Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 2
/ 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 Varðskipsmenn skoða og finna kynleg dufl STARFSMENN Landhelgisgæzl- unnar sem skoðuðu hlut þann sem rak á land við Vattarnes telja að hann hafi verið notaður við einhvers konar neðansjávarvinnu og að hann sé brezkur eða banda- rískur að uppruna. Fyrir nokkru tók síðan varðskip upp dufl sem var á reki út af Kambanesi á Austfjörðum. Verður það rannsakað nánar þeg- ar varðskipið kemur til Reykja- vikur, en eftir því sem skipverjar á varðskipinu segja virðist áletr- un á rafhlöðum þessa dufls vera rússnesk. Námskeið hjá Rannsókn- arstofnun vitimdarinnar RANNSÓKNASTOFNUN vit- undarinnar efnir til námskeiðs f tónlistarlækningum 1.—7. apríl nk. undir handleiðslu Geirs V. Vilhjálmssonar sálfræðings. Er hér um að ræða kennslu í undir- stöðuatriðum varðandi sállækn- ingar með tónlist. Þetta námskeið er inngangur að 150 tima starfsþjálfun, sem miðar að því að kenna fólki sem starfar við heilbrigðisþjónústu eða kennslu hvernig nota megi tónlist til eflingar sjálfsþekkingar og til samræmingar likama og sálarlífs. Námskeið í sállækningum með tónlist verður svo dagana 25.—29. Ranghermi RANGHERMT var í Morgunblað- inu í frétt sl. þriðjudag að Sig- ríður Jónsdóttir væri aðili að lög- bannsipáli því er varð út af út- varpslestri á Þjófi i Paradis. apríl, og er það námskeið einung- is opið þeim sem farið hafa í gegnum ofangreind inngangs- námskeið nú í vor eða á undan- förnum árum. Oafngreind námskeið eru haldin um helgar og um kvöld, en vikulangt námskeið 8.-T-15. júní verður haldið um eftirmiðdaga, kvöld og helgi á þessu tímabili. Þar mun Geir V. Vilhjálmsson og bandaríski tónlistarlæknirinn Helen Bonny leiðbeina um hag- nýtingu sállækninga með tónlist. Fimm einkatímar og þrjú þjálf- unarnámskeið í sex manna hóp reka endahnútinn á þessa starfs- þjálfun i tónlistarlækningum, sem ætlað er að veita hæfu starfs- fólki á sviði heilbrigðismála, kennslu eða tónlistar undirstöðu- menntun í beitingu tónlistar til eflingar sjálfsþekkingar og við sállækningar. Nánari upplýsingar má fá skrif- lega eða í sima 25995. (Fréttatilkynning) Alftir eru sjaldséðar f Vestmannaeyjum, en ein slfk kom þó f heim- sókn þar einn daginn fyrir skömmu og lenti léttilega á tjörninni f Herjólfsdal. Þar dvaldi hún góða stund og Eyjamenn gáfu henni matarbita. 1 f jarska sér á Helgafell. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Lone Pine: Helgi með 50% árangur HELGI Ólafsson tapaði skák sinni ( 7. umferð gegn Bandaríkja- manninum Mayer á skákmótinu i Lone Pine en ( áttundu umferð- inni sigraði hann annan Banda- rfkjamann, Tisdall að nafni, og er þannig kominn með 4 vinninga eða 50% árangur úr þeim 8. umferðum sem tefldar hafa verið. Helgi hefur þvf enn möguleika á að ná áfanga f alþjóðlega meistarartign ef hann fær sæmi- lega sterkan mótherja ( sfðustu umferðinni og sigrar hann. Panno er efstur á mótinu með 6 vinninga, 5 skákmenn eru með 5 og Vi vinning og þar á meðal heimsmeistari kvenna í skák, Gabrindashwili sem lagt hefur m.a. tvo rússneska stórmeistara að velli, og 6 skákmenn eru með 5 vinninga, þeirra á meðal Browne, Reshevsky og Lombardy. Hort vill fjöltefli við tíu sterka skákmenn TÉKKNESKI stórmeistarinn Vlastimil Hort hefur farið þess á leit við Skáksambandið að það gangist fyrir klukkufjöltefli. Er erfitt að koma slíku fjöltefli við þessa dagana, þar sem Skákþing íslands er að hefjast og þar verða meðal keppenda flestir beztu skákmenn landsins. Mun Skák- sambandið þó hafa hug á að koma slíku fjöltefli á, sennilega á morg- un eða laugardag, og myndi Hort þá tefla gegn 10 sterkum skák- mönnum. Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum alveg lokað eða starfrækslu hætt í bili? Ný tækni við þang- skurðinn gæti helzt bjargað fyrirtækinu Þörungaverksmiðjan að Reykhólum. UM 600 milljómr króna komnar í verksmiðjuna NEFND sú sem iðnaðarráðherra skipaði á sfðastliðnu hausti til að kanna rekstrargrundvöll Þör- ungaverksmiðjunnar á Reykhól- um lauk störfum fyrir nokkru. Var skýrsla nefndarinnar rædd á fundi rfkisst jórnarinnar á þriðju- dag. t nefndinni áttu sæti þeir Árni Vilhjálmsson prófessor, sem var formaður nefndarinnar, Guðmundur Björnsson og Pétur Stefánsson. í niðurstöðum nefndarinnar eru fjórir valkostir varðandi rekstur verksmiðjunnar. Eru val- kostirnir þeir að rekstri verk- smiðjunnar verði alveg hætt. Að haldið verði áfrem en öflunar- aðferðum verði breytt. Að verk- smiðjan verði seld einstaklingum eða fyrirtæki, sem vildi freista þess að koma verksmiðjunni á rekstrarhæfan grundvöll. í fjórða lagi er sá valkostur að rekstri verksmiðjunnar verði hætt í bili, þar til fundnar hafi verið nýjar öflunaraðferðir, sem dygðu betur en þær er notaðar hafa verið. Mun siðastnefndi möguleikinn vera sá sem nefndin telur vænleg- astan. Hér fara á eftir niðurlagsorð skýrslu nefndarinnar: „Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að ef rekstri Þörungavinnsl- unnar h.f. yrði haldið áfram sé fyrirsjáanlegur hallarekstur sem nema mundi tugum millj. kr. á ári hverju. Meginútgáfa rekstrar- áætlunar sem nefndin hefur tekið saman sýnir tap að fjárhæð 76 millj. kr. árið 1977 og 49 millj. kr. árið 1978. Miðað við söluverðmæti þangmjölsframleiðslu gerir þetta tap 56% 1977 og 21% 1978. í þessum tapstölum hefur ekki verið tekið tillit til afskrifta af framleiðslutækjum og vaxta af fjármagni bundnu í þeim. Vaxta- gjöld af þegar teknum lánum til langs tíma fara langt upp fyrir þá reiknuðu vexti sem hæfir að nota í útreikningum um væntanlega arðsemi enda eru áhvílandi skuld- ir til langs tíma langt umfram virði framleiðslutækja við önnur not en áframhaldandi þang- vinnslu. Rekstraráætlun þessi er haldin sérlega mikilli óvissu fyrir það að ekki þykir hafa fengist ótvíræð niðurstaða um hvers öfl- unartækin eru megnug við þá beitingu þeirra sem nú þykir gefa vonir um skástan árangur. Ákvörðunin um stofnun fyrir- tækisins byggðist á lítt prófuðum forsendum um afköst og rekstrar- hagkvæmni sérstakra þang- skurðarpramma. Þessar forsend- ur hafa brugðist gersamlega og er sú staðreynd meginskýringin á þeirri niðurstöðu nefndarinnar að ekki yrði komist hjá verulegum rekstrarhalla ef áfram yrði haldið. Nefndin álítur að vonina um að hægt sé að endurreisa fyrirtækið sé helst hægt að binda við þann möguleika að takast megi að upp- götva nýja tækni við þangskurð, hugsanlega í samvinnu við norska aðila sem að undanförnu hafa unnið að þróun nýrrar tækni á þessu sviði.“ ÞÖRUNGSVERKSMIÐJAN á Reykhólum tók til starfa f ágúst árið 1975, en þá aðeins f tilrauna- skyni. Raunveruleg starfræksla hófst ekki fyrr en vorið 1976 að sögn Vilhjálms Lúðvfkssonar, for- manns stjórnar fyrirtækisins. Sagði hann f samtali við Morgun- blaðið f gær að lagðar hefðu verið 525—530 milljónir króna f verk- smiðjuna sjálfa, en auk þess næmu skuldir frá sfðasta ári um 70 milljónum króna. Þannig að fyrir utan vexti og afskriftir væru um 600 milljónir komnar f verk- smiðjuna. Stofnhlutafé verksmiðjunnar nam 120 milljónum króna og skiptist það þannig að ríkið á 90 milljónir, skozka fyrirtækið Alginate Industries á 17 milljón- ir, Reykhóla-, Gufudals- og Geira- dalshreppar eiga 6 milljónir og ýmsir einstaklingar og fyrirtæki um 7 milljónir. í viðtali við Vilhjálm Lúðvíks- son í gær sagði hann að stjórn Þörungaverksmiðjunnar hefði ekki fengið formlqga í hendur skýrslu nefndarinrrar um verk- smiðjuna. Hann hefði þó séð skýrsluna og væri um fjóra val- kosti að ræða og væru þeir: 1 fyrsta lagi að hætta rekstri verksmiðjunnar algjörlega og rífa verksmiðjuna í sundur og selja í hlutum. í öðru lagi sá kostur er stjórn verksmiðjunnar lagði til að yrði reyndur á síðasta hausti. Að halda rekstri áfram annars vegar með þeim öflunaraðferum, sem gerðar voru tilraunir með seint á siðasta hausti og hefðu gefið vissa vis- bendingu um að myndu borga sig. Væri þar um að ræða samtengda hand- og vélöflun. Sagði Vilhjálm- ur að stjórnin hefði einnig bent á þann möguleika að annarra verk- efna yrði leitað fyrir verksmiðj- una til að lengja starfstímann. Hefði þar m.a. verið bent á þurrk- un á þara, sem unnt væri að afla utan þangöflunartimans, og þurrkun smáfisks. Hefði það sýnt sig undanfarnar vikur að síðast- nefndi möguleikinn væri raun- hæfur og þau afköst næðust, sem menn hefðu gert sér i hugarlund. Þessi kostur væri því vissulega enn fyrir hendi, þó nefndin hefði ekki viljað taka afstöðu t#hans, enda væri það skiljanlegt þar sem þessi tilraun hefði svo nýlega ver- ið gerð. Þriðji valkostur væri að finna einhvern kaupanda að verksmiðj- Framhald á bls. 26 „Rothögg fyrir sveit- arfélagið” — segir oddvitinn í Reykhólasveit — ÞAÐ YRÐI algjört rothögg fyrir sveitarfélagið ef starfrækslu Þörungaverksmiðjunnar yrði hætt, sagði Ingi Garðar Sigurðs- son oddviti f Reykhólasveit og stjórnarmaður í fyrirtækinu f samtali við Morgunblaðið f gær. Sagði hann að á sfðasta ári hefði um þriðjungur tekna sveitarfél- agsins komið starfsmönnum við verksmiðjuna og henni sjálfri. Mætti af þvf vera ljóst hve mikið mál Þörungaverksmiðjan væri fyrir sveitina. — Ef verksmiðjan væri venjulegt fyrirtæki og henni lokað f t.d. tvö ár eða þá alveg, yrði sveitarfélagið hreinlega gjaldþrota, sagði Ingi Garðar. Að undanförnu hafa verið gerð- ar tilraunir með þurrkun á loðnu í verksmiðjunni á Reykhólum og sagði Ingi Garðar að þær hefðu gengið mjög vel. Það væru því vondar fréttir að fá þessar niður- stöður nefndarmanna á sama tíma og menn væru að ný að fyll- ast bjartsýni á starfsemi verk- smiðjunnar. — Á því virtust eng- ir tæknilegir örðugleikar að þurrka hér loðnu og vafalaust er eins hægt að þurrka hér annan smáfisk, sagði Ingi Garðar. — Ég vil ekki trúa því að ekki verði reynt að krafsa í bakkann með starfrækslu fyrirtækisins. í sambandi við þangöflunina gerð- um við í fyrra tilraunir með öflun þangs, sem byggist á handöflun með aðstoð pramma. Gáfu þær tilraunir góða raun óg ég vil helzt ekki hugsa þá hugsun til enda ef verksmiðjunni yrði lokað sagði Ingi Garðar, oddviti á Reykhól- um. Nú starfa níu manns við Þör- ungaverksmiðjuna, en hafa farið nokkuð yfir 40 manns þegar mest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.