Morgunblaðið - 24.02.1977, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAUUR 24. FEBRUAR 1977
MORö'Jh/
kafr/NU
/>)Y;
r 0 47
iV:-
T\B<
Þeir voru áreiðanlega drukknir
Lögreglumaður leiddi tvo
sökudólga við hlið sér til
lögreglustjórans, fangarnir
voru Gyðingur og Skoti.
— Þessa menn tók ég
drukkna á almannafæri, og
einnig voru þeir með óspektir.
— Er það satt að þið séuð
drukknir? spurði lögreglustjór-
inn.
— Við erum algjörlega
ódrukknir, svöruðu fangarnir
einum rómi.
— Ilvers vegna haldið þér að
þeir séu drukknir, lögreglu-
maður?
— Vegna þess að ég sá þá á
götuhorni og Skotinn fleygði
gullpeningi f götuna, en Gyð-
ingurinn tók hann upp og rétti
honum.
Sölumaðurinn: — Þessi al-
fræðiorðabók mun segja yður
frá öllu sem þér vissuð ekki
áður.
— Blessaður vertu, ég þarf
ekki orðabók, ég er kvæntur.
Viljið þér láta sækja töskurnar
mfnar og bera þær út í bflinn
minn, ég er að koma niður til
að greiða reikninginn.
Heldurðu ekki að þetta lag
klæddi mig?
Eg get ekki útvegað sáraum-
búðir f hvert einasta skipti sem
þér hruflið yður.
228
V\a/
Gerðu mér greiða? Farðu yfir f hornið til hans og teldu hve
marga handleggi hann hefur!
Konur
mótmæli
bjórnum
„Ég vil fyrir hönd nokkurra
kvenna, eiginkvenna og mæðra,
lýsa vanþóknun okkar á bjór-
frumvarpinu sem fram er komið
og vona að alþingismenn beri
gæfu til að fella það. Sigurlaug
Bjarnadóttur vil ég þakka hennar
ágætu grein í Morgunblaðinu á
sunndag og er gott til þess að vita
að við konur eigum góðan mál-
svara á þingi á móti bjórfrumvrp-
inu. Um ástæður manna sem bera
þetta frumvarp fram, að það eigi
að bæta drykkjumenningu þjóð-
arinnar, þarf ekki að fjölyrða —
við hofum fordæmið fyrir okkur
hjá Svíum og Finnum, og reynsl-
an er ævinlega ólygnust, að mað-
ur tali nú ekki um Dani.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
GEFINN slagur og tapslagur er
venjulega tvennt ólíkt. En við
þekkjum skemmtilega spilaað-
ferð — „looser on looser", þar
sem þetta tvennt fer saman. t
íslensku vantar þjált heiti á
bragð þetta. En þó mætti kalla
það einfaldlega tapslagur f gefinn
slag.
Suður gefur, allir á hættu.
Norður
S. AK5
II. ÁK6
T. 98643
L. K9
Vestur
S. G10982
II. —
T. G5
L. A 75432
Austur
S. 1)6
II. DG103
T. D107
L. DG86
COSPER
732 fo
Suður
S. 743
II. 987542
T. ÁK2
L. 10
Eftir að suður og vestur sögðu
pass opnaði norður á einu grandí
og suður skelltí sér beint í fjögur
hjörtu. Vestur spilaði út spaða-
gosa, sem tekinn var í blindum.
Þt'L'ar mamma heyrði dóminn, sendi hún öllum
kviðdómendunum blómvönd!
Hvað Jóni Sólnes viðvíkur er ég
Irrædd um að hann beri nú hag
„Sana“ ekki síður fyrir brjósti,
ekki síður en aðrir sem eitthvað
fylgjast með málefnum yfirleitt.
Það reynist svo að áfengisbölið sé
nú þegar orðið þjóðinni ofviða, þó
ekki bætist ný flóðbylgja við þá
sem fyrir er. Við viljum hvetja
kvennasamtökin til að standa
saman — þau hafa gert það fyrr
og sýnt hverju þau geta áorkað.
