Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 ZetterM og Östlund létt í Innd Monica Zetterlund er vWfneg song^"ase°^ efnn bezti lund er íslendingum að góðu kun ^ ^ ^ -n til trommuleikari sem við hof" leika alls á f»mm tslands í stutta t6n,el^^‘^DS6þátt Með þeim í förinni tónleikum og taka upp og Lars Begge. eru tðnlistarmenmrn.r Sture þeim á SuS—ifJg ?erbhéraá eftir frásögn af fundm- um: STAÐUR: Hótel Loftleiðir, and- dyrið. TÍMI: Klukkan 20.10 á fimmtudagskvöldi. VIÐSTADDIR: Nokkrir frétta- menn, þeirra á meðal Slag- brandur, forsvarsmenn Klúbbs 32 og nokkrir hljómlistarmenn frá Svíþjóð, þeirra á meðal Pétur öst- lund og Monica Zetterlund. ATHAFNIR: Allir biða, en fæstir vita eftir hverju eða hverjum. Blaðamenn rabba saman og sötra úr glösum, tón- listarfólkið gengur um gólf — og Spassky og Maria rölta inn á hótelið í skrautlegum lopapeysum og stefna að lyftunni. Ljósmynd- ari snarast á fætur til að festa þau á filmu, en er of seinn. Og svo fara blaðamennirnir að rabba um skák, tónlistarmennirnir ganga enn um gólf — og allir bfða. — 0 — STAÐUR: Hótel Loftleiðir, stjórnarherbergið svonefnda, inn af anddyrinu. TÍMI: skvöldi. 20.30 á fimmtudag- VIÐSTADDIR: Nokkrir frétta menn, þeirra á meðal Slagbrand- ur, forsvarsmenn Klúbbs 32 og nokkrir sænskir tónlistarmenn o.s.frv. Einnig kona Péturs Öst- lunds, og barn þeirra. Og einn svartur bangsi. ATHAFNIF^ Blaðamanna- fundur er settur af Magnúsi Kjartanssyni, stjórnarmanni I Klúbbi 32. Hann kynnir sænsku gestina: Monica Zetterlund, söngkona og leikkona. Sture Akeerberg, bassaleikari og eiginmaður Monicu. Lars Begge, pianóleikari. Pétur Östlund, trommuleikari Blaðamenn mega byrja að spyrja fólkið, en vandræðaleg þögn rikir. Liklega vill enginn þeirra byrja á að spyrja um ein- falda hluti eins og feril listafólks- ins — og opinbera þannig þekkingr-skort sinn. En svo kemur fyrsta spurningin: — Hafið þið spilað mikið saman áður? Pétur östlund verður fyrir svörum, enda hinn eini gestanna sem kann islenzku: — Við höfum spilað saman í revýum og með Tommy Körberg, en þó ekki nákvæmlega þessi liðsskipan. Þögn meðal blaðamannanna. Monica tekur til máls og býðst til að tala ensku, sem blaða- mennirnir þiggja fegins hendi. Þeir eru ekki sterkir i sænsku. — Ég vil taka fram, segir hún, að Sture er með okkur hér vegna þess að hann er góður bassa- leikari, en ekki bara af því að hann er eiginmaður minn. Pétur glottir og segir: — Ef hann væri hér eingöngu sem eig- inmaður þinn, þá væri ég ekki hér. Mikill hlátur. Isinn er brotinn og allir komnir í gott skap. Monica er nú beðin að rekja feril sinn í stórum dráttum. — Ég er sögð hafa byrjað að syngja tveggja ára, segir hún, — en ég er alveg búin að gleyma þvi. En ég byrjaði 1957 að syngja inn á plötur og mér er sagt að ég sé búin að syngja 600 lög á plötur — sem er mjög athyglisvert vegna þess að ég er enn aðeins 25 ára! (Allir brosa) Þetta segir Brigitte Bardot alltaf! Nei annars, við skulum sleppa aldrinum. En frá 1957 hef ég verið atvinnumaður i tónlist og leiklist. Ég var um skeið I Bandarfkjunum 1959 og kom þá fram í sjónvarpsþáttum og söng með frægum tónlistarmönnum. Ég var mjög ung þá — kannski of ung. Nú, sfðustu 10 árin hef ég mest verið i revýum og á skemmtistöðum sem söngkona og einnig i kvikmyndum. Ég hef alltaf sungið dálitið af jassi með, en of lítið þó. Ég vildi hafa haft meiri tíma fyrir jassinn, en það er ekki auðvelt að vera jasssöng- kona, sérstaklega á Norður- löndunum. Þetta er svo lítill markaður. Svo að ég má teljast heppin að hafa fengið hlutverk sem leikkona að auki. Monica hefur leikið í mörgum sænskum myndum, en kunnastar þeirra hér á landi eru þó tvær: Vesturfararnir og Eplastríðið. í Vesturförunum lék Monica hóruna Ulriku (vinkonu Liv Ullman). Þá er Pétur beðinn að segja frá sfnum verkum að undanförnu: — Ég hef ekki spilað svo mikið síðustu mánuðina, segir hann. - Ég hef verið að vinna að endur- skipulagningu tónlistarkennslu I Svfþjóð. Við höfum nokkrir saman skipulagt