Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1977 33 Sveinn Gudmundsson, Midhúsum: „Brenglaðar fréttir úr Reykhólasveit” Grímur Arnórsson formaður Kaupfélags Krósfjarðar gerir að vonum athugasemd við frétt mína i Morgunblaðinu frá því 19. des síðast liðnum. Ég hygg að sú at- hugasemd sé gerð í nafni stjórnar Kaupfélagsins okkar. En Grímur hefur í allri sinni hógværð skrifað sitt nafn undir greinina. Satt mun það vera, að eg hafi ekki haft réttar tölur að styðjast við og er ástæðan sú að einn af kunnustu og traustustu félags- mönnum kaupfélagsins gaf mér upp þessar tölur og hef eg ekki reynt þennan mann að þvi að fara með fleipur og mun ástæðan ekki vera sú, að hann hafi viljað hag kaupfélagsins verri en hann er og mun hann hafa fengið rangar upplýsingar eins og oft vill verða. Hins vegar hef eg nú aflað mér réttra upplýsinga frá Kaupfélags- stjóranum um verð á A blöndu og er það sein hér segir: 1 september er verðið kr. 50.820 kr, i október er verðið 54.500 kr, í nóvember er verðið kr. 55.240 kr, í desember er verðið kr. 51.800 kr. Mismunur á milli verðsins í nóvember og desember er kr. 3.440 kr. og væntanlega er ekkert samband á milli vörusendingar Snæbjarnar og vörulækkunar Kaupfélagsins. Þess má og geta að verð á heilfóðri er kr. 56.400 en í nóvember 60.160 kr. pr. tonn. Grímur setur upp óraunhæft dæmi um imyndaðan vaxtagróða fyrir þá sem kaupa fóðurbæti hjá kaupfélaginu. Mér er ekki kunn- ugt um þann vaxtagróða nema í höfði formannsins. Eg taldi mig gera Kaupfélaginu greiða með því að tala um vörurýrnun vegna lé- legra umbúða, en þær eru það svo sannarlega, en á það vill ekki for- maðurinn fallast, en eg hika ekki við að fullyrða, að hjá mér fer meira í súginn af S.Í.S blöndu en K.F.K blöndu vegna umbúðanna einna. Einhver hefur gefið Grími upp rangar upplýsingar um það, að Snæbjörn Jónsson bóndi á Stað sé kaupmaður, heldur mun hann vera umboðsmaður fyrir KFK fóðurblönduna og sér hvar skóinn kreppir, enda veit eg ekki betur, en hann sé einn af fremstu mönn- um innan samvinnuhreyfingar- innar hér og sá frjálslyndasti. Vonandi er formaðurinn ekki að gefa í skyn með því að kalla Snæbjörn kaupmann að hreins- ana sé þörf og gott sé að fá ein- hvern skoðanalausan jámann i hans stað í Kaupfélagsstjórnina. Fyrst eg fór að svara athuga- semd Gríms, þá er það ýmislegt, sem eg hef áhuga á að ræða. Hver getur verið orsök til þess, að Sam- bandið getur ekki verið sam- keppnisfært með sykur og er það nokkurt vit að ætla Sambandinu svo illt að nota einokunaraðstöðu sína og selja okkur sykur á miklu hærra verði en í Reykjavík. Ekki verður því heldur trúað að inn- kaupastjórar Sambandsins séu það miklir álfar, að þeir kunni ekki 'að gera sæmilega hagstæð innkaup. Heldurðu að það væri ekki býsna góður fróðleikur í þvi að sjá samanburð á sykurverði (lika púðursykri) hér hjá okkur síðast liðin tvö ár og hjá t.d. Hag- kaup i Reykjavík. Fólk hér talar almennt um mis- munandi verð í hinum ýmsu kaupfélögum og telur að einu kaupfélaginu sé stjórnaó betur en öðru og það starfi samkvæmt sínu Ég undirritaöur ef hér meC Kaupfélagi eftirgreint r skilvisri greiöslu af hendi fyrir mig i til tryggingar þaö kann aö inna f i af búi mlnu á érinu 19 öörum greiöslum, sem | ekki veröiunnt aö standa v.ö loforí koöa megi únektarhcim.ld mlna h]á breyta einhliba úttektarhettnildinnl. (StaBur og dagsetnlng) (Undlrskrilt) , „m«m. vitl otangrelnt tolortt h.im.l.r Kaootéi.g vKJsklptóreiknlngl aB f)árh*8 kr. sem sundurllBaat avo: 1. Matvörur 2. FóBurvörur 3. Benzln ofl olla 4. AbutBur 5. Afb. og vextlr Meðalhelnllisúttekt skv. verBa á mánuBI kr. (Kaupfélagsstlórl) Samtals kr. upprunalega hlutverki að halda vöruverði niðri, til hagsbótar fyr- ir félagsmenn. Hver er þá orsökin til þess að kaupfélögin geta ekki lengur (eða gera ekki lengur) lagt á vörur sínar sjálf eftir þörf- um hverju sinni. Heldur mun Sambandið leggja smásöluálagn- inguna á í Reykjavík og bæta við mismunandi flutningskostnaði eftir því, sem fjarlægð frá Reykjavík er mismunandi. Eg vil taka það fram, að eg blæs á tölvu- hagkvæmnina. Verðmunur í hin- um ýmsu kaupfélögum er því að- eins að þakka hve misgamlar vör- urnar eru. Hvað mundi vera sagt um kaup- mannastéttina, ef þeir létu heild- salana leggja á vörurnar fyrir sig og sama verð væri f öllum búðum og verðmunur stafaði aðeins áf því hve misgamlar vörurnar væru. Þá er hér komið að öðrum lið og það er, að mig langar til þess að fræðast um afskriftir kaupfélags- ins og stofnsjóðinn. A síðastliðnu reikningsári (1975) voru vöru- birgðir afskrifaðar um 45%. Nú langar mig að vita um það hvort þess sé virkilega þörf á slíkum verðbólgutímum af afskrifa vöru- birgðir svona mikið ef hagur fé- lagsmanna er hafður í huga. Eg hef haldið því fram, að kaup- félögin séu að þróast í sjálfseign- arstofnanir, sem lúti stjórn ofan- frá ogtþví séu þær á vissan hátt hættar að þjóna sínu upprunalega hlutverki og þau séu aðeins farin að hugsa um hag höfuðstöðvanna í Reykjavík. Ef þessi þróun verð- ur ekki stöðvuð þá verður ekki hægt að kalla Sambandið og Kaupfélögin annað en auðhring. Af hverju má ekki verðtryggja stofnsjóð okkar að minnsta kosti að einhverju leyti. Af hverju eru ekki félagsrétt- indi tekin af ntönnum sem ekki hafa mætt á aöalfundi t.d. 3 ár í röð. Ef það yrði gert hvað heldur þú, Grímur, að samvinnufélögin gætu státað af mörgum félags- mönnum. Eg veit ekki betur en eg sé skráður félagi í þremur kaupfé- Iögum. Aó minnsta kosti hefur mér ekki verið tjáð að nafn mitt hafi verið strikað þar út úr bók- um. Aðalfundir vel flestra kaupfé- laga eru lýðræðislegur skripaleik- ur eða á svipaðan hátt og aðal- fundir Þörungavinnslunnar á Reykhólum, þar sem frumherj- arnir hafa ekki enn fengið gild hlutabréf í hendur og hafa því ekki rétt til fundarsetu þar. „Trú- verðugasta fólkið mætir á fund- um og kýs eftir fyrirframgerðri áætlun. Eg er orðinn býsna hræddur um þaó að kaupfélögin okkar séu á hraðri leið að glata sínu upp- runalega hlutverki að vera bróðir í raun og þau séu að verða að gráðugum húsbónda. Nú er það ekki svo að eg telji kaupfélögunum allt til foráttu, en þeir sem völdin hafa hrópa alltaf úlfur, úlfur, ef einhver vogar sér að haida sér utan brautar hugsun- arleysisins. Eg ætla að senda með þessari grein blað, sem mér var að berast, en mér finnst það staðfesta, að bændur séu ekki fjárráða, eins og eg sagði frá í fréttabréfinu góða. Hvað eru það margir bændur á landinu sem ekki eru fjárráða á árinu 1977. Já, fallegt er nafnió. „Gjaldeyrisloforð". Eg hygg að fá- ir geti um frjálst höfuð strokið þegar þetta plagg hefur verið út- fyllt. Að lokum þetta: Eg er mjög ánægður með starfslið kaupfélags Króksfjarðar, en eg tel það líka hollt umhugsunarefni fyrir for- mann kaupfélagsins og aöra stjórnarsinna hér., hver orsök muni vera fyrir þeim flótta frá fokkkum þeirra, sem nú virðist eiga sér stað hér. Eg held að þú vitir svarið. Eg óska þér gleðilegs árs og að frjáls hugsun og framsýni megi verða okkur öllum leiðarljós á hinu nýbyrjaða ári. Miðhúsum, 11. janúar 1977 Sveinn Guðmundsson — Malbik . . . Framhald af bls. 30 og hefur hluti þeirra verið falinn Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins. Rannsóknirnar eru margþættar og meðal þeirra má nefna leit að steinefnum í malbik, slitþoli þeirra, gerð tilraunakafla með mismunandi steinefnum og mælingar á sliti á malbiki. Auk þess fara fram umferðartalningar á tilraunaköflum svo og kannanir á notkun negldra hjólbarða með jöfnu millibili. Samkvæmt áætlun á þessum rannsóknum að ljúka sumarið 1978 og f ást þá væntanlega ábend- ingar um það hvers konar malbik þolir bezt áraunina frá negldum hjólbörðum. Til mikils er að vinna, 200 millj. króna er mikið fé. Á.J. “Fyrsti árangur Framhald af bls. 30 a) Einkunnin 3 I tveimur samr. gr. en engin skólaeinkunn lægri en 4. b) Einkunnin 3 1 einni samr. gr. og ein skólaeinkunn lægri en 4. c) Engin einkunn í samr. gr. lægri en 4 en tvær skólaeinkunnir lægri en 4. Nemandi sem ekkt fullnægir framangreinum skilyrðum getur þóhafið nám i framhaldsskóla þegar að loknm grunnskóla ef við- komandi skóli samþykkir. 1 framangreindum reglum felst að reynt verður, eftir þvl sem tök eru á, að verða við óskum nem- enda um framhaldsnám. Þó er eigi unnt að tryggja að allir nem- endur komist í það nám eða skóla er þeir æskja. Ofanritaðar reglur gilda um inntöku til náms í framhaldsskóla skólaárið 1977—1978. (Úr fraéttabréfi frá Menntamála- ráðuneytinu). Verður haldið að Hlíðarenda n.k. laugardag 26/2 '77 og hefst stundvislega kl. 13.15. Tefldar verða hrað- skákir eftir Monrad-kerfi. Keppt verður um hinn glæsilega VALS-hrók. Mætið tímanlega með klukku og töfl. Þátttaka tilkynnist Hermanni Gunnarssyni fyrir laugardag. Orðsending frá Verkamannaféiaginu Dagsbrún og Verkakvennaf élaginu Framsókn Hinn 1. janúar s.l. tók gildi ný innheimtuaðferð félags- gjalda í samraemi við gildandi kjarasamninga og sam- kvæmt ákvörðunum aðalfunda félaganna. innheimtuaðferðin er þannig: 1. í hvert sinn og laun eru greidd ber launagreiðanda skylda til að halda eftir af kaupi launþega, sem vinnur í samningsbundnum starfsgreinum Dagsbrúnar og Framsóknar, 1,2% af sama stofni og hann tekur lífeyrissjóðsiðgjaldið af eða 30% af lifeyrissjóðshluta launþegans. 2. Félagsgjöld eiga allir launþegar að greiða, hvort sem þeir eru fullgildir félagar i Dagsbrún og Framsókn eða ekki, á meðan þeir vinna skv. samningum þessara félaga. 3. Launagreiðanda ber síðan að standa skil á þessu gjaldi á sömu skilagrein og hann gerir skil á til lífeyrissjóðs Dágsbrúnarog Framsóknar. 4 Skilagreinar végna þessara breytinga á innheimtu eru til afhendingar hjá skrifstofum félaganna, Lifeyris- sjóðsins og Landsbanka íslands. 5. Við viljum sérstaklega benda launagreiðendum á að þessi breyting á innheimtu félagsgjalda er gerð í fullu samráði við samtök atvinnurekenda. 6. Einnig teljum við rétt að benda félagsmönnum á, að þeir einir njóta fullra réttinda i félögunum sem hafa greitt félagsgjald gkða Trúllabjágu kmur9B75r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.