Oft hefur verið efnt til mótmæla
er síður skyldi en nú og það væri
sannarlega verðugt verkefni allra
kvenna, ekki siður utan samtaka
en innan, ef þeim tækist að bægja
þessari vá frá dyrum, fyrir fullt
og allt og flykkjast til þingpall-
anna þegar atkvæðagreiðsla fer
fram um málið og mótmæla
kröftuglega. Á hverjum ætli þetta
böl mæði meira en eiginkonunni
og móðurinni? Því miður hefur á
seinni árum færst óhugnanlega í
vöxt drykkja meðal kvenna og er
það miður. En er á bætandi, er
ekki kominn tími til að íhuga í
alvöru þessi mál og reyna að
draga úr í stað þess að bæta við?
Við sem erum að láta álit okkar
í ljós viljum beina þeim tilmælum
til þingmanna hvort einhver
þeirra vildi ekki bera fram smá
tillögu. Hún er sú að áður en
endanleg ákvörðun um þetta mál
yrði tekin færi fram þjóðarat-
kvæðagreiðsla um það. Þetta er
að okkar mati svo mikilsvert mál
og varðar þjóðina svo miklu að
það sé aðeins lágmarkskrafa kjós-
enda.
Eitt er það sem við viljum að
endingu koma á framfæri. Það er
sú spurning til þeirra góðu manna
sem að frumvarpinu standa hvort
þeir telji sér ekki fært að taka það
með í frumvarpið að forsvars-
menn þeirra ölgerða, sem kæmu
til með að framleiða áfengan bjór,
stofnuðu og rækju vistheimili og
heilsugæzlustöð fyrir þetta
ógæfusama fólk, sem áfengur
bjór kæmi til með að afvegaleiða.
Það yrði sem sé lögð sú kvöð á
leyfi til framleiðslu áfenga bjórs-
ins, að hagnaðurinn færi ekki
bara i vasa framleiðenda heldur
líka til þess að standa straum af
kostnaði við hrakfarir þeirra sem
ánetjuðust bjórnum. Ríkið hefur
haft einkasölu á áfengi og nú er
svo komið að það er farið að
byggja og reka vistheimili fyrir
Tromplegan kom í Ijós þegar
sagnhafi tók á hjartaás og ekki
var útlitið gott. En sagnhafi gafst
ekki upp. Tveir tapslagir voru
óumflýjanlegir á tfomp. Og hvað
átti að gera við tapslagina í hinum
litunum?
En eins og stundum var til lega,
sem gaf vinning. Vestur varð að
eiga laufás og aðeins tvö spil 1
tígli. Sagnhafi tók á tígulás og
kóng og spilaði laufi. Vestur tók á
ásinn og spilaði aftur spaða. Síð-
asti tigull suðurs fór i laufkóng og
tígull trompaður heima. Sagnhafi
fór nú inn í blindan á tromp og
spilaði tigli. En spilarinn í austur
gat nú ekkert gert til að koma í
veg fyrir, að suður ynni sitt spil.
Hann átti eftir tvö hæstu trompin
en síðasti spaði sagnhafa var lát-
inn í tigulinn.
Sagnhafi vann spilið reglulega
laglega. Spilamennska hans var
þrauthugsuð og rétt er að benda
sérstaklega á að nauðsynlegt var
að taka á tígulás og kóng áður en
laufinu var spilað. Annars verður
blindur innkomulaus þegar tígull-
inn er loks orðinn góður.
ROSIR - KOSSAR - OG DAUÐI
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
39
REÐöllu I Rauðhólum ... hann
hafði einnig afskipti af fólkinu
sfnu og rétti þvf iðulega
hjálparhönd. Hann lét mig taka
gagnfræðapróf f Skógum og
sfðan var ég sendur f kennara-
skóla.
Að þessu sinni var það ég
sem greip hissa fram f og sagði:
— Þér ætlið þó ekki að segja
mér að þér séuð kennari?
— Ilann brosti enn með
öllum tönnunum sínum hvftu.
— Finnst yður ekki ég sé
nógu kennaralegur? Hvers
vegna?
— Ja... stamaði ég bjánalega
og meðan hann útskýrði að
hann hefði sérstaklega mikið
yndi af kennslu og að hann
gæti hreint ekki hugsað sér
annað starf, var ég að velta
fyrir mér hvað okkur hætti til
að draga snöggar og vanhugsað-
ar ályktanir. Hann hafði á réttu
að standa! Þvf skyldi honum
ekki henta jafn prýðilega
kennarastarfið eins og hverjum
öðrum f stað þess að vera
sirkusleikari eða sjómaður?
— Ég hef hitt einn af
nemendum þfnum.
Pia lagði sinn skerf til sam-
ræðnanna. — Og drengurinn
talaði um þig alveg
uppnuminn... En mér finnst
að þú ættir frekar að kenna f
kvennaskóla. 1 örebro er
stúlknaskóla til dæmis. Ö, boy!
Björn hló við. Eg hafði á til-
finnunginni að hann væri sér-
deilis hláturmildur maður og
hann greip með nokkurri blíðu
f hárlubbann á Piu. En svo
breyttist svipur hans allt f einu
og f svip hans speglaðist nú
bæði ástrfða og tilbeiðsla sem
var svo mögnuð að við borð lá
að ég hrykki við enda þótt ég
væri aðeíns áhorfandi.
Hægt sneri ég höfðinu og leit
f sömu átt og hann.
Gráklædd grönn ung stúlka
nálgaðist hröðum skrefum f
grasinu. Hreyfingar hennar
voru afar þokkafullar og svart
hárið og dökk augun skutu
gneistum. Og ég gat f aðra rönd-
ina skilið að karlmaður hlyti að
horfa á hana einmitt á þennan
hátt. Það var I sjálfu sér ekkert
athugavert við það.
Það sem gerði málið þó
dálftið 'flókið og varð tíl þess
mér fannst þessi stund boða
eitthvað illt og ógnvekjandi og
eitthvað meira en lítið óeðlilegt
vera við þetta allt saman var
bara sú staðreynd að Gabriella
Malmer var heitbundin
Christer Wijk.
Gabriella virti Björn Udgren
ekki viðlits. Það var reiði-
glampi f augum hennar, þegar
hún sneri sér að Piu og hrópaði
gremjulega.
— Nú verður þú sannarlega
að hætta þvf að þjóta stöðugt
hingað ... niður á Odda ... á
öllum tfmum sólarhrings. Á
þessarí stundu eru lögreglu-
þjónar að leita að þér vegna
þess að þeir vilja fá að vita
hvað þú sát og heyrðir þegar þú
komst heim f nótt.
IIún greip Piu og dró hana
upp og ég gat ekki annað en
furðað mig á þeim kröftum sem
virtust búa f Ifkama hennar.
— Og reyndar, sagði hún og
nú var það Björn sem hún
beindi máli sfnu til, — vill lög-
reglan vfst áreiðanlega vita
hvað þú aðhafðist á þessum
tfma.
Hann stóð fast upp við hana
og hefði getað snert hana. Rödd
hans skalf eilftið þegar hann
sagði:
— Hafi lögreglan eitthvað við
mig að tala verður hún að gera
sér það ómak að koma hingað.
Það eru fleiri uppi á herragarð-
inum sem rata híngað til Odda.
Orð hans höfðu haft f sér
kaldhæðnislegan tón, en þegar
hann hélt áfram var hann bæði
einlægur og hreinskilinn.
— En ég er hræddur um að
ég hafi ekki margt fram að
færa, sem gæti varpað Ijósi á
það sem gerðist. Ég fylgdi Piu
heim um hálftólfleytið og
skildi við hana spottakorn frá
herragarðinum. Sfðan gekk ég
rakleitt heim og lagðist til
svefns ... Afi getur borið um
það.
— KalliáOdda...
Þvflfk fyrirlitning sem var f
rödd hennar; Hann er svo
kalkaður að hann veit ekki
hvað hann segir. Þú ættir
sennilega að reyna að finna