slagverks- kennsluna í nýja skólakerfinu. Ég kenni einnig i tónlistarháskóla og spila með hljómsveitum og stöku sinnum í plötuupptökum. Og Pétur er einnig spurður hvort hann hitti mikið af íslenskum tónlistarmönnum i Svíþjóð? — Ég hitti Dóra Páls oft — og Jón Páll hringir stundum í mig — og Eddi Svavars sem er með hljómsveit þarna úti (Lava) hringir i mig lfka. En við höfum ekkert spilað saman. Þó hefur komið til tals, að Gunnar Ormslev spili á jasshátíð í Umeá næsta haust og að við myndum þá spila með honum, ég, Jón Páll og bassa- leikarinn Red Mitchell. Og nú spyrja blaðamenn um tónlistina sem þau fjögui hyggjast flytja íslendingum á tón- leikunum hér. Monica svarar: — Við vitum það ekki ennþá. Við þekkjum ekki áheyrendurna og það er eriftt að vita hve mikinn jass við eigum að leika. Þetta verður þó liklega mest allt jass, hluti á ensku og hluti á sænsku. Við leggjum aðaláherzluna á góða tónlist að sjálfsögðu. Monica segir, að þar sem þau hafi verið mikið í revýum og öðrum verkefnum, þá hafi þeim ekki gefizt mikill tími til að æfa sérstaklega fyrir þessa ferð, en þau eigi frá undanförnum árum mikinn fjölda laga sem þau hafi oft spilað saman og því þurfi ekki svo mikið að æfa fyrir hljóm- leikana hér, öllu heldur fínpússa og slípa saman. Magnús Kjartansson skýtur þvi að blaðamönnum, að Pétur hafi nýlega fengið listamannastyrk í Svfþjóð og Pétur er beðinn að segja frá þessu: — Já ég fékk 10 þús kr. sænskar, án nokkurra skilyrða um verkefnavinnu — og svo eru peningarnir skattfrjálsir, sem er það besta. Ég keypti mér 13 plötur fyrsta daginn. Annars hef ég verið að semja nokkrar bækur um slagverk og ætla að taka mér nokkra mánuði í það verk enn og læt þá féð renna í það starf. Þetta eru m.a. byrjendabækur og einnig æfingar fyrir þjálfaða trommuleikara. Magnús Kjartansson veit greinilega heilmikið um þessar bækur og fræðir blaðamenn á þvi að Pétur hafi átt samvinnu við jassleikara sem er kjarneðlis- fræðingur að mennt og sá hafi liðsinnt honum við stærðfræði- legu hliðina á verkefnunum. Þeir hafi sett upp kerfi sem bjóði upp á 14.112 mismunandi æfingar við hvaða taktstef sem er, til dæmis þrjá — fjóra takta. Með gata- spjöldum og fleiru sem bókinni fylgir geti trommuleikar skapað sér svona mikinn fjölda æfinga til þjálfunar. Nú er spurningum beint til Sture og Lasse og þeir beðnir að segja í stuttu máli frá störfum sinum: Lasse kveðst vera tónlistar- kennari (skólastjóri, skýtur Pétur inn í) og að öðru leyti fáist hann talsvert við útsetningar og stjórn- un, einkum hjá söngflokkum og kórum. Hann útsetti meðal annars alla tónlistina á siðustu plötu Monicu. Sture er lausavinnumaður (free-lance) i tónlistinni, spilar mikið í upptökum, revýum, sjón- varpi og útvarpi — og að sjálf- sögðu með Monicu. Nú beinist talið að miklum hæfileikaskemmtikröftum sænskum, Hasse og Tage, sem þau fjögur bera mikla virðingu fyrir og telja sig hafa haft mikið gagn af að vinna með. Þeir Hasse og Tage eru miklir yfirburðamenn í sænsku skemmtanalifi og finnst Pétri og félögum það skritið hversu lítið menn þekkja til þeirra hér. Kannski á þetta eftir að breytast. — 0 — STAÐUR: Stjórnarherbergið á Hótel Loftleiðum. TlMI: 21. 10 á fimmtudags- kvöldi. VIÐSTADDIR: Þeir sömu og áður. ATHAFNIR: Slagbrandur þarf að fara að kveðja, hann er tima- bundinn, en gefur sér þó I lokin tima til að heyra Pétur svara spurningunni um það, hvernig þessi íslandsheimsókn hafi komið til: — Ég hringdi heim til mömmu eitt kvöldið og hún spurði mig hvort ég ætlaði elcki að fara að koma I heimsókn til íslands bráð- lega. Og ég sagði auðvitað já. Svo stakk ég upp á þvi við þau hin að við skelltum okkur í tónleikaferð til tslands og þau voru ólm í það. Og hingað erum við komin til viku heimsóknar. Ég hefði gjarn- an viljað vera hér lengur, en við hjónin verðum að fara utan vegna óviðráðanlegra orsaka: Við fengum ekki gæzlu fyrir hundinn okkar til lengri tfma. Við höfum ekki hundapíuna nema I viku! —sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.