að hætta fikniefna- neyslu, en hingað til hefur hann alltaf gefist upp á bindindinu á örskömmum tima, en segist nú vera staðráðinn i þvi að hætta og meðferðin á hælinu, þar sem hann dvelst, eigi sinn stóra þátt í þvi Hins vegar segir hann að margir hafi orðið til þess að reyna að fella hann á undanförnum árum og tekist það Hann litur illa út núna Virðist illa farinn, þótt hann sé augljóslega að ná sér upp úr dýpsta feninu Annars er mér tjáð,” hélt Gisli áfram. „að framboð á fíkniefnum hafi aldrei verið meira en einmitt núna Ég hef þessar upplýsingar frá aðilum sem ættu að vita þetta, eru m a s. sumir þeirra neytendur fikniefna sjálfir Það líttir út fyrir að fikniefni komi aðallega frá Danmörku og Hollandi, en þangað komi þau frá Libanon, til dæmis „Llbanon-hassið" Eftir þvi, sem Kristján Pétursson áætlar, er smyglað inn til landsins um þrjú til fjögur hundruð kilóum af flkni- efnSöluandvirði lyfjanna aftur á móti, sem áætlað er að smyglað sé inn I landið. er frá þrjú hundruð milljónum upp i hálfan milljarð Sökum hins mikla framboðs á is- lenzka fíkniefnamarkaðinum. er enn fremur álitið að fikniefni komi til að með að stórlækka i verði hér, þannig að þau eru mörg vítin að varast. Ég vona að þessi þáttur hafi þau áhrif, að hann verði einhverjum víti til varnaðar — en það var eiginlega fyrir persónulegan greiða að þessi fyrrver andi eiturlyfjaneytandi fékkst til að tala við okkur -— og það er ekki á hverjum degi, sem fólki gefst tækifæri til að hlusta á reynslu manns eins og þessa " FIMMTUDAGINN 24. febrúar klukkan 20.00 verður flutt leikrit- ið „Horft af brúnni“ eftir Arthur Miller í þýðingu Jakobs Bene- diktssonar. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Með helztu hlutverkin fara Róbert Arnfinnsson, Reglna Þórðardóttir, Kristbjörg Keld, Haraldur Björnsson, Helgi Skúla- son og Ölafur Þ. Jónsson. Leikrit þetta hefur áður verið flutt i út- varpi, það var árið 1959. Leikritið segir frá manni að nafni Eddie Carbone, sem er hafnarverkamaður af itölskum uppruna og býr I Brooklyn, New York, ásamt Beatrice konu sinni og stjúpdótturinni Catherine, sem er sautján ára gömul. Eddie veitir tveimur Sikileyingum hæli, en þeir höfðu komið ólöglega til landsins. Annar þeirra, Rodolpho, sem er bæði laglegur og glaðvær, verður ástfanginn af Catherine. Eddie er ekki á þvi að gefa sam- þykki sitt og spinnast af þvi mikil átök. Arthur Miller er fæddur i New York 17. október árið 1915. Hann stundaði nám í leikritun við Michigan-háskólann og vann þar til verðlauna. Hann vann um skeið sem blaðamaður við „Michi- gan Daily“ og sendi frá sér sitt fyrsta leikrit árið 1944. Miller er talinn fulltrúi sálrænnar raunsæ- isstefnu í bandariskum bók- menntum. Að frátöldum leikrit- um hans hafa verið birtar eftir hann sögur, greinar og ritgerðir I ýmsum stærstu tímaritum í Bandarikjunum, svo sem Harpers, Saturday Evening Pu„, og The New York Times Maga- zine. Af verkum hans má nefna: „Allir synir mínir“ (1947), „Sölu- maður deyr“ (1949) en fyrir það verk hlaut hann Pulitzen verðlaunin, „í deiglunni" (1953), „Gjaldið" (1967), og svo „Horft af brúnni", sem frumsýnt var 1955 og Þjóðleikhúsið sýndi 1957—58. Utvarpið hefur áður flutt eftir Miller eftirtalin leikrit: „I deigl- unni“ (1957), „Allir synir rninir" (1959) og „Horft af brúnni" (1959). Miller er þrikvæntur og var kona hans númer tvö kvikmynda- leikkonan Marilyn Monroe. Leikrit vikunnar klukkan 20.00: Níræður í dag: JóhannesCarl Klein kaupmaður NlRÆÐUR er I dag Jóhannes Carl Klein, kaupmaður, Baldur- götu 14, Reykjavik. Hann fæddist I Kaupmannahöfn 1887, en er að langfeðratali ættaður frá Sviþjóð. Jóhannes stundaði nám við verzlunarskóla I Höfn, réðst ung- ur til sjós og gerðist bryti á strandferðaskipunum Sterling og Austra, sem hingað sigldu upp úr aldamótum, en til Reykjavikur kom Jóhannes fyrst 1910. Einnig var hann um skeið á kaupskipum sem sigldu til Ameríku. Þegar svo elzti Gullfoss var keyptur hingað til lands varð Jóhannes Klein „restauratör" á skipinu og rak þar veitingasölu fyrir eigin reikn- ing. Þegar svo Eimskipafélagið tók við þeim rekstri varð Jóhannes fyrsti bryti á Islenzku millilandaskipi. Á Gullfoss-árum sinum kynntist Jóhannes fyrri konu sinni, Elínu Þorláksdóttur frá Isafirði. Eign- uðust þau fjögur börn, en Elin féll frá árið 1925. Giftist Jóhannes þá systur Elínar, Sylvíu, sem þá var ekkja með tvo syni. Féll Sylvia frá árið 1954. Eftir fyrri giftingu sina hætti Jóhannes millilandasiglingum og gerðist bryti á björgunarskipinu Geir, en réðst síðan sem verzlunarstjóri í matvörubúð Sláturfélags Suðurlands á Laugavegi 42. Er Jóhannes flutt- ist til Reykjavíkur var hann úr- lærður kokkur, en síðar tók hann meistaragráðu i kjötiðnaði. Stofn- aði hann kjötverzlun árið 1927 eða fyrir 50 árum. Var hún fyrst til húsa á Frakkastig 16, en flutt- ist á Baldursgötu 14 árið 1930. Öx verzlun hans mjög snemma, og á árunum 1930—40 setti hann upp útibú á Hrisateig 14 og Leifsgötu 32. í lok siðari heimsstyrjaldarinn- ar hlaut Jóhannes Carl Klein Frelsisorðuna dönsku (Fri- hedsmedalien) fyrir aðstoð við danska sjómenn á striðsárunum. Og er Friðrik konungur heimsótti tsland 1956 hafði hann með sér riddaramerki Dannebrogsorðunn- ar og sæmdi Jóhannes því. Jóhannes var formaður Det NÆSTKOMANDI föstudag, 25. febrúar, efnir Rannsóknaráð rikisins til ráðstefnu að Hótel Loftleiðum, um þróunarhorfur i landbúnaði. Á ráðstefnunni verða skýrslur starfshóps Rannsókna- ráðs rikisins um þróun land- búnaðar og þróun sauðfjárrækt- ar, sem gefnar voru út I nóvember sl„ lagðar til grundvallar en ráð- stefnan er liður i gerð langtima- áætlunar fyrir rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrir atvinnu- vegina, sem Rannsóknaráð hefur nú unnið að um þriggja ára skeið. Þess er vænzt, að langtimaáætl- unin komi út f apríl eða mai á þessu ári. Áætlunin, sem verður til fimm ára, fjallar um þarfir fyrir rannsóknir og þróunarstarf á sviði sjávarútvegs, iðnaðar, danske Selskab í Reykjavík á árunum 1961—69 og var hann á sinum tima elzti starfandi kjöt- kaupmaður hér á landi. Jóhannes er nú heiðursfélagi í Félagi kjöt- verzlana. landbúnaðar og byggingarstarf- semi. Til ráðstefnunnar á föstudag er boðið 120 gestum frá um 50 stofn- unum, samtökum og félögum, sem einhver afskipti hafa af land- búnaði. Verkefni ráðstefnunnar verður að ræða á breiðum grund- velli vandamál og tækifæri islenzks landbúnaðar. Markmiðið er að fá fram skoðanir ráðstefnu- gesta á því hver verði helztu við- fangsefni, vandamál og tækifæri landbúnaðarins hér á landi á næstu árum, til þess að unnt verði síðar að stuðla að þvi að rann- sóknum á sviði landbúnaðar verði beint að lausn vandamálanna og að hagnýtt verði hugsanleg tæki- færi sem bjóðast til hagsbóta fyrir atvinnuveginn sem heild. Ráðstefna um þróunar- horfur í landbúnaði stendur nú sem hsest í verzlunum okkar aö Suðurlandsbraut 8, og Laugavegi 24 1M Uer tækifærið til að kaupa á ótrúlega lágu verði ýmsar góðar plötur En sjón er sögu ríkari, og því mælum viö með, aö sem flestir komi og skoði. — Og að Suðurlandsbraut 8, eru líka kassettur og 8 rása spólur á útsölunni FÁLKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.