Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 31 UÍMIORP Umsjón: Einar Guðfinnsson SÚ ánægjulega þróun hefur orðið f röðum ungra sjáif- stæðismanna að konur eru farnar að hasla sér þar völl I æ rikari mæli. Innan stjórnar SUS eru til að mynda fimm konur. Þar af eru varaformað- urinn kona. 1 Kópavogi er for- maður Týs, félags ungra sjálf- stæðismanna, Jóhanna Thorsteinsson. Og í næsta nágrannabæ Kópavogs, Garða- bæ, heldur Fríða Proppé um stjórnvöllinn I félagi ungra sj álfstæðiskvenna. Þannig má segja að konur séu að verða talsvert atkvæða- miklar innan stjórnmála- hreyfingar ungra sjálfstæðis- nanna á þessum slóðum. Við ræddum fyrir skömmu við Jóhönnu Thorsteinsson sem nýlega hefur tekið við for- ystu Týs í Kópavogi og spurð- um hana fyrst hvað hún teldi að ylli auknum áhrifum kvenna. „Ég held að konur séu að fá meiri áhuga á að starfa i póli- tík en áður þekktist," sagði hún. — „Áður var það algengt að konur töldu stjórnmálaþátt- töku vera einkamál karla og það var ekki laust við að manni fyndist að mörgum konum þætti þægilegra að hafa þetta á þann veg. En þetta hefur sem betur fer breyst og konur vilja nú taka þátt í stjórnmálum í ríkari mæli. Það var fyrst og fremst áhugi minn á bæjarmálefnum svo og stefnu Sjálfstæðis- flokksins, sem olli því að ég fór að starfa í félagi ungra sjálf- stæðismanna í Kópavogi," sagði Jóhanna er við spurðum hana hvers vegna hún hefði farið að starfa. Jóhanna sem er i Fóstur- skólanum tók við fornennsku síðast liðið haust. Áður hafði hún verið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. „Þetta var ákaflega gaman og mjög gagnlegt," sagði hún. „Það kom í Ijós hversu mjög maður er illa upplýstur, sér- staklega um utanríkismál og varnarmál. Það er tvimælalaust mikið gagn að skólanum og ég vil eindregið hvetja fólk til að sækja hann. Mér finnst það áberandi að fólk virðist ekki kunna fundar- sköp og treystir sér ekki til að taka þátt í almennum fundum, með málflutningi. Það er eins og það óttist hið hefðbundna fundarform og hafi beyg af að standa upp á fundum. Mikið gert fyrir unglinga. Nokkuð mikið félagslíf er f Kópavogi meðal unglinga að sögn Jóhönnu. Menntaskóli er kominn þangað fyrir nokkru og ef draga má ályktanir af öðrum stöðum þar sem menntaskólar eru svo sem á ísafirði og á Akureyri á skól- inn eftir að setja töluvert mark á félagsstarf i bænum. „Félagsmálastofnun Kópa- vogs hefur gengist fyrir nám- skeiðum i skólunum," sagði Jóhanna. „Krakkar læra að smiða báta, starfræktur er siglingaklúbbur og einnig er nemendum kennd radíovirkj- un. Það hefur alltaf verið mik- ið gert fyrir ungt fólk i Kópa- vogi. Skortur á leikskólum „Það er mikill skortur á dag- heimila- og leikskólaplássi," sagði Jóhanna ennfremur. „Nú eru um það bil fjögur þúsund börn á forskólaaldri í Kópa- vogi, en aðeins rúm fyrir 38 börn á dagheimilum og 190 á leikskólum. En þó svo mikill skortur sé á dagheimilum og kannski aðallega skortur á leikskólum er rétt að taka fram að mjög vel hefur verið að rekstri heimilanna búið. Þetta miðar nú óneitanlega I áttina og til dæmis er nýbúið að opna leikskóla fyrir 80 börn. Bóklegt og verkleg nám. Eins og fyrr segir er Jó- hanna við nám í Fósturskólan- um sem hún mun ljúka nú í vor. Við víkjum að námi henn- ar og biðjum hana að segja okkur eitthvað frá því. Inntökuskilyrði eru að hafa lokið 5. bekk, 6. bekk eða stúdentsprófi. Námið er bæði bóklegt og verklegt en aðal- áherzlan er lögð á félags- og Rætt við **Þa8 var fyrst og fremst áhugi minn á bæjarmálefnum, sem olli því að ég fór af stað. ?? Jóhönnu Thorsteins son formann TÝS Félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi uppeldisgreinar. Auk þess lær- um við t.d. líffræði, heilsu- fræði, eðlisfræði, tónmennt, framsögn, leikræna tjáningu, myndið og fl. Það hefur nú verið umdeild hvort rétt sé að miða fóstur- nám við stúdentspróf því er nú ekki að neita að þær sem hafa lokið því námi standa mun bet- ur að vígi í náminu en við hinar, eins og t.d. ég með mitt kvennaskólanám. Fósturstarf er mjög ábyrgðarmikið og þarf að vera hægt að gera miklar kröfur til okkar.“ Karlmenn f uppeldið. Þegar við spurðum, hvort enn væru engir karlmenn í skólanum: „Nei, því miður þá erum við enn það bundin i okkar gömlu ákveðnu rullu, að það þykir enn það „normala" að konur hafi meiri afskipti af uppeldi barnanna. Það er svo margt sem blandast inn í þetta, t.d. hvað karlmönnum er gert að bæla tilfinningar sinar meira en konum, svona eins og til að verða nógu harðir I fyrir- vinnuhlutverkinu. 1 dag þegar konur menntast og vinna á sama hátt, þá er komin ákveð- in slagsíða á þetta ástand. Nú reglulega vantar, að karlmenn hafi meiri afskipti af börnun- um. Margir koma aldrei lengra en að hliðinu. Það hefur svo margt breyst í þjóðfélaginu siðastliðin 30—40 ár, að t.d. hvað snertir uppeldi og aðbúnað barnanna, þá bara veitir ekkert af þvi að for- eldrarnir séu bæði virk, þ.e. Það er mikið gert fyrir ungt fólk í Kópavogi þar sem um tvö foreldri. er að ræða. Ég er t.d. hreint ekkert ánægð með það, hvað foreldrar eru lítið i tengslum við leik- skólana og skólana. Ég skil ekki að svo margt fólk sem raun ber vitni skuli gera sér að góðu að hafa litla sem enga hugmynd um það hvernig fer um barnið þess kannski allan daginn, — margir foreldrar kéma aldrei lengra en að hliði leikskólans. Þarna verður að koma til betri skilningur og breytt hugarfar af beggja hálfu — foreldranna og skól- anna. Leikskóli að forskóla Við innum Jóhönnu eftir áliti hennar á starfsemi dag- vistunarstofnanna hér á landi. „Það verður I fysta lagi að gera greinarmun á dagheimili, þar I sem börn eru allan daginn og leikskólum, þar sem þau eru aðeins 3—4 tima á dag. Leik- skólinn er beinlínis nauðsyn- legur öllum börnum og finnst mér að fræðsluyfirvöld ættu að stuðla að þvi að gera þá að forskólum fyrir börn frá þriggja eða fjögurra ára aldri, sem hluta af hinu almenna skólakerfi. Þetta fyrirkomulag tiðkast nú viða um heim og hefur t.d. verið í Bretlandi og Þýzkalandi í mörg ár. Ég er á því að það mætti flýta þeirri þróun á þann hátt, að fólk færi almennt að borga fullt verð fyrir leikskólana og þannig væri gert kleift að byggja fleiri, til þess að raun- verulega öll börn geti orðið þess aðnjótandi." Vafasamar barnamyndir i 3- bíó * En hvað með aðbúnað barna hér yfirleitt? „Það er viða pottur brotinn í þvi efni. Áreiðanlega eru þess- ar frægu þrjú-biósýningar barna áþreifanlegt dæmi um það. Það var gerð könnun á þessu fyrirbæri á vegum Fósturskól- ans, siðastliðinn vetur. Það kom i ljós að aðeins tvö kvik- myndahús á Reykjavíkursvæð- inu höfðu til sýningar góðar barnakvikmyndir, með islenzku tali og texta við hæfi barna. öll hin kvikmyndahús- in höfðu hins vegar á boðstóln- um myndir, sem mjög vafa- samt er að geti talist til eigin- legra barnamynda, tvö 'hús- anna sýndu myndir sem alls 1 ekki voru við hæfi barna. Oftst j eru þetta kúreka og indíána- I myndir með tilheyrandi blóðs- úthellingum og gömul „ný teiknimyndasöfn,“ ásamt ýms- um gömlum myndum, sem hætt var að sýna vegna lé- legrar aðsóknar. Mjög algengt er að börn fari án fylgdar fullorðinna. Þau hafa mjög lítil tök á að skilja myndina, því í fyrsta lagi eru myndirnar næstum allar er- lendar og þau skilja ekki tálið. Textann skilja aðeins þau sem eru fluglæs, þ.e. ef um nokk- urn texta er að ræða, svo fjalla myndirnar um atburði sem gerast f ókunnum löndum og ókunnu umhverfi. Það er börnunum nauðsyn- legt að fullorðinn sé með í för- inni, til að útskýra hvað sé að gerast, af hverju og til hvers, svo að þau skilji betur atburða- rás myndarinnar, auk þess að það mundi skapa stóraukið að- hald. Það er áreiðanlegt að börn- um veitir ekki af, að þess kon- ar aðhald sé á mörgum fleiri sviðum." — Heyrt og séð Framhald af bls. 17 Bjórkrárnar mundu gerbreyta þjóðlifinu íslenska, endurvekja baðstofuloftið, stórheimilið — sem þessi þungbúna breiddar- gráða þarfnast. AÐSÝNA ÞAÐ Á ÞÖKUNUM SEM FRAM FER í HERBERGJUNUM Menn sem heima eiga I fingur- björgum hafa hamþað lýsingum á alræmdum krám í erlendum hafn- arborgum sem dæmum um hvern- ig umhorfs yrði hér er bjórkrár yrðu leyfðar. Ég hef séð slikar krár. En hvar halda menn að svallararnir þar sætu, ef ekki væru krárnar. Þeir myndu þjaka heimili sin, gera þau að víti, og slik viti eru mörg í henni Reykja- vik. Spyrjið lögregluna. Þar sem slíkar krár eru, þar er það hyski, sem lögreglan þarf að hafa af- skipti af, á visum stað — undir eftirliti. Að því er hagræði, hægt um vik að leggja brjálaða menn i járn án fógetaúrskurðar — og svefnfriður I húsum sómakærra manna þar með betur tryggður en ella. Á sumum krám erlendis eru vandamál heilla hverfa í brenni- depli, til sýnis; kráin er allsherjar gluggi, afleiðing, ekki orsök; það sem fram fer i herbergjunum er sýnt á þökunum — á líkingamáli talað. Eða hvernig halda menn að umhorfs yrði á Lækjartorgi ef öllu sukki einnar helgar í húsum í Reykjavík yrði stefnt á þennan eina punkt. Fólk sem er á móti bjór myndi margkrossa sig — og æpa hæst á bjórinn. íslendingar mega segja allt — en ekki gera neitt. Spánverjar mega gera allt — en ekki segjs neitt sem grefur undan Frankó. Sá er munurinn á íslendingum og spánverjum, sagði spánverjinn og hitti naglann á höfuðið. Það er timi til kominn að aflétta þeim ósköpum af þessari dugleg- ustu þjóð I heimi að fámennur hópur manna, sem ekki á sér stærri himinn en asklok, ákveði hvaða snið skuli vera á lífi henn- ar, hvað hún megi láta ofan f sig og hvað ekki. Áfengi verður ekki byggt út úr heiminum. Hví skyld- um við ekki geta lært að umgang- ast veikustu tegund þess til jafns við aðrar þjóðir. Kannski drægi eitthvað úr fíkni unga fólksins i hassið og brennivinið, ef það ætti þess kost að tylla sér einhvers staðar niður og spjalla yfir glasi af öli. Það er vöntun á sálufélaga sem er að leiða islendinga út i fen ofdrykkju, ekki vinið sjálft. Bjór- kráin er málamiðlun. Einhverjar staðtölur frá Svíþjóð gilda ekki hér, þær hafa reynst þvæla. Áfengismagnið sem íslendingar innbyrða árlega er ekki mikið að tiltölu, mikið vantar þar á heims- metið, en úrelt áfengislöggjöf, boð og bönn og takmarkanir, eiga drjúgan þátt í skepnuskapnum sem viðgengst í herbergjum i Reykjavík. AÐ IIAFNA KARAMELLU Ég vona bara að Jón Sólness þiggi ekki neinskonar karamellu þegar hitna fer í kolunum út af breytingartillögu hans. Einu sinni sem oftar voru þeir Karl Guðjónsson og Jón Pálmason frá Akri höfuðandstæðingar i máli sem dag nokkurn var á viðkvæmu umræðustigi i þinginu. Jón var siðastur á mælendaskrá — en sæti hans autt þegar að honum kom og liðið á nótt, óþol i þingfor- seta að slfta fundi. Snarleg leit var gerð að Jóni og fann þingvörð- ur hann í afkima með hálfa hönd- ina uppi sér. Þingvörður tjáði Jóni hvernig mál stæðu. Jóni var andþungt þegar hann svaraði: Helvítið hann Karl Guðjónsson gaf mér karamellu. UM.YSIM.ASIMINN KK: 22480 JRoröimblotiib